Dagblaðið - 12.03.1980, Page 23
Guðrún Guðlaugsdóttir dagskrárfulltrúi útvarpsins og aðstoðarmanneskja Morgunpóstsmanna þennan mánuð.
DB-mynd R. Th.
„Ég fékk leyfi hjá yfirmönruim
mínum til að vinna með þeim
Morgunpóstsmönnum. >eir voru
búnir að biðja mig um það. En
auðvitað er þetta gert í mínum
fritíma,” sagði Guðrún Guðlaugs-
dóttir dagskrárfulltrúi hjá útvarpinu í
samtali við DB. Guðrún er aðstoðar-
manneskja þeirra Páls Heiðars og
félaga Sigmars í Morgunpóstinum
þennan mánuð.
„Mig langaði til að prófa þetta. Ég
hef aldrei áður unnið við beina út-
sendingu,” hélt Guðrún áfram.
„Mér finnst þetta mjög spennandi
starf. ”
*— Hvernig byrjið þið á morgnana
og er ekki erfitt að vakna alltaf svona
snemma, Guðrún?
„Við byrjun klukkan sex á morgn-
ana. Ég hef nú alltaf verið morgun-
hani svo mér finnst þetta ekkert
erfitt. Ég fer bara snemma að sofa á
kvöldin.”
— Hvað gerið þið klukkan sex?
„Við byrjum nú alltaf á því að hita
okkur kaffi. Svo þarf að tína til það
sein nota í í þáttinn. Skrifa niður
ýmislegt og svo auðvitað að líta í
blöðin: Það er mjög stór þáttur hjá
okkur. Það er líka ágætt að vera vel
vaknaður áður en útsending
hefst,” sagði Guðrún ennfremur. I
henni heyrum við i fyrramálið kl.
7,25 ásamt Morgunpóstsmönnum.
Ný rödd í Morgunpósti:
r
„EG HEF NU ALLTAF
VERH) MORGUNHANr
Guðrún Guðlaugsdóttir dagskrárfulltrúi
EINU SINNIVAR - sjónvarp kl. 18.30:
Múhameðstrúin
ryður sér til rúms
„Þessi þáttur segir frá upphafi
Rómarveldis og allt þar til múhameðs-
trúin berst til Frakklands. Margar
sögufrægar persónur koma fram og
svo þeir sem hafa fylgt þáttunum, svo
sem gamli vitringurinn fróði, Pétur og
lllugi,” sagði Ómar Ragnarsson
annar sögumaður þáttarins Einu sinni
var sem er á dagskrá sjónvarpsins í dag
kl. 18.30. Auk Ómars les Bryndís
Schram. Einu sinni var er franskur
teiknimyndaflokkur og segir frá upp-
hafi mannkynsins og þróun þess allt til
dagsins i dag. Þýðandi er Friðrik Páll
Jónsson.
-KI.A.
TÓNSTOFAN - sjónvarp kl. 22.00:
KLASSÍSKUR
GÍTARLEIKUR
Úr franska myndaflokknum Einu sinni var.
SÝNTINN í FRAMTÍÐINA
Ég hafði gaman af þættinunt i
sjönvarpinu um örtölvubyltinguna.
Bretar hafa gott lag á skemmtilegum
fræðsluþáttum. Við höfum átt þvi
láni að fagna að sjá suma þeirra i
islenzka sjónvarpinu. Það efni ber
einsog gullafeiri.
Við höfum séð landa okkar,
Magnús Magnússson, stjórna slikurn
þáttunt. Við höfum séð Kenneth
Clark sljórna þáttum um menningar-
sögu mannkyns. Og nú er hafinn
þáttur unt hinar litlu örtölvur, sem
eru að byrja að breyta heiminum.
Slíkir þættir, sem vel eru gerðir,
segja meiri sögu en langar bækur. Og
eru þar á ofan mun viðkunnanlegri.
Ég vildi sannarlega eiga á myndbandi-
alla þá brezku fræðsluþætti sem hér
hafa verið sýndir.
Fáum er kunnugt urn að Bretar
reka heilan háskóla i sjónvarpi. Þessi
háskóli þykir hafa gefizt rnjög vel,
þótl um tilraunastarfsemi sé að
ræða. Ég eyddi cinu sinni tveintur
morgnum á hótelherbergi i London
til aðdást að þessum kennsluþáttum.
Auðvelt er að sjá fyrir sér, hvcrnig
góðir skólar eigi að vera, skólar rneð
sjónvarpstækjum og mynd-
scgulböndum, skólar með
hljóðböndum og myndböndum, þar
seni unnt er að koma fyrir allri
heimsins þekkingu.
Og þá er auðvitað allt í lagi að
sýna Tomma og Jenna og Dýrlinginn
í frimínútunum.
Jónas Krisljánssun.
Sænska óperusöngkonan
So/veig Farínger
heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 13. marz kl. 20.30. Á efnisskrá verða
m.a. verk eftir Stenhammer, de Frumerie, Carl
Nielsen, Debussy, Erik Satie og Hugo Wolf.
Undirleikari Eyvind Möller.
Aðgöngumiðar seldir í kaffistofu hússins og
viðinnganginn.
Allir velkomnir
FÓLKID VIÐ LÓNIÐ - sjónvarp kl. 21.05:
Tonet heldur áfram að
skjóta sig í Neletu
„Tonet fer að gera út á Sequista-
miðunum í félagi við kráareigand-
ann. Hann heldur áfram aðskjóta sig
i Neletu. Karlinn hennar kemst að því
og verður æfur,” sagði Björn Bald-
ursson dagskrárfulltrúi sjónvarpsins
er hann var spurður um þáttinn
Fólkið við lónið. Það er fimmti og
næstsiðasti þátturinn sem sýndur
verður í kvöld.
Í fjórða þætti gerðist það helzt að
Neleta, sem er æskuunnusta Tonets,
byrjar að vinna á kránni. Canamel
kráareigandi varð skotinn í henni og
þau giftu sig.
Stuttu síðar lýkur striðinu og
Tonet snýr heim á ný. Hann hefur
lítið breytzl við veru sína á Kúbu og
el.kert áhugasamari um að vinna.
Þegar dregið er um fiskimiðin fyrir
næsta árið fær Tonet „stóra vinning-
inn”.
Þátturinn er á dagskrá kl. 21,05 i
kvöld og þýðandi er Sonja Diego.
-KI.A.
Simon I varsson og Siegfried Kobilza er þeir héldu tónleika hér á landi f haust.
DB-mynd R. Th.
Hin klassiska tónslofa er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 22,00. Í
heimsókn í þáttinn koma tveir gitar-
leikarar. Þeir Símon ívarsson og Sieg-
fried Kobilza. Þeir félagar fóru í hljóm-
leikaferð um landið i haust og var
ágætlega tekið. Var þátturinn tekinn
upp þá. Símon ívarsson stundar nú
nám i Sviss.
Siegfried Kobilza er Austurríkis-
maður. Hann hefur getið sér gotl orð
i heimalandi sinu og spilað á niörgum
tónleikum þar.
í þættinum í kvöld leika þeir félagar
.fjóra dúetta á klassiska gítara. Kynnir
er sem fyrr Rannveig Jóhannsdóttir og
mun hún spjalla við þá á milli þess sem
þeir leika. Þátturinn er tuttugu mínútur
að lengd og upptöku stjórnaði Tage
Ammendrup.
-KLA.
Norræna húsið
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
&r
i
GÆRKVÖLDI
v