Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — I.AUGARDAGUR 22. MARZ 1980 — 70. TBL. ' RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG ^FGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—AÐALSÍMI 27022. Skríf DB um ástand í fjölbýlishúsi íBreiðholti: Málið tekið upp í fram- haldi af skrifum DB —segir Ammundur S. Backman, formaður Bamaverndarnefndar ,,Ef fréttin er rétt og ástandið er eins slaemt og lýst er þá er Ijóst að þarna er uin að ræða alvarlegt brot,” sagði Arnmundur S. Backman lög- fræðingur og formaður Barna- verndarnefndar uin frásögn Dag- blaðsins í gær af ástandi i fjölbýlis- húsi einu i Breiðholti. Þar röktu ibúar i nokkrum íbúðum sambúðar- vandamál sem skapazt hafa undan- farin ár vegna óreglu hjóna i einni ibúðinni. íbúarnir gera kröfu um vernd barna sinna og barna hjón- anna. Einnig leikur þeim forvitni á að vita um réttarstöðu sina gagnvart fólkinu sem veldur þeim ónæði, svo ekki sé kveðið fastar að orði. ,,Mér finnst bara fagnaðarefni að taka svona mál upp. Þetta dæmi er að minu áliti óvenju slæint en það verður auðvitað tekið strax upp i framhaldi af þessum skrifum,” sagði ArnmundurS. Backman. Arnmundur benti á i frainhaldi af þessu að ef málið væri skoðað i víðara samhengi sæist að miklu meiri mannafla og fjármagn þyrfti til að barnaverndarsviðið væri rækt nægi- lega vcl. „Átakanlegast er að ekki skuli vera til staðar neyðarvakt á vegum Barna- verndarnefndar um helgar, þegar mest er þörf á sliku. Nefndin hefur larið fram á það en ekki fengið ennþá. Oft er leitað til formanns nefndarinnar vegna rnála sem upp koma. Full þörf er á neyðarþjónusl- unni, það hefur margoft sýnt sig," sagði AmmundurS. Backntan. - ARH Kjalarnesið: „Loforðin sí- fellt svikin” ,,Það er búið að lofa okkur sjálf- virkum siina svo oft að' við sjáum enga ástæðu til þess að trúa þvi að loforðið um síma á árinu standi frekar en fyrri loforð,” sagði Páll Ólafsson i Brautarholti á Kjalarnesi. Páll var einn af þeim Kjalnesingum ’sein sóttu heim simstöðina á Varmá er hún var opnuð. Meðferðis höfðu þeir skjal þar sem símnotenduin var óskað til hainingju með sjálfvirkan síma én jafnframt voru yfirvöld hjá Pósti og sima minnt á siendurtekin og jafnoft svikin loforð um úrbætur handa Kjalnesingum. „Ástandiðer þannig að þau mörgu fyrirtæki sein rekin eru hér á Kjalar- nesi ná oft ekki simasambandi lang- timum saman. Sainbandið við Reykjavik er i gegnum skiptiborð og er við höfuin hringt einu sinni náum við oft ekki sambandi aftur því ekki hefur verið athugað að taka linuna úr sambandi. Við þurfum oft að hringja til Reykjavíkur og jafnvel til útlanda en með þessu er eins og reynl sé að gcra okkur þaðókleift. Algcngt er að nokkurra mínútna saintal slitni og gildir þá einu hvort verið er að tala við Reykjavík eða næsla bæ. Þú heyrir sjálf skellina hér á linunni þegar ýmsir eru að taka upp sima til að hringja sjálfir og skella á aftur. Okkur var lofað sima i sumar sent leið og sumum var lofað sima i jóla- gjöf. Við biðum hins vegar cnn og ekkert gengur en ný lol’orð cru gefin,” sagði Páli. í viðtali sem DB átti við Kristján Helgason umdæmisstjóra hjá Pósti og siina í blaðinu á fimmtudag kom fram að Kristján taidi orðum aukið að ástandið í símamálum á Kjalarnesi og i Kjós væri eins slæmt og af væri látið. Eftir þvi sem Páll segir virðist það þó heldur verra ef eitthvað er. -I)S. 584 milljón kr. hagnaður Hafskips — eftir að eignir voru af skrifaðar um 283 milljónir A aðalfundi Hafskips hf. sem haldinn var i gær var lýst góðri af- komu skipafélagsins á liðnu ári. Hagnaður félagsins nam rúmuin 584 milljónum kr. og höfðu þá verið færðar á rekstrarreikning 283 milljónir i afskriftir og 37.5 milljónir i opinber gjöld. Rekstrartekjur félagsins námu rútnum 4.6 milljörðum króna eða tæplega 13 milljónum króna á dag hvern dag ársins. Rekstrargjöld með 283 milljónum kr. í afskriftuin námu 4 milljörðum og 53 milljónum. Á efnahagsreikningi félagsins eru skip félagsins, vélar, áhöld, tæki og fasteignir skráð til eigna á 2 milljarða og 260 milljónir. Skammtimaskuldir eru 1174 milljónir og langtímaskuldir 2724 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins er 819 milljónjr króna samkvæmt efnahagsreikningum. Þess er getið að reikningsskilaað- ferð sé nú öðruvísi en áður, þar sem almennar verðbreytingar eru reikn- aðar út og færðar i reikninginn. Með sömu aðferð og áður hefði hagnaður nú numið 123 milljónum. Afskriftir eru reiknaðar 8°/o af verði skipa og búnaðar, 12% af vélum og tækjum og 4% af vöru- geyinsluhúsi. -A.Sl. Rúta í reynslu- ferð fauk útaf veginum — Tveir menn í bflnum meiddust báöir og bfllinn er talinn ónýtur Splunkuný 30 manna fólkstlutn- ingabifreið sein verið var að prufu- keyra eftir yfirbyggingu og aðeins búið að aka 2—3 knt, fauk af Suður- landsvegi við Ingólfsfjall i gær og er lalin ónýt eftir. Tvcir eigendur bilsins voru í honum. Er annar nú til rann- sóknar i sjúkrahúsi Selfoss. Hinn skarsl á höfði og var gert að sárum hans í sjúkrahúsinu. Billinn er eign Hópferða Guð- numdar Tyrfingssonar sf. á Seifossi. Eigendurnir tveir hafa unnið að yFtr- byggingu bilsins i vetur en á sumrin annast þcir hópferðir. Á prufukeyrsl- unni höfðu þeir ekið frá Selfossi að Kagaðarhóli, snúið við og voru við heimrciðina að Þórustöðum er vind- hviða scm kom af Ingólfsfjalli lyfti bilnum, velti honum og fór hann tvær veltur út af veginum. í fyrri velt- unni kastaðist bilst jórinn út um framrúðuna en Guðmundur Tyrf- ingsson, sem var farþegi, var í bílnum unz hann staðnæmdist. Meiðsli Guð- mundar eru enn i rannsókn en bil- stjórinn skarst á höfði. Eftir veltuna voru 2 rúður heilar i nýrri yfirbyggingu bílsins en hún ann- ars meira og minna brotin. Eftir er að athuga ástand undirvagns. Hvasst var á Selfossi i gær, komst i 60 hnúta á jafnsléttu, en miklu hvass- 'ara var i vindhviðum undir Ingólfs- fjalli þar sem slysið varð. - A.SI. Vorið er að koma og þótt enn sé hólfkalt er gott að njóta hlýju sólar. DB-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.