Dagblaðið - 12.03.1980, Síða 5

Dagblaðið - 12.03.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980. 5 Menningarverðlaun DB1980: „Skemmtilegt og fjölbreytt val” — verðlaunin afhent og úrslit kynnt á föstudaginn Um hádegið í gær var endanleg orðið ljóst hverjir mundu fá Menningarverð- laun DB árið 1980 í listgreinunum fimm, bókmenntum, tónlist, leiklist, myndlist og byggingalist og höfðu dómnefndir þá tekið greidd atkvæði lesenda til athugunar. Var þá þegar liaft samband við listafólkið sem undantekningarlaust tók tiðindunum með hinni mestu ánægju. Á föstudaginn munu svo fulltrúar DB, hinir útvöldu, dómnefndir og forystumenn i ýmsuni listamanna- samtökum koma saman til málsverðar i Þingholti, Hótel Holti. Þar munu menn borða íslenzka sjávarrétti sem þeir Jónas Kristjánsson ritstjöri DB og hinir snjöllu matsveinar staðarins hafa skipulagt og með þeim verða að sjálf- sögðu drukkin hin beztu hvitvin. Við afhendingu Menningarverðlauna DB í fyrra þótti þessi málsverður takast afar vel og standa vonir til þess að ekki verði hann síðri i ár. Um úrslitin sagði Aðalsteinn Ingólfs- son, ritstjóri Menningarmála DB: ,,Mér fannst valið i fyrra takast einstaklega vel og var satt að segja hræddur um að ekki mundi aftur lukkast að hóa saman svona vel völdu listafólki, en ég verð að segja að mér finnst þetta alveg eins skemmtilegt og fjölbreytt val." Lesendur DB munu fá úr því skorið hverjir fá viðurkenningar blaðsins í föstudagsblaðinu 14. marz. -I)S. Vitni vantar aðárekstri Um kl. 08 á mánudagsmorgun varð árekstur á mótum Hofsvalla- götu og Hringbrautar í Reykjavík. Ók þar lítil fólksbifreið, líklegast Honda, steingrá að lit, utan i Lada Topaz 1600, gulan að lit. Ladan skemmdist lalsvert en Hondan minna. Til að greiða fyrir rannsókn málsins er brýn þörf á að vitni gefi sig fram hið fyrsta við. lögregluna í Reykjavík. Fréllasljórar, DB, Jónas Haraldsson og Ómar Valdimarsson, grandskoða úrskurði nefndanna vegna Menningar- verðlauna DB ásaml Aðalsteini Ingólfssyni. Allir voru þeir sammála um að valið hefði lekizl vel. Að baki þeirra er gripur sá sem Jónina Guðnadóllir hannaði fyrir I)B i fyrra. DB-mynd: Hörður. Aflast vel á Eskifirði LAUS STAÐA HEILSUGÆZLULÆKNIS Laus er til umsóknar önnur staöa heilsugæzlulæknis á Akranesi. Staðan veitist frá 1. ágúst 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknismenntun og störf sendist ráóu- nevtinu fyrir 7. apríl 1980. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 7. marz 1980. írafoss tók það sem eflir var af salt- síld hérá Eskifirði, rúmar I550tunnur, i vikunni sem leið. Hún átti að vera farin fyrir löngu en írafossi hlekktist á og varð að fara í viðgerð í Hamborg. Skipað var um borð í Hofsjökul 2050 kössum af freðfiski og 800 tonnum af lýsi á föstudag, áður voru farin 2200 tonn af lýsi. Hólmanesið kom með 50 tonn af MK>BORG fasteignasalan i Nýja bíóhúsinu Reykjavík Símar 25590,21682 blönduðum ágætis fiski. Eitt þúsund tonn af loðnumjöli er nýfarið héðan en loðnubræðslu lauk um helgina. Jón Kjartanson togari fór á loðnuveiðar á föstudag en Seley landaði 250 tonnum af loðnu. Ágætis afli hefur verið hjá neta- bátunum og kom Hólmatindur i gær nteð 70— 80 tonn. Talsvert er um aðkomufólk hér á Eskifirði i vinnu. Regína/EVI Ritsafnið Rætur íslenzkrar menningar eftir Einar Pálsson er til sölu í skrifstofu Mímis, Brautarholti 4, sími 10004 (kl. I—5 daglega). LEIÐRÉTTING á leiðbeiningum við útfyllingu skatt- framtals einstaklinga árið 1980. Kaflinn með fyrirsögninni „Söluhagnaður eigna” og með undirfyrirsögninni „Söluhagnaður lausafjár” sem birtur var: í Morgunblaðinu 28. febrúar 1980, bls. 27, 2. og 3. dálkur; í Tímanum 29. febrúar 1980, bls. 10, 1. og 2. dálkur; i Vísi 29. febrúar 1980, bls. 10, 1. og 2. dálkur; í Þjóðviljanum 29. febrúar 1980, bls. 10,1. og 2. dálkur, og í Dagblaðinu 6. marz 1980, bls. 21, 3. og 4. dálkur orðist svo: Hagnaður manns af sölu lausafjár (annars en hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum) sem ekki er notað í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi telst ekki til tekna enda geri seljandi líklegt að sala þess falli ekki undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hans eða að eignar- innar hafi ekki verið aflað í þeim tilgangi að selja hana aftur með hagnaði. Uppfylli framteljandi þessi skilyrði þarf hann ekki að reikna út söluhagnað af þessum eignum. Uppfylli framteljandi ekki framangreind skilyrði um skatt- frelsi söluhagnaðar telst söluhagnaðurinn að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári án tillits til verðbreytinga og skiptir þá eigi máli hve lengi maðurinn hefur átt hina seldu eign. Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar að frádregnum sölukostnaði og stofn- verði (kaupverði að viðbættum endurbótum) þeirra hins vegar. Hagnaður af sölu hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum er alltaf skattskyldur á söluári. Reykjavik, 10. mars 1980. Ríkisskattstjóri. Úrvafíð er hjá okkur „RENNDU VID í RÍN" J^rt-SOA/ „Plgalle“ „Princess“ Fimm áttunda hljómborð C-C Fullkomið sjálfspilarakerfi, sjálfvirkur bassi og trommuheili. Sjö raddir: Flauta, Horn, Tromp- ett, Wa Wa, Fiöla, Píanó og Hapsicord. Inni- byggður 20W magnari og tveir hátalarar. Inn- stunga fyrir heyrnartól. A þetta hljóðfæri er hægt að læra líka eins og venjulegt orgel og nota venjulegar orgelnótur. Ótrúlega lágt verö. Fullkomiö sjálfsspilkerfi, eins fingurs spila- kerfi m.m. Strengjasveit, rafmagnsplanó og hapsicord. Mjög góður orgelhljómur. Ein bestu kaup á markaðnum. HAMMOND Vegna hagstæðs gengis dollaranns eru þessir Rolls Roycar orgelana nú á mjög hagstæðu verði. Þau eru með mjög fullkomnu sjálfvirku kerfi, „heil hljómsveit með einum fingri“ og hinn frábæra Hammondhljóm þekkja allir. 'JS' kimBall Bjóöum nú á lækkuðu verði Kimball og flygla. Amerlsk gæðavara. planó HUOÐFÆRAVERZLUN FRAKKASTIG16 SIM117692

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.