Dagblaðið - 07.03.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1980^
<s
■ÍÉKtt
Útvarp
27
Sjónvarp
i
MIÐDEGISSAGAN - útvarp kl. 14.30:
ÆVIMINNINGAR SÉRA
SVEINS VÍKINGS
Sr. Sveinn Víkingur var fæddur að Garði f Kelduhvern og á myndmnt má sjá slðasta bæjarhúsið, það er lengst stóð af elzta
bænum að Garði. Þegar þessi mynd var tekin, fyrir árið 1950, var þríbýli í Garði. í þessum gamla bæ bjuggu þá Sveinbjörg
Valdimarsdóttir og Þorgeir Kristjánsson. Nú sést ekkert eftir af þessum forna bæ, en hann var rifinn fyrir fjöldamörgum
árum. — Eins og sjá má hefur bærinn verið orðinn lélegur er þarna var komið sögu og verið „endurbættur” á ýmsa lund
með ýmsum byggingarefnum. 1 glugganum má sjá Sveinbjörgu. DB-mynd A.Bj.
I dag kl. 14,30 heldur Sigríður
Schiöth áfram lestri miðdegissög-
unnar Myndir daganna, minningar
séra Sveins Víkings. Séra Sveinn Vík-
ingur gaf út Myndir daganna 1965—
1966. Voru það tvö bindi. í fyrri bók-
inni lýsir séra Sveinn uppvaxtarárum
sínum og ættfólki. Hann fæddist i
Garði í Kelduhverfi 17. janúar 1896.
Þar ólst hann upp til fimmtán ára
aldurs. Í bókinni lýsir séra Sveinn
æskuvinum sínum og skemmtilegum
atburðum.
Séra Sveinn Víkingur starfaði
mikið að félagsmálaum og sat i
ýmsum nefndum. Var hann m.a.
skipaður formaður nefndar til undir-
búnings Skálholtshátiðarinnar 1955.
Séra Sveinn hafði mikinn áhuga fyrir
dulrænum fyrirbrigðum og var hann
KASTUÓS - útvarp kl. 21.25:
forseti Sálarrannsóknarféalgsins frá
árinu 1960.
Hann skrifaði margar bækur og
auk þess þýddi hann allmikið af bók-
um og leikritum. Ein af vinsælli
bókum scm sr. Sveinn þýddi er
Dagbók önnu Frank.
Alls verða það fimmtán lestrar sem
: Sigriður les og ftmmti lesturinn er í
| dag. Sveinn lézt fyrir nokkrum árum.
Fræg sakamál og
pólitísk innræting
— umf jöllunarefniö í kvöld
í Kastljósi í kvöld verða tvö mál
tekin fyrir. Annars vegar verður fjall-
að um fyrningu sakamála, m.a. i
tengslum við skipakaupamálið frá
Noregi,” sagði Guðjón Einarsson
fréttamaður umsjónarmaður Kast-
Ijóss í kvöld.
„Rætt verður við Jónatan
Þórmundsson lagaprófessor, Hall-
varð Einvarðsson rannsóknarlög-
reglustjóra, Garðar Valdimarsson
skattrannsóknarstjóra og DavíðÓlafs
son formann stjórnar Fiskveiðisjóðs.
Annað málið er pólitisk innræting í
skólum. Verða væntanlega einhverj-
ar umræður urn það mál í sjónvarps-
sal. Ekki er enn ákveðið hverjir taka
niunu þátt i umræðunum eða hvaða
stefnu umræðan tekur,” sagði
Guðjón ennfremur.
Aðstoðarmenn hans i kvöld eru
þeir Vilhelm G. Kristinsson og Guð-
niundur Árni Stefánsson. Kastljós er
á dagskrá kl. 21,25 og er klukku-
Istundar langt.
-ELA.
Jónina H. Jónsdóttir leikari umsjónarmaður barnatimans I fyrramalið.
DB-mynd Hörður.
AÐ LEIKA OG LESA
— útvarp kl. 11.20 ífyrramálið:
Frumsamdar smá
sögur og Ijóð
—eftir lOára dreng
„ÓIi Jón Jónsson 10 ára segir okkur
svolítið af sjálfum sér. Hann les tvær
frumsamdar smásögur. önnur nefnist
Sanngjarna veran og hin Ekki er allt
gull sem glóir. Síðan fer Óli með kvæði
sem nefnist Ljóð á barnaári. Einnig les
hann upp úr dagbók sem hann hefur
haldið fyrir barnatimann í eina viku.
Það er nýtt hjá okkur að hafa það,”
sagði Jónína H. Jónsdóttir, umsjónar-
maður barnatímans i fyrramálið, sem
nefnist Að leika og lesa.
Einnig kemur í þáttinn Finnur Lárus-
son 13 ára og ræðir um vísindamenn.
Finnur les síðan úr bókinni Talað við
dýrin eftir Konrad Z. Lorentz. Þá
ræðir Óli Jón við Finn, og spyr hann
nt.a. hvort hann ætli að verða vísinda-
maður og það reynist vera. Nú síöan
ræða þeir um lífið og tilveruna.
Klippisafnið verður á sinum stað.
Það eru úrklippur úr blöðum sem
höfða til barna. Það er Drifa Guðjóns-
dóttir sent les. Að lokum flytja nokkrir
krakkar úr Álftamýrarskóla leikþátt,
Norðurstúlkan, sem byggður er á
Atómstöðinni eftir Halldór Laxness”,
sagði Jónína ennfremur. Jónína kynnir
atriðin og hefur tekið saman þáttinn.
Hún er leikkona að mennt — atvinnu-
laus leikkona að eigin sögn.
-ELA.
ÉG, PIERRE—sjónvarp kl. 22.25:
„Drap móður
sína og systkin
fyrir guð”
Gyðjan Manuela Wiesler
Skrýtið hvað maður getur haft út-
varpið opið og hrcint ekkert heyrt af
því, sent þar fer fram. í gær sperrti ég
• hins vegar eyrun, þar sem ég átti að
segja eitthvað um dagskrána og
hvernig mér hefði falliðhún.
Mér fannst hún að ntörgu leyti
góð, en allt of þung. Það vantaðf
algjörlega létt efni. Ég hugsaði ntér^
gott lil glóðarinnar að hlusta á
islenzk lög, en því miður alll af
þyngra taginu. Meira að segja minn
uppáhaldskvartett söng þarna og
þeir, sem geta verið svo innilega
skcmmtilegir, voru látnir flytja tvö
lögaf þyngra taginu.
Erindi Birnu G. Bjarnleifsdóttur
um Brciðholt var áhugavert. Breið-
Itolt, þetta ríki i ríki Reykjavíkur,
státar af ýmsu, lægsta meðalaldri
fólks og stærstu blokk landsins nteð
eitt þús. ibúum cða samanlagt cins og
ibúar Hveragerðis allir. Jón Múli var
hress að vanda við kynningu sina á
sinfóniutónleikunum. Maður sá
Manuelu Wiesler bókslaflega fyrir
sér svifa inn sviðiö i hvitunt kjól nteð
gullband unt sig ntiðja, sem gyðja, og
svo auðvitað nteð silfurlituðu flaut-
una sína. Ef ntarka má af klappi
áheyrenda vakti verkið Evridís sem
Þorkell Sigurbjörnsson samdi fyrir
Manuelu og hljómsveit ákaflega
mikla hrifningu. Ég nýt þess, þvi
ntiður, lítið að hlusta á slíka tónleika
ú útvarpi.
Ég endaði nteð því að hlusla á leik-
rilið sem var spennandi.
-EVI.
—f rægt sakamál f rá árinu 1835.
Mynd sem ekki er við hæf i bama
„Þetta er morðsaga. Ég get ekki sagt
frá henni því mér finnst að það gæti
eytt allri spennu. Annars er ég búin að
segja það við blöðin að ég vil ekki tala
við þau, og ég vil ekkert láta eftir mér
hafa um myndir,” sagði Ragna
Ragnars, þýðandi myndarinnar Ég,
Pierre Riviere, játa . . . .(Moi, Pierre
Riviere) sem sjónvarpið sýnir i kvöld
kl. 22,25. Myndin er frönsk frá árinu
1976.
Ragna Ragnars þýðandi hefur aldrei
viljað gefa blöðunum upp upplýsingar
um myndir sem hún þýðir. Þetta kemur
að sjálfsögðu niður á dagskrár-
kynningu blaðanna sem þykir orðin
sjálfsögð þjónusta við lesendur. Aðrir
þýðendur sjónvarpsins hafa allir
brugðizt vel við, er leitað hefur verið til
þeirra.
Við reyndum að fá Björn Baldursson
til að segja okkur eitthvað frá mynd-
inni i stað Rögnu. Litlar upplýsingar
var að finna hjá sjónvarpinu um
myndina en þó gat Björn sagt okkur
meginatriðin.
„Myndin fjallar um dreng sem
drepur móður sína, systur og bróður.
Við yfirheyrslur heldur hann því fram
að guð hafi falið honum að vinna þetta
verk vegna þess að faðir hans hafi sætt
ofsóknum þessa fólks.
Myndin sent er byggð á sönnunt
atburðum styðst við frásögn sem piltur-
inn skrifaði meðan hann sat i fang-
elsinu. Hún lýsir vel hvernig maður
hann var. Myndin er bæði raunsæ og
sterk,” sagði Björn.
Atburður þessi álti sér stað árið 1835
og varð þá mjög frægt sakamál í
Frakklandi. Með aðalhlutverk fara
Claude Herbert, Jacqueline Millier og
Joseph Leportier. Það skal tekið fram
að myndin er alls ekki við hæfi barna.
-EI.A.