Dagblaðið - 18.04.1980, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980.
17
Tálknfirðingar
sigurvegararáný
í marz fór fram á Hálfdáni skiðakeppni millij
grunnskólanna á Bildudal, Tálknafirði og Patreks-!
firði. Keppt var i svigi og urðu Tálknfirðingar sigur-
vegarar. Patreksfirðingar urðu i öðru sæti og Bíld-
dælingar ráku lestina. Veður var hið fegursta og fólk
fjölmennti til að fylgjast með keppninni.
Sveit Tálknafjarðar fékk tímann 626.8 sek. Þeir
eldri 346.3 sek. en yngri 280.5 sek. Sveit Patreks-
fjarðar fékk timann 638.8 sek. Eidri 358.0 sek. og
yngri 280.8 sek. Sveit Bíldudals fékk samt. 659.2
— eldri 367.3 sek. yngri 291.9 sek.
Röð efstu keppenda i 11 ára og yngri.
1. Skjöldur Hjálmarss., Patrfj. 25,3-26,5, samt. 5 1,8]
2. Viðar Pálsson Tálknaf., 26,1—27.1 samt. 53.2
3. Sverrir Hjálmarss Bildud., 26,4—27.0samt. 53.4
4. Atli Jónsson Tálknaf., 27.1—27.3 samt. 54.4
5. Jón I. Jónsson Tálknaf., 26,6—27,9saml. 54.5
Röð 5 efstu keppenda 12 ára og eldri.
1. Sig. Jónsson Tálknaf., 35,4—32,5 samt. 67.9
2. Konráð Péturss., Tálknaf. 35,4—32,6 samt. 68,0
3. Hafjrór Jónsson Patreksf. 35,0—33,4 samt. 68.4
4. Ingibjörg Jónsd., Tálknaf., 35,6—33,7 samt. 69.3
5. Víkingur Gunnarss. Bíldud.35,4—34.0samf. 69,4
Keppni af þessu tagi fór l'yrst fram i fyrraveturog
báru Tálknfirðingar þá einnig sigur úr býtum.
I ionsklúbbur Patreksfjarðar gaf í fvrra bikar i þessu
tilefni og sá skóli, sem vinnur hann oftast á fimm
árum, fær hann til eignar. Þiið er lofsvert framtak
hjá skólunum á þessum stöðum að efna til þessarar
keppni, sem eykur mjög áhuga ncmcnda á skíðaí-
þróttinni.
Skólakeppni FRÍ
— um helgina í Laugardalshöll
Skólakeppni F.R.Í. fyrir börn á aldrinum 12—14
ára fer fram í Laugardalshöll (kl. 12—14.30) og i
Baldurshaga (kl. 15—17) nk. laugardag 19. apríl.
Keppt verður í tveim aldursflokkum og eru þált-
lakendur 8 úr hverju fræðsluumdæmi landsins, eða
alls 64.
Keppnisgreinar eru 50 m hlaup, langstökk,
hástökk, kúluvarp og 8 x 30 m boðhlaup.
Keppni þessi fer fram undir kjörorðinu „Bindindi
bezt" og er hún styrkt af ýmsum samtökum, sem
vinna að bindindismálum.
Keppl er um farandgrip sem það lið hlýtur er flest
stig fær.
í fyrra fór þessi keppni fram i fyrsta sinn og urðu
úrslit þá sem hérsegir:
Reykjavik 72.5 stig
Auslurland 60.0 stig
Vesturland 59.0 slig
Veslfirðir 56.0 stig
Norðurland eystra 41.0 stig
Suðurland 25.0 slig
Reykjanes 22.5 slig
Norðurland veslra 13.0 stig
Búizt er við mjög jafnri og skemmtilegri keppni að
þessu sinni og hafa í flestum fræósluumdæmum
verið haldin sérstök skólamót til að velja liðin.
Frá útbreiðslunefnd F.R.Í.
Tvö lið úr
Borgarf irði í 3. deild
Borgarfjarðarmótið 1980 í innanhússknattspyrnu
var haldið i iþróttahúsinu á Akranesi á skirdag.
Mótið var í umsjá Ungmennafélaganna Hauks-
Þrasta-Vísis. Úrslit urðu þessi:
Borgarfjarðarmeistarar:
UMF Haukur-Þrestir-Vísir (A-lið) lOstig
UMF' Skallagrímur (A-lið) 8 stig
UMF Skullagrímur (B-lið) 4 stig
UMF Haukur-Þrestir-Vísir (B-lið) 2 slig
UMF Haukur-Þrestir-Visir (C-lið) Ostig
Sem gestir kepptu ,,Old boys” Akranesi og hlutu
þeir 6 stig. H—Þ—V vann til varðveislu bikar sem
Samvinnuskólinn Bifrösl gaf til þessa móts og var nú
keppt um i annað sinn.
Mikill áhugi er hjá knattspyrnumönnum héraðsins,
m.a. taka 2 lið þált i Islandsmóti 3. deildar. Það eru
UMF Skallagrímur og nú Haukur-Þrestir-Visir i
fyrsta sinn. Æfingar eru byrjaðar af fullum krafti og
er mikill hugur í Borgfirðingum að standa sig i
sumar.
UMSB hefur verið falið að sjá um riðil i undan-
keppni knattspyrnunnar fyrir landsmót ungmenna-
féiaganna 1981. Riðillinn verður að öllum líkindum í
Borgarnesi helginu 8.til 10. ágúst i sumar. í riðlinum
eru auk UMSB, UMSK, HSH og UDN (Dalamenn);
Þess má geta að H—Þ—V. hefur ráðið Andrés
Ólafsson fyrrv. Í.A. mann til að þjálfa liðið og mun
hann einnig leika með liðinu.
Lið Þróttar, sem vann sæti i 1. deild. Efri röð frá vinstri. Magnús Oskarsson, for-
maður Þróttar, Gunnar Gunnarsson, liðsstjóri, Magnús Margeirsson, Sveiniaugur
Kristjánsson, Ólafur H. Jónsson, fyrirliði og þjálfari, Sigurður Sveinsson, Ari
Einarsson, Grétar Vilmundarson, Árni Svavarsson, aðstoðarþjálfari, og Þorsteinn
Jónsson, formaður Handknattleiksdeildar Þróttar. Fremri röð. Einar Sveinsson,
Lárus Lárusson, örn Thors , Sigurður Ragnarsson, Gísli Öskarsson, Páll Ölafsson
og Snorri Siggeirsson.
DB-mynd Hörður.
„Ánægjuleg uppskera
eftir 4 úrslitaleiki
211
—sagði Magnús Óskarsson, f ormaður Þróttar, eftir að Þróttur hafði tryggt sér sæti
á ný í 1. deild eftir þriggja ára veru f 2. deild
„Þetta er ánægjuleg uppskera hjá
liðinu og það hefur sannarlega þurft að
hafa fyrir því að vinna sæti í 1. deild —
fjórir úrslitaleikir. En við eigum góða
ieikmenn, sem æft hafa vel í vetur og
verið í fremstu röð í deildinni undir
stjóm frábærs þjálfara, Ólafs H.
Jónssonar. Hann hefur bjggt þetta
uppogþaðer af eigin verðleikum,
sem Þróttur er í 1. deild á ný — ekki
|óverðskuldað," sagði Magnús Óskars-
son, formaður Þróttar, eftir að lið hans
hafði sigrað ÍR öðru sinni í keppninni
um sæti í 1. deild. ÍR varð I næst neðsta
sæti í 1. deild — Þróttur í 2. sæti í 2.
deild íslandsmótsins I handknattleik. í
viðureign liðanna var ekki vafi á þvi
að Þróttur var með sterkara lið — vann
öruggan sigur 17—14 í gær og hafði
einnig sigrað í fyrri leik liðanna, 21—19
á þriðjudag.
Þróttur hafði yfirburði gegn heldur
daufum — þunglamalegum ÍR-ingum i
gær, og þeir yfirburðir fólust fyrst og
fremst i snjallri vörn liðsins i heild og
frábærum sóknarleik Páls Ólafssonar.
Leiknir á
Fáskrúðsfirði
fjörutíu ára
— Drætti frestað í
happdrættifélagsins
Það er margt á döfinni hjá Ung-
mennafélaginu Leikni á Fáskrúðsfirði i
sumar i tilefni af fjörutíu ára afmæli
félagsins. Meðal annars verður gefið út
afmælisrit og verður þar stiklað á
stóru f sögu félagsins.
Happdrætti er í gangi og verður
dregið 15. mai næstkomandi um fimm
vinninga — mánuði siðar en upphaf-
lega var áætlað. Af ýmsum ástæðum
varð að fresta drættinum og verða
miðar þvi til sölu fram f miðjan mai.
Við hann réðu ÍR-ingar ekkert og
skrítið að þeir skyldu ekki reyna að
taka hann úr umferð eins og Sigurð
Sveinsson. Það sást strax að hverju
stefndi, þegar Páll skoraði tvö fyrstu
mörk Þróttar i leiknum. Ólafur H.
Jónsson stjórnaði varnarleiknum eins
og herforingi — hvatti menn sína til
dáða og lék þar aðalhlutverk. Svo sterk
var vörn Þróttar að ÍR-ingar skoruðu
aðeins fjögur mörk með langskotum
eða gegnumbrotum fyrstu 50 mínútur
l^iksins. Höfðu þá skorað átta mörk
— fjögur úr vítaköstum. Vissulega átti
markvörður Þróttar, Sigurður
Ragnarssson, sinn hlut að þessari lágu
markatölu. Hann hefur varið snilldar-
lega i flestum leikjum Þróttar síðustu
vikurnar, eins og reyndar oftast í vetur.
Það vantaði kraft í ÍR-liðið í gær.
Bjarni Bessason, aðalmarkaskorarinn,
ekki nálægt sinu bezta og leikur liðsins
lengstum þunglamalegur. Furðulegt að
Bjarni Bjarnason, hinn eldfljóti
leikmaður, var lítið sem ekkert
notaður. Ekki hefði þó veitt af að
hressa upp á sóknarleikinn. Fljótt i
siðari hálfleik höfðu ÍR-ingar gefið upp
alla von að standa I Þrótti — gefið sæti
í 1. deild á bátinn. Staðan í dag er allt
annað en björt hjá liðinu — lítil, sem
engin breidd. Ásgrímur Friðriksson,
markvörður, var áberandi bezti leik-
maður liðsins í gær. Bjargaði liði sínu
frá stórtapi.
Jafnræði var með liðunum framan
af. Eftir að ÍR hafði skorað fyrsta
mark leiksins skoruðu Þróttarar þrjú
mörk á stuttum tíma. Páll tvö og
Sigurður Sveinsson, sem tekinn var úr
umferð allan leikinn, eitt með miklu
þrumuskoti. Skoraði þrjú slík i
leiknum, en kom að öðru leyti ekki
mikið við sögu. ÍR jafnaði í 3—3 á 11.
mín. og eftir 20 mín. var enn jafnt 5—
5. Fleiri urðu ÍR-mörkin ekki í hálf-
leiknum, en Magnús Margeirsson og
Ólafur H. skoruðu fyrir Þrótt við
mikinn fögnuð áhorfenda. Hvatning
var mikil í leiknum — lúðrablástur og
hvað eina. Staðan i hálfleik 7—5 fyrir
Þrótt i hálfleik, sem mjög hafði
einkennzt af góðum varnarleik og
markvörzlu.
Þróttur gerði strax út um leikinn í
byrjun siðari hálfleiks. Skoraði tvö
fyrstu mörkin, Olafur H. og Páll, 9—5,
og þá reyndar sex marka munur ef
mörkin tvö frá fyrrj leiknum voru talin
með. Þróttur jók síðan muninn í
fjögur, þá fimm mörk, 13—8, og
aðeins tíu min. til leiksloka. Öruggur
sigur Þróttar í höfn. Talsvert slakaðá í
lokin og festan miklu minni en áður. ÍR
skoraði fimm mörk síðustu tiu
mínúturnar — eða næstum jafnmörg
mörk og þær 50 min. sem á undan
voru gengnar.
Þróttur ætti að geta staðið sig vel I
1. deild á næsta keppnistímabili, en þó
er sú blika á lofti, að Ólafúr H. leggi
skóna á hilluna — þó ýmsir haldi
því fram, að hann sé að gera því skóna
að ganga aftur yfir i Val. Um það vill
Ólafur þó ekkert segja. Þróttur
verðskuldar sæti í 1. deild — sæti, sem
félagið missti vorið 1977. Hins vegar er
liklegt að róðurinn verði erfiður hjá ÍR
— jafnvel i 2. deildinni næsta vetur.
Mörk Þróttar í gær skoruðu Páll 8,
Jafntefli
Spánverja
ogTékka
Spánn og Tékkóslóvakia gerðu
jafntefli í landsleik í knattspyrnu f
Gijon á Spáni I gær, 2—2. Spánverjar'
voru heppnir að tapa ekki fyrir
Evrópumeisturum Tékka.
Spánn byrjaði þó betur en á 35.
mín. náði Tékkóslóvakia forustu með
marki Nehoda. Á 48. mín. tókst
Migueli að jafna fyrir Spán — skallaði
knöttinn í markið eftir hornspyrnu.
Það stóð ekki lengi. Nehoda skoraði
fyrir Tékka á 53. mín. en á 68. mín.
jafnaði varamaðurinn Enrigue Quini
með heppnisskoti af löngufæri.
Sigurður 3, Olafur 3 og Magnús 3.
Mörk ÍR skoruðu Bjarni Hákonarson
4/4, Guðmundur Þórðarson 3/1,
Bjarni Bessason 2, Pétur Valdimarsson
I, Sigurður Sverrisson 1, Hörður
Hákonarson 1 og Ársæll Kjartansson
1. Dómarar Björn Kristjánsson og
Rögnvaldur Erlingsen og komust allvel
frá leiknum. ÍR fékk sex vitaköst í
leiknum — Þróttur ekkert, og tveimur
mönnum úr hvoru liði var vikið af velli.
Evrópumeistaramótið í badminton í Hollandi:
KristínMag. eini sigur-
vegari íslands í gærdag
Einliðaleikurinn á Evrópumeistara-
mótinu i badminton hófst i Gröningen i
Hollandi í gær. Þá voru sjö íslend-
ingar i eldlinunni. Kristínu Magnús-
dóttur tókst að sigra pólsku stúlkuna
Ewu Rusznica í fyrstu umferðinni í
þremur lotum. Tapaði þeirri fyrstu
10— 12 en vann siðan 11—9 og II—3.
Hafði yfirburði í siðustu hrinunni og
þetta er jafnframt fyrsti sigur íslend-
ings í einstaklingskeppni á Evrópu-
meistaramótinu i badminton. Aðrir
keppendur íslands töpuðu enda áttu
þeir við ramman reip að draga. I
annarri umferðinni i dag leikur Kristin
við norsku stúlkuna Anne Svarstad,
sem sigraði Francoise Kaiser frá Belgíu
í gær með 11—0 og 11—4.
Einliðaleikur kvenna var fyrst á dag-
skrá á mótinu í gær — hófst i gær-
morgun. í fyrsta leiknum sigraði
Barbara Sutton, Englandi, Renate
Dietrich, Austurriki, með 11—2 og
11— 5 en siðan kom að Kristínu
Krisjánsdóttur, sem lék gegn sovézku
stúlkunni Alla Prodan. Sú sovézka
vann með nokkrum yfirburðum, 11—4
og II—0. í gærdag lék Sif Friðleifs-
dóttir svo við Allison Bryson. Fyrri
hrinan var nokkuð jöfn. Sú skozka
sigraði með II—6 en hafði yfirburði í
þeirri síðari. Vann þá 11—0.
Úrslit urðu óvænt aðeins í einum leik
í gær í kvennakeppninni. Hin 17 ára
Kirsten Larsen, Danmörku, sem raðað
var i fimmta sæti, tapaði fyrir Lenu
Axelsson, Svíþjóð, með 10—12 og 4—
11. Margir hafa spáð því að Kirsten
Larsen verði Evrópumeistari í framtið-
inni.
í fyrsta leiknum i einliðaleik karla
lék Guðmundur Adolfsson við Morten
Frost, Danmörku, sem er spáð sigri í
keppninni. Það er skemmst frá því að
segja, að Frost vann yfirburðasigur en
Guðmundur fékk þó fjóra punkta i
leiknum. Frost vann 15—2 og 15—2.
íslandsmeistarinn Broddi Kristjánsson
lék við Steven Baddeley, Englandi og
tapaði. Baddeley vann fyrri hrinuna
15—4 en i þeirri síðari stóð Broddi vel í
honum. Tapaði þó 15— 10.
Sigurður Kolbeinsson mætti einum
Knattspymu-
námskeið
íþróttafélagið Leiknir í Breiöhollinu
efnir til knattspyrnunámskeiða fyrir
6—7—8 ára aldursflokkana og verður
það fyrsta nk. sunnudag kl. 17.00 í
íþróttahúsi Fellaskóla. Námskeiðin eru
ætluð byrjendum þeim, sem ekki hafa
verið í knattspyrnu áður.
sterkasta badmintonmanni heims, Ray
Stevens, Englandi, og tókst auðvitað
ekki að standast þessum snjalla
Englending snúning.Stevens vann með
15—1 og 15—6. Þá lék Sigfús Ægir
Árnason við Viktor Sjvatsjko og
tapaði. Sá sovézki sigraði með 15—4 og
15—3.
Engin óvænt úrslit urðu i karla-
keppninni. Flemming Delfs, Dan-
mörku, núverandi Evrópumeistari,
vann auðveldan sigur á Thomas
Muller, Sviss, 15—4 og 15—3. Ef allt
gengur eftir áætlun og röðun mót-
stjórnar stenzt ættu þeir Flemming
Délfs og Morten Frost að leika til
úrslita — og Frost er spáð sigri í þeirri
viðureign.
Fjórir unglingalands-
leikir við Wales-búa
- í körf uknattleik—Sá fyrsti á morgun
Unglingalandslið Islands og Wales í
körfuknattleik leika fjóra landsleiki hér
á landi á næstu dögum. Fyrsti leikurinn
verður í Hagaskóla á laugardag og
hefst kl. 14.00. A mánudag leika liðin í
Njarðvík — á miövikudag í íþrótta-
húsinu í Hafnarfiröi. Báöir þessir leikir
hefjast kl. 20.00. Á fimmtudag, 24.
apríl, verður leikið í Borgarnesi og
hefst leikurinn þar kl. 13,30 — sumar-
daginn fyrsta.
Islenzka unglingalandsliðið hefur
verið valið og leika þessir piltar i þvi.
Axel Nikulásson, IBK, Benedikt
Ingþórsson, ÍR, Hálfdán Markússon,
Haukum. Helgi Jensson, Haukum,
Hörður Arnarsson, Ármanni, Jón KR.
Gíslason, IBK, Leifur Gústafsson, Val,
Pálmar Sigurðsson. Haukum.
Sigurður Sigurðsson, ÍBK, Sverrir
Hjörleifsson, Haukum, Valdimar
Guðlaugsson, Ármanni, Valur
Ingimundarson, Njarðvik. Viðar
Vignisson, ÍBK, Viðar Þorkelsson,
Fram, og Willum Þórsson KR. Flestir
leikmenn því frá Keflavík og Haukum
eða fjórir úr hvoru félagi.
Kristín Magnúsdóttir — sigraði á Evrópumeistaramótinu.
Hefur reglum í vítaspymum
ekki verið breytt hjá FIFA?
— KR sigraði Fylki eftir bráðabana í Reykjavíkurmötinu f gærkvöldi
KR sigraði Fylki i bráðabana á
Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á
Melavclli í gærkvöld. Ekkert mark var
skorað i venjulegum leiktíma. Þó fékk
KR vítaspyrnu, sem Hálfdán Örlygsson
— hann lék með Val í fyrrasumar —
lók en markvöröur Fylkis, Ögmundur
Kristinsson, gerði sér lítið fyrir og
varði. Dómarinn taldi að Ögmundur
hefði hreyft sig of fljótt og var víta-
spyrnan þá endurtekin. Hálfdán reyndi
aftur en spyrnti knettinum framhjá
markinu.
I tilefni þessa atviks má geta þess, að
dómaranefnd FIFA, alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, ákvað nýlega að
breyta reglunni í sambandi ,við víta-
Páll Ólafsson rennir sér I gegnum vörn tR — eins og hann gerði svo oft I leiknjtm — og skorar eitt af átta mörkum slnum.
spyrnur, að markverðir megi hreyfa sig
áður en spyrnan er tekin. Ekki vitum
við betur en að þetta atriði hafi verið
samþykkt og sé komið í lögin. Að
minnsta kosti ætti KSÍ og dómara-
McDermott
aftur kosinn
Terry McDermott, enski landsliðs-
maðurinn hjá Liverpool, var I gær
kjörinn „knattspyrnumaður ársins” á
Englandi af enskum blaðamönnum.
Atvinnuknattspyrnumennirnir höfðu
áður sæmt hann sama titii og þetta er í
fyrsta sinn, sem sami maður hlýtur
báða titlana. McDermott haföi mikla
yfirburði í kosningu blaðamannanna.
Hlaut um 75% atkvæða. í öðru sæti
varð Trevor Brooking, West Ham, og
Glen Hoddle, Tottenham, í þriðja.
Terry McDermott er fimmti leik-
maður Liverpool, sem hlýtur titil
blaðamanna síðustu sjö árin. Áður
voru það þeir Ian Callaghan, Kevin
Keegan, F.mlyn Hughes og Kenny
Dalglish.
Úrslitaleikur
á Akranesi
— ÍA-Þórleika um sæti
Í2. deild
Siðari leikur ÍA, Akranesi, og Þórs,
Akureyri, um sæti í 2. deild handknalt-
leiksins næsta leiktimabil, verður
háður á Akranesi í kvöld. Hefst hann
ki. 20.30 í íþróttahúsinu við Vestur-
götu. Gífurlegur áhugi er á leiknum
meðal Akurnesinga. Reiknað með
troðfullu húsi áhorfenda en þar rúmast
um sjö hundruö áhorfendur. Fyrri leik
liðanna — á Akureyri — lauk með
jafntefli og ættu Akurnesingar því að
standa betur að vígi i kvöld á heima-
velli. Þeir fá áreiðanlega mikinn stuðn-
ing frá áhorfendum, sem eygja nú i
fyrsta skipti að eignast lið í 2. deild.
félagið að kynna sér málið sem fyrst —
og breyta þásinni reglu til samræmis.
En nóg um það. Ekki tókst KR og
Fylki að skora í venjulegum leiktima
og þurfti því bráðabana samkvæmt
reglugerð KRR. Þá var Stefán
Jóhannsson, markvörður KR, hetja
síns liðs. Varði fjórar vitaspyrnur
Fylkismanna, m.a. frá Ögmundi
Fylkismarkverði. Fimmta vítaspyrnan
hjá Fylki misheppnaðist einnig. Hins
vegar voru KR-ingar á skotskónum i
vitakeppninni. Skoruðu úr fjórum og
voru þeir Örn Guðmundsson, Sæbjörn
Guðmundsson, Guðjón Hilmarsson og
Elías Guðmundsson þar að verki. Ekki
er okkur hér á DB kunnugt um hvort
þeir í KRR hafa sama hátl á hvað víta-
spyrnunum viðkemur og er í Banda-
rikjunum. Þar telja þeir eitt mark hvað
svo sem skorað er af mörkum i vita-
keppninni og virðist það miklu eðli-
legra heldur en til dæmis að gefa KR-
ingum fjögur mörk fyrir vítin í gær.
Þá má einnig minnast á i sambandi
við vitin í bráðabananum að leikmenn
gera alltof mikið að þvi að reyna að
leika á markverði í stað þess að skjóta
af lengra færi.
-hsím.
SKULIREYNDIVIÐ
NÝTT EVRÓPUMET
—á kraftlyftingamóti í Lundúnum
—Var óheppinn og varð að láta sér
nægjaannað sæti
I.yftingamaðurinn kunni, Skúli
Öskarsson, UÍA, tók þátt i miklu kraft-
lyftingamóti í Lundúnum á þriöjudag
og var heldur óheppinn að sigra ekki i
sinum flokki — 75 kg flokknum. Sigur-
vegari þar varð I.ars Backlund, Sví-
þjóð, með samtals 732.5 kg. Lyfti
272.5 kg i hnébeygjulyftu, 180 kg í
bekkpressu og 280 kg i réttstöðulyftu.
Skúli lyfti léttilega 285 kg í hné-
beygjulyftu i fyrstu tilraun — eða 12.5
kg meira en Sviinn. Einnig gekk honum
mjög vel með 295 kg. Reyndi siðan við
nýtt Evrópumet 305 kg en tókst ekki.
Hann hafði þó 22.5 kg forustu á
Sviann eftir þessa grein. I bekkpressu
lyfti Skúli 125 kg en tognaði og lét sér
þá þyngd nægja — en á sama tima lyfli
Svíinn þar 180 kg.
í réttstöðulyftunni fór Skúli létt með
290 kg og 300 kg í tveimur fyrstu
lyftunum. Hann lét þá þyngja i 312.5
kg en hann þurfti að lyfta þeirra þyngd
lil að sigra Sviann eftir áfallið i bekk-
pressunni. Litlu munaði að Skúli lyfti
þessari ógnarþyngd — en tókst ekki.
Samtals var hann því með 720 kg. í
þriðja sæti varð Thompson frá Ástralíu
með 702.5 kg (260—172.5 og 270).
Keppendur á mótinu voru frá sjö
löndum — allir beztu menn þessara
landa. Sigurvegarar i einstökum
flokkum.
52 kg flokkur.
Bhairou, Brctlandi, 522.5 kg.
56 kg flokkur.
Niemi, Finnlandi, 540 kg.
60 kg flokkur
Lampela, Finnlandi, 572 kg.
67.5 kg flokkur.
Salih, Bretlandi, 672.5 kg.
82.5 kg flokkur.
Collins, Bretlandi, 807.5 kg.
90 kg flokkur.
Mattsson, Svíþjóð, 845 kg.
100 kg flokkur.
Nodeli, Bretlandi, 882.5 kg
sem er nýtt Evrópumet
110 kg flokkur.
Patlerson, USA, 897.5 kg.
110 kgogyfir.
Zeblowski, Bretlandi, 947,5 kg.