Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 20

Dagblaðið - 25.02.1980, Síða 20
Bókin virðist sögð í einlægni, þótt hún sé ekki laus við að vera ruglings- leg og viða stiklað mjög á stóru. En það er áreiðanleganokkuðtil í orðum kanadísku skáldkonunnar Gabríellu Roy, að konum eins og Margaret sem þora að segja sannleikann geti orðið betur ágengt við að breyta á- standinu í heiminum heldur en öllum ríkisstjórnum. Karlar leysa vandamál, konur fara í búðir Margaret er ekki í þeim hópi, sem tæta niður fyrrverandi maka sína á prenti, sjálfum sér til fjárgróða og öðrum til skemmtunar. Hún skrifar uni hann sem sjarmerandi og prýðilega menntaðan mann, ástríkan föður og tryggan vin. En hann er feiminn, segir hún, og svo tekur hann gjarnan skynsemina fram yfir tilfinningarnar. Hún segir að hann hafi ævinlega hvatt hana til að vera sjálfstæð, gera það sem hana sjálfa Bók mennfir DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 25. FEBRUAR 1980. — en leiddist svo mikið að hún stakk af frá öllu saman Hippastúlkan er varð forsætisráðherrafrú Pierre Trudeau var að vinna kosningasigur í Kanada, en ekki naut hann til þess stuðhings eiginkonu sinnar. Hún yfirgaf hann og þrjá unga syni þeirra fyrir nokkrum misserum til að lifa sínu eigin lífi. Siðan skrifaði hún bók um sjálfa sig, sem hún kallar Beyond Reason, eða þar sem skynsemin nær ekki til. Bókin hlaut umtal sem hin ómerkilegasta slúðurbók, sem aðal- lega byggðist á upptalningu konunnar á því, hverjir af þjóðar- leiðtogum heimsins hefðu virkað kynæsandi á hana i opinberum veislum. Var mikið iinussað yfir henni. Verkaskipting á hefðartindum... En með því að Trudeau blómstrar sv.o vel þessa daga dreif ég mig í að lesa hana og er skemmst frá þvi að segja að hún var talsvert öðruvisi en ég bjóst við. Þarna eru engar krass- andi kynlýsingar. Ólíkt blaðafregnum er það djarfasta sem fer milli hans og Margrétar Trudeau (að minnsta kosti það sem sagt er frá) að hann segir að það að horfa í sólina sé ekkert hjá þvi að líta í bláu augun hennar . . . Hins vegar er bókin einkar fróðleg um það hvernig eiginkonur valda- mikilla stjórnmálamanna lifa, hún segir mikið um hina ströngu verka- skiptingu milli karls og konu þarna uppi á hefðartindunum, og einnig lýsir hún því, hvernig það er fyrir unga og óreynda hippastúlku að gift- ast manni þrjátíu árum eldri í mikilvægri ábyrgðarstöðu. langaði til. En líklega hafi honum orðið á skyssa í sambandi þeirra, þegar hann einangraði hana frá stjórnmálastörfum sínum. Han' draumur var að eiga heimili sem væri einkaveröld, griðastaður. Þar átti hún að una ánægð við sitt, en hann aftur að eiga starfssvið, þar sem heimsmálunum var ráðið til lykta. Henni fannst sér vera stuggað burt frá öllum stjórmálum. Aftur á móti fékk hún að kaupa borðbúnað og rúmfatnað fyrir opinberar byggingar og henni tókst að innleiða aukna smekkvísi í innkaupum kanadiska ríkisins, t.d. hvað snerti gjafir til er- lendra gesta. Gullfiskur í glerkeri Annað atriði serti gerði henni erfitt fyrir voru hin endalausu forms- atriði. Þegar hún giftist gerði hún sér enga grein fyrir hvað hún var að ganga út i. Hún var tvítug, nýkomin úr ævintýrareisu til Marokkó, þar sem hún að hætti annarra amerískra millistéttarbarna reyndi að losa sig úr viðjum hinna farsælu hegðunar- munstra meðalborgarans og lifa sem síðhærður hassreykjandi hippi. Að giftast forsætisráðherra Kanada var of góður brandari til að segja neitakk. En við giftinguna lenti hún heldur betur inrii í munstrinu aftur. Siðareglur hins opinbera lífs lögðu henni þungar skyldur á herðar. Augu allrar kanadísku þjóðarinnar hvildu á henni, „eins og ég væri gullfiskur í glerkeri” og kröfðust þess að hún fylgdi forskriftum um framkomu og Margaret Trudeau ásamt sonum. sínum. klæðaburð — en léti ekki eigin tilfinningar ráða í þvi efni. Þar að auki voru þau hjón umkringd af lífvörðum nótt sem nýtan dag. Ekki gallalaus, en einlæg Margaret hegðar sér oft talsvert barnalega, og viðurkennir það sjálf. Ósjaldan flýr hún á náðir hasspípunnar eða óraunsærra ástar- drauma. En hún hefur ekki glatað þeim eiginleika sem því miður eldist af okkur flestum: að sjá lífið eins og það er en ekki eins og við eigum að sjá það. -IHH. Menningarverðlaun DB: Nefndir bíða atkvæða Nú eru þegar farnir að berast at- kvæðaseðlar vegna Menningarverð- launa DB og nefndirnar fimm eru sestar á rökstóla til að ræða verðleika ýmissa þeirra sem nefndir hafa verið. I nefndunum eru: Rannveig Ágústs- dóttir, framkvæmdastjóri Rithöfunda- sambands íslands, Ólafur Jónsson fil. kand. og gagnrýnandi DB, Valdís Óskarsdóttir rithöfundur, Aðalsteinn Ingólfsson, ritstj. menningarmála á DB, Hrafnhildur Schram listfræðing- ur, Magnús Tómasson myndlistar- maður, Helga Hjörvar, formaður Bandalags íslenskra leikfélaga, Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur, Eyj- ólfur Melsted, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi DB, Fjölnir Stefánsson, tónskáld og skólastjóri, Gunnar Egil- son klarinettuleikari, Gestur Ólafsson arkitekt, Þorsteinn Jónsson, forstj. Listaskála ASI, og Páll V. Bjarnason arkitekt. Allt þetta sómafólk bíður nú atkvæða lesenda DB með óþreyju, en frestur til skila er til 5. mars. Sjálf verð- launaveitingin fer fram að Hótel Holti föstudaginn 14. mars. í DB á morgun verður farið í heimsókn til Hauks Dór sem vinnur nú að gerð sérstakra gripa fyrir DB, en Ófeigur Björnsson gull- smiður mun svo reka endahnútinn á það verk með sérstökum áletruðum festingum. - Al Sverrir Hólmarsson afhendir Stefáni Baldurssyni viðurkenningu DB 1979 fyrir „sérlega vönduð vinnubrögð við uppsetningu hefðbundinna verkefna og frumkvæði að hópvinnu í leikhúsi”. BÓKMENNTIR TÓNLIST Höf: Tónlistarmaður/ Bók: menn: Skýringar: Skýringar: Nafnnúmer Nafnnúmer sendanda: sendanda: Sendist: Sendist: Menningarverðlaun Menningarverðlaun DB-1980 DB-1980 Dagblaðið Síðumúla 12. Dagblaðið Siðumúla 12. Fyrir 5. mars. Fyrir 5. mars. LEIKLIST Listamaður/ menn: Leikverk MYNDLIST Listamaður/ hópur: BYGGINGARLIST Arkitekt/ arkitektastofa: starfsemi: Bvnninn: Skýringar: Skýringar: Skvrinnar: ) Nafnnúmer Nafnnúmer Nafnnúmer sendanda: sendanda: sendanda: Sendist: Sendist: Sendist: Menningarverðlaun Menningarverðlaun Menningarverðlaun DB-1980 DB-1980 DB-1980 Dagblaðið Síðumúla 12. Dagblaðið Síðumúla 12. Dagblaðið Síðumúla 12. Fyrir 5. mars. Fyrir 5. mars. Fyrir 5. mars.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.