Dagblaðið - 07.03.1980, Síða 6
Tollvörtigeymslan
Aðalfundur Tollvörugeymslunnar H/F verður
haldinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 17. apríl
1980. kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar.
Stjórnin.
BAZAR
Færeyski sjómannakvennahringurinn
heldur bazar sunnudaginn 9. marz kl. 3.
Margt fallegra handunninna muna
verður á boðstólum, ásamt heimabökuð-
um kökum í Færeyskasjómannakvenna-
hringnum Skúlagötu 18, Reykjavík.
LJÓSMYNDAR/
Dagblaðið óskar að ráða ljósmyndara í fast
starf. Umsóknir með upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist ritstjóra Dagblaðsins fyrir 14.
marz.
Þeir/þær, er áður hafa sent slíkar umsóknir,;
þurfa ekki að senda að nýju fullkomnar um-
sóknir með upplýsingum, en verða þó að ítreka
umsóknir sínar skriflega. Þær eldri umsóknir,
sem ekki verða staðfestar með þessum hætti,
skoðast fallnar úr gildi.
BIAÐIÐ
Aualýsingaþjónusta
Cr opinfrá kl. 13 tíl 22 ^.frí^ff
til laugardags. Laugardaga kl. 9 s
sunnudagafrá kl. 14 22.
Prout-námskeið
Opið námskeið i hugmyndafræði Prout hvern laugardag i Aðalstræti 16,
2.hæðkl. 14.00—16.00. ,
Næstkomandi laugardag verður fjallað um sögulega stéttakenningu, þjóð-
félagslegan þróunarhring og stjórnmálakerfið i andlegu þjóðfélagi.
öllum heimil þátttaka.
Upplýsingarí sima 23588 eða Aðalstræti 16,2. hæð.
Þjóðmálahreyfing íslands
Unglingameistaramót
Skákfélagsins Mjölnis
hefst laugardaginn 8. marz kl. 13 í
Fellahelli.
Skákfélagið Mjölnir.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 - Sími 15105
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980.
Talsmaður einna stærstu samtaka skæruliða i Afganistan hefur látið hafa eftir sér að þeir fengju enga aðstoð frá stjórn-
völdum erlendis. Hins vegar gaf talsmaðurinn i skyn að einkaaðilar erlendis veittu þeim einhvern stuðning. Myndin er tekin
af afgönskum skæruliðum við vegartálma rétt við borgina Herat.
Afganistanmál
veldur fiskskorti
í Sovétríkjunum
Farið er að gæta verulegs skorts á
fiski i Sovétríkjunum og leita stjórn-
völd þar nú ákaft eftir fiskafurðunt frá
öðrum þjóðum. Einnig leita sovézkir
sérfræðingar í fiskveiðimálum eftir
nýjum veiðisvæðum á heimshöfunum.
Kemur þetta fram i yfirlýsingu sent
barst frá samtökum japanskra fisk-
veiðiaðila í morgun.
Ástæðan fyrir fiskhungri Sovét-
manna er að Bandarikjastjórn rak
fiskiflota þeirra af miðum við slrönd
Bandaríkjanna en þar hafa Sovétmenn
haft leyfi til að veiða verulegt magn.
Brottrekstur sovézku fiskiskipanna er
ein af þeim aðgerðum sem Jimmy
Carter Bandaríkjaforseti greip til í við-
leitni sinni til að refsa Sovétríkjunum
fyrir innrásina í Afganistan.
Samkvæmt japönskum heimildum er
þarna um að ræða 340 þúsund tonn af
fiski, er sovézkum veiðiskipum var
heimilað að veiða innan bandarískrar
efnahagslögsögu i ár. Ekki var i
japönsku fregninni getið neitt um
árangur Sovétmanna í fiskleilinni. Hins
vegar var fullyrt að þetta mundi valda
skorti í öðrum heimshlutum eða jafn-
vel ofveiði. Telja Japanir það ekki eðli-
lega þróun og benda á að þeir telji eðli-
legt að aðrir nýti þá þann afla sent
ætlaður hafði verið sovézkum fiski-
ntönnum innan bandarískrar efnahags-
lögsögu. Hafa þeir farið frani á að
stjórnin í Washingion skipti hinum 340
þúsund tonnum á milli fiskintanna ann-
arra þjóða.
Byltingarráðið í Teheran býr sig nú
undir að taka við gíslununt úr
höndum stúdentanna i bandaríska
sendiráðinu i borginni. Tilboð þessa
efnis barst ráðinu i gær og vakti að
sögn ntikla furðu. Var tekin
ákvörðun um að taka tilboðinu á
fundi þess i gærkvöldi. í tilboði
stúdenlanna sagði að ef byltingar-
ráðið tæki við gíslunum 49 þá yrði
það að sjá unt að þeir væru fluttir á
brott úr sendiráðsbyggingunum.
Þetla táknar ekki að gislarnir verði
Iátnir lausir nú samstundis, þó gera
megi ráð fyrir að þetta sé fyrsla
skrefið í þá átt. Hins vegar virðist nú
ekkert þvi til fyrirstöðu að fimm
manna nefndin á vegum Sameinuðu
þjóðanna sem stödd er í Teheran fái
að ræða við gíslana. Verkefni hennar
er að rannsaka ákærur á hendur
keisaranum fyrrverandi og mönnum
hans unt ýmis brot gegn irönsku
þjóðinni og auk þess að athuga líðan
gíslanna, sem hafa verið í haldi hjá
stúdentunum síðan bandaríska sendi-
ráðið var tekið hinn 4. nóvember
siðastliðinn.
I morgun var talið liklegt að
nefndin mundi jafnvel nota gíslana
sem vitni um afskipti bandariskra
stjórnvalda af málefnum Irans á
valdadögum keisarans. Kom það
meðal annars frani í tilkynningu frá
einum af meðlimum byltingaráðsins í
Teheran.
Búiz.t er við miklum fjöldafundum
við byggingar bandaríska sendi-
ráðsins í Teheran i dag. Þar verða á
ferðinni stuðningsmenn stúdentanna,
sem eru mjög harðir i afslöðu sinni til
bandarisku stjórnarinnr.
Samkvæmt heimildarmönnum sem
standa stúdentunum nærri er tilboðið
um að afhenda gíslana til byltingar-
ráðsins ekki hugsuð sem einhvers
konar friðartilboð af hálfu stúdent-
anna. Það sé þverl á móti. Með þessu
vilji þeir konia byltingarráðinu i þá
klemmu að verða sjálft að taka
ákvörðun um að halda gislunum
áfram í haldi eða skapa sér óvinsæld-
ir meðal írönsku þjóðarinnar með því
að láta þá lausa.
Íran/Washington:
VARKARNIIMAL-
EFNUM GISLANNA