Dagblaðið - 15.01.1980, Síða 5

Dagblaðið - 15.01.1980, Síða 5
„Fjöldi áskorana ræður fram- boði mínu” Dagblaðið kynnir hér tvo af þeim þremur mönnum, sem hafa gefið kost á sér í forsetaframboð í sumar. Þeir eru Pétur Thorsteinsson sendiherra og Albert Guðmundsson alþingismaður. Guölaugur Þorvaldsson sáttasemjari ríkisins hefur einnig ákveðið framboð. Hann staðfesti það í gœrkvöldi þannig að ekki náðist viðtal við hann þá, en kynning á Guðlaugi verður i DB fljótlega. sjálfir án þrýstings” — sagði Albert Guðmundsson alþm. og borgarráðsmaður Albert Guðmundsson alþingismaður og borgarráðsmaður. „Ástæðan fyrir því að ég lýsti ákvörðun minni um framboð til embættis forseta þegar í ágúst var sú að mér barst til eyrna vitneskja um að forsetinn hefði á þeim tíma verið búinn að taka sína ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til embættisins aftur,” sagði Albert Guðmundsson alþm. og borgarráðsmaður í viðtali við DB. „Ég tel að menn fari til framboðs í slíkar stöður vegna þess að þeir álíti sjálfir að þeir séu til þess hæfir — og i þetta sérstaka embætti af því að þeir telji sig geta unnið gagn fyrir land og þjóð. Slíka ákvörðun verða menn að taka af fúsum og frjálsum vilja á eigin spýtur en ekki vegna þrýstings utanaðkomandi einstaklinga, eða hópa, vina eða velgjörðarfólks” sagði Albert. Varðandi hugmyndir um forseta- embættið og hugsanlegar breytingar á því sagði Albert: Einkaskrifstofa Alberts er I fyrirtæki hans við Skálholtsstfg. Þvl stjórnar hann með syni sfnum, Inga Birni. DB-myndir: Hörður. „Ég tel að forseti sem slíkur geti ekki stuðlað að neinum breytingum á embættinu. Alþingi setur lög um embættið og forseta er gert að starfa innan þess ramma sem Iög og stjórnarskrá ákveða. Nái ég kosningu mun ég að sjálfsögðu þjóna embættinu innan þess ramma.” Albert kvaðst ekki geta tilnefnt sérstaka stuðningsmenn. Hann kvaðst hafa fengið hringingar og boð frá fólki víðsvegar um landið sem styddi hann. Flest af þessu fólki væri ekki þekkt í þjóðlífinu. Þar fyrir utan hefði hann sjálfur gert það sem gert hefur verið að undirbúningi framboðsins. Væri það með þeim hætti að hafa samband við gamla vini og kunningja óg þannig hefði hann hugsað sér að vinna. „Fólkið veit að ég er í framboði og ræður þvi sjálft hverjum það treystir. Það lætur í ljós vilja sinn, hvort sem fram- bjóðendur hafa í frammi kostnaðar- sama, skipulaga áróðursfundi eða ekki,” sagði Albert. „Ég hef ekki spurt Sjálfstæðisflokkinn hvort hann standi að baki mér og ætla ekki að spyrja. Hver einstaklingur verður að meta frambjóðendur að verðleikum. Þeir sem ekki ná kosningu verða að kunna að sætta sig við staðreyndir.” Er talið barst að kostnaði við framboðið sagði hann: ,,Ég hef ekki hugsað mér að hafa ALBERT GUÐMUNDSSON er fæddur 5. okt. 1923 í Reykjavík og er því 56 ára. Hann braut- skráðist frá Samvinnuskólanum 1944 og lauk 1946 verzlunarnámi í Glasgow. Um áratug var hann at- vinnuknattspyrnumaöur i Englandi, Ítalíu og Frakklandi en kom heim 1956 og gerðist stór- kaupmaður. Hann varð ræðis- maður Frakklands i Reykjavík, for- seti Alliance Francaise, heiðursfor- maður íþróttafélags Reykjavíkur og formaður KSÍ. Hann var kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og til Alþingis 1974. Hann hefur hlotið fjölda islenzkra og erlendra íþróttaviðurkenninga og er heiðursborgari í Nizza I Frakklandi. Aibert hefur setið i stjórn fjölda félaga og fyrirtækja. mikinn kostnað. Eg reikna með að fólk viti hverjir eru í framboði og ég vil að það fái að velja milli þeirra í friði að öðru leyti en því sem ég er sjálfur búinn að gera. Söfnun meðmælenda er rétt hafin og ég stend i því að tala við vini og kunningja um land allt og fá þá til að vinna að undirskriftasöfnun fyrir mig, ef þeim er það ljúft.” -A.St. PÉTUR THORSTEINSSON er fæddur i Reykjavik 7. nóvember 1917 og er því 62 ára. Hann lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1941 og lögfræðiprófi frá sama skóla 1944. Sama ár gerðist hann starfsmaður utanrikisþjónustunnar. Þar hefur hann gegnt margvíslegum störfum og er nú sendiherra íslands i átta Asíulöndum með aðsetri á íslandi. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980. „Akvörðun um framboð verða menn að taka — sagði Pétur Thorsteinsson sendiherra „Ástæðan fyrir því að ég tilkynni framboð mitt til forsetaembættisins er að mér hafa borizt fjölda áskoranir þar um’að undanförnu,” sagði Pétur Thorsteinsson sendiherra í viðtali við DB. „Ég hafði áður lýst því yfir í blaðaviðtölum að ef slikar áskoranir bærust myndi ég taka til yfirvegunar ákvörðun um framboð. Nú um helgina lagði ákveðinn hópur manna fast að mér að tilkynna fram- boðið og ákvörðun þar um tók ég í fyrrakvöld,” sagði Pétur. Hann kvað þrjá menn myndu standa í forsvari fyrir framboði Skrifstofa Péturs er I utanrikisráðuneytinu við Hverfisgötu. Þar situr hann nú sem sendiherra Islands i átta Asiulöndunt. DB-myndir: Hörður. Pétur Thorsteinsson sendiherra. hans, fyrst úm sinn, en þeir væru Hákon Bjarnason fyrrum skóg- ræktarstjóri, Arnór Hannibalsson lektor og Páll S. Pálsson hæstaréttar- lögmaður. Innan viku eða tíu daga verður síðan birtur listi með nöfnum helztu stuðningsmanna, að sögn Péturs. Talinu var beint að viðhorfi hans til forsetaembættisins og Pétur sagði: „Ég tel að núverandi fyrir- komulag eða skipan mála varðandi forsetaembættið hafi heppnazt vel. Sjálfsagt mun sá maður sem i embættið fer leiða hugann að því hvort breytingar ætti þar á að gera. Fyrirfram geri ég ekki ráð fyrir að svo verði eins og málin standa í dag.” Pétur Thorsteinsson kvað engar ákvarðanir ennþá uppi um hvernig hans kosningabaráttu yrði hagað og ekkert lægi á að skipuleggja slikt. Varðandi kostnað af kosninga- baráttu taldi hann líklegt að farnar yrðu troðnar slóðir og stefnuyfir- lýsingar lægju engar fyrir enn sem komið væri, enda nægur tími til stefnu í þeim efnum. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.