Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980. HEIMSIN FULLKQH Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum Unu, að látafyigja fuiit nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að rœða) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efhi betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. } s Rádgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á landi á eftir töldum stöðum: REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstíg, sími 12725, mánudag 2 marz, miðvikudag 26. marz og föstudag 28. marz. AKUREYRI Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 2440 þriðjudag 25. marz. KEFLAVIK Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, fimmtudag 2 KEFLAVIK 1118-0558 skrifar: Mánudaginn 3. inarz voru mikil fundahöld á Hótel Hcklu og inikill skortur á bilastæðuin. Rauðarár- stigur er þarna allbreiður en þó er bannað að leggja bílutn beint á móti hólelinu við gangstétt og girðingu þar setn Frainkvæindastofnun er að byggja. Þegar ég koin þarna akandi í tölu- verðum snjó var búið að leggja nokkrum biluin þarna en allir höfðu af tilliti til umferðar lagt bíluin sínum upp á gangstétt sem þó var umferðar- fær. Ég gerði slíkt hið sama. Ég veit vel, að bannað er að leggja bilum upp á gangstétt en ég geri það stundum ef mér finnst' ástæða til vegna umferðar. Ég tók þó ekki eftir bannskilti gegn bílastöðvun á þessum stað enda sá ég og sé ekki enn fulla ástæðu til þess. Að fundi loknum var öll gangstétt- in þarna fullsetin bifreiðutn sem allar lágu upp á gangstétt en tvær þó utan bannsvæðis. Þarna hafði lögregluþjónn sektað alla um kr. 6.500 eða saintals kr. 78.000. Upphæðir þessar renna i ríkissjóð en ekki stöðumælasjóð borgarinnar. Er hér fundin ný innheimtuaðferð fyrir ríkissjóð? Greinilega brutu þes- ar sektir gegn réttlætistilfinningu flestra bíleigenda þó óumdeilt sé, að þarna hafi verið brotið gegn ákvæðuin umferðarlaga. Þarf ekki að endurskoða þessi ákvæði á vissum stöðum i borginni? Frá Kröfluvirkjun, en Siggi flug minnist á hana i bréfl sínu. „Þakka ber það sem vel hefur verið gert en það réttlætir ekki neyðina,” skrifar Theódór Nóason. Skortur á hjúkrunardeildum fyrir aldraða: Þjöðarskömm er viðgengizt hefur Theódór Nóason skrifar: Ég verð að halda, að ráðatnenn landsins fyrr og síðar hafi ekki kynnt nægilega það hörmungarástand er þjóðin býður öldruðum og sjúkum, því ef svo væri, er engin afsökun fyrir því, að ekki skuli vera búið beturaðsjúkum. Ekki hefði ég trúað þessu, ef ég hefði ekki þurft að leita aðstoðar fyrir nákominn ættingja minn til dvalar á hjúkrunardeild, en það rými er ekki til í höfuðborg landsins, Reykjavik. Ég tel mig hafa kannað flest þrep kerfisins, án nokkurs veru- legs árangurs, allt er það elskulegt fólk er ég hef átt viðræður við, en vandamálið er svo mikið, því gleymzt hefur að verulegu leyti það fólk er byggt hefur landið og að sjá því fyrir öryggi er aldur og sjúkleiki hefur sótl það heim. Enginn einn á hér sök á, heldur ekki neinn sérstakur pólitiskur flokkur, þetta er þjóðarskömm er viðgengizt hefur, en þeirri hörmung verður strax að snúa á réttan veg. Þakka ber það er þegar hefur verið gert, en það réttlætir ekki neyðina , byggð hafa verið dvalarheimili, aðal- lega fyrir þá er fótavist hafa, op geta séð um sig að .erulegu Jeyti, en hjúkrunardeildirnar er mest hefur legið á, mæta afgangi. Þó ber sér- staklega að þakka sérsamtökum, er af miklum dugnaði hafa rétt þessu máli hjálparhönd með framkvæmd- um sínum. Ekki þarf að eyða löngum tima til að kanna sannleika þessa máls, hundruð einstaklinga eru á bið- lista og hafa aðeins þá von, að eins dauði geti orðið öðrum brauð. Sjálfsagt er að aldraðir njóti þess bezta er þjóðin getur boðið, og þarf að muna það á öðrum tímum en rétt fyrir kosningar. Ennfremur er það sjálfsagt, að ættingjar hinna öldruðu og sjúku veiti þeim alla þá aðstoð er möguleg er. En er aðgæzlan þarf að vera 24 stundir sólarhringsins, þá vandast málið. Oft er sagt að við íslendingar lifum um efni fratn, vel iná svo vera, en sorglegt er ef sagt yrði að við lifðum of lengi. Ef einhver er les þessar linur hefur svipaða sögu að segja, þá treysti ég því, að sá hinn saini riti nokkrar línur varðandi það og sendi í pósthólf 673, 121-Reykjavik. Ekki vil ég svo ljúka þessu án þess að bera frain þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks og allra þeirra er við sjúkrahúsin starfa. Allt þetta fólk vinnur sín verk af mikilli kunnáttu og einlægni, en þvi eru ekki sköpuð þau tækifæri, að kunnátta þeirra inegi sem bezt njóta sín, sjúkum til bless- unar og þjóðinni til sæmdar. Lokaorð mín höfða til allrar þjóðarinnar. Afmáum þennan smánarblett af landinu okkar, við höfum oft áður saineiginlega tekizt á við vandamál, gerum það nú og gerum þaðstrax. ville crjczDrsj Erfundin ný inn- heimtuaö- ferð fyrir ríkissjóð? Spurning dagsins Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Björn Magnússnn, 8 ára: Ég ætla að verða fótboltainaður og reyna að vcrða alvinnumaður i fólbolta. Ég cr nún'a i Fram. Þorsteinn Kristinssnn, 9 ára: Ég ætla að verða fótboltamaður ef ég verð nógu góður. Reynir Óli Re.vnisson, 8 ára: Égætla að verða fótboltamaður, atvinnumaður hjá Liverpool. Ólafur Björn Björnssnn, 8 ára: Ég ætla að verða fótboltamaður og kannski eitthvað annað líka, kannski forstjóri. Finnur Sveinsson, 13 ára: Ég veit það ekki. Ef ég næ stúdentsprófi ætla ég i Háskólann og þá helzt i lögf.-æði. Hanna Leifsdóttir, 13 ára: Ég ætla að verða lögfræðingur. Mig langar lika lil að verða góð i tungumáluin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.