Dagblaðið - 12.03.1980, Page 2

Dagblaðið - 12.03.1980, Page 2
— hafa „poppgaul og íþróttir” forgang ídagskrá ríkisfjölmiðla? GuAmunda Jóna Jónsdóltir frá Hofi Dýrafirði skrifar: Við erum hérna nokkuð mörg sem hefðum viljað fá kvöldvökuna i út- varpinu færða á fimmtudaga. Þaðer oft margt skemmtilegt í henni sem ‘ekki er hægt að hlusta á nema að missa af ýmsu góðu sem er oft i sjón- varpinu á sama tíma. Það er okkur óskiljanleg ráðstöfun úr þvi kvöld- vakan var flutt af þriðjudögum að láta hana ekki á fimmtudaga sam- kvæmt óskum margra hlustcnda. Þó. það hefði nú ekki verið nema til að losa okkur við eitthvað af þessum ógeðslegu leikritum sem valin eru á þeim dögum, og eru flest óþolandi að hlusta á, ekki vegna leikaranna, þeir eru flestir ágætir, en efnið er vægast sagt samansafn af þvi versta, ljótasta og ógeðfelldasta sem getur gerzt i mannlegu lífi. Og sama má segja um mikið af sjónvarpsmyndunum, þó þar komi líka margt ágætt, eins og t.d. Húsið á sléttunni sem er sannar- lega mannbætandi mynd. Maður verður hreinlega miður sin við að horfa á sumar þessar hryllingsmyndir i sjónvarpinu. Er ekkert til lengur sem gleður auga og hug eldra fólksins á þessari jarðarkúlu? Stundum finnst manni að það sé það lílið að bezt sé að loka hreinlega eftir fréttirnar þvi poppgaul og iþróttatimar virðast hafa forgang i dagskránum og margar opnur i hverju blaði eru til- einkaðar iþróltum. Fæstir unglingar nenna að sitja við sjónvarp á kvöldin. Fyrir hverja er þetta þá gerl? Það mælti minnka þetla eitthvað og fá I staðinn lengri og betri myndir frá lisl- sýningum sem oftasl er rétt aðeins brugðið upp augnablik. Margir barnatimarnir eru góðir og er það vel að eitthvað sé gert fyrir börnin. Sjaldan eru auglýstir þættir l'yrir eldra fólkið, þó það sé það sem borgar að mestu sjónvarp, útvarp og blöð. Gaman væri að sjá Guðrúnu Símonar oflar á skerminum og Þuríði Páls, einnig fleiri samtalsþætti þvi þeir eru oft skemmtilegir. Svo þökkum við mikið fyrir þættina hans Ómars þegar hann fer út á lands- byggðina. Þeir eru ágætir, bæði að sjá og heyra, hann er alls staðar góður gestur. Ég vildi að hann kæmi í heimsókn til mín svo ég gæti þakkað honum fyrir ef hann ætti leið um ein- hvern tima. m ■ ..........> Bréfritari vill gjarnan sjá Guðrúnu Á. Simonardóltur og Þuríði Páls- dóttur oftar á sjónvarpsskerminum. Kvöldvakan ætti að vera á fimmtudögum Bæjarskrifstofurnar íHafnarfirði: LÉLEG ÞJÓNUSTA Jenný I.. Árnadóttir hringdi: í simaskránni stendur að bæjar- skrifstofurnar í Hafnarfirði séu opnar frá kl. 10 til 15.30 daglega frá mánudegi til fösludags. í trausti þess að þetta væri rélt hringdi ég þangað i morgun (niánu- dag) og bað um tryggingadeild. Þar fékk ég þau svör að ekki yrði svarað i sima á deildinni i dag. Ég þurfti á Raddir lesenda upplýsingum að halda i sambandi við skattskýrsluna sent á að skila i dag. Þessar upplýsingar koma mér þvi ekki að notum í kvöld. Þetta kalla ég lélega þjónustu hjá opinberum aðila. Hringiö ísima 27022 millikl. 13 ogI5, eða skrifið DAGBLAÐIO. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980., Stefán Halldórsson skorar fyrir Val í leiknum gegn Atletico Madrid, þeim leik sem tryggði Valsmönnum rétt til að leika úrslitaleikinn um Evrópumeistaratitilinn. DB-mynd Bjarnleifur. Selja Valsmenn sigurmöguleikana? — möguleikarnir á Evróputitli eru fyrir hendi ef annar leikurinnferfram Handboltaáhugamaður skrifar: Ég vil byrja á því að óska Vals- mönnum til hamingju með hinn frá- bæra árangur sem þeir hafa náð i Evrópukeppninni i handknattleik. Afrek þeirra er hreint út sagt frá- bært. Þeir hafa þegar tryggt sér rétt til að keppa úrslitaleikinn unt Evrópumeistaratitilinn. Víst er um það að engan hefði órað fyrir þessu i haust. Þjálfari Valsmanna hefurmeð þessum frábæra árangri sýnt það og sannað að við þurfum ekki að leita til úllanda eftir frábærum þjálfurum. Þeir eru til hér heima. Tilefni þessa bréfs er þó ekki það að fjalla um, hversu frábær árangur íLaugardalshöll Valsmanna er. Það hafa fjölmiðl- arnir þegar gert. Tilgangur minn með þessu bréfi er að hvetja Valsmenn til að selja ekki möguleikana á Evrópu- meistaratitlinum með því að leika úr- slitaleikinn á erlendri grundu eins og hugntyndir ntunu vera uppi um. Auð- vitað er þetta stórkostlegt fjárhags- legt atriði fyrir Val en ef þeir fallast á að leika aðeins einn úrslitaleik í V- Þýzkalandi þá tel ég að þeir hafi selt sigurmöguleika sina. Slikt er ekki i anda sannrar íþróttamennsku. Valsmenn eiga að leika bæði heima og heiman. Það hefur sýnt sig að stuðningur áhorfenda hér heima er ntargra marka virði. Valsnienn eiga að launa þessum stuðningsmönnum sinurn með því að leika annan leikinn hér heima og halda þannig i mögu- leikana á Evrópumeistaratitlinum sem engan veginn má afskrifa þó óneitanlega sé það til mikils mælzl að sigra sjálfa Þýzkalandsmeistarana. Með þvi að hafna þeim peninga- upphæðum sem i boði eru ef þeir leika bara i Þýzkalandi hafa Vals- menn sýnt handknattleiksunnendum um allan heim að þeir eru sannir iþróttamenn og að það eru hreinir áhugamcnn sem liafa náð þessum frábæra árangri. Er siðferðislega rétt að kaupa strætisvagna frá Ungverjalandi? Elías Daviösson hringdi og kvaðsl vilja setja fram nokkur sjónarntið i sambandi við fyrirhuguð innkaup Reykjavíkurborgar á strætisvögnum. „Sem kunnugt er hefur komið til tals að kaupa strætisvagna frá Ung- verjalandi þar sem þeir eru ódýrari en i Veslur-Evrópu. Í Ungverjalandi eru engin frjáls verkalýðssamtök og verkföll eru bönnuð. Þvi vaknar sú spurning hvorl það sé siðferðislega rétt að kaupa strætisvagna sent framleiddir eru af kúguðu vinnuafli sem ekki getur tryggt hagsmuni sína með sam- takamætti. Hvernig væri að stjórnvöld og bæjaryfirvöld settu skilyrði varðandi virðingu ntannréttinda í sambandi við innkaupapólitik sína og notuðu þannig viðskiptahagsmuni til að þrýsta á að mannréttindi séu virt. Talsverðar umræður hafa að undan- förnu orðið i fjölmiðlum um fyrir- huguð kaup Reykjavíkurborgar á strætisvögnum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.