Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 8
g DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. éstaOni»n CAMARO árg. 1968. Svartur. Ný vél, brcið dekk. Gullfallegur. Falleg MAZDA 929 station, dökk- brúnsanseruð, árg. 1978, ekin 34 þús. km. Verð 5 millj. NOVA SUPER SPORT árg. 1973. Vinrauður, með vinyltopp. Ný 350 vél með hertum TRW stimplum, Crane knastást kitt, Holley blöndungur, Malory transistorkveikjá, Wayant millihcad, Z-28 oliudæla, Clived legur, 12 bolta splitt housing, ný BM sjálfskipting o.fl. o.fl. Gullfallegur rauðbrúnn VOLVO 244 DL árg. 1978, ekinn 24 þús. km. Verð 7 millj. BÍLASALA- BÍLASKIPTI Opið alla daga frá kl. 9—19 nema fimmtudaga frá 9—22 og sunnudaga frá 13—17. BORGARTUNI 29-SIMI 28488 I Setjarar Óskum að ráða starfskraft í pappírsum- brot. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson yfirverkstjóri. J HILMIR HF. SÍÐUMÚLA 12 TJOLD. TJALDHIMNAR, SÓLTJÖLD 0G TJALDDÝNUR Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hagstæðu verði, in.a.: 5—6 manna 3 manna Póstsendum um allt land. 5 gerðir af tjaldhimnum. — Seljum einnig ýmsan tjaldhúnað t.d. — Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld. Komið og sjáið tjöldin uppsett í hinum nýju glæsilegu húsakynnum að Evjagötu 7, Orfirisey. SEGLAGERÐIN ÆGIR Kyjagötu 7, Orfirisey — Reykjavík — Símar 14093 og 13320 Blómstrandi viðskipti hjá ÁTVR: ATVR seldi áfengi fyrirrúma 17 milljarfa 1979 —Áf engisneyzla miðað við sölu ÁTVR nam 3,24 lítrum af hreinu áfengi á hvert mannsbam Neyzla áfengis l'rá ÁTVR hefur aukizt, miðað við árið 1978, um 9.45%, segir i skýrslu Áfengisvarnar- ráðs um áfengissöluna. Þvi er jafn- framt haldið fram i fréttatilkynningu að ,,raunverð áfengis hafi verið lil- tölulega lágt á árinu, vínveitingatimi lengdur og vínveitingahúsum fjölgað”. Heildarsala áfengis á árinu 1979 nam 17.172.606.860 krónum eða með öðrum orðum rúmlega 17 milljörðum. Árið 1978 seldi ÁTVR hins vegar fyrir 12.079.052.730 kr. Rúmlega tveir þriðju hlutar allrar á- fengissölunnar fóru fram i Reykja- vík, eða fyrir lólf og hálfan milljarð, á árinu 1979. Á síðasta ársfjórðungi (okt.-des). seldist áfengi í Reykjavík fyrir tæpa 3.8 milljarða króna á móli 2.75 milljörðum á sama lima 1978. Aukningin var 37% í krónutölu. Annars staðar á landinu var sölu- aukning á þessu límabili miðað við sama timabil 1978 frá 29—31%, nenia í Keflavik, j>ar sem söluaukningin á þessu tímabili varð 51% miðað við sama límabil 1978. I Keflavik seldisl áfengi fyrir 276,4 milljónir síðuslu 3 mánuði ársins 1979 en fyrir 182,5 milljónir á sama timabili 1978. Áfengisneyzla á hverl mannsbarn hefur ekki verið meiri en 1979 um áraluga skeið. Salan i „ríkinu” svar- ar til þess að hverl mannsbarn haii 1979 neyil 3.24 lilra ,,af 100% á- fengi”, eins og það er orðað i lil- kynningu Áfengisvarnarráðs. Aðeins tvivegis áður hefur neyzlan á hverl mannsbarn náð 3 lílrum af hreinu á- fengi. Var hún 3.08 lítrar 1977 og 3.04 litrar 1974. Minnst var neyzlan 1968 2.11 litrar ef miðað er við sölu ÁTVR. -A.St. Frá hinni fögru Jersey. Ný ferðamannaparadís kyimt: Jersey, þar sem viskí kost- ar minna en í Fríhöf ninni —og íbúamir borga lítilrædi ískatta Ferðainálamenn frá eynni Jersey i Ermarsundi hafa verið á ferð hér á landi undanfarna daga að kynna eyna. Héldu þeir blaðamannal'und i gær og sýndu þá meðal annars kvikmynd frá eynni. Jersey er rélt undan ströndum Normandí á Frakklandi og tilheyrði lengi frönsku landi. En nú er krúnan á Englandi hennar krúna, þó að sjálf- slæði sé algjört að öðru leyti á eynni. Þannig er sjálfstætt þing sem setur lög. Aðaliðjan er i kringum ferðamenn. Og til þess að laða þá að hafa verið byggð 550 hótel og verði á hvers kyns vöru er haldið í lágmarki. Þannig kostar viskiflaska á eynni tninna en hún kostar í frihöfninni í Keflavik og hvers kyns munaðarvara er mjög ódýr. Þrátt fyrir þctta borga eyjarskeggjar ekki nema 20% launa sinna i tekjuskatt og litla aðra skatta. Þeir eru 75 þúsund en taka árlega á móti rúmlega tnilljón lerða- mönnum. Þeir sem ekki eru i l'erða- mannaiðnaði fást við landbúnað, sjávarútveg og iðnað. I landbúnaði eru notaðar hinar frægu Jersey kýr sem eru al'ar smávaxnar en mjólka kúa mest. Og iðnaðurinn snýst inikið í kring um l'ramleiðslu á Jersey-efni, kenndu við eyna. Á Jerscy eru 22 baðstrandir. Þar kemur sumar i maibyrjun og er hitinn á sumrin i kring utn 25 stig. Sjórinn er vel volgur því þarna fer golfstraumurinn á leið sinni til Islands. Á Jersey eru minningar langrar sögu fólks af ölikum kynslofnum. Þarna komu meðal annars fornir vikingar við á leið sinni til Normandí og telja Jersey tnenn að þeim sé að þakka hið gamla þing eyjunnar. Frakkar og Brelar hal'a þó hal't hvað mest áhrif og eru enska og franska rikjandi mál á eynni. Enn sem komið er er nokkuð dýrt l'yrir íslendinga að fara til Jersey. Þannig kostar farið 314 þúsund á mann nema ef farið er til að dvelja i inánuð eða meira. Þá kostar það 239 þúsund. En íslenzkar ferðaskrifstofur eru að reyna að ná samningum um ódýra ferðapakka. Lögð er mikil áherzla á vandaða gistingu og góðan mat á eynni. Þetta er auðvitað ekki beinlínis ódýrt er miðað er við lönd eins og Spán en meira er lagt upp úr gæðum en verði. Þvi eru margir ferðamenn, sem koma til Jersey ár eflir ár, alltaf jafn ánægðir. -I)S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.