Dagblaðið - 07.03.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980.
11
' *
yrði sett mjölverksmiðja. Fiskiskipin
yrðu hinir áðurnefndu sambyggðu
skuttogarar, sem bæði gætu veitt
með trolli og hringnót.
Áhöfn móðurskipsins yrði sam-
kvæmt áætluninni 38 manns og síðan
þyrfti 34 til að sjá um starfrækslu
mjölverksmiðjunnar. Tólf manna
áhöfn þyrfti að vera í hverju
fiskiskipi. Gert er ráð fyrir að skipt
verði um áhafnir þannig að enginn,
hvorki um borð í móðurskipinu né
fiskiskipunum, verði lengur syðra en
þrjá og hálfan mánuð. Gert er ráð
fyrir kostnaði við flugferðir starfs-
manna til og frá Noregi, þegar
arðsemi smárækjuleiðangurs var
könnuð.
Niðurstaða rannsóknarinnar er
sem sagt sú að allar likur séu til þess
að leggja megi út í slíkan leiðangur
innan fárra ára og hugsa Norðmenn
sér gott til glóðarinnar i þeim efnum.
Suður-Ishafið hefur verið allmikið
i sviðsljósinu á undanförnum
mánuðum. Í fyrra fór fram
ráðstefna um hugsanlega nýtingu
hafsins með þátttöku þrettán ríkja
sem þar telja sig eiga hagsmuna að
gæta. Má þar nefna Bandaríkin,
Sovétrikin, Japan, Pólland, Noreg,
Argentínu og Ástralíu.
Nýting auðæfa Suður-Ishafsins
tengist verulega hernaðarhagsmunum
stórveldanna á Suðurskautssvæðinu.
Einnig er nú mjög rætt um að oliu
megi vinna þar á hafsbotni og vaknar
þá sú spurninghverjir eigi þar nýting-
arréttinn. Er þá um að ræða ríkin
sem liggja að Suðurskautinu eða
næst því eða þau ríki sem nytjað hafa
þennaaheimshluta frá fyrri tíð.
Nú er í gildi alþjóðlegt sam-
komulag um að enginn hafi leyfi til
að reyna oliuvinnslu af botni Suður-
Íshafsins. Bæði er það að enn er
tæplega tæknilega auðið að vinna
olíu svo djúpt á úthafinu og auk þess
óttast flestir að olían kynni að menga
hafið, ef eitthvað bjátaði á i
olíuvinnslunni.
Slíkt olíuslys gæti valdið
óbætanlegum og óhemjuskaða þar
sem smárækjan, svifin og annar smá-
dýragróður í hafinu eru undirstaða
lifs fjölda annarra dýrategunda.
Þrátt fyrir þetta hafa Norðmenn
mikinn hug á að vera við öllu búnir
og hefja þá væntanlega veiðarnar um
leið og fært er. Með því að veiða
smárækjuna og svifin til mjölvinnslu
telja þeir sig einnig geta létt á
mjölveiði á ofveiddum fisktegundum
eins og loðnu, makril, koimunna og
sild.
í skýrslu um rannsóknina sem
gerð var í Norska tækniháskólanum
er einnig bent á að mikilvægt sé að
smárækjan og svifið sé rannsakað af
alþjóðlegum aðilum. Þá er bæði átt
við líffræðilegar rannsóknir og eins
hvaða lagalegar reglur eigi að gilda
um nýtingu hennar. Mjög líklegt sé
að svif og aðrar smáverur í hafinu séu
sá eggjahvitubrunnur sem fátækar
þjóðir heimsins eigi eftir að ausa úr í
framtiðinni.
sen er kúamjóik blönduð með vatni
ekki bezt handa börnum, sem
geta haft ofnæmi fyrir henni, og er því
ráðlegt að nota barnamjólkurduft í
staðinn. Barnamjólkurduft stendur
næst móðurmjólkinni. Að duftið er
hollt sýna tölurnar um ungbarna-’
dauða greinilega. Sams konar ráð eru
einnig gefin af Neytendastofnun i
Noregi (Forbrukerrádet).
Hvað barnamjólkurduftið kostar
var athugað næst. Barnamjólkur-
duftið er til sölu íapótekum, og fylgir
dósunum smáleiðarvisir um magn í
hverja máltíð og fjölda máltíða á
dag. Verðin voru í gildi i 1. viku
febrúarmánaðar, og eru hér tvö
dæmi:
Liðamin-dós kr. 2.425, 450 grömm. 2
mán. barn fær 5 máltíðir á dag og eru
17,5 gr notuð í máltíð (3,5 mæli-
skeiðar). Á dag eru því notuð alls 87,5
grömm.Dósin næri í 5 daga. Á viku
er kostnaðurinn því kr. 3.300.
S..M.A. Gold Cup kr, 3.152 kr.„ og eru
450 gr. I gósinni. Hér er bent á, að
þyngri börn ættu að fá meiri mjólk.
Linolac-dós kr. 2.353.
í stuttu máli: barnamjólkurduft er
mjög dýrt. Spurning er því af hverju?
Er duftið dýrt í framleiðslulandinu
eða eru íslenzk tollalög og önnur lög
þess valdandi?
Þvi miður er verðmyndun innan-
lands fráleit.
Barnamjólkurduft er tollað skv. toll-
skrárnúmeri 21-07-19. Hvernig er
verðið myndað?
FAUNN
FJAR
SJOÐUR
1 kjallaragrein fyrir stuttu gerði
undirritaður tilraun til að skýra um-
mæli Ingólfs á Hellu, er hann viðhafði
eitt sinn sem landbúnaðarráðherra,
þar sem hann gerði grein fyrir hinum
miklu verðmætum, sem landsmenn
ættu í veiðivötnum landsins.
Þar var einnig greint frá því, að lítið
hefði verið gert til að nýta, eða öllu
heldur að bjarga þeim fjársjóði.
Athygli manna hefur beinzt að lax
veiðum og laxarækt, og vissulega er
það ekki að ástæðulausu.
Margir hafa og m.a. undirritaður
bent fyrir löngu á hina miklu mögu-
leika er hér væru fyrir hfndi með laxa-
rækt í sjó, en það er ekki fyrr en skór-
inn kreppir að með aðrar fiskveiðar og
erlendir aðilar sýna áhuga að menn
koma auga á hina miklu möguleika.
Framtakssamir einstaklingar svo
sem eins og Jón Sveinsson og félagar
hans í Lárósi og fleiri hafa á eigin
spýtur og við mikið erfiði og jafnvel
illt umtal, gert þrekvirki á þessu sviði.
Er vonandi að nú verði hafizt
handa, eins og útlit er fyrir og útlend-
ingum verði ekki hleypt lausum í þessi
mál eins og viða annars staðar.'
Veiðivötnin
En þetta er ekki umræðuefnið að
þessu sinni, heldur veiðivötnin. Eins
og áður var sagt, eru íslenzku veiði-
vötnin að eyðileggjast vegna offjölg-
unar.
Eitt hið fegursta þeirra, Þingvalla-
vatn, er stórskemmt vegna rafmagns-
virkjana og fleiri vötn hafa orðið fyrir
búsifjum vegna þessa, en langstærstur
hluti vatnanna er að eyðileggjast og
þegar eyðilögð vegna offjölgunar, sem
gert var grein fyrir í siðustu kjallara-
grein.
Vegna hins slæma ástands i land-
búnaði hafa samtök bænda o.fl. komið
auga á, að nauðsynlegt væri að koma í
gagnið fleiri búgreinum en hinum
hefðbundna kvikfénaði. Þar á meðal
er nýting veiðivatna. Eina hugsanlega
V
nýting islenzkra veiðivatna er stanga-
veiði, sem mikill fjöldi stundar. Þar eru
geysimiklir möguleikar fyrir bæði
bændur og þjóðfélagið I heild.
Möguleikar bænda er sala veiðileyfa
og ferðamannaþjónusta við veiði-
menn. Möguleikar þjóðfélagsins í
heild eru næstum ótæmandi mögu-
leikar á erlendum veiðimönnum, sem
vilja stunda silungsveiði en eiga ekki
kost á að fá nema mjög smáan fisk í
heimalöndum sinum eða nágrenni.
Þessir ferðamenn eru miklu verð-
mætari en hinir tiltölulega fáu auðkýf-
ingar erlendis, sem lagt hafa lax-
veiðina hér að verulegu leyti undir sig.
Þeir ferðast með íslenzkum flugvél-
um; þeir nesta sig ekki að heiman; þeir
kaupa þjónustu eins og venjulegir
ferðamenn og koma ekki eingöngu til
að veiða heldur til að skoða íslenzka
náttúru, sem óvíða er fegurri en við
sum fjallavötnin.
Fyrir þetta fólk þarf ekki að byggja
lúxushallir. Allur aðbúnaður má vera
einfaldur og bændur sjálfir geta lagt tii
húsnæði, ef með þarf, því víða er vel
byggt í sveit. Einfaldir veiðikofar, tjöld
og hreinlætisaðstaða er helzta fjár-
festingin.
Þetta eru ekki auðkýfingar, heldur
millistéttarfólk, sem þráir að komast i
fríum sinum í snertingu við fagra og
mikilúðuga náttúru og hafa þó eitt-
hvaðfyrir stafni.
Það er auðvelt að fá þúsundir af
slíkum ferðamönnum og ekki þarf að
óttast örtröð á helztu ferðamanna-
slóðir, eins og sumir hyggja.
Þetta er fjársjóðurinn sem Ingólfur
á Hellu var að tala um og allir virðast
hafa gleymt. Margir einblína á hinn
Kjallarinn
Páll Finnbogason
auðuga ferðamann, en gæta þess ekki,
að hann ferðast víða og skilur ekki
eftir sig mikinn pening. Hann á allt og
það, sem við höfum upp á að bjóða, er
ekki nógu fint fyrir hann.
Það er hinn almenni borgari, sem
safnar sér fyrir ferðalagi á löngum
tíma, sem er eftirsóknarverðastur frá
sjónarmiði hins venjulega ferðaiðn-
aðar.
Það verður þegar i stað að huga að
þessum málum; einmitt nú, þegar Ijóst
er, að íslendingar verða að fá meiri
fjölbreytni í atvinnuvegi sína en verið
hefir, ef þeir eiga að lifa sómasamlegu
lífi í landi sínu.
Sjóstangaveiði
1 þessum tveim kjallaragreinum
hefir verð minnzt lítillega á lax- og sil-
„Fyrir þetta fólk þarf ekki ad byggja
íúxushallir.”
Feikiháir tollar
Sé tekið innkaupsverð (fob verð)......................................100
sem flutningskostnaður bætist við..................................... 10
tollverðiðer því.................................................... .110
innanlandskostnaðurinn................................................. 6
lúxustollur (hæsti tollur) er lagður á tollverðið (80%)............... 88
á tollverð og toll er lagt sérstakt vörugjald 24% (af 198)............ 48
kostnaðarverð er því..................................................252
heildsöluálagninginer9%............................................... 23
smásöluálagningin 38% ................................................104
smásöluverðið er......................................................379
eða reiknað á tollverð 345%
Matvörur eru ekki söluskattskyldar,
annars væri verðiðennþá hærra.
Aðrar matvörur handa börnum eru
einnig mjög dýrar, þótt tollurinn sé
ekki eins hár. Halldór Hansen yfir-
læknir skýrði frá, að æskilegt væri að
gefa smábörnum grænmeti og ávexti,
og eru slikar vörur ekki alltaf til á
Íslandi. Þess vegna er hentugt að geta
keypt barnamat i glösum (eða dósum).
Kjallarinn
Eiríka A. Fríðriksdóttir
Verðmyndun lítur út eins og hér er sýnt:
Niðursoðnir ávextir, tollskrárnúmer 20-60-20, fobverð....................100
flutningskostnaður..................................................... 23
tollur (50%)............................................................. 62
innanlandskostnaður....................................................... 6
vörugjald (24% af 185)................................................. 44
álagningar 9% og 38%, smásöluverð þvi....................................352
Grænmetián kjöis, tollskrárnúmer 20-02-09, innkaupsverð......... ........100
flutningsgjöld........................................................... 15
tollur (70% af 115)...................................................... 80
vörugjald (24% af 195).................................................. 47
innanlandskostnaður....................................................... 6
álagningar 9% og 38%, smásöluverðiðþvi...................................372
Hvernig lítur verðmyndun út, ef um
mat handa kettlingum eða hvolpum er
að ræða? Allt öðruvísi. Enginn tollur,
ekkert vörugjald. Þeirra dósamatur,
fluttur inn fyrir erlendan gjaldeyri, er
talinn fóðurefni, eins og fóðurbætir
handa kúm. Ég hef gaman af köttum
og hundum — en mér finnst samt að
við ættum að hugsa fyrst og fremst
um mannabörn.
ungsveiði, og verður nú í lokin rætt
um sjóstangaveiði.
Á því sviði höfum við meiri mögu-
leika en nokkur önnur þjóð á norður-
hveli jarðar. Hér við land og stutt frá
landi eru gjöful fiskimið, sem veita
mjög mikla möguleika. Sjóstangaveiði
cr íþrótt, sem á miklum vinsældum að
lagna meðal nágrannaþjóða okkar.
Sjóstangaveiðimenn hafa með sér
samtök, sem ná yfir Norðurlönd og
alla Vestur-Evrópu. Undirrituðum er
kunnugt um mikinn áhuga meðal
þessa fólks að komast á veiðisvæði,
sem geta gefið betri fisk en um er að
ræða við Evrópustrendur. Þau höfum
við, en við nýtum ekki þetta tækifæri
svo nokkru nemur. Þó eru haldin
hér sjóstangaveiðimót með þátttöku
erlendra sjóstangaveiðimanna og eiga
þeir tæpast orð til að lýsa þeim mun á
fiskimiðum og þeim, er þeir eiga kost á
heima hjá sér.
Hér er allt fyrir hendi til að taka á
móti þessu fólki, víðs vegar um land.
Bátar, leiðsögumenn, gistiaðstaða,
sem gjarnan má vera frumstæð, þvi að
þetta fólk sækist ekki eftir lúxushótel-
um, af þeim hafa þeir nóg heima hjá
sér.
Hér á við hið sama og um silungs-
veiðimennina og jafnvel laxveiði-
mennina almennt. Ævintýriðer fólgið
j' hinni villtu náttúru en ekki i smíðum
manna. Jafnvel hið rysjótta íslenzka
veðurfar er ævintýri út af fyrir sig
fyrir þetta fólk.
Hér virðist hins vegar lítið komast
að hjá yfirvöldum ferðamála annaðen
ráðstefnuhöld og ferðir til Gullfoss og
iGeysis, sem ekki gýs, og svo Þing-
.valla. En þær ferðir eru háðar veður-
guðunum, ef vel á til að takast.
Hér er mikið verkefni fyrir hendi,
sem mun skapa mörgum atvinnu og
landinu miklar gjaldeyristekjur. Gott
búsílag fyrir bændur, íbúa sjávarþorpa
og landiðallt.
Páll Finnbogason.
Sagt er að barnamjólkurduft sé
svo hátt tollað til að vernda íslenzkan
landbúnað. En hér er um reginvillu að
ræða:
1) mjólk og rjómi koma undir toll-
skrárnúmerin 04-01-00 og er tollur
aðeins 50%.
2) Þurr egg eða egg án skurnar eru
flutt inn til notkunar handa bökurum
undir tollskrárnúmerunum 04-05-10,
04-05-20 og er tollur núll, og var toll-
verðið 1978 8,2 millj. kr.
Þessar vörur eru landbúnaðarvörur,
ekki barnamjólkurduftið, sem ekki er
framleitt hérlendis úr kúamjólk.
Hvað getum við
gert?
Reyna að fá fjármálaráðuneytið að
leggja lagabreytingu fyrir Alþingi, þar
sem matur ætlaður börnum fær sér-
tollskrárnúmer og tollur ákveðinn
NÚLL frá öllum löndum, einnig breyt-
ing á lögum um sérstakt tímabundið
vörugjald, og jöfnunargjald, þar sem
barnamatur er undanþeginn.
Eðlilegast væri, að Neytenda-
samtökin væru í fararbroddi og legðu
þessar tillögur fyrir fjármálaráðherra.
Stuðningur verður hins vegar að
koma frá mæðrum ungra barna, og er
tillaga mín aðþær skrifi beinl til
Neytendasamtakanna, pósthólf 1066,
Reykjavik.
Eirika A. Friðriksdóttir
hagfræðingur.