Dagblaðið - 25.02.1980, Page 16

Dagblaðið - 25.02.1980, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1980. Iþróttir LAKEPIACID A-Þjóðverjar sterkastir — Í4ra manna bobsleðakeppni A-svcií A-Þjóðverja bar sigur úr býl- urin í fjögurra manna bobsleöakeppn- inni í I.ake Placid, en keppninni lauk í gær. A-Þjóðverjarnir undir sljórn Meinhard Nehmer náðu beztu tímunum í öllum umferðunum aöeinni undanskilinni og sigur þeirra var mjög öruggur. Alls eru farnar fjórar ferðir og þýzka sveilin kom inn á samtals 3 min. 59,92 sek. Meinhard þessi Nehmcr var einnig í sigursveit A-Þjóðverja í Innsbruck 1976 og varð fyrsti maður- inn til að vinna tvö 4-manna boðbsleðagull í röð. Röð efslu sveila varð þessi: A-Þjóðv., A-sveit, Sviss, A-sveit, A-Þjóðv., B-sveil, Austurríki, A-sveit, Austurríki, B-sveit, Sviss, B-sveit, 3:59,92 mín. 4:00,87 4:00,97 4:02,62 4:02,95 4:03,69 Pétri tókst ekki að skora „Mér tókst ekki að skora neitt þess- ara marka okkar — fékk knöllinn lítið og er langt í frá ánægður með minn hlut í leiknum,” sagi Pétur Pétursson er DB sló á þráðinn til hans í gærkvöld. Feyenoord sigraði Sparta 4—0 í hol- lenzku úrvalsdeildinni og dró aðeins á Ajax, sem gerði jafntefli við AZ ’67. „Tvö þessara marka okkar voru sjálfs- mörk og það ekki af lakara taginu. Þrumuskot í eigið net. Bennie Wijn- steekers skoraði annað markið og Jan Peters hitl af okkar hálfu,, en þetta Sparta-lið er nú fallið stórvcldi. Nær uppselt var þó á leikinn eins og oftast þegar þessi Rotterdam-lið leika saman.” Úrslit i Hollandi urðu þessi í gær: Deventer — Arnhem NAC Breda — Haarlem Ajax — AZ ’67 Excelsior — Utrecht Sparta — Feyenoord Den Haag — Roda Maastricht — Twente PSV — PEC Zwolle NEC Nijmegen — Tilburg Staðan eftir þessa umferð þessi: Ajax AZ '67 F'eyenoord Utrecht Roda PSV Tilburg Twente Den Haag Excelsior Deventer PFX' Zwolle Maastricht Haarlem Arnhem Sparta NAC Breda 22 12 23 10 23 12 23 9 3 43—19 31 6 35—27 27 8 35—28 27 7 40—27 25 7 33—42 24 8 28—29 23 8 28—29 23 8 38—41 23 10 35—30 22 9 23—28 19 9 27—37 19 11 29—45 17 11 28—46 17 NEC Nijmegen 23 14 32—47 13 15—36 16 21—42 Ekkert var leikið i belgísku deilda- keppninni um helgina þar sem bikar- keppnin var á dagskrá. Reuter-frétta- stofan hefur ekki ómakað sig til þessa og birt úrslit úr bikarleikjunum en við vilum þó að Standard Liege, lið Ásgeirs Sigurvinssonar, náði jafntefli á útivelli gegn Anderlecht, 1—1„ Sá leikur fór fram á laugardag. Liðin verða því að' mætast að nýju á heimavelli Standard og þá ættu sigurmöguleikar þeirra að i góðir. Iþróttir Bþróttir Iþróttir „HEFÐIHELDUR VIUAB NYIAN ÆFINGABUNING” —sagði hinn fimmfaldi ólympfumeistari Eríc Heiden eftir stórkostlegan sigur í10.000 metra skautahlaupinu „Það getur vel verið að Carter for- seti hafi hringt í mig en ég tók hins vegar simann úr sambandi,” sagði Eric Heiden við fréttamenn eftir að honum hafði tekizt hið ótrúlega á vetrar- ólympíuleikunum í Lake Placid. Heiden sigraði með gífurlegum yfir- burðum í 10.000 metra skautahlaupinu og setti nýtt glæsilegt heimsmet á vega- lengdinni. Þar með hafði hann sigrað í öllum skautahlaupunum í Lake Placid — hlotið fimm gullverðlaun. Nokkuð, sem aldrei hefur gerzt fyrr á ólympíu- leikum. „Það er slæmt að einhverjir menn skuli hafa ákveðið að Bandaríkin taki ekki þátt í ólympíuleikunum i Moskvu,” sagði Heiden. „Stjórnmál og íþróttir eiga enga samleið,” bætti hann við. „Mér er nokk sama um alla þessa verðlaunapeninga. Það er frammistaða mín hverju sinni sem er mér meira virði og ég er ánægður ef ég veit að ég hef gert mitt bezta,” sagði Heiden og lét litið yfir sér eftir alla sigrana. Frammistaða þessa 21 árs Banda- ríkjamanns á vetrarólympiuleikunum hefur verið hreint með ólíkindum. Í öll- um hlaupunum hefur hann sigrað með miklum yfirburðum en þó aldrei eins og í 10.000 metra hlaupinu á laugar- dag. Fyrir leikana var heimsmetið 14 mín. 34,33 sek. og það átti Sovét- maðurinn Victor Leskin. Margir Bandaríkjamenn gerðu sér vonir um að Heiden tækist að hnekkja því en engan óraði fyrir slíku afreki, sem raun bar vitni. Norðmaðurinn Tom Oxholm hljóp fyrstur af stað — tveir og tveir hlaupa saman — og hann kom í mark á mjög góðum tíma, 14 mín. 36,30 sek. Það var 7 sek. betra en hann átti bezt. K Eric Heiden vann fimm gullverðlaun á ólympíuleikunum. Afrek sem enginn annar getur státað af og víst er að hin glæsilegu hlaup hans verða lengi í minnum höfð — ekki hvað sízt á meðal Bandaríkjamanna sjáifra, sem nú dýrka þennan látlausa pilt. Heimsmethafinn Leskin og Heiden lentu saman í 6. riðli. Eftir 4000 metra var Leskin 2 sek. á undan Heiden og á 4 sek. betri tíma en Oxholm. „Ég var ekki viss um hvort ég ætti að reyna að ná honum strax,” sagði Heiden, „svo ég leit á þjálfara minn, Diane Holum. Hún gaf mér merki um að taka þessu rólega og hlaupa eins og mér væri eðlis- lægt og þaðgerði ég.” Aðeins fjórum hringjum síðar var Heiden búinn að ná Leskin og eftir það var aldrei nein spurning um hvor yrði á undan heldur aðeins hve mikill munurinn yrði. Heiden kom í mark á nýju stórkostlegu heimsmeti en Leskin varð hvorki meira né minna en 23 sek. á eftir. Röðefstu manna varð þessi: 14:28,13 min. 14:36,03 14:36,30 14:39,53 14:43,53 Eric Heiden, USA, Piet Kleine, Hollandi, Tom Oxholm, Noregi, Michael Woods, USA, Öyvind Tveter, Noregi „Ég geri ráð fyrir að þessar gull- medalíur mínar fari ofan í skúffu heima hjá mömmu og rykfalli þar,” sagði Heiden er hann var spurður hvar hann geymdi öll sín verðlaun. „Ég hefði miklu heldur viljað fá nýjan æfingagalla. „Ástæðan fyrir sigrum mínum hér í Lake Placid er sú að ég hef verið reiðu- búinn að leggja á mig miklar æfingar. Ég er að eðlisfari sprettharður og það kom mér til góða á skemmri vegalengd- unum, en ég varð að æfa þrotlaust til að ná árangri á þeim lengri. Þjálfari minn, Diane Holum, á stóran þátt í þessum sigrum mínum og án hennar væri ég ekki merkilegur skautahlaup- ari,” sagði Heiden. Sigur yf ir Finnum og fyrstu 0L- gull USA í íshokkí í 20 ár - þrjú mörk í síðustu lotunni tryggðu Bandaríkjamönnum 4-2 sigur og ólympíugullið Rúmlega 9000 áhorfendur ætluðu bókstaflega að ærast af fögnuði er Bandaríkjamenn sigruðu Finna 4—2 i úrslitaleik ólympiuleikanna í íshokkí. Bandaríkjamenn höfðu unnið ÓL- gullið i fyrsta skipti i 20 ár og það sem meira var, lagt höfuðóvininn, Sovét- menn, að velli á leið sinni að titlinum. Stórkostleg markvarzla Jim Craig, 22 ára gamals markvarðar Bandaríkja- manna, var vafalilið stærsti hlekkurinn í hinum sæta sigri þeirra. Hann varði hvað eftir annað skot Finnanna af stakri snilld og hinir 9000 áhorfendur risu margsinnis úr sætum og klöppuðu honum lof í lófa. Bandaríkjamenn urðu að vinna sigur í leiknum til að krækja í gullið. Fyrir Hanni Wenzel f sérf lokki í svigi kvenna í Lake Placid „Ég veit ekki hvort ég held áfram skiðakeppni — kannski fer ég að eins og Rosi Mittermaier. Hætti að keppa og græði peninga á verðlaunum mínum," sagði Hanni Wenzel, Lichtenstein, eftir að hún vann yfir- burðasigur í svigi kvenna i Lake Placid á laugardag. Hin 23ja ára skiðadrottn- ing, sem fædd er I Þýzkalandi, náði bezlum tima i báðum umferðum og vann sama afrek og Rosi Mittermaier i Innsbruck fyrir fjórum árum. Hættu- legustu keppinautar hennar, Anna- Maria Moser Pröll, Austurriki, og María-Theresa Nadig, Sviss, féllu í keppninni á laugardag. Keppendur voru 49 en aðeins 26 komust i mark eftir fyrri umferðina. Meðal þeirra var Steinunn Sæmunds- dóttir, sem keyrði brautina á 46.84 sek. Það nægði í 19. sæti. Hins vegar féll Steinunn í síðari umferðinni. Tími Hanni Wenzel í fyrri umferð- inni var 42.50 sek. og í þeirri síðari keyrði hún á 42.59 sek. Hún var í algjörum sérflokki — 1.41 sek. á undan næsta keppenda. Úrslit urðu annars þessi. 1. Hanni Wenzel, Lichtenst., 2. C. Kinshofer, V-Þýzkaland, 3. Erika Hess, Sviss, 4. Maria-Rosa, Quario, Ítalíu, 5. Claudia Giordani, Ítalíu, 6. N. Patrakeyeva, Sovét, Aðeins 19 stúlkur luku keppninni. Það er nokkuð gaman að líta á neðstu sætin. Nr. 16. Valentina Iliffe, Bret- land, 1:38.56 min. 17. Jacui Cowderoy, Ástralíu, 1:39.67 min. 18. Wang Guizhen, Kína, 1:59.01 mín. og 19. Faride Rahme, Líbanon, 2:28.48 mín. 25.09 26.50 27.89 27.92 29.12 29.20 tvo síðustu leikina, Bandaríkin gegn Finnlandi og Sovétríkin gegn Svíþjóð, höfðu Bandaríkjamenn 3 stig, Sovét- menn og Sviar 2 hvor þjóð og Finnar 1 stig. Sá möguleiki var fyrir hendi að all- ar þjóðirnar yrðu jafnar, en til þess kom þó ekki. Finnarnir voru greinilega á því að gefa ekki þumlung eftir og Jukka Povari náði forystunni fyrir þá um miðja fyrstu lotuna. Hver lota er 20 mín. og eru leiknar þrjár slíkar. Banda- ríkjamenn jöfnuðu metin með marki Steve Christoff á 25. mín. en Finnarnir náðu forystunni tveimur mín. siðar er Mikko Leinonen skoraði. Staðan hélzt óbreytt fram undir lok annarrar lotu en sú þriðja var ekki búin að standa i nema tvær mín. er Bandaríkjamenn höfðu jafnað metin, 2—2. Eftir það gat ekkert stöðvað þá og þeir bættu tveimur mörkum við fyrir leikslok og sigruðu 4—2. Ólympiugullið var i höfn og fögnuður áhorfenda engu líkur. Á sama tíma léku Sovétmenn sér að Svíum eins og köttur að mús. Eftir fyrstu lotuna var staðan orðin 4—0 og í þeirri næstu bættu Sovétmennirnir fimm mörkum við. Þeir voru því með gjörunninn leik er þriðja lotan hófst og þá leyfðu þeir sér að slaka á. Svíarnir skoruðu tvívegis en öruggur sigur, 9— 2, var í höfn. Þessi glæsilegi sigur dugði Sovétmönnunum þó ekki til sigurs. Þeir urðu að láta sér nægja silfrið að þessu sinni. Lokastaðan i úrslitakeppninni varð þessi: Bandaríkin 3 2 10 10—7 5 Sovétríkin 3 2 0 1 16—8 4' Svíþjóð 3 0 2 1 7—14 2 Finnland 3 0 12 7—111 I keppninni um 5. sætið sigruðu Tékkar Kanadamenn með miklum yfir- burðum, 6—1. Það voru þeir Statsny- bræður, sem tryggðu sigurinn strax í fyrstu lotu. Marian skoraði þá 3 mörk og Anton 2, en þessir bræður hafa vakiðgeysiathygli á leikunum. Van Gool til Coventry City Coventry City festi um helgina kaup á belgíska útherjanum Roger van Gool frá þýzka liðinu Köln fyrir um 250.000 steriingspund. Van Gool hefur leikið fjöldann allan af landsleikjum fyrir Belga en hefur átt erfitt uppdráttar hjá Köln að undanförnu. Þar eru tveir útlendingar fyrir, Tony Woodcock og Japaninn Okudera, og fleiri mega ekki leika í einu. KR vann Grindavík Af 4 fyrirhuguðum leikjum i 1. deild kvenna i handknattleik um helgina fór aðeins einn fram. KR sigraði Grindavik 23—6 I iþróttahúsinu i Njarðvík í slökum leik. Þessi leikur hófst ekki fyrr en kl. 16.30 i stað 13 og svo fór að lokum að heimildarmaður DB á Suður- nesjum missti af honum. Ekki í fyrsta skipti sem tilfæringar með leiki skapa vandræði. Þórsstúlkurnar komust ekki suður og þvi varð að fresta báðum leikjum þeirra. Leik Vals og Fram, var frestað til 7. marz.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.