Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. 9 Zimbabwe/Ródesía: Mugabe og Nkomo sameinaðir á ný Fððurlandsfylkingin, sem mynduð var i Ródesíuslriðinu en bauð fram klofin i kosningunum i Ródesiu á dögunum, nnin sameinasl á ný i va:ntanlegri ríkisstjórn i landinu. Talsmaður Roberts Mugabes, sigurvegara kosninganna, sagði í gærkvöldi að Mugabe féllist á að endurvekja gamla bandalagið við Joshua Nkomo, þann aldna baráttumann fyrir þjóðlegu sjáll'- stæði landsins, i stjórnarsamstarfi. Miðstjórn Þjóðernishreyfingar- innar, l'lokks Mugabes, hefur komið saman og rætt skipan rikisstjórnar- innar. Hún mun lika verða skipuð fulltrúum hvita minnihlutans til að vekja tiltrú hans og sameina áður striðandi flokksbrot. 230 þúsund hvitir ntenn i landinu voru flestir skelfingu lostnir yfir fréttunum af úrslilum kosninganna, þar sern flokkur Mugabes vann 57 þingsæti af 80, hreinan neirihluta. Þeir höfðu reynt að búa til mynd af Mugabe, scm marxiskum Ijand- manni setn myndi færa lands- mönnum fátækt og upplausn. Einkennandi l'yrir viðbrögð hvita rninni hlutans er til dæmis al'sögn Hectors MaeDonalds i gær. Hann hafði áður lýsl yfir að hann myndi láta af embætti ef Þjóðernisfylkingin sigraði i kosningunum. Eitthvað kunna livitir menn að róast við tilraunir Mugabes til málamiðltinar, siðan Ijósl varð að hann yrði for- sætisráðherra hins nýja ríkis Zimbabwe. Tilboð hans um aðild hvitra manna að rikisstjórn þykir tiðindum sæta og sýna vilja til mála- rniðlana, þó að slaða Mugabes og manna hans i væntanlcgri rikisstjórn sé mjög sterk. Vestur-Þýzkaland: SEKTUÐU BAADER MEINHOF KONUNA Astrid Proll, fyrrum meðlimur hryðjtiverkasamtakanna Baader- Meinhof, yfirgefur réltarsalinn i Frankfurt. Með henni er lögmaður hennar, Heinrieh llannover. Astrid Proll sem áður var meðlirn- ur Baader-Meinhof hryðjuverkasam- takanna hefur verið sek fundin um þjófnað og fölsun opinberra skjala fyrir rétti i Frankfurt. Hún hlaut ekki fangelsisdóm fyrir afbrot sín heldur lél dómarinn nægja 2,5 milljóna króna sekt. Fyrri 5 1/2 árs fangelsis- dómi var hnekkt á þeirri forsendu að hún hefði þegar afplánað tvo þriðju hluta dómsins og snúið baki við hryðjuverkum. Proll byrjaði afbrotaferilinn 1970 þegar hún tók þátt i árás til að leysa Andreas Baader úr haldi i fangelsi i Vestur-Berlín. Hún var fyrst hand- tekin 1971 en lenli ekki i fangelsi fyrr en i september 1973. Hún veiktisl i fangelsi og seint á árinu 1974 tókst h. i.ni að flýja.Hún var svo handtekin i september 1978 i London. Þá hal'ði hún gengið í hjónaband og byrjað að vinna l'yrir sér sem bifvélavirki. Hryðjuverkahreyfingin sem kennd er við Baader-Meinhof hefur litið látið á sér kræla i tvö og hálft ár i kjölfar sjálfsmorðs Baaders og tveggja náinna samslarfsmanna hans i hryðjuverkum. London: Samkomulagsvon i stálverkfalli Talsmenn stáliðnaðarverkamanna i Bretlandi sögðu i gærkvöldi að þeir væru að útbúa nýjar launakröfur, sem að likindum mundu auðvelda sam- komulagshorfur i verkfalli þeirra. Það hefur staðið i um níu vikur og er deilt um launakjör og einnig hvort stálfyrir- læki i eigu brezka rikisins eigi að fækka starfsmönnum vegna rekstrar- erfiðleika. Samfara þessum nýju kröfum hafa öll þrettán verkalýðsfélögin sem hafa stálverkamenn hjá British Steel innan sinna vébanda ákveðið að herða verk- fallsaðgerðir. Var þetta tilkynnl eflir þriggja klukkustunda fund leiðtoga þeirra. Meðal annars er ætlunin að biðja vöruflutningabifreiðastjóra að hætta flutningi á stáli. Hingað til hefur krafa stálverka- manna verið um að fá 20°/o launa- hækkun en ekki er vitað hve mikil krafan er að þessu leili samkvæmt hin- um nýju og sameiginlegu kröfum verkalýðsfélaganna. British Steel hefur ekki viljað bjóða meira en 14% launa- hækkun. Nýju kröfurnar verða lagðar fyrir atvinnurekendur í dag. Nú þegar eru rúmlega eitt hundrað þúsund stáliðnaðarverkamenn i verkfalli hjá stáliðjum British Steel. Um það bil tveir þriðju af brezku stáli er framleitt hjá því rikisfyrirtæki. Einkafyrirtæki hal'a aðeins stöðva7t skamma hríð á meðan British Steel hel'ur átt i þessari niu vikna launadeilu. Þar er öll starfsemi lömuð. Hins vegar hefur verkfallið ekki enn haft nein teljandi áhrif á aðra atvinnustarfsemi i Bretlandi. Sagt er að til séu stálbirgðir lil nota í rúman mánuð og einkafvrir læki halda birgðunum að nokkrulcy við. Mikill þrýstingur er á Margrete Thatcher forsætisráðherra Bretlands um að hún hafi bein afskipti af stál- verkfallinu. Slikt er hins veear v“gn stefnu íhaldsflokksins og erluin reg til aðgeraneitt slíkt. Húsafridunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunarsjóðs, sem stofnaður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, hús- hluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu greinilega bera með sér til hvers og hvernig umsækjandi hyggst verja styrk úr sjóðnum. Skulu umsóknum fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar: a. uppmælingar, dagsettar og undirskrif- aðar, b. ljósmyndir, c. upplýsingar um nánasta umhverfi, d. sögulegar upplýsingar sem unnt er að afla, s.s. aldur mannvirkja, nöfn arkitekts, smiðs og eigenda fyrr og nú. e. greinargerð um framtíðarnotkun, f. greinargerð um fyrri breytingar ef gerðar hafa verið, g. teikningar af breytingum ef ráðgerðar eru, h. kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar fram- kvæmdir ásamt greinargerð um verktilhög- un. Umsóknir skulu sendar Húsafriðunarnefnd. Þjóðminjasafni íslands, Reykjavík, fyrir 1. september nk. Húsafriðunarnefnd Alpina skíðaskórnir Loksins komnir aftur Við flytjum inn beint frá framleiðanda, og verðið er ótrúlega lágt Junior — Stærðir: 30—35 Verð: kr, 17.685 36—40 kr. 18.245 Gemini — 41—46 kr. 24.515

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.