Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 5
Breytt skipan lögreglumála gæti sparað 80—100 milljónir árlega: LÖGREGLA STÓR-REYKJAVÍK- UR UNDIR EINA YFIRSTJÓRN —tillögurnar liggja á borði ráðherra og hafa verið kynntar hagsmunafélögum lögreglumanna ,,Ég hef varla skoðað þessi inál ennþá, en álitsgerð nefndar eða starfs- hóps lá hér á borðuin er ég tók við embætti dómsmálaráðherra 8. febrúar sl„” sagði Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra um breytta skipan lög- gæzlumála á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Áætlun þar um gerir ráð fyrir einni yfirstjórn allrar löggæzlu i Reykjavik, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi og i Mosfellssveit í stað þriggja yfirstjórna eins og nú er. I starfshópi dómsmálaráðuneytisins sem kannaði þessi mál voru Eirikur Tótnasson, fyrrutn aðstoðarmaður ráð- herra, Hjalti Zóphóniasson deildar- stjóri og Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins. „Við skiluðum okkar áliti um þetta í byrjun september,” sagði Eiríkur Tómasson, ,,og mæltum eindregið með þvi aðslik breyting yrði framkvæmd. í áliti okkar kemur fram að við teljuin að rikið eigi ekki að sitja uppi ineð alla ókostina við margskiptingu stjórnar þessara mála, en þessir ókostir eru leifar þess að sveitarfélögin sáu áður um löggæzluna hvert i sínu héraði. Allir lögreglumenn eru starfsmenn rikisins og þvi eðlilegt að reynt sé að hagræða málutn svo að sein bezt nýting liðsaflans náist og kostnaður við gæzl- una jafnframt lækkaður með hagræð- ingu mála,” sagði Eiríkur en kvaðst hafa hætt afskiptum af þessum málum sem öðrum hjá ráðuneytinu þá er Ólafur Jóhannesson lét af einbætti dórnsmálaráðherra. 80-100 milljón kr. sparnaður á ári ,,Við teljum umtalsverðan sparnað fólginn í þeirri skipulagsbreytingu sem lögð er til i áliti starfshópsins,” sagði Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri. ,,í álitinu eru ekki settar fram tölur þar um, en ég tel að um sé að ræða 80—100 inilljón kr. sparnað á ári. Felst hann í hagkvæmari nýtingu liðsafla og mjög auknum sveigjanleik sem felst i þvi skipulagi sem lagt er til. Hjalti kvað búið að kynna málin l'yrir félögum lögreglumanna á svæðunum' sem i hlut eiga, þ.e. i Hafnarfirði, Kópavogi og í Reykjavík. Næst hefði átt að kynna sveitarfélög- unum málið, en nefndarinenn hefðu talið að slikt væri i verkahring yfir- stjórnar ráðuneytisins. Hjalti kvað lögreglumenn ekki hafa séð „neitt slæmt” i nýja skipulaginu. Lögreglumönnum sem starfað hafa i 10 ár eða meira hefði verið tjáð, að þeir yrðu ekki flultir úr stað næstu árin, en þó væri ekki unnt að tryggja þeim að slikt yrði aldrei gert. Helztu breytingarnar Helztu breytingar hins nýja kerfis eru að frá lögreglustöð i Hafnarfirði yrði Hafnarfirði og Garðabæ þjónað. Eru uppi áform um nýja lögreglustöð fyrir svæðið sem liggur nær Garðabæ en núverandi stöð. Breiðholti yrði þjónað fyrst um sinn frá stöð í Kópavogi, en siðar keinur ný fullkomin stöð neðst i Breiðholti, sem þjóna mun Breiðholti og Kópavogi. Reykjavik þjónar Seltjarnarnesi og Mosfellssveit. Þörf nýrrar stöðvar i Breiðholti telst mjög brýn, en meðan hún er ekki risin yrði fjölgað í liðinu í Kópavogi. Allt lögreglulið á öllu svæðinu lyti einni yfirstjórn sem réði yfir samstilltu talstöðvarkerfi. Hjalti sagði að nokkrar lagábreyt- ingar væru nauðsynlegar til að nýja skipulaginu yrði koinið á en þær væru ekki ýkja miklar. -A.SI. lón Baldvinsson sveitarstjóri, Mosfellssveit: Þjónustan nær í Ar bæ en í Hafnarfirði „Það liggur i augum uppi að það hlýtur að vera skynsamlegra að Mosfellshreppur fái sina löggæzluþjón- ustu frá stöð í Árbæ heldur en frá stöð i Hafnarfirði,” sagði Jón Baldvinsson sveitarstjóri hinnar ört vaxandi byggðar i Mosfellssveit sem nú telur uin 2700 ibúa. Hann kvaðst hins vegar aðeins hafa óljósar hugmyndir um hugsanlegar breytingar i þessum efnum og álit starfshóps ráðuneytisins hefði ekki verið kynnt Mosfellssveitarmönnum. „Þess ber að geta að Hafnarfjarðar- lögreglan hefur hugsað vel um okkur á undanförnum árum. Þeir eru hér á morgnana, miðjan daginn, kvöldin og oft um nætur lika. Ég er ekki viss uin að lögregluþjónar yrðu hér oftar á ferð þó þjónustan væri frá stöð í Árbæ. Hins vegar yrði það ibúuin hér til hægðarauka að lögregluskýrslugerð færi fram í Árbæ frekar en sækja þurfi til Hafnarfjarðar. Auðvitað yrði svo lögregla frá Árbæ fljótari á vettvangef kallað væri. En ég ilreka að lögreglu- mönnum hér á l'erð mundi varla fjölga frá því sem nú er, nema liðsafli lögregl- unnar á Stór-Reykjavikursvæðinu yrði aukinn,” sagði .lón. „Og loks er það spurningin um það hvort sýslutnanns- embættið i Hafnarfirði yrði ekki cndaniega að afgreiða öll mál vegna skipanar lögsagnaumdæma.” -A.St. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi: r LEIÐIR TIL BETRIÞJ0NUSTU ATLI STEINARSSON Það liggja miklar breytingar á skipan löggæzlumála í luftinu. Þær heyra þó að 'nokkru aðeins framtiðinni til — m.a. þessari litlu stúlku með Ingrcglumannshúfuna. DB-mynd R.Th. 0G ER JAFNFRAMT ÓDÝRARA „Það hlýtur að stefna i þá átt að til meira samstarfs komi á löggæzlusvið- inu en nú er og má raunar benda á starf Rannsóknarlögreglu rikisins sem for- dæmi,” sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar. „Þetta er þjónusta við borgarana sem ríkið greiðir og rikið hlýtur þvi að skipuleggja þessa þjónustu eins hag- kvæinlega og frekast er kostur.” Sigurgeir kvaðsl ekki hafa séð álit þeirra nefndar sem skoðaði löggæzlu- málin á Stór-Reykjavíkursvæðinu ofan i kjölinn. Taldi hann að búið væri að kynna þetta að einhverju leyti i félögum lögreglumanna i umdæmun- um sem hlut eiga að máli en sveitar- stjórnirnar hefðu ekki séð nefndar- álitið. Gæti hann þvi ekki fellt dóin yfir þvi. „En þjónusla ætti að ininum dómi að aukast i einsfökum hverfuin við það að yfirstjórnin verður ein og starfið siðan unnið út frá þeim stöðvum sem fyrir eru. Við á Seltjarnarnesi búum við sæmilega þjópustu nú þó lögreglu- mennirnir séu aðeins tveir. En ef aukið samstarf kæmist á yrðu fieiri menn hér á stöðinni þvi hún er sæmilega tækjutn búin þó hún mætti vera stærri. Þessi stöð gæti þvi þjónað einhverjum hverf- um i vesturbænum auk Seltjarnarness. Ég tel það rétta stefnú að auka sam- starfið og koma málunum undir eina stjórn. Enginn gelur veriðá móti sliku ef það leiðir til betri þjónustu og gæti jafnframt orðið ódýrara fyrir rikið,” sagði Sigurgeir. -Á.St. Ásgeir Pétursson bæjarfógeti, Kópavogi: ERF1TT AÐ HUGSA SÉR STÆRSTA KAUP- STAÐINN ÁN SJÁLFSTÆÐRAR LÖGGÆZLU „Löggæzla er eitt helzta þjónustu- atriði við íbúa hvers byggðarlags. Yfir- völdum ber að tryggja öryggi þegnanna og sjá fyrir nauðsynlegu eftirliti. Allt fram til 1971 kostuðu kaupstaðir slikt öryggiseftirlit sjálfir. Þó þeim kostnaði hafi verið létt af kaupstöðunum og sveitarfélögunum hljóta þegnarnir og bæjarstjórnir, fulltrúar fólksins, að hafa tillögurétt eða ákvörðunarrétt um skipan þessara mála,” sagði Ásgeir Pétursson bæjarfógeti i Kópavogi, yfir- maður lögreglunnar þar, sem talað hefur verið um að hyrfi undir sameigin- lega yfirstjórn á Reykjavikursvæðinu. Ásgeir kvaðst lítillega hafa kynnt sér hugmyndina um breytt skipulag og rætt hugmyndirnar við starfsmenn í ráðuneytinu. Taldi hann málið frekar vera til ihugunar en að koinið væri til ákvörðunartöku. „Ég tel að landfræðileg rök séu fyrir því að Seltjamarnes og Mosfellssveit verði lögð undir lögregluna í Reykja- vik en varðandi Kópavog gegndi öðru ináli. Hann er stærsti kaupstaður landsins og erfitl er að hugsa sér sjálf- stæðan kaupstað af slikri stærð sem ekki hefði sjálfstæða löggæzlu. Að sjalfsögðu þyrfti að huga að hugmynd- um um sparnað, en vel yrði að kanna hvort þeim sparnaði, sem inenn hefðu i huga, yrði í reynd komið við.” -A.St. The Shadow of Chikara

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.