Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980.
JAFNT HJÁ HUBNER
OG ADORJAN í
ANNARRIUMFERD
Slórmeistararnir Robert HUbner frá
Vestur-Þýzkalandi og Ungverjinn
Andras Adorjan gerðu jafntefli í ann-
arri skák sinni í einvíginu um réttinn til
að skora á heimsmeistarann í skák.
Anatole Karpov. Einvígi þeirra fer
fram í borginni Bad Lauterberg í
Vestur-Þýzkalandi. í fyrstu skákinni
varð einnig jafntefli. Kapparnir munu
tefla tiu skákir.
Mjög
fullkomið
CASIO tölvuúr
á hagstæðu verði.
CASIO
einkaumboð á Íslandi
Bankastræti 8. Sími 27510
NÝKOMIÐ
Í skákinni í gær hafði Adorjan hvítt
og valdi Ruy Lopez byrjun. Hubner
svaraði með mjög opinni vörn sem
hafði í för með sér algjört jafntefli i
endataflinu. Adorjan bauð jafntelfi í
níljánda leik sem Hubner þáði. Þriðja
skákin verður tefld á morgun að öllu
óbreyttu. Hvor keppandi hefur heimild
til að fresta skákum tvisvar og Adorjan
hefur þegar notfært sér þá heimild einu
sinni áður en önnur umferðin fór fram.
Erlendar
fréttir
Túnis:
Saksóknarinn
vill dauðadóma
Rikissaksóknarinn í Túnis hefur
krafizt dauðadóms í máli skæruliða
sem í janúar réðust inn i námuborgina
Gafsa í Suður-Túnis og urðu 50 manns
að bana. Saksóknari vill dæina til
dauða alla skæruliðana sem báru vopn
í árásinni. Kunnugir segja að 34 af 60
skæruliðum séu í þeiin hópi.
Ákæruvaldið í Túnis heldur því fram
að Líbýa standi á bak við árás skæru-
liðanna og að þeir hafi fengið hern-
aðarþjálfun í Líbýu og Líbanon.
CITROÉN
VARAHLUTIR
Driföxlar fyrir GS
Tímareimar fyrir G.S. |
Varahlutir — Viðgerðir
E. Óskarsson
Skeifunni 5.
Sími 34504.
heildarútgAfa
JÚHANNS G.
500 tölusett og árituð eintök
10 ára timabil.
5 LP-plötur á kr. 15.900.
PÓSTSENDUM:
NAFN: _______________________
HEIMILI: •_____________
Puntunarsími COOÍIO
kl. 10—12 Ou4UJ
Sólspil & Á.Á,
Hraunkambi 1, Hafnarfirði.
TILVALIN FERMINGARGJÚF
Bretland:
Elisabet drottning Breta mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Kramer versus Kramer sem nýverið var frumsýnd i London.
Drottningin lét ekki þar staðar numið heldur mætti i skrúðgönguna sem var i London á laugardaginn i tilefni af degi heilags
Patreks en sá dagur er haldinn hátiðlegur mjög af lrum og fleiri kaþólikkum. Myndin sýnir Elisabetu drottningu ásamt
móður sinni Mariu, sem eitthvað er að aðstoða dóttur sina áður en hún gengur fram fyrir þegna sína.
Fylgið hrynur
af Margréti
Brezki Verkamannaflokkurinn
hefur nú 12,5% meira fylgi en íhalds-
menn undir forustu Margrétar
Thatcher forsætisráðherra ef marka
má síðustu kannanir fyrirtækisins
Gallup.
Verkamannaflokkurinn nýtur,
samkvæmt könnuninni, fylgis 49,5%
Breta. ihaldsflokkurinn aftur á móti
aðeins 37%. Er þetta veruleg
breyting frá fyrra inánuði, þegar
munurinn var aðeins 4,5 af hundraði.
Niðurstöður skoðana-
könnunarinnar voru birtar i brezka
blaðinu Daily Telegraph í morgun.
Þar var einnig komizt að þeirri niður-
stöðu að helztu ástæðurnar fyrir
óvinsældutn íhaldsflokksins og ríkis-
stjórnar Margrétar Thatcher séu
sihækkandi verðlag, atvinnuleysi.
Vinsældir Margrétar Thatcher hafa
minnkað mjög að undanförnu meðal
brezkra kjósenda.
samdráttur í heilbrigðiskerfinu og
fræðslumálum. Virðast kjósendur
ekki sætta sig við þær aðgerðir sem
Thatcher forsætisráðherra beitir sér
nú fyrir.
Margrét Thatcher er mikill
stuðningsmaður Jiinmy Carters
Bandaríkjaforsta í því máli að
sniðganga ólytnpíuleikanna í Moskvu
á sumri komanda vegna inn-
rásarinnar í Afganistan. í skoðana-
könnunum hefur komið i Ijós að
brezkur almenningur er mjög á móti
þessum hugmyndum forsætis-
ráðherrans. Einnigeru forustuinenn í
íþróttum og íþróttamennirnir sjálfir
þessum hugmyndum andví'gir.
Bretland var ein þeirra tólf þjóða,
sem sendi fulltrúa á ráðstefnu um að-
gerðir gegn ólympíuleikunum i
Moskvu.
Daninöi^-
UTLU BUÐIRNAR
UPPENNÁNÝ
Neytendur í Danmörku eru sem
óðast að snúa baki við vörumörkuð-
um og stærri verzlunum og færa við-
skipti sín á ný til „kaupmannsins á
horninu” — smákaupmannanna.
Kannanir verzlunarmannasamtak-
anna i Danmörku leiða í ljós að þessi
tilhneiging er vaxandi meðal neyt-
enda um allt landið. Ástæðan fyrir
þessari þróun er fyrst og fremst
bensínverðið sem rokið hefur upp úr
öllu valdi. Það sparar dýrmætan
bensíndropa að fara i litlu búðina
sem næst er fremur en að aka í næsta
stórmarkað.
Á seinni árum hafa að meðaltali
170 smákaupmenn hætt starfsemi
sinni á hverju ári. Nýir viðskipta-
hættir Dana þýða ekki að nú þegar
sjái fyrir endann á kollsteypum lítilla
verzlana. Hins vegar telja kaup-
mannasamtökin að ástæða sé til þess
að líta dálitið bjartari augum til
framtíðarinnar.
Annar Ijós punktur i tilveru
danskra kaupmanna er sú staðreynd
að 15% fleiri sóttu eftir að komast i
kaupmennsku í fyrra en undanfarin
ár. Kaupmenn kvíða því ekki að at-
vinnugreinarinnar biði dauðinn einn.
Greinilegust hafa umskipti í
verzlunarháttum orðið á Fjóni, sem
er afinarkað svæði með Odense sem
aðalþéttbýliskjarnann. Formaður
kaupinannasamtakanna á Fjóni segir
að neytendur þar hafi mjög dregið úr
þvi að fara í fáar en stórar verzlunar-
ferðir í stórverzlanir á svæðinu. í
slaðinn fara þeir stytztu leið i búð.
Og kaupmaðurinn á horninu er
hreint ekki óhress með þá þróun
inála.