Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 11.02.1980, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1980. 29 Landssamband íslenzkra aksturs- íþróttamanna AKSTURSÍÞRÓTTAFELÖG LANDSINS SAMBNAST Fyrsti aðalfundur Landssambands íslenzkra akstursíþróttamanna var haldinn á Hótel Esju 26. janúar síðast- liðinn en stofnfundur samtakanna hafði verið haldinn undir lok siðasta árs. Á aðalfundinum voru fulllrúar allra helzlu klúbba og félaga sem hafa akstursiþróttir á stefnuskrá sinni eða lita á bílinn sem annað og meira en bomsu eða skóhlíf sem menn smokra sér í til að vökna ekki í fæturna. Tilgangurinn með stofnun LÍA er að sameina alla akstursíþróttamenn og vinna að sameiginlegum áhuga- og hagsmunamálum þeirra, kynna iþrótt- irnar innanlands og hafa samband við erlenda aðila sem vinna að bifreiða- íþróttamálum. Þá mun LÍ A koma fram fyrir hönd klúbbanna gagnvart opin- berum aðilum, sjá um öll leyfi og ganga frá tryggingum fyrir keppni. LÍA sér um að samræma keppnisalmanök klúbbanna svo tveir klúbbar eða fleiri séu ekki með keppni sömu dagana. Slikt myndi án efa skaða báða klúbb- ana auk þess sem eldheitir bifreiða- iþróttaáhugamenn yrðu þá að velja á milli og missa af annarri keppninni. Þá þarf að samræma keppnisreglur, tíma- tökur, skilti og merki sem notuð erui keppni, samræma punktakerfi hinna einstöku íþróttagreina og halda saman áunnum stigum einstakra keppenda svo að hægt sé að krýna íslandsmeistara í akslursiþróttum. LÍA mun vinna að þvi að fá tolla fellda niður af keppnis- bilum og gömlum bílum. Keppnis- almanakið, öll lög klúbbanna og keppnisreglur verða gefnar út í einni bók. Smærri klúbbar úti á landi verða aðstoðaðir við keppnishald en þá kemur sameiginlegur lækjabanki klúbbanna sér vel. Stjórn LÍA er skipuð fimm mönnum og er hlutverk hennar einkum að undir- búa landsþing sambandsins en þau tvö á hverju ári. Fyrsta stjórn LÍA var kosin á aðalfundinum og er Örvar Sigurðsson formaður landssambands- ins. Örvar er öllum bifreiðaáhuga-. mönnum að góðu kunnur en hann hefur verið formaður Kvartmilu- klúbbsins frá upphafi. Hefur hann unnið ötullega að framgangi bifreiða- íþróttamála á íslandi og má með sanni segja, að öðrum ólöstuðum, að Örvar hafi gert meira en nokkur annar fyrir þessa íþróttagrein. Aðrir í sljórn LÍA eru Ólafur Guðmundsson, Bifreiða- íþrótlaklúbbi Reykjavíkur, Pálmi Þor- steinsson, Bifreiðaíþróttaklúbbi Húsa- víkur, Páll Kristjánsson, Bílaklúbbi Akureyrar, og Otto Einarsson, Vél- hjólaklúbbi Reykjavíkur. Akstursíþróttaráð Dagleg stjórn, rekstur og fram- kvæmdir verða í höndum sex manna öryggisráðs sem nefnist Aksturs- íþróttaráð. Meginverkefni Akslurs- íþróttaráðs verður að útvega og veita leyfi til akstursiþróltakeppni. Akstursíþróttaráð mun sjá um trygg- ingar fyrir klúbbana og fulltrúi ráðsins mun ávallt mæta á keppni, fylgjast með keppni, taka úl keppnis- brautirnar, hafa eftirlit með óskráð- um bílum og sjá til þess að öllum öryggisreglum sé fylgt. Ef einhverjum öryggisairiðum er ábótavant getur fulllrúi Akstursíþróttaráðs slöðvað kepp'nina alveg eða þar lil viðkom- andi atriði hefur verið lagfært. í keppni er meginhlutverk Aksturs- íþróttaráðs að sjá til að ekki hljótist óhöpp eða slys af akstursíþróttum. Svo sem fyrr sagði er öryggisráðið skipað sex mönnum. Auk þeirra eru sex varamenn í ráðinu og hver akstursiþróttaklúbbur hefur auk þess sinn öryggisfulltrúa sem mun starfa með og aðstoða fulltrúa Aksturs- íþróttaráðs í keppni. Fulltrúar Akstursíþróttaráðs eru skipaðir af klúbbunum en ekki kosnir. Hver klúbbur skipar fulllrúa fyrir sina akstursíþróttagrein og þar sem fleiri en einn klúbbur Ieggur stund á sömu íþróttagreinina koma þeir klúbbar sér saman um mann í ráðið. Þessi tilhögun er höfð með það í huga að Akslursíþróttaráðséávallt skipað einvalaliði sem hafi mikla og góða þekkingu á þeim akstursíþróttagrein- um sem það starfar fyrir. Fyrsta akstursiþróttaráð LÍA er skipað þessum mönnum: Ásgeiri Þorvalds- syni sem sér um kvartmílu- og sand- spyrnukeppni, Árna Árnasyni sem sér um rall- og sparakslur, Sigurjóni Harðarsyni sem sér um rallycross, iscross og ísakstur, Birni Guðmunds- syni sem sér um torfærukeppni og góðaksturskeppni, Ragnari Guðmundssyni sem sér um vélhjóla- keppni og Friðriki Gunnarssyni sem er fulltrúi FÍB í Akstursíþróttaráði. Búast má við að sérsmíðuðum keppnisökutækjum fjölgi mjög og hér sjáum við tvö slik. motocrosshjól á fleygiferð við Sandfell. DB-mynd Jóhann Kristiánsson. Bifreiðafþróttakeppnum fjölgar mikið á þessu ári og má segja að næsta sumar verði keppt i bifreiðalþróttum um hverja helgi einhvers staðar á landinu. Á myndinni sést Chrysler kókosbollan taka spymu eftir kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. DB-mynd Lilja Oddsdóttir. Flestir áhugasömustu bifreiðafþróttamenn landsins voru saman kontnir á aðalfundi LÍA og höfðu þeir margt til að ræða um. ÐB-mynd RagnarTh. FÍB er svo aftur fulltrúi FÍA (Alþjóðasamband bíla- og akslurs- klúbba) og verður því að fylgjast með öllum akstursíþróttum. Keppnisalmanak 1980 Öruggt er að meðlimir Aksturs- íþróttaráðs munu hafa meira en nóg að gera á þessu ári þvi nú þegar eru skráðar 34 akstursíþróttakeppnir á árinu. Sú fyrsta hefur þegar verið haldin en það var ísaksturskeppni BÍKR. Við birtum hér keppnis- almanakið svo að vænlanlegir kepp- endur og áhorfendur geti farið að búa sig og farartæki sín undir átökin en almanakið lítur svona út: I0. febrúar Vélsleðakeppni Húsavik. 8. marz Isakstur, Sauðárkróki. 5. april Góðakstur ísafirði. 26.-27. apríl, Kvartmila við Straumsvik. 11. maí Sparakstur BÍKR Reykjavik. 18. maí. Rallycross BÍKR Reykjavík. 24.-25. maí. Kvartmíla við Slraums- vik. 31. maí. Torfærukeppni á Hellu. 31. maí —1. júnl. Rally BÍKB Borgarfirði. I. júní Motocross á ísafirði. 15. júní. Sandspyrna Kvarlmilukl. í Ölfusi. 21. júní Vélhjólakeppni við Sandfell 22. júní. Rallycross BÍKR Reykjavík. 28.—29. júni. Kvartmílukeppni við Straumsvík. 6. júlí Torfærukeppni Akureyri. 12. júlí. Rally á Húsavík. 13. júli Sandspyrna Kvartmilu- klúbbsins í Ölfusi. 19. —20. júlí Kvartmilukeppni við Straumsvík. 26. júlí Rallycross BÍKR í Reykjavík. 27. júli Vélhjólakeppni við Sandfell. 9. ágúsl Sandspyrnukeppni á Sauðár- króki 10. ágúst Sparakstur á ísafirði. 16.—17. ág. Kvarimílukeppni við Straumsvík. 20.—24. ág. Rally BÍKR. 30. —31. ág. Sandspyrna Akureyri. 31. ágúst. VélhjólakeppnU"við Sandfell. 7. sept. Torfærukeppni Stakks í Grindavik. 14. sept. Torfærukeppni á Akureyri. 20.—21. sept. Kvartmílukeppni við Straumsvík. 27.-28. sept. Rallycross BÍKR Reykjavík. 11. —l2.okt.Rallycross BÍKR Reykja- vík. 18.—19. okt. Kvarimílukeppni við Straumsvik. 25.-26. okt. Rally BÍKR Reykjavik. Jóhann Kristjánsson var fyrirsama verð og Binbýlishús §wj* mvcnivinpiiAi íbí ó Ciiainfs^Ai t Vfa nUaMkllllllUUni 111 wk DlylUUfUl; Samanburöur Lauslegir útreikningar og saman- buröur á veröi og byggingartíma, hefur hvaö eftir annað leitt í Ijós kosti húsanna frá Siglufirði. 110m? einbýlishús hefur ekki veriö dýrara en 4. herb. íbúö (fjölbýlishúsi. Gæöi Húseiningar h.f. á Siglufiröi hafa umfram allt fengið orö fyrir efnis- gæði og vandaða framleiöslu. Margvíslegar teikningar, sem laga má aö hugmyndum hvers og eins, ásamt öllum uppiýsingum fást í bókinni „Nýtt hús á nokkrum dögum". SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak af bókinni, mér aö kostnaðarlausu! Nafn: Heimilisfang: Ókeypis byggingabók Ef þú fyllir út svarseöil og sendir okkur, munum viö senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. „Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 síöur í stóru broti, meö 48 tillöguteikningum af einbýlis- húsum, og ýmsum upplýsingum. Þú getur einnig fengið eintak með því aö hafa samband við söluskrif- stofu okkar i s(ma: 15945. í Rvik HÚSEININGAR HF Póstnr.: Sími:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.