Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    2425262728291
    2345678

Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. (JBIAttB Utgefandi: Dagblaflið hf. Framkvaamdastjórí: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfuiltrúi: Haukur Haigason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Raykdáf. (þróttir: Hallur Sknonarson. Manning: AAalstpinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stainarsson, Ásgeir Tómassofl,Bragi Sigurflsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Abertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svainn Pormóflsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sökistjóri: Ingvar Svainsson. Drerting arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjórn Sfflumúla 12. Afgraiflsia, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaflið hf., Slflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HUmir hf., Sfflumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skertunni 10. Askriftarvarfl á mánufli kr. 4500. Varfl f lausasölu kr. 230 ekttakifl. Þetta er hægri stjóm Málefnasamningar ríkisstjórna hafa takmarkað gildi. Það gildir um hinn nýja samning eins og aðra fyrri. Við yerðum að bíða og sjá, hvernig nýja ríkisstjórnin vinnur úr sínum samn- ingi. Hún verður að fá að spreyta sig. Málefnasamningur hinnar nýju ríkis- stjórnar er bæði góður og vondur. Við skulum láta óskhyggjuna biða betri tíma. Það, sem rikisstjórnin vill vinna að og stefna að, eru mál, sem almenningur tekur afstöðu til, þegar þar að kemur.4 Ljóst er, að ríkisstjórnin hefur mikinn meðbyr al- mennings. Fólkið á götunni styður hana að óreyndu. Slíkan óskabyr hafa fáar ríkisstjórnir fengið. Við verðum að vona, eins og Benedikt Gröndal, að hún nái sínum markmiðum. Að meðaltali er óskhyggja ríkisstjórnarinnar jákvæð. Hún hvílir í föstum ramma vestrænnar sam- vinnu. Hún stefnir að íslenzkri sókn í landhelgismálum Jan Mayen. Hún byggir á frjálsum samningum aðila vinnumarkaðsins. Og hún vill reyna við Kröflu. Hitt verður að játa, að landbúnaðarstefna Ingólfs á Hellu svífur yfir vötnum. Handarbrögð Pálma Jóns- sonar sjást greinilega á málefnasamningnum. í land- búnaði verður rekin hörð Ingólfska, sem er andstæð sjónarmiðum þessa leiðarahöfundar. Einnig er ljóst, að byggðastefna verður rekin með meira offorsi en Dagblaðið getur sætt sig við. Auð- vitað viljum við, að allir lesendur blaðsins hafi jöfn lífskjör. En það má þó bera bensínkostnað Breiðhylt- inga saman við vina okkar á Eskifirði. Athyglisverðast í málefnasamningnum er þó, að þar gætir alls ekki áhrifa Alþýðubandalagsins. Svo virðist, sem áhugi þess á klofningi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega valdið missi þess á austrænum áhugamálum. Þessi málefnasamningur gæti verið saminn af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum einum saman. Hann er fremur hægri sinnaður og aðhalds- samur. Kannski markar hann þau tímamót, að Alþýðubandalagið gerist loks ábyrgur flokkur. Greinilegt er, að staða íslands meðal vestrænna ríkja helzt óbreytt. Endurskoðuninni á reisn flug- stöðvar í Keflavík eru allir sammála. Enda stefnir hönnun hinna bandarísku sérfræðinga á 8—10 milljarða kostnað af hálfu íslendinga. Svo eru mjög jákvæðar hliðar í málefnasamningn- um. Hæst ber þar harða Jan Mayen stefnu eftir 18 mánaða linkind og sviksemi Alþýðuflokksins. Þar er Ólafur Jóhannesson á réttum stað. Við öfundum ekki Norðmenn af því. Einnig kemur Kfafla aftur í sviðsljósið, Dagblaðið hefur oftsinnis kvartað yfir Alþýðuflokknum á því sviði. Við Kröflu er verið að gera djarfa tilraun, sem getur orðið lykillinn að framtíð okkar, ef menn missa ekki móðinn. Eitt hægri sinnaðasta markmið þessa málefnasamn- ings eru frjálsir samningar á vinnumarkaðinum. Þar er komið upp markmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gleymt á löngum ferli sínum í möppudýra- mennsku. Megi það markmið lengi standa. Það vill líka svo til, að Vinnuveitendasambandið hefur eflzt mjög að undanförnu. Það er orðið að jafn- gildum aðila og Alþýðusambandið. Þess vegna er nú loks orðinn grundvöllur að því, að þessir aðilar tefli sina skák af sanngirni. Ríkisstjórnin stefnir að greiðsluhallalausum fjárlög- um, fullri verðtryggingu sparifjár, takmarkaðri fjár- festingu og takmarkaðri greiðslubyrði af erlendum lánum. Allt eru þetta hægri sinnuð markmið, svo framarlega sem skattar hækka ekki. „íþróttir sameina þjóöir heimsins” (— segir heimsmeistarinn í skák, Anatolij Karpov, sem kveðst ekki vilja blanda saman stjómmálum og íþréttum , v /* ,,Iþróttir hafa frið i för með sér. Þess vegna á að halda þeim fyrir utan stjórnmál,” segir Anatolij Karpov, hinn 28 ára gamli heims- meistari í skák, í viðtali við sænska blaðið Expressen nýlega. Hann var spurður að því, hvað honum fyndist um þá hótun Bandarikjamanna að taka ekki þátt í ólympíuleikunum i Moskvu. Ekki er keppt i skák á ólympíuleikunum i Moskvu. En gæti Karpov hugsað sér að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Lake Placid ef Bandaríkjamenn halda fast við þá hótun sina að mæta ekki í Moskvu? — Það eru miklar andstæður milli þjóða heimsins. En íþróttin sameinar þær. Þegar iþróttamaður kemur til ókunnugs lands á hann jafnan vínsamleg samskipti við iþróttamenn þar.'Þeir eiga sameiginlegt tungumál, tungumál íþróttanna. Getur Karpov þá hugsað sér að mæta skákmanni frá Suður-Afriku? — Suður-Afríka er mál út af fyrir sig. Landið er útilokað frá Alþjóðlega skáksambandinu. En ég tefli við skákmenn frá öllum þeim löndum, er aðild eiga að alþjóðlega skáksambandinu. Hvað ef Bandaríkin sniðganga ólympíuleikana í Moskvu. Ætlar Karpov þá að tefla við bandariska skákmenn í framtíðinni? — Það vil ég ekki ræða núna. Ég hef ennþá trú á að þetta lagist og að 011 lönd muni taka þátt I leikunum i Moskvu. Karpov hafði mikið að gera á Evrópumeistaramótinu í Sviþjóð: —Venjulega þarf ég aðeins að hugsa um sjálfan mig. En í landskeppni horfir þetta öðruvisi við og ég verð að aðstoða félagana við rannsóknir á biðskákum þeirra. Karpov gekk illa á Evrópumótinu. Hann tapaði þegar í 1. umferð fyrir enska stórmeistaranum Miles og vann ekki eina einustu skák, fékk aðeins 2 vinninga úr 5 umferðum. —-Ég hef haft mikið að gera. Áður taldi ég mig hafa umframorku sem væri meiri en í meðallagi. Þessi keppni hefur hins vegar sýnt mér, að orku minni eru takmörk sett. Karpov gekk í hjónaband í sumar. Eiginkona hans heitir Irina og er 25 ára gömul. Hún er heima við og gætir Anatolij, tveggja mánaða gamals GEGN VIGBUNAÐI BANDARÍKJANNA V — Verjum byltinguna í Afghanistan Það er augljóslega nauðsynlegt að fordæma innrás sovéska hersins i Afghanistan. Það hafa flestir gert hér á landi. En jafn mikilvægt er að vara við þeim öflum sem í dag reyna að notfæra sér þessa innrás til að efla hernaðarmált sinn og sluðning við afturhaldsöfl í Afghanistan. Það er nauðsynlegt að afhjúpa þá hræsni, og heimsvaldahagsmuni sem liggja að baki fordæmingu Carters, Thatchers og félaga á innrás sovéska hersins. Þær fordæmingar á innrás sovéska hersins í Afghanistan, sem eru ekkert annað en stuðningur við hernaðar- brölt heimsvaldastefnunnar, eru í raun fyrirlitlegri en afstaða þeirra fáu sem reynt hafa að verja innrás- ina. Hið heilaga bandalag Á undanfömum vikum hafa tveir hópar fólks haft hæst um nauðsyn þess að mótmæla innrás sovéska hersins inn í Afghanistan. Annars vegar eru það íhaldsmenn af ýmsum tegundum sem alltaf hafa stutt bandarísku heimsvaldastefnuna og aldrei séð ástæðu lil þess að mót- Kjallarinn Ásgeir Daníelsson mæla innrásum bandarískra her- fylkja, valdaránum skipulögðum af ,CIA og bandaríska utannríkisráðu- neytinu eða stuðning þessara aðila við afturhalds- og ógnarstjórnir víðs- vegar um heiminn. Hins vegar eru maó-stalinistar, sem fyrir tæpu ári síðan vörðu innrás kinverskra her- fylkja inn i Víelnam. Báðir þessir' aðilar eiga það sammerkt að þeir eru senditikur erlendra stórvelda. Banda- lag þeirra hér á landi er afurð af bandalagi bandarísku heimsvalda- slefnunnar og skrifræðisins i Peking' þar sem hinir síðarnefndu eru að reyna — i samkeppni við ráðamenn í Moskvu — að vinna sér sess sem bandamenn og þjónar bandarískrar og v-evrópskrar heimsvaldastefnu. í Afghanistan hefur bandalag stjórnvalda í Washington og Peking leilt til þess að báðir þessír aðilar hafa stutt viðleitni landeigenda, kon- ungsinna og klerka til að endur- heimta sín fyrri völd og ríkidæmi. Kina og Bandaríkin hafa í samein- ingu stutt baráttu þessara afla bæði beint — og óbeint i gegnum böðulinn Zia ul-Haq i Pakistan. Ef íslenskum íhaldsmönnum og maó-stalínislum væri efst i huga umhyggja fyrir alþýðu manna í Afghanistan þá „gleymdu” þeir ekki þessari aftur- haldssinnuöu íhlutun í innanrikismál Afghanistan. Sú staðreynd að þeir nefna þessar staðreyndir ekki einu orði sýnir ljóslega að umhyggja þeirra nær einvörðungu til þess stór-

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (11.02.1980)
https://timarit.is/issue/228253

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (11.02.1980)

Aðgerðir: