Dagblaðið - 12.03.1980, Page 24
Misjafn dómur sendimanna Reykjavíkur og Kópavogs um ungversku vagnana:
Viðgerðartíðni Ikarus-
vagna verulega hærri”
—en það sem þekkt er í dag, segir í áliti Ungverjalandsf ara Reykvíkinga.
— Málið í höndum stjórnar SVR, segir borgarstjóri
,,Sá búnaður sem boðinn er af
Ikarus, er af öðrum gæðaflokki en
vagnar SVR eru í dag og útboðslýsing
tekur mið af,” eru lokaorð skýrslu
Egils Skúla Ingibergssonar borgar-
stjóra, Jan Jansens verkstjóra hjá
SVR og ögmundar Einarssonar for-
stöðumanns Vélamiðstöðvar borg-
arinnar urn ferð þeirra til Ungverja-
lands. Hún var lögð fyrir borgarráð i
gær. i Ungverjalandi skoðuðu þeir
Ikarus-strætisvagna sem boðnir eru
Reykvíkingum fyrir mun lægra verð
en vagnar af öðrum tegundum.
„Skýrslan er fyrst og fremst.
tæknileg lýsing á vögnunum.
Áframhald málsins er i höndum
stjórnar SVR sem ræðir þetta tilboð
og önnur á fimmtudaginn,” sagði
borgarstjóri við Dagblaðið i morgun.
Ljóst er af lestri skýrslu þeirra
félaga að tæknilega standa Ikarus-
vagnar að ýmsu leyti að baki bæði
Volvo og Mercedes Benz-vögnum,
sem eru í notkun hjá SVR. Sagt er að
„ýmis vélbúnaður i vögnunum sé
þess eðlis, að fullyrða megi, að við-
gerðartiðni vagnanna yrði verulega
hærri en það, sem þekkt er í dag.”
Þess vegna er rekstrarkostnaður
Ikarus talinn það atriði sem „hvað
mest er í þoku”.
Engin afstaða er tekin til þess í
skýrslunni hvort Ikarus sé fýsilegur
kostur fyrir SVR eða ekki.
Karl Árnason, forstöðumaður
Strætisvagna Kópavogs og samferða-
ntaður Reykvikinganna til Ungverja-
lands, segir á hinn bóginn, í sinni
skýrslu sem lögð hefur verið fyrir
bæjarráð Kópavogs, að eftir skoðun
á Ikarus geti hann fullyrt, að
„vagnarnir, sem til boða standa eru
fyllilega sambærilegir að búnaði,
byggingarlagi og uppfylla flestar þær
kröfur sem gerðar eru til slíkra bif-
reiða og til boða standa annars
staðar.” -ARH.
Davíð Á. Gunnarsson f ramkvæmdastjóri ríkisspítalanna:
„Fjárlögin stjórnunar-
fræðilegt axarskaff ’
—gagnvart ríkisspítölunum. Ýtrasta aðhald hef ur verið sýnt og verður ekki
aukið nema með breyttum kjarasamningum
„Fjárlögin nú gagnvart ríkisspitöl-
unurn eru stjórnunarfræðilegt axar-
skaft og dæmi um það hvernig ekki á
að standa að fjárlögum fyrir slíka
stofnun,” sagði Davíð Á. Gunnars-
son framkvæmdastjóri Ríkisspital-
anna í morgun.
„Allt frá því að ríkisspítalarnir
foru inn á fast kerfi fjárlaga, hefur
raunveruleg fjárþörf þeirra ekki verið
viðurkennd. Við höfum sýnt gífurlegt
aðhald og minnkað kostnað. Nefna
má sem dæmi að það tókst að
minnka yfirvinnu úr 22% i 19% á sl.
ári, en það þýðir sparnað upp á 160
milljónir króna. Þá má nefna að
starfsmenn í upphafi árs voru 1847,
en í lok ársins 1783. Það er því veru-
legur samdráttur í raun.
Við gerðum öllum aðilum grein
fyrir því á sl. ári, að við þyrftum 53
starfsmannaheimildir til þess að
sinna því starfi sem er nauðsynlegt.
Það hefur ekki komizt í gegn. Álags-
greiðslur hjá okkur eru 17% en i
frumvarpinu er gert ráð fyrir 14%.
Álagsgreiðslurnar eru þó staðreynd
sem ekki er hægt að hreyfa nema með
breyttum kjarasamningum. Þess
vegna vantar hátt í 400 milljónir kr.
þar. Þá vantar rúmlega 360 milljónir
vegna þeirra starfsmannaheimilda
sem nauðsynlegar eru.
Það er hart að horfa upp á það, að
dregið er úr öllu hjá ríkisspítölunum,
meðan þeir spítalar sem búa við dag-
gjaldakerfi fá að halda áfram óáreitt-
ir. Enda missum við sérfræðinga til
þeirra, þar sem þeir spítalar geta
boðið betri kjör. Ríkisspítalarnir eiga
enga pólitíska stuðningsmenn eins og
hinir, en þeir eiga sterka menn að í
sveitarstjórnum.
Það er vonlaust að fara eftir töl-
um, sem við vitum að ekki geta
staðizt. Það er stjórnsýslulega rangt.
Á sl. ári kom aukafjárveiting seint á
árinu og svo verður sjálfsagt nú, en
það er erfitt að vinna við slíkt kerfí.”
- JH
Vandi fiskvinnslunnar:
Stein-
grímur
skipar
nefnd
— Tómas vill engu
svara um gengisfall
„Ég hef ákvcðið að biðja santtök
fiskvcrkenda að tilnefna mann í
nefnd til að kanna hvað gera rná til
að leysa vandann eftir öðrum
leiðum,” sagði Steingrimur Her-
mannsson sjávarútvégsráðherra í
samtali við DB i morgun. Á hann þá
við aðrar leiðir cn að tryggja fisk-
, vinnslunni 75% afurðalán og gengis-
sig eða gengisfellingu auk smærri
leiðréttinga, sem til untræðu eru.
Ráðherrann benti á að fiskvinnslunni
kæmi cinnig til góða að vextir
hækkuðu ekki hinn 1. marz síðast-
liðinn.
Á fundi ríkisstjórnarinnar i gær
var vandi ftskvinnslunnar ræddur.
Þar voru Tómasi Árnasyni viðskipta-
ráðherra veittar ýmsar heimildir til
aðgerða, en hann hefur með banka-
rnál aðgera.
í morgun vildi Tómas Árnason
engu svara tim það i hverju þessar
heimildir væru fólgnar — til dæmis
annað hvort gengissigi cða gengis-
fellingu. — Málið væri aðeins i
athugun.
Áður hefur komið fram m.a. hjá
sjávarútvegsráðhcrra að vandi
frystiiðnaðarins væri mjög mikill.
Telja ýrnsir að lækka verði gengið um
allt að 15% til að rótta hag hans. ÓG.
Ekkiþorum við að fullyrða að hundurinn sé þarna í sínu rétta umhverfi — en vart má á milli sjá
hvor er ánœgðari, seppi eða strákurinn. DB-mynd: Sv. Þorm.
> » >■#
frfálst, áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1980.
Orkuskatturinn:
Samþykkir
stjórnin
frumvarp
kratanna?
„Við erurn alvarlega að hugleiða að
styðja þetta frumvarp, kannski með
smábreytingum,” sagði Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra um frum-
varp um orkuskatt sem fyrir liggur frá
Alþýðuflokknum.
Olíustyrkir eru teknir út úr fjárlaga-
frumvarpinu, og verður 4,5—5
milljarða til þeirra nota aflað með sér-
stakri skattlagningu, líklega á alla
orku. Hækkun söluskatts hefur þó
ekki verið alveg afskrifuð í þessu skyni.
Ragnar sagði, að frumvarp
Alþýðuflokksmanna um orkuskatta
væri goit innlegg og stjórnarliðar
gætu hugsað sér að gera það að lögum
sem lausn málsins.
__________________-HH.
Fjárlagafrumvarpið:
Mest aukning
til Lánasjóðs
námsmanna
Stærsta breytingin til hækkunar á
framlögum til einstakra sjóða og
stofnana i nýja fjárlagafrumvarpinu
miðað við fyrri frumvörp gengur til
Lánasjóðs íslenzkra námsmanna.
Framlag til lánasjóðsins hækkar um
1221 milljón krónur frá því, sem var i
fjárlagafrumvarpi Tóntasar Árna-
sonar. Lántökuheimild er auk þess
aukin um 500 milljónir króna.
Þrátt fyrir miklar hækkanir á fram-
lögum ríkissjóðs til lánasjóðsins á
siðustu árum, hafa framlögin verið
miðuð við óbreyttar forsendur, það er
að lánveitingar svöruðu til 85 prósent
af „umframfjárþörf” námsmanna, og
svo er enn. í málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að lögin'
um lánasjóðinn verði tekin til endur-
skoðunar með hliðsjón af sam-
komulagi við námsmenn um hækkun
lánshlutfalls í þremur áföngum úr 85%
i 100%. Þetta samkomulag var gert
síðastliðið vor. Samkvæmt þvi skal
hraða endurgreiðslum til sjóðsins frá
þeini námsmönnum, sem hafa miklar
tekjur að loknu námi.
Þar sem útlán lánasjóðsins hafa
verið verðtryggð er gert ráð fyrir, að
eiginfjárstaða hans styrkist i frani-
tiðinni og geri honum kleift að standa
undir auknurn lántökunt.
-HH.
LUKKUDAGAR:
12. MARZ: 15298
Kodak Pocket A1
;Vinnin
i síma
r hringi
22.