Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980.
LJÓSMYND'R'
8JARNLEIFUR
C IADMI Cl
Eftir þessum grautfúnu stigum er ungum jafnt sem öldnum trillukörlum ætlað að
klifra upp á Ægisgarð.
eiginlega að hafa trillurnar okkar?
Margir byrja á rauðmaga í kr.ingum
miðjan marz, þótt enn sé ekki vitað
hvenær má byrja á grásleppunni.”
Ekki var björgulegt umhorfs við
Loftsbryggjuna í gær, þegar við
litum niður á höfn. Að sögn gantals
sjóara er við ræddum við er hún að
hruni komin. Kannski héldi hún 3
tonna bil. Eflir að búið væri að setja
á hann eitthvert hlass gæti hann svo
sem alveg eins endað á hafsbotni með
öllu sanian.
Þá var nú ekki ntikið um bólin,
nokkur stykki og stigarnir, sem
mönnum var ællað að klifra til þess
að komast upp á Ægisgarð, graut-
fúnir og langþreyttir.
,,í fyrra var þelta þó mun skárra,”
hélt Kjartan, trillukarlinn okkar,
áfram. Þá var f>ó pláss lengst af
vestan Ægisgarðs. Nú er búið að fylla
leguplássið upp með möl og sandi.
Það er Slippurinn sem þar fær
aðstöðu, þótt einu sinni hafi þvi verið
fleygt að hann ætti að færast annað
með sina starfsemi.”
Manna ánægðastir
ef eitthvað verður
gert til bóta
Við höfum þó raunar heyrt að 30
milljónum eigi að verja til að bæta
hér aðstöðu. Laga bryggjurnar,
koma fyrir flotprömmum og setja
niður stálhlið. Engir yrðu glaðari en
við, ef af einhverjum framkvæmdum
yrði, en það bólar bara ekkert á
þeini. Ætli lika 30 ntilljónir dugi ekki
svo sem fyrir hönnuninni á verkinu.”
Kjartansagði að alls staðar í kring-
unt landið væri aðstaða fyrir trillurn-
ar. Kópavogskaupstaður væri t.d. að
koma upp aðstöðu fyrir 200 trillur
við Skerjafjörð.
Færa þjóðarbúinu
yfir 100 millj. bara í
hrognum
„Ætli þessar smátrillur okkar séu
ekki eitthvað á milli 30 og 40. Éggæti
gizkað á að þær hefðu fært þjóðar-
búinu vel yfir I00 milljónir kr. í fyrra
bara fyrir grásleppuhrognin. Allt
tíundað fyrir kónginn. Hver einasta
króna lalin frant.
Það er eins og trillurnar eigi i
okkur hjartað. Suntir okkar stunda
þetta sem aðalatvinnugrein, aðrir
gera þetla á kvöldin og um helgar.
Mikið er á sig lagt, bæði til tekju-
aukningar og ég neita þvi svo alls
ekki að ánægjan fylgir þessari sjó-
bakteriu. í þessu eru ntenn á ölluni
Þótt spá sé slæm um bátalegu ætlar hann Jón Trausti Jónsson að leggja út I trillu-
útgerð á trillunni, sem hann var að enda við að kaupa. DB-myndir: Bj.Bj.
aldri, sumir háaldraðir. Oft hel'ur
maður verið logandi hræddur, þegar
þeir hafa verið að fara í misjöfnum
veðrum,” sagði Kjartan.
Við brugðum okkur úr nepjunni og
inn í kaffivagninn á Granda. Þar hitt-
unt við alveg spánnýjan trillueiganda,
Jón Trausta Jónsson, líka Breið-
firðing. Hann var alveg óbanginn,
nýhættur á Hofsjökli. Hann sagðist
hafa keypt trilluna án þess að kynna
sér aðslöðu um ból. Aleil að það
fylgdi með i trillukaupum. Fyrri eig-
andi hafði jú halj ból.
Hvað ætti svo að gera, ef fyki i öll
skjól. „Jú, ætli við verðum ekki að
fiýja að Grandagarði en þar ættu bát-
arnir það bara á hættu að vera alls
staðar fyrir stærri trillunum og á þá
yrði e.t.v. keyrt, en tæpitungulaust,,
þetta verður að lagast,” sagði
Kjartan. - EVI
Tryggingastofnun ríkisins:
Þrír fengu
meðmæTi
Tryggingaráðs
—beðið eftir Svavari
Þrir umsækjendur fengu meðntæli
Tryggingaráðs, sem fjallaði um um-
sóknir um stöðu skrifstofustjóra
Tryggingastofnunar rikisins i gær.
Ráðið er umsagnaraðili, en stöðuna
veilir heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Svavar Gestsson.
Ólafur Björgúlfsson lögfræðingur
hlaut meðmæli þriggja ráðsmanna.
Hann hefur starfað trygginga-
stofnuninni frá 1963.
Hilmar Björgvinsson lögfræðingur
hlaut meðmæli eins ráðsmanns. Loks
hlaul Guðjón Albertsson lögfræðingur
meðmæli eins ráðsmanns.
Umsækjendur um stöðuna voru 12
en ofangreindir menn starfa allir sent
deildarstjórar i Tryggingastofnun ríkis-
ins.
Fráfarandi sk ri fstofust jóri er
Eyjólfur B. Jónsson lögfræðingur, sent
nú hefur með höndum forstöðu At-
vinnuleysistryggingasjóðs.
- BS
Kanna hugsanlega
aðild að Alþjóða-
orkustofnuninni
Nánari upplýsinga er nú aflað
um einstök atriði i starfi og skipulagi
Alþjóðaorkustofnunarinnar nteð
hliðsjón af hugsanlegri aðild Íslands
að henni. Er Jón Ögntundur Þor-
móðsson, deilarsljóri viðskiptaráðu
eytis, nýlega kontinn Iteint frá Paris
þar sent hann var þessara erinda. Al-
þjóðaorkustofnunin hefur bæki-
stöðvar þar.
Einar Benediktsson, sendiherra i
París og fastafulltrúi OECD, og
Sveinn Björnsson, viðskiptafulltrúi,
voru Jóni Ögntundi til samráðs.
Viðskiptaráðherra skipaði fyrir
nokkru nefnd til þess að kanna stöðu
okkar nteð hliðsjón af áðurgetinni
aðild. Er Jón Ögnuindur formaður
hennar, en aðrir í henni eru
Guðmundur Eiriksson þjóðréllar-
fræðingur og Páll Flygenring, ráðu-
neytissljóri i iðnaðarráðuneytinu, og
Geir H. Haarde, deildarstjóri I Seðla-
bankanum og ritari oliuviðskipta-
nefndar.
- BS
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
m
til
í GERÐ TRÉLÍMS
jf-
■■'Sy
cÁ'
o z> xj
£> t) o-
•£- <o
& (J S
9 $
O Jþ Jp v
O ^ A,- ®
<2 O'
KRISTJAN O.
SKAGFUÖRÐ HF
Hólmsgata 4 Box 906 121 Reykjavík
ism