Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 4

Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980. DB á ne vtendamarkaði V Ekkert mælir með þvf að óáfengir drykkir, sem boðið er upp á, séu óskrautlegri en áfengir drykkir. Hingað til heíur úrvalið af sllkum drykkjum verið frekar fá- tæklegt, við höfum aðeins spurnir af tveimur, Traustvekjandi og Sóber, fyrir utan gosdrykki og ávaxtasafa. Samkeppni meðal almennings umóáfengan en spennandi drykk ..Fjöldi þeirra sem ekki drekka áfengi en sækja saml vinveitingahús og bari hefur farið vaxandi á undan- förnum árum. Hefur okkur dottið í hug að koma til móts við þetta fólk og efna til samkeppni um góða en ááfenga drykki,” sagði Ragnar Pétursson framreiðslumaður. Hanná sæti í framkvæmdanefnd Barþjóna- klúbbsins vegna „long drink” keppni, sem haldin verður i -apríl næstkomandi á Hótel Sögu. ,,Við erum þannig að koma til nióts við fólk, sem ekki drekkur áfcngi,” sagði Ragnar. „Því hefur stundum verið haldið fram að við gerum ckki annað en að ausa út áfengi á báða bóga.” Barþjónarnir sjálfir niunu siðan keppa um hver eigi bezta ál'enga. „long-drykkinn”, en slíkar keppnir ásamt kokkteilakeppnum hafa verið árvissir viðburðir hjá barþjónum. Jafnvel blanda úr Mango Óáfenga drykki, en jafnframt gómsæta, má blanda úr ýmsu, alls konar ávaxtasafa og grenadín, gos- drykkjum, og einnig ma;tti hugsa sér að blanda gómsætan drykk úr nýja Magnódrykk Mjólkursamsölunnar. Þar að auki má vitanlega nota þau óáfengu vin sem fást hér í matvöru- verzlunum, bæði rauðvín, hvítvín og freyðivín. — Frjálsar hendur verða um skreytingu drykkjanna, nota má bæði ferska og niðursoðna ávexti og „Bezti óáfengi diykkurinn” auk þess annað sem er innan seilingar á venjulegum bar. Tekið verður tillit til bæði bragðs og útlits þegar drykkurinn verður metinn til verðlauna. , Okkur hefur dottið í hug að ná til fólks gegnum Neytendasiðu Dag- blaðsins. Ég trúi ekki öðru en að fólk lumi á einhverjum sniðugum upp- skriftum að óáfengum drykkjum,” sagði Ragnar. Öllum er heimil þátttaka i keppn- inni. Uppskriftirnar á að senda til DB í lokuðu úmslagi með dulnefni, og síðan rétt nafn i öðru umslagi, merktu „Bezti óáfengi drykkurinn". Uppskriftakeppninni lýkur 20. niarz, þannig að gott er að bregða skjótt við. Framkvæmdanefndin velur síðan úr uppskriftunum, sem berast, þær sem henni lízt bezt á. Verða drykk- irnir síðan dæmdir á sama hátt og áfengu drykkirnir, bæði af gestum kcppniskvöldið og dómnefnd. í henni munu eiga sæti valinkunnir menn, en ekki hefur verið ákveðið enn hverjir það verða. Eins og er er framboð af óáfeng- um drykkjum á börum og vinveit- „Skýringar vegna lágs matarreikn- ings i janúar eru þær að ég átti ýmis- legt frá þvi i desember,” segir i bréfi frá vinkonu okkará Selfossi. „Einnig geri ég alltaf stórinnkaup annan hvern föstudag. I. febrúar var á föstudegi og þá gerði ég stórinn- kaup. Hefði t.d. 31. janúar komið á ingahúsum frekar fátæklegt, nær ein- göngu einskorðað við gosdrykki eða ávaxtasafa. Þó höfum við heyrt nefnda tvo óáfenga drykki, annar heitir Traustvekjandi, kenndur við höfund sinn Trausta í Átthagasaln- um, en hinn er nefndur Sóber. í framkvæmdanefndinni eru auk Ragnars Péturssonar sem vinnur í Snorrabæ, Sveinn Sveinsson í Áltahagasal Sögu, Pétur Sturluson, Skálafelli, og Hörður Sigurjónsson á Astralbar, en hann er formaður Bar- þjónaklúbbsins. Við munum leyfa ykkur að heyra nánar um allt fyrirkomulag keppn- innar siðar. þcnnan föstudag hefði matarreikn- ingurinn hækkað um tæp 40 þúsund, cn það kemur bara með næst.” Þessi Selfoss húsmóðir var með rúm 20 þúsund i mat og hreinlætis- vörur á mann að meðaltali en.tæp 500 þúsund í liðnum „annað”. Stórinnkaup annan hvern föstudag Hrtastig við djúpsteikingu Hér á eftir fara nokkrar leiðbeinandi hitastillingar við steikingu i djúpri feiti. Þetta er aðeins til leiðbeiningar en steikingartimi ræðst yfirleitt af stærð þess 1. Rækjur og humar — 1 minúta við 150 gráður. sem steikt er hverju sinni. Næst víkur sögunni að steikingu á la meuniére. 2. Skelfiskur — 2 minútur við 175 gráður. 3. Slld, makríll o.þ.h. — 2—3 minútur við 175 gráður. 4. Fiskflök, ýsa, þorskur, — 3 minútur við 175 gráður. 5. Nautakjöt I sneiðum — 2—4 minútur við 175 gráður. 6. Svinasneiðar — 2—4 minútur við 175 gráöur. 7. Kálfakjöt — 2—4 mínútur við 150 gráður 8. Lambakjöt, kótilettur — 2—3 minútur við 150 gráður. 9. Kjúklingur — 4 mínútur við 175 gráður. 10. Franskar kartöflur — 2—3 minútur við 200 gráöur. 11. Pylsur — 1—2 minútur við 175 gráður. 12. Kjötbollur — 2 minútur við 175 gráður. Ryðgað- ur pott- pottur „Á dögunum keypti ég pott-pott og pönnu úr potti hjá Þorsteini Berg- mann,” sagði Hulda Fjeldsted í sam- tali við Neytendasíðuna. Hún sagðist hafa verið himinlif- andi með nýja pottinn sinn og eftir að hafa þvegið hann eins og lög gera ráð fyrir eldaði hún i honum matinn. Hún þurfti að láta hann bíða i pottinum í eina tvo til þrjá tíma og þá tókst ekki betur til en svo að það bar á ryði inn- an í pottinum. — Hún reyndi að þvo pottinn betur, en allt kom fyrir ekki. Hann virtist alltaf ryðga. Hafði hún samband við verzlunina og fékk þau svör að ekki hefði áður verið kvartað undan því að þessir pottar ryðguðu. Var henni ráðlagt að skrúbba pottinn með vírbursta. Ffún vildi skila pottin- um, en verzlunarstjórinn vildi ekki taka við honum. Hulda skrúbbaði pottinn síðan rækilega með vírbursta og eldaði siðan i honum bjúgu. Allt kom fyrir ekki. Potturinn ryðgaði enn. Nú langar hana til þess að spyrjast fyrir um hvort aðrir hafi slíka reynslu af pott-pottum. Svar: — Við höfðum samband við Sigríði Haraldsdóttur hjá Leiðbein- ingastöð húsmæðra og spurðum hana hvort eðlilegt gæti talizt að pott-pottar ryðguðu. Sigriður svaraði því til að polt- pottar hefðu hér áður fyrr aðallega verið notaðir til þess að steikja í þeim, en kannaðist ekki við að hafa heyrt um slíka potta sem ryðguðu. Hún sagði aftur á móti að vel gæti verið að pott-pottar sem framleiddir eru í dag séu úr einhvers konar efna- blöndu, þannig að ekki sé í þeim hreint járn og þess vegna ryðgi þeir. Sigríður sagði að þegar emalcraðir pottar hefðu komið á markaðinn hefðu húsmæður þótzt hafa himin höndum tekið að losna við að elda i hinum blýþungu járnpotlum. Ef einhverjir af lesendum okkar hafa orðið varir við ryð í járnpottum, eru þeir beðnir að láta okkur heyra um það. -A.Bj. Raddir neytenda Skrautleg- ur kostn- aður við „annað” en matinn „Þá kemur sparnaðurinn á nýja árinu. Allt í lagi með liðinn „mat og hreinlætisvörur”, en hinn liðurinn varð anzi skrautlegur,” segir í bréfi frá húsmóður sem búsett er í litlu þorpi á norðausturhorni landsins. Hún er. með rúmlega 30 þúsund kr. á mann í mat og hreinlætisvörum en liðurinn „annað” hljóðar upp á 863.087 kr. „Munar þar mest um kostnað við húsbyggingu, um 600 þúsund, svo er það olián um 65 þús., rafmagn 35 þús„ simi 25. þús. auk húsaleigu, trygginga og ýmissa annarra nauð- synja.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.