Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980. BYGGÐIRNAR ÞRJAR í útvarpi kl. 20,10: Breiðholtshverfi mis- tök skipulagssérfræðinga —sem ala af sér annars f lokks íbúa? ,,Þessi þáltur er raunverulega til að fræða fólk um Breiðholtið sem í dag- legu tali er gjarnan nefnt 1,11 og III. Hvert hverfi hefur í rauninni skemmtilegri heiti en jressa róm- versku stafi. Einnig verður i þættin- um örlitið minnzt á gagnrýni sem hverfin hafa orðið fyrir,” sagði Birna G. Bjarnleifsdóttir, umsjónarmaður þáttarins Byggðirnar þrjár i Breið- holti sem fluttur verður í útvarpi i kvöld kl. 20.10. „Það er oft þannig að hverfi sem eru i byggingu verða fyrir gagnrýni. Núna til dæmis er hverfi sem kallað er Breiðholt 1 fullbyggt og heitir raunar Bakka- og Stekkjahverfi. Það hefur orðið þannig að Breiðholtið virðist vera lengur á milli tannanna á fólki heldur en önnur nýbyggð hverfi, eins og t.d. Fossvogshverfið og Árbæjarhverfið. Á sínuni tima var til dæmis Smáíbúðahverfið mjög gagnrýnt,” sagði Birna ennfremur. ,,í þættinum ræði ég við ósköp venjulega húsmóður í Breiðholtinu sem heitir Bryndis Helgadóttir. Hún ætlar að lesa nokkur fróðleikskorn um Breiðholtið. Siðan ræði ég við Þórð Þorbjarnarson borgarverk- fræðing. Hann segir okkur frá skipu- lagningunni i Breiðholti og hverjir skipulögðu hverfið. En skipulagning- in hefur verið mjög gagnrýnd. Hafa nokkrir haft á orði að Breiðholts- skipulagningin sé að mestu mistök og að þar sé verið að ala upp einhvers konar annars flokks íbúa. Ég get nefnt sem dæmi að ef eitt- hvað fer úrskeiðis í Breiðholtinu fer það yfirleitt á reikning íbúanna þar, en ef eitthvað fer úrskeiðis i öðrum hverfum er það bara vandamál dags- ins i dag.” — Hvernig datt þér í hug að taka saman þátt um Breiðholtið, Birna? ,,Ég var beðin um að taka saman þátt. Mér hefur svo oft gramizt það hvernig allt sem fer úrskeiðis í Breið- holtinu fer á reikning íbúanna. Ég er Birna G. Bjarnleifsdóttir fjallar i þatti sínum í kvöld um Breiðholt I, II og III. [)B-mynd: RagnarTh. sjálf ibúi í Breiðholtinu og hef þvi áhuga fyrir þessu,” sagði Birna G. Bjarnleifsdóttir. - KI.A LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 21,10: Að hef na sín á svikaranum í kvöld kl. 21.10 verður fiutt i út- varpinu leikritið Siðasti flóttinn eftir R.D. Wingfield, í þýðingu Ásthildar Egilson. Leikritið segir frá gamalli stríðs- hetju, Brian Seaton. Brian særðist illa á höfði og hefur verið á heilsu- hæli i 30 ár. Áður hafði hann verið sendur ásamt fleirum til Frakklands til að vinna skemmdarverk að baki víglínu Þjóðverja. Sigurður Karlsson fer með hlutverk Dawson lögregluforingja. Steindór Hjörleifsson fer með hiut- verk Brindle i leikriti kvöldsins. Einhver hafði svikið þá i hendur fjandmannanna og nú lifir Brian i þeirri von að geta hefnt sin á svikar- anum. Hann lifir enn i gamla Róberl Arnfinnsson fer með hlutverk Brians Seaton. (ímanum og þykist orðið vita hver svikarinn sé. Höfundurinn, R.D. Wingfield, skrifar einkum fyrir brezka útvarpið og er mjög vinsæll höfundur. Hann hefur samið ótrúlegan fjölda leikrita á skömmum tima, hvert með sínu sniði. í útvarpinu hafa heyrzt eftir hann leikritin Afarkostir, Bjartur og fagur dauðdagi, Líftrygging er lausnin, Óvænt úrslit og Blóðpeningar. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Með helztu hlutverk fara Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Skúla- son, Ævar R. Kvaran og Guðmundur Pálsson. Flutningur leiksins tekur um klukkustund. - ELA 0G L0KS ÞEGAR BIRTIR... Það verður að segjast eins og er: ég hef verið afskaplega latur við sjón- varpsglápið undanfarið. Einmitt þegar heldur er farið að birta og 'maður fer ekki lengur að heiman og kemur þangað aftur i kolsvarta myrkri, þá dynja yfir mann margir klukkutíma i hverri viku af mörg. hundruð skiðamönnunt á leiö niðuri sömu brekkuna. Hvert skautaparið ár fætur öðru hendist unt isinn við drynjandi og bjagaða glymskratta- músík — og Bjarni Felixson talar um allt þetta eins og mikil alvörumál. í gærkvöldi var ég raunar bara of syfjaður til að sitja lengi fram eftir. Ég hef líklega séð flesta þættina til þessa úr spænska myndaflokknunt um fólkið við lónið og vona nú að eitthvað fari aðgerast. Skemmtilegasta útvarps- og sjón- varpsefni sent ég man eftir yfir höfuð tekið svona i svipinn eru stórmerkir þættir Svavars Gests á laugardögum um sögu dægurtónlistar á íslandi. Svavar er slíkur hafsjór af fróðleik urn efnið og hefur einstakt lag á að setja það skemmtilega fram, að vel mætti endurtaka þættina — eða hann gefa þá út sjálfurá kassettum. Og þá sjaldan ég hef heyrt í Sveini Einarssyni þjóöleikhússtjóra á sið- kvöldum hefur mér þótt þar vera einstaklega liprir og þægilegir þættir. Svo hef ég líka tekið eftir þvi, að veðurfræðingarnir i sjónvarpinu virðast hafa lifgað eitthvaö upp á veðurfréttirnar — þótt veðrið sé yfir- leitt alitaf jafnskítt. -ÓV. Si. BÆJARINS Fríðriksson np^TI I oglngólfur I U Hjöríeifsson The Big Sleep Sýningarstaður: Háskólabfó. Leikstjóri: Howard Hawks. f Handrít: William Faulkner og Leigh Brackett. Aflalhlutverk: Humphrey Bogart og Laureen Bacall. Háskólabíó hefur nú farið af stað með skemmtilega nýjung sem ;er sýning á gömlum myndum með Humphrey Bogart. Fyrirhugað er lað sýna þrjár myndir með honum og er Big Sleep sú fyrsta. Hinar tvær sem fyrirhugað er að sýna eru The Big Shot og The Enforcer. The Big Sleep var gerð 1946 og var leikstýrt af Howard Hawks, sem var einn af fjölhæfustu leikstjórunum i Hollywood. The Big Sleep er byggð á sögu Raymond Chandlers og fjallar um einkaspæjarann Phillip Marlowe sem Bogart gerði ódauðlegan i þessari mynd. Oft vill það nú verða með gamlar myndir af þessu tagi að þær eldast illa ;en hér er annað uppi á teningnum. Það sem helst gefur þessari mynd gildi eru leiftrandi skemmtileg samtöl og vel uppbyggð spenna. Flóttinn til Aþenu Sýningarstaflur: Regnboginn (A-salur) Leikstjórí: George P. Cosmatos. Handrit: George P. Cosmatos og Jack Wiener. Aflalhlutverk: Rogor Moore, Telly Savalas, Stephanie Powers o. fl. Elliott Gould, Claudia Cardinalo, Seint þreytast menn á þvi að gera myndir um atburði úr seinni heimsstyrjöldinni. Nú hin seinni ár hefur þessi árátta færst út í það að gera grinmyndir um stríðið. Sú er raunin á með Flóttann til Aþenu. En þrátt fyrir að myndin sé ný af nálinni eru öll hin hefðbundnu minni úr gömlu stríðsmyndunum til staðar. Vondi S.S. foringinn, þýski majórinn, sem er öfugu rhegin víglínunnar, harði töffarinn, skvisan o.s.frv. Góður húmor sem er haldið uppi af Elliot Gould og stórgóð tæknivinna bjarga þiessari mynd og vel það. Mynd- in gerist í gríska Eyjahafinu rétt áður en Bandamenn gerðu innrás og segir frá lifinu i grísku þorpi sem er með þýskar fangabúðir við bæjar- dyrnar, þar sem er að finna mjög skrautlegan fangahóp. Butch og Sundance, Yngri árin. Nýja Bló: Butch og Sundance, Yngri árin. Leikstjóri: Richard Lester. Handrit: Allan Bums, byggt á hugmynd William Goldman. Aflalhlutverk: William Katt og Tom Berenger. Flestir muna liklega eftir þeim Robert Redford og Paul Newman i mynd Walter Hill, Butch Cassidyt and the Sundance Kid sem lauk með dauða útlaganna tveggja. Það útilokaði framhaldsmynd að þeir voru fylltir af blýi einhversstaðar í S-Ameriku. En Kaninn gefst ekki svo auðveldlega upp þegar peningalyktin er á sveimi og þvi sneru þeir einfallega hlutunum viðog nú getum viðséðafraksturinn í Nýja Biói, Yngri árin. Tom Berenger og William Katt gefa nokkuðsannfærandi mynd af hinum kostulegu útlögum á sínum yngri árum i leit að frægð og frama. f handritinu er að finna heldur mikið af endurtekningum frá fyrirmyndinni og er það langt frá þvi að standast samanburð við Ihandrit William Goldman. En hugmyndaflugið og fagleg vinnubrögð skortir ekki hjá leikstjóranum, Richard Lester og hann gerir úr þessu i þokkalega afþreyingu með drjúgum skammti af sæmilegasta húmor. , Örvæntingin, (Despair). LaugarásbíóL örvœntingin, (Desparí). Loikstjórí: Rainer Wemor Fassbinder. Handrít: Tom Stoppard, byggt á sögu oftir Vladimir Nabokov. Aflalhlutverk: Dirk Bogarde, Androa Ferreol og Klaus Löwitch. Nú er komin til landsins nýleg mynd eftir Fassbinder hinn þýska • og er hún fyrsta enskumælandi mynd hans. Örvæntingin (Despair) segir frá rússneskum innflytjanda í Þýskalandi á árunum upp úr 1930 sem gerst hefur súkkulaðiframleiðandi og vegnað vel. En hið pólitíska og efnahagslega umrót sem nú á sér stað i heiminum kippir stoðunum undan hans fyrri tilveru. Hann hefur hvergi fast undir fótum, sættir sig ekki við tilbreytingarlausa tilveru sina. Hann tekur því þá á- jkvörðun að skipta um nafn og persónuleika og fremja með þvi hinn jfulikomna glæp. Inn í þessa persónuleikarýni fellir Fassbinder ilýsingu á þjóðfélagsástandinu í Þýskalandi og tekst sú samflétta með ágætum. Þrátt fyrir ýmis óljós atriði er þessi mynd ágætt innlegg i jheldur dapurlega kvikmyndamenningu hér. Lesendur eru hvattir til afl senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ei(«-: hverri vitneskju um kvikmyndir og kvlk- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- Imyndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 56. tölublað (06.03.1980)
https://timarit.is/issue/228277

Tengja á þessa síðu: 35
https://timarit.is/page/3092275

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. tölublað (06.03.1980)

Aðgerðir: