Dagblaðið - 18.04.1980, Qupperneq 24
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í nótt:
„Aldrei verið
eins ánægð’
segirAddaBára
Sigfúsdóttir
verulegaukning
áfjárveitingum
tildagvistar-og
sjukrastofnana
„Ég hef aldrei verið við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar, sem ég hef verið
eins ánægð með. Ég er mjög ánægð
með hana,” sagði Adda BáraSigfús-
dóttir, borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, er DB ræddi við hana í
morgun um hina nýju fjárhagsáætlun
Reykjavikurborgar, sem var
samþykkt á fundi borgarstjórnar
sem lauk kl. 2.30 i nótt.
Adda Bára sagði að deilurnar á
fundinum hefðu snúizt um það hvort
byggja ætti upp svo mikla þjónustu
og innheimta til þess svo mikla fjár-
muni eða hvort ganga ætti skemmra i
þá átt. Meirihlutinn lagði til að út-
svarsálagningin yrði 11,9% en sjálf-
stæðismenn lögðu til að útsvars-
álagningin yrði 11,0%.
,,Mér finnst skipta mestu máli
varðandi þessa fjárhagsáætlun, að
þar er gert ráð fyrir ýmiss konar
uppbyggingu, svo sem í dagvistunar-
málum og sjúkraþjónustu,” sagði
Adda Bára.
Heildarfjárveiting til dagvistunar-
stofnana verður nú 714 milljónir og
er þar um að ræðá 152% hækkun frá
í fyrra. „Við munum ljúka við fjórar
dagvistunarstofnanir á þessu ári,”
sagði Adda Bára. „Við munum og
loksins ljúka við þjónustuálmu Borg-
arspitalans og hafnar verða fram-
kvæmdir af fullum krafti við lang-
leguálmuna.”
Adda Bára sagði það nýmæli við
þessa fjárhagsáætlun að hún væri
raunhæf, þar sem kostnaðar-
hækkanir og verðlagsþróun væru að
fullu teknar inn í áætlunina. -QAJ.
Borgarf jarðarbrúin fær:
Halldór £ með
fyrstu mönnum yfir
Endar nú saman I Borgarfirði Igœr — og skömmu slðar ók Halldór E. Sigurðsson, „guðfaðir” brúarinnar, yfir meðatfyrstu manna. DB-mynd: Gunnar Jónasson.
Ekið var yfir Borgarfjarðarbrúna i
fyrsta sinn í gær. Halldór E. Sigurðs-
son fyrrverandi ráðherra, sem manna
mest beitti sér fyrir byggingu brúar-
innar, var einn af fyrstu mönnum til
virki.
Að sögn Emils Ásmundssonar hjá
Vegagerðinni i Borgarnesi hefur vinna
við brúna gengið betur en áætlað var.
Menn áttu sem sé ekki von á þessum
þess að aka eftir þessu mikla mann- áfanga fyrr en eftir hálfan mánuð.
Brúin verður þó ekki opnuð al-
mennri umferð fyrr en í ágúst i sumar.
Vegna laxveiðinnar þarf að hætta
framkvæmdum við hana þann 15. maí
og þær liggja niðri á meðan laxinn
gengur. Sá fjöldi manna sem vinnur
við brúna missir þó ekki allur vinnuna
því þó nokkuð margir vinna á meðan
að vegalögnum. Þeir 20 bílstjórar sem
ekið hafa uppfyllingarefni í brúna
munu hins vegar fá tækifæri til að
slappaaðeinsaf, kauplaust. -DS.
Samkomulag að nást
„Þetta er nú ekki alveg frágengið
en ég hef trú á því að samkomulag
náist í dag,” sagði Hendrik Tausen
formaður verkalýðsfélagsins
Skjaldar á Flateyri í morgun.
Sam-
komulagið ætti að verða eitthvað
hagstæðara en á Bolungarvik, þ.e.
betri kjör fyrir línubátana, sem hafa
dregizt aftur úr. Skuttogararnir mega
frekar bíða haustsins. Útgerðarmenn
hafa verið opnari á síðustu fundum.
Við erum nokkuð samstiga verka-
lýðsfélaginu Súganda á Suðureyri."
Sveinbjörn Jónsson, formaður
verkalýðsfélagsins Súganda á Suður-
eyri, sagði i morgun að hann ætti
frekar von á lað samkomulag næðist
í dag, en samningafundur hefur
verið boðaður í dag kl. 4. ,,Við
ræddum saman í fyrrakvöld, þar sem
voru opinskáar umræður og síðan
aftur í gær. Þá hafði aðeins stífnað af
hálfu útgerðarmanna. Það var siðan
lagt fram tilboð og þeir tóku þannig
undir að við sættumst á að ræða það
nánar. Náist ekki samkomulag hér,
þá er það ekki vegna ágreinings á
staðnum, heldur ytri aðstæðna, þ.e.
aðildar að heildarsamtökum.”
-JH.
69 á þingmannalaunum
58 kjömir þingmenn og ellefu varamenn
Sextíu og níu eru þessa dagana á
þingmannalaunum, að sögn Friðjóns
Sigurðssonar skrifstofustjóra Al-
þingis í gær. Kjörnir alþingismenn
eru sem kunnugt er sextíu.
Friðjón sagði, að ellefu varamenn
hefðu setið á þingi í gær i stað kjör-
inna þingmanna. Þær reglur gilda, að
þingmenn missa kaup sitt ef þeir eru
fjarstaddir vegna anna og gildir það
einnig um annir við búskap. Þing-
menn halda hins vegar launum ef þeir
eru fjarstaddir af heilsufarsastæðum
eða í opinberum erindagerðum
erlendis.
Staðan er nú sú, að aðeins tveir
fjarstaddra þingmanna missa laun,
þar sem þeir eru fjarstaddir vegna
annarra starfa. Á þingmannakaupi
eru þvi 58 þingmenn og 11 varamenn.
sem hafa tekið sæti á þingi, að sögn
Friðjóns.
Varamenn, sem sæti taka á þingi,
eiga að sitja í að minnsta kosti hálfan
mánuð.
Tveir varamenn bættust á þing-
mannabekki i gær. Guðrún
Hallgrímsdóttir (AB) tók sæti i stað
Ólafs Ragnars Grimssonar og Sigur-
laug Bjarnadóttir (S) i stað Þorvalds
Garðars Kristjánssonar. Ólafur og
Þorvaldur verða erlendis.
Hins vegar tók Ólafur Jóhannes-
son utanrikisráðherra sæti á þingi að
nýju.
Kaup varamanna fer eftir því,
hversu marga daga þeir sitja á þingi;
en lágmarkstíminn er hálfur
mánuður eins og hér segir.
-HH.
Srjálst, úháð daghlað
FÖSTUDAGUR 18, APRÍL 1980.
620 hlut-
hafar
ífiskeldi
— sem stofnað var í
gærkvöld
Sex hundruð og tuttugu hluthafar
stofnuðu Fiskeldi hf. á Hótel Sögu i
gærkvöldi. Hlutafé er kr. 104.5
milljónir og samþykkt var heimild til
stjórnar félagsins að auka það um
helming. Til samanburðar má geta
þess, að þegar Dagblaðið hf. var
stofnað fyrir Fimm árum var hlutafé
þess 75 milljónir kr.
Stjórn félagsins var kosin á stofn-
fundinum. í henni sitja Jakob V.
Hafstein eldri, framkvæmdastjóri,
Árni Ólafur Lárusson, deildarstjóri
Skeljungi hf., Jón Gauti Jónsson,
bæjarstjóri Garðabæ, Hilmar Helga-
son stórkaupmaður, Eyjólfur
Friðgeirsson fiskifræðingur, Jón
Friðjónsson verkfræðingur S.S.,
Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri Húsa-
vík. Endurskoðendur eru Þorsteinn
Haraldsson löggiltur endurskoðandi og
Sighvatur Eiriksson tæknifræðingur,
Iðntæknistofnun.
Kosningar fóru fram samkvæmt
heimildum laga um svokallað marg-
feldisgildi atkvæða. Urðu þær nokkuð
seinunnar. Var frestað að telja atkvæði
úr kosningu til varastjórnar. Geysi-
legur áhugi kom fram i umræðu manna
og stóð stofnfundurinn fram á nótt.
Fundarstjóri var Baldur Guðlaugsson
lögfræðingur. _bs.
Fær forsætisráö-
herra ekkiaðtala?
Þingmenn virtust i gær ekki sáttir við
frestun útvarpsumræðnanna og hófu
þvi almennar stjórnmálaumræður utan
dagskrár, sem stóðu allan daginn.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra mun hafa óskað eftir afbrigðum
til að taka þátt í útvarpsumræðunum,
þegar þær verða eftir helgina. Alþýðu-
flokksmenn leggjast gegn því, þar sem
Gunnar og hans menn hafa ekki
myndaðsérstakan þingflokk.
Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur
útnefnt „Geirsmenn” sem sína fulltrúa
i útvarpsumræðunum, og var þvi ekki
mótmælt af hálfu Gunnars. -HH.
Fullskipað í karlaklefum
lögreglunnar
Það er heldur óvenjulegt að fanga-
geymslur lögreglunnar séu fullskipaðar
nema um um helgar. En í nótt gerðist
það að karladeildin fylltist og voru 22
karlmenn inni. Allt var þetta sökum
ölvunar. Lögreglan rekur þetta óvenju-
lega ástand ekki til neins sérstaks
viðburðar. Um var að ræða menn og
konur á öllum aldri og fólk tekið um
allan bæ, á götum úti eða i leigubílum.
Kvennadeildin var ekki alveg full-
skipuð. -A.Sl.
lukkudagarT
18. APRÍL 12604
Henson æfingargalli.