Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 2

Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980. VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI444451 • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMl! 44445 L FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENIMIVERKSTÆÐI ^ HEVÍ/LETT hp PACKARD HEWLETT-PACKARD-einkaumboö 6 íslandi STÁLTÆKI Slakur árangur íslendinganna á ólympíuleikunum: ff A f hverju ekki að líta hlutina í réttu Ijósi?” SkiðaáhugamaAur skrifar: Vetrarólympiuleikarnir í Lake Placid hafa mjög verið til umræðu hjá fólki að undanförnu af einni eða annarri ástæðu. Sem kunnugt er sendu íslendingar 6 keppendur á þessa. vetrarólympíuleika og það verður að segjast hreint eins og er að árangurinn hefur verið afar slakur hvernig sem á er litið. Hörmungarnar hófust í 30 km göngunni. Þar gáfust tveir þriggja göngumannanna upp á miðri leið en sá þriðji komst í mark við illan leik. Eftir keppnina báru þeir fyrir sig að það hefði verið svo erfitt að ganga vegna þess að það snjóaði ofan í gervisnjóinn í brautunum. Skyidi það hafa verið eitthvað auðveldara fyrir alla hina keppendurna? Ég bara spyr. Næst kepptu þessir göngumenn okkar i 15 km göngu. Þeir urðu nr. 47, 48 og 51 af rúmlega 60 þátttak- endum er luku göngunni. Bravó, bravó, þeir komust þó a.m.k. aila leið í mark! Þá var komið að þætti Sigurðar Jónssonar i stórsviginu. Hann hafnaði i 35. sæti og allir voru himin- lifandi. En með hvað voru menn svona ánægðir? Sigurður lýsti því sjálfur yfir í einu dagblaðanna að sér hefði farið aftur frá því á siðustu ólympiuleikum — a.m.k. hefði honum ekkert farið frant. Rúsínan í pylsuendanum var siðan frammistaða Steinunnar Sæmunds- Steinunn Sæmundsdúttir, ein af fslenzku keppendunum f Lake Placid. dóttur í stórsviginu. Hún hafnaði í 29. sæti af þeim 41 er luku keppni, en litið á timann! Hún var tæpum 18 sekúndum á eftir þeirri er kom fyrst í mark. Það samsvarar því að vera um 3 hringjum á eftir fyrsta manni í mark í 10.000 metra hlaupi ogenginn væri ánægður með slikt. Hvernig er þá hægt að vera ánægður með ár- angur þessa fólks þarna úti? Af hverju ekki að líta hlutina i réttu Ijósi? Svívirðing í garð UÍA: „Látum ekki troða okkur ofan í svaðið" — segir einn af forráðamönnum f élagsins Pétur Kiðsson, Borgarfirði eyslra, skrifar: Það er vel þess virði að vekja at- hygli iþróttaunnendá á bréfi sent birzt hefur i blöðunt fra Hcrmanni Nielssyni, formanni UÍA. Þar er vikið að þeirri aðför sem Iþróttabandalag Reykjavíkur hefur haft í frantmi gegn UÍA. Bandalagið eða a.m.k. eitt félag innan þess, hefur meinað UÍA afnot af frjáls- íþróttastöðinni i Baldurshaga. Afleiðingarnar eru að konia í Ijós og megum við UÍA menn jafnvel bú- ast við að missa á næstunni eitthvað af okkar bezta frjálsíþróttafólki til annarra félaga. Þó hafa þau Pétur Pétursson, Stefán Friðleifsson og Guðrún Sveinsdóttir ekki ennþá yfirgefið okkur enda hefur þetta fólk ákaflega sterkan félagsanda. Það er legið stift í þessu fólki að ganga í önnur félög, bæði Reykjavíkurfélög og fleiri. KA er að verða landsþekkt fyrir snap á iþróttafólki frá öðrum félög- um. Á síðastliðnu ári náðu þeir KA- menn a.m.k. fimm manns i sínar raðir og í ár virðist stefnan ætla að verða svipuð á þeim vígstöðvum. Margir hafa sagt, að slíkum félögum væri nær að snúa sér að eigin unglingastarfi. Við UÍA menn getum geftð þessum félögum góðar leiðbeiningar unt, hvernig standa skuli að slíku starfi, því UÍA hefur um þessar mundir á að skipa bezta barna- og unglingaliði í frjálsum íþróttum á íslandi. Ég vek athygli á því að lokum að við UÍA rnenn látum ekki troða okkur ofan i svaðið eins og hugmynd ýmissa virðist stefna að. Keppni 1800 metra hlaupi sumarið 1978. Fremstur fer Stefán Hallgrimsson, þjálf- ari UÍA. Að baki honum er Steindór Tryggvason, UÍA, sem síöar hefur gengið yftríKA.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.