Dagblaðið - 18.04.1980, Page 11

Dagblaðið - 18.04.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. Hvers vegna flótti? Embættismannaliðið í Havana veltir vöngum yfir þvi hvernig í ósköpunum slíkt og þvílíkt geti komið fyrir, segir danskablaðið Poli- tiken. Einstaka embæmsmenn viður- kenna opinskátt að fólkið i sendi- ráðsgarðinum sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það sé sjálfsagt hægt að finna hundruð þúsunda manna sem gjarnan vildu flytjast burt. En svo bæta þeir jafnan við að þetta sé vart í frásögur færandi: Öll samfélög eigi við að glíma glæpamenn og vandræðagemlinga, undirheimalýð og óánægju. Gamalkunnur máti við að útskýra vandamál fyrir horn! Yfirvöld láta sem þau taki málinu frekar létt þrátt fyrir allt. Undir niðri eru valdamenn þó kviðnir og áhyggjufullir. Og skýringin á því hvers vegna Augustin Alonzo stendur nú á sendiráðslóðinni en ekki við ofnana i bakaríinu sinu í Havana er aðsögn Politiken þessi: Árið 1979 leyfði kúbanska stjórnin fjölmörgum útlögum að koma heim til Kúbu i heimsókn úr útlegð í Bandarikjunum, Kanada, latnesku Ameríku og viðar. Fólkið flýði byltinguna á Kúbu bæði fyrir ogeftirað hún varð staðreynd. Útlag- arnir voru áður stimplaðir sem „gagnbyltingarmenn”, „kviðmaðk- ar” og svo framvegis. Nú voru þessar neikvæðu nafngiftir lagðar af og dyrnar opnaðar fólkinu til að tæki- færi gæfist að hitta gamla vini og ættingja. Fólkið kom með erlendan gjaldeyri meðferðis og fékk leyfi til að búa á glæsihótelinu Havana Libre Hotel sem annars er fullsetið ráðgjöfum frá Sovétríkjunum eða kúbönskum flokksbroddum sem njóta hveitibrauðsdaganna eftir vígslu í hjónaband. Útlagarnir fengu tækifæri til að segja vinum og skyld- mennum frá lífinu utan Kúbu. Verður neistinn að ófriðarbáli Fyrir Kastró vakti hins vegar það að græða gjaldeyri af gestunum og gefa kúbönsku þjóðskipulagi um leið dálítinn frjálslyndisblæ. En áætlunin riðlaðist hjá Kastró. Margir fóru að bera saman eigið líf og sögurnar um líf landa þeirra erlendis. Og þær vangaveltur leiddu til stigvaxandi óánægju og siðast innrásarinnar á ■ sendiráðslóð Perú. Þar með hafði neistinn kviknað. Til að forðast það með öllum ráðum að neistinn verði að báli reynir Kastró-stjórnin að sverta flóttafólkið i augum lands- manna. Fjölmiðlar á Kúbu segja fólkinu hvers lags pappírar það séu sem vilji flýja sæluríkið. Nefnt er að ntenn hafi kapítalískan þankagang, drekki eins og svin, séu taugaveiklaðir, latir, lundleiðir, geðtruflaðir, lauslátir i kynferðismálum o.s.frv. Þannig er vandamálið alltaf skýrt sem brestur í manneskjunni sjálfri en ekki í sam- félagsforminu. Tónninn í embættis- mönnunum i Havana er yfirleitt sá sami: „Látum þá bara flakka, bezta ■fólkið verður eftir.” að greiða meðlimum sínum lífvæn- legan lífeyri. Tekjur þessa lífeyrissjóðs árið 1979 eru 5 milljarðar 427 hundruð þúsund krónur. Rekstrarafgangur er 4 millj- arðar og 989 hundruð þúsund. Á síðustu og verstu timum þætti sjálfsagt mörgum þetta ekki afleit úlkoma á einu fyrirtæki. Og maður skyldi ætla að svona vel stætt fyrir- tækigreiddigóðan lífeyri. Það kemur hins vegar i Ijós að Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem innportar um fimm og hálfan milljarð á þessu ári, borgar út í lifeyrisgreiðslur til meðlima sinna 231 milljón krónur. Tvö hundruð þrjátíu og eina milljón krónur. Þessar tölur segja mikla sögu. 70 ára Irfeyrisaldur Þannig eru niðurstöðurnar úr rekstrarreikningi Lifeyrissjóðs verslunarmanna: 231 milljón í líf- eyrisgreiðslur og 4 milljarðar og 989 hundruð þúsund í tekjuafgang. Á efnahagsreikningnum lítur dæmið þannig út. Lífeyrissjóður verslunarmanna áskitna 13 milljarða og 278 hundruð þúsund krónur i handraðanum. Þarna eru sem sagt vaðandi peningar út um allt. „í þessum stóru samtökum fínnast aðeins 275 manneskjur sem einhvern rétt hafa.” i Verslunarmannafélaginu, eins og öðrum verkalýðsfélögum, eru reglur um rétt til lifeyris flóknar og virðast sniðnar með tilliti til þess að sem fæstir fái lífeyri og sem minnst. Þetta sést vel á því að í þessum stóru samtökum finnast aðeins 275 mann- eskjur sem einhvern rétt hafa. Þar af eru ellilífeyrisþegar 146, örorku- þegar 28, makalífeyrir 63 og barna- Iifeyrir 38. I þessu sambandi kemur það til að mynda i Ijós að aldurstakmark til elli- lifeyris er yfirleitt 70 ár. Þetta atriði er eitt af þvi sem erfitt er að skilja þar sem lögboðinn ellilaunaaldur er 67 ár. Sú skýrsla sem stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur nú birt félögum sjóðsins og öllum almenn- ingi í blöðunum er nokkuð dæmigerð fyrir rekstur lífeyrissjóðanna i land- inu yfirleitt. Ég hef kallað þessa bankastarfsemi siðleysi og sé ekki ástæðu til að draga i land með það. í Hrafn Sæmundsson sambandi við Lifeyrissjóðs verslunar- manna ber þó að taka það fram að vissir forustumenn Verslunarmanna- félagsins reyndu á sínum tíma að koma einhverju viti í þessa hluti rneð tillöguflutningi niðri á Alþingi. Sú til- raun fékk auðvitað engan hljóm- grunn. Þarna er á ferðinni ein geirnegldasta samtrygging i peninga- kerfinu. Af því að þetta tilefni gafst þá nota ég þessa skýrslugerð Verslunar- mannafélagsins til að vekja athygli á málefnum lífeyrissjóðanna og líf- eyrisgreiðslum þeirra. Eins og áður sagði eru hundrað lífeyrissjóðir í landinu og þeir virðast hafa allt annað hlutverk en að greiða meðlim- um sínum lífvænlegan lífeyri. Það hefur verið og er staðreynd að aldrað fólk og öryrkjar búa við þröngan kost. Lífeyrissjóðirnir hefðu alveg frá upphafi getað greitt öllu þessu fólki Itfvænlegt kaup. En peningar lifeyris- sjóðanna hafa farið i allt annað. Sú sagá er mikil sorgarsaga. Hrafn Sæmundsson prentari. Hermann Ragnarsson báðum um að yrði lagt fram á fundinum en það hljóðar svo: Keflavik, 30. marz 1980 Bæjarstjórnin, Akranesi. Þar sem undirritaðir gerðu tilboð í Grundaskólann á Akranesi þann 18. marz sl. og við opnun tilboða kom i Ijós að við vorum með lægsta tilboð i verkið viljum við staðfesta hér með eftirfarandi: Ef okkar tilboði verður tekið, munum við flytja fyrirtækið til Akra- ness, þ.e. koma upp útibúi á Akra- nesi, og myndum við þar af leiðandi greiða öll gjöld i sambandi við þetta verk til Akranesbæjar. Einnig myndum við ráða til okkar frá Akra- nesi það starfsfólk sem völ væri á og á þyrfti að halda þar sem það er aug- Ijóslega hagstæðara fyrir okkur, jafnt sem bæjarfélagið, að hafa menn frá Akranesi til þessa verks. Vonumst við til að þetta bréf mæti skilningi hjá bæjaryfirvöldum. Með fyrirfram þökk. f.h. Hermanns & Halldórs Hermann Ragnarsson Bréf þetta var sent þar sem við telj- um að eina ástæðan til þess að verk- takinn frá Akranesi var valinn hafi verið sú að hann væri heimamaður. Málið var tekið fyrir á bæjar- stjórnarfundinum 31. marz. Ekkert kom fram á þeim fundi sem gaf til kynna að annað réði vali verktaka en eftirfarandi: 1. Hvað sem öðru liði þá væri það samkomulag á milli bæjarfulltrúa að velja heimamenn. 2. Sá verktaki sem valinn var stæði illa fjárhagslega og kynni þetta að rátta fjárhaginn við hjá honum. Þá kom jafnframt fram að þeir skyldu gæta sín næst þegar útboð væri að taka fram að heimamenn gengju fyrir. Það skal tekið fram að ekki var farið yfir tilboðið með okkur, við vorum ekki spurðir nánar um fyrri reynslu og við vorum ekki beðnir um að leggja fram reikninga fyrirtækis- ins eða skýra nánar fjárhagsstöðu þess. Það er rétt að það komi fram að skoðun okkar sem verktaka er sú að lægsta tilboð þurfi ekki að vera það hagkvæmasta fyrir verkkaupa. Verk- kaupi meti hæfni, reynslu og stöðu verktakans. Þá getur verkkaupinn borið fyrir sig að tilboðin séu of lág eða há miðað við hugmyndir hans um raunverulegan kostnað. Stenzt ekki Eins og áður segir hefur verkkaup- inn rétt á að hafna öllum tilboðum eða taka hverju sem er samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Þennan fyrirvara hafa ábyrgir verkkaupar sett til að mæta óvenjulegum aðstæðumeinsog við gátum um áður, þ e.a.s. þegar meta þarf hæfni, reynslu o. fl. Ábyrgir verkkaupar hafna ekki lægstu boðum nema þeir hafi haldbær rök sem verktaki veit um þegar hann býður en ekki rök sem verktaki veit ekki um eins og í þessu máli. Ef hafna á tveimur lægstu boðum vegna þess að þau séu of lág þá stenzt það ekki þar sem tilboði sem er lítið eitt hærra er tekið þannig að munur- inn er ekki nægilegur til þess þó hann sé allnokkur þegar litið er til pyngju skattborgaranna. Það er engin sýnileg skýring á þessu vali verktaka önnur en sú að hér sé um hreina geðþóttaákvörðun stjórnvalds að ræða sem hefur við engin rök að styðjast. Við viljum benda á nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar fjallaðer um málefni sem þetta. A. Fjármagn til verklegra fram- kvæmda kostaðra af opinberu fé er mikið, sennilega um 100 millj- arðar á ársgrundvelli. B. Útboð er gert til að fá fram sam- keppnistilboð þar sem bjóðendur keppa að þvi að vinna verk á sem ódýrastan hátt. C. Verktakar eiga að geta treyst því að farið sé með tilboð á sann- gjarnan hátt þegar um þau er fjallað. D. Verktakar eiga að geta treyst því að ekki sé gert upp á milli þeirra nema hvað snertir hæfni þeirra og getu. E. Tilboðsgerð kostar fyrirtæki stórfé og er vert að verkkaupar íhugi það og jafnframt að útboð á ekki að vera verðkönnun þe^sj, aðila sem vill láta vinja.ve.rk. F. Leikur eipn ef fýíir'verkkaupa eins og Akraneskaupstað að hafa lokað útboð, þ.e. valdir heima- menn til að bjóða. Því fylgir vissulega að færri bjóða og verðið hækkaref til vill. G. Ekki er vitað um könnun þar sem komizt er að niðurstöðu um það hvað sveitarfélag tapar á að velja verktaka sem ekki hefur heimilis- festi i sveitarfélagi. Þvert á móti má telja að utanaðkomandi verk- taki hleypi nýju blóði í bæjar- A „Þaö er engin sýnileg skýring á þessu vali verktaka önnur en sú aö hér sé um hreina geöþóttaákvöröun stjórnvalda að ræða sem hefur við rök aö styöjast.” félag og sveitarfélag beinlínis hagnist af aðkomufólki. H. Ef verkkaupar leika oft þann leik að fara með verktaka að geð- þótta þá leiðir það áreiðanlega til þess að verktakar hætta að bjóða i hjá þessum verkkaupum, jafn- vel þó verkefnaskortur sé, því til- boðin verða ekki metin að jöfnu. í lokin skal þess getið að frá því að tilboð voru opnuð og þar til við frétt- um um val annars verktaka höfðum við hafnað verkefnum. Við höfðum jafnframt gert ráðstafanir til að tryggja ýmislegt til verksins. Þá höfðum við varið miklum fjár- hæðum í tilboðsgerð og á margan annan hátt kostaðtil. Eitt er víst að við munum ekki sjá okkur fært að bjóða i verk hjá aðila sem leikur sér að geðþótta með tilboð verktaka eins og bæjarstjórn Akra- nesskaupstaðar. Þá er furðulegt að fjármunum þeirra sem eiga þau verk sem vinna skal sé ekki betur varið. Það skal itrekað að ríkissjóður greiðir helming af kostnaði skólans á Akranesi og eru því skattborgarar alls landsins að greiða meira en þurl't hefði. Við vonum að verktakar láti reynslu okkar sér að kenningu verða og verkkaupar sjái hvernig ekki á að fjalla um tilboð og að útboð og verk- framkvæmdir eru alvörumál. Við viljum taka fram að við höfum haft samskipti við marga verkkaupa sem sannarlega hafa komið fram af heiðarleika og sanngirni. Keflavík, 16. apríl 1980 f.h. Hermanns& Halldórs Hermann Ragnarsson múrarameistari.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.