Dagblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 24
HNÍFl BBTT í ARAS í BRAUTARHOLTIINOTT Árásarmaðurinn flúði en var handtekinn litlu síðar ásamt öðrum - Um klukkan þrjú í nótt var lögregl- an kölluð að Brautarholti 22 í Reykjavík en þar hafði ölvaður ungur maður gert húsbrot í peninga- leit. Húsvörður kvaddi lögregluna á staðinn en þá stóðu yfir slagsmál milli árásarmannsins og íbúa i húsinu. Innrásarmaðurinn vildi ná tali af ákveðnum ibúa, en er hann vaknaði vildi hann ekki opna fyrir komu- manni. Vildi komumaður ekki við það una og brauzt inn á leigjandann og heimtaði peninga. Er það var ekki laust kom til átaka og urðu þau snörp. Greip árásarmaðurinn til hnífs í bardaganum og náði að stinga og skera leigjandann í andliti og á fæti og eru sárin á fætinum miklu meiri. Leigjandinn varðist af mikilli hörku og svo fór um síðir að árásar- maðurinn lagði á flótta án þess að ná fénu sem hann vildi fá. Lögreglan handtók árásarmanninn litlu síðar ásamt öðrum manni sem einnig er talinn viðriðinn árásarmál- ið. Mál mannanna var tekið fyrir hjá rannsóknarlögreglunni imorgun. -A.St. Tvo krana þurfti til þess að lyfta gámalyftaranum úr skipi í gær. DB-mynd Höröur. Gámalyftari til Hafskips 40 milljón króna tilboð í neðri hluta Þverár — samningar miðast við svissneska franka Eitt hundrað og sextiu þúsund sviss- neskir frankar voru boðnir í veiðirétt- indi neðri hluta Þverár í Borgarfirði i tilboði sem fram kom á fundi veiðirétt- arbænda sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Tilboð þetta kom frá Gunnari Svein- björnssyni og Kolbeini Ingólfssyni og miðast við leigu neðri hluta árinnar ár- in 1981 og 1982. Leiguverð þetta er sem næst 40 milljónum króna á ári. Veiðifélagið Breiðan hefur haft neðri hluta Þverár á leigu og hefur enn þetta ár samkvæmt samningi. Umsamið leiguverð mun hafa verið 120 þúsund svissneskir frankar en hefur nú hækkað upp í 137 þúsund franka eftir því sem næst verður komizt. Svissneskir aðilar hafa efri hluta Þverár á leigu. Talsverð spenna ríkir nú þegar á veiðileigumarkaðnum fyrir ekki aðeins þetta ár heldur hin næstu, eins og þetta dæmisýnir. - BS Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins í gær: Minnihluta- stjómir á dagskrá Einn ræðumaður mælti með þvi, að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins reyndi að sitja sem lengst, á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins í gær. 2—3 mæltu eindregið með þvi, að reynt yrði að koma á fót minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar. Annars ríkti á fundinum mikil óvissa um stjórnarmyndun og hvaða afstöðu Al- þýðuflokkurinn ætti að taka. Yfirleitt má segja, að menn hafi horfzt í augu við möguleikann á minni- hlutastjórn Alþýðuflokks og Fram- sóknar og ekki verið óvinsamlegir hon- um,” sagði einn fundarmanna eftir fundinn. Fundurinn var óvenju stuttur og ræðumenn tiltölulega fáir. -HH BíHinn lenti á 3 Ijósastaurum Fjórir menn illa slasaðir Tveir menn liggja mikið slasaðir, annar m.a. hryggbrotinn, í sjúkrahúsi eftir ævintýralega ökuferð i nótt. Voru fjórir ungir menn, allir vel við skál að sagt er, á ferð á Fríkirkjuvegi um tvö- leytið í nótt. Ökuhraðinn var gífurleg- ur. Bíllinn lenti á þremur ljósastaurum hverjum á eftir öðrum og brotnaði einn stauranna í tvennt og er þó engin smá- smiði. Bíllinn er talinn gjörónýtur og mesta furða þykir að ekki skyldi verr fara með þá er í bilnum voru en raun varð á. Gekk illa að ná mönnunum úr bilflak- inu og tók alllangan tíma. Allir menn- irnir eru meira og minna meiddir. - A.St.' „Þessi lyftari er ætlaður til að lyfta gámum. Lyftigeta hans er 27 tonn og honum fylgir sérstakur gámarammi. Með þessum gámaramma er hægt að lyfta gámunum upp á hornunum”, sagði Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur hjá Hafskip í morgun um nýjan lyftara sem Hafskip fékk í gær. „Hingað til höfum við aðeins haft gaffallyftara en þeir eru ekki gerðir fyrir gáma og hafa því oft valdið skemmdupi bæði á gámunum og á vörum,” ságði Einar ennfremur. „Það þekkist hvergi í heiminum að notaðir séu gaffallyftarar fyrtr gama eins og gert er hér. Með þessum nýja lyftara getum við þvi bætt meðferð á gámum auk þess sem við getum aukið hraðann.” -ELA. Boitinn til Ragnars eða Svavars? ÞRYST A LUÐVIK Lúðvik til forseta á morgun Þingmenn Alþýðubandalagsins reyna að þrýsta á Lúðvik Jósepsson, formann flokksins, að hann taki að sér að gera tilraun til stjórnarmynd- utiar, þegar forseti íslands fer fram á það. Lúðvík er tregur til og vill helzt visa umboðinu yfir á Svavar Gestsson alþingismann. Svavar mun einnig tregur. Rökréttast væri, að formaður þingflokksins, Ragnar Arnalds, tæki við umboðinu, en ágreiningur er í þingflokknum, um hvort Svavar eða Ragnar skyldu fá það hlutverk, ef Lúðvik reynist harður á að neita. Forystumenn Alþýðubandalagsins, einnig Svavar og Ragnar, lögðu i gær hart að Lúðvik að taka verkefnið að sér. Lúðvík er sagöur vantrúaður á, að sér takist stjórnarmyndun, og vill ekki fást við vonlítið verkefni. Endanlega átti að ganga frá þessum málurn á fundi í þingflokki Alþýðu- bandalagsins, sem hófst skömmu fyrirhádegið. Reiknað er með, að forseti íslands muni kveðja Lúðvik á sinn futid að loknum þingflokksfundi Alþýðu- banJalagsins. „Það er áreiðanlega vilji flestra okkar, aö Lúðvik hafi umboðið sjálf- ur,” sagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður í morgun, „en það er hansað akveða.” Forseti Íslands boðaði Lúðvik Jósepsson á fund sinn klukkan hálf- tólf í morgun til að biðja hann að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Forseti ræddi í gær við formenn allra flokkanna til að kynna sér stöðuna. -HH. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. JAN. 1980. Flugleiðir hf. Almennaruppsagnir ræddar með öðrum skipulags- breytingum - ósennilegt að af verði Uppsagnir velflestra, ef ekki allra, starfsmanna Flugleiða hf., vegna áætl- ana um endurskoðun skipulagsáætlana hjá fyrirtækinu, hafa verið ræddar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar i málinu. Þrátt fyrir athugun á þessari ráðstöfun telja áreiðanlegar fregnir, að ekki komi til hennar. Til athugunar var að segja starfsliði fyrirtækisins upp störfum frá og með 1. febrúar næstkomandi, og þá hverj- um og einum með þeim fyrirvara, sem samningar mæla fyrir um. Hefði þetta stefnt í lausa samninga við alla starfs- menn 1. maí næstkomandi. Sem fyrr segir, var hugmyndin til at- hugunar í sambandi við ýmsar skipu- lagsbreytingar en ólíklegt talið að af verði. - BS Miklar ,titfæringar’ á ríkissjóði um áramótin: Skrífar ávísanir í desember en sendir ekki fyrr en í janúar Víða kemur fram misræmi á milli dagsetninga og útsendingardaga á ýmsum opinberum greiðslum i kringum síðustu áramót. Þannig kom verktaki einn að máli við DB í gær með ávísun frá ríkissjóði fyrir vinnu við rikisskóla. Ávisunin var dagsett 4. desember, en póststimpill umslagsins var hins vegar 2. janúar. Að sjálfsögðu hefur ríkisbókhaldið sýnt að greiðslan væri innt af hendi fyrir áramót, þótt viðtakanda hafi ekki verið gert kleift að færa hana sér í fé fyrr en eftir áramótin, eða nær mánuði eftir að ávísunin var dagsett. - GS Guðlaugur ákveðinn „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forsetaframboðs, ef nægur stuðn- ingur fæst,” sagði Guðlaugur Þor- valdsson sáttasemjari ríkisins í stuttu samtali í gærkvöldi. Frambjóðendur til embættis forseta íslands eru því orðnir þrir, Albert Guðmundsson, Pétur Thorsteinsson og Guðlaugur. - JH LUKKUDAGAR: 14. JANÚAR: 1760 Sjónvarpsspil 15. JANÚAR: 1646 Feröaútvarp Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.