Dagblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.05.1980, Blaðsíða 1
TÆKNIOG VISINDI - útvarp mánudagskvöld kl. 22,35: Örtölvan stytt- ir vinnutimann Ég ætla í kjölfar þessara örtölvu- þátta í sjónvarpinu að ræða mögu- leika örtölvunnar erlendis og hvernig viðhorfið er hér heima. Bæði í hve rikum mæli við getum notað þær og í ívaða greinum atvinnulífsins og innarri starfsemi,” sagði Páll Theo- lórsson eðlisfræðingur, sem talar um mikilvægi örtölvunnar i íslenzku at- vinnulífi nk. mánudagskvöld. Hann sagði einnig að hann myndi ræða að hve miklu leyti við gætum sjálfir átt beinan þátt i að hanna tölvur og smiða. í öllum nágranna- löndum okkar hefur rikisvaldið sterkt frumkvæði tii þess að örva þessa þróun. Páll kvaðst hafa þá skoðun að þessi tækni byði okkur upp á umtals- verða möguleika i rafeindatækni fram yfir það sem áður hefði verið. Tækjasmíði yrði tðluvert auðveldari. T.d. yrði tæknin þannig að eftir svo sem 5 ár'æri fréttaritari með Srtölvutæki í lítilli tösku á stærð við ferðaritvél. Þegar frétaritarinn hefur komið frétt sinni á skerminn og hefur hana beint fyrir framan sig getur hann tekið út setningar eða orð og skotið inn nýju. Síðan hringir hann beint i prentsmiðjuna og þar fer hún á skerm. Svona tæki er komið á markaðinn, að vísu dálítið stærra. Það var fyrst notað í heimsmeistara- keppni í fótbolta i Argentinu árið 1978. Fréttaritarinn þurfti þá ekki annað en hringja heim og eftir eina minútu var fréttin komin i aðra heimsálfu. Saumavélar eru þegar komnar á markaðinn. í stað 2 þús. hluta sem Páll Theodórsson eðlisfræóingur ber saman tækni reiknisstokkinn, sem notaóur var til skamms tfma. hreyfast hefur hún kannski 30—40 hluti. í henni er miklu meira úrval mynztra og ef eitthvað nýtt kemur upp er hægt að skipta aðeins um einn kubb. Eftir 5 ár eigum við von á þvotta- vél á markaðinn sem hefur miklu fjölbreytilegra þvottaforrit en nú er. Rafmagnsritvél kemur eftir ár eða svo örtölvustýrð. í stað 2 þús. hluta í venjulegri vél verða aðeins 15. í vél- inni verður hlutur sem líkist kúlu- penna. Hann skrifar. Það verður ekki slegið á hana og það heyrist afar nútimans og gamla DB-mynd Bjarnleifur. lítið í henni. í henni verður úrval for- rita. Hægt að hafa alls konar stærð af stöfum, grískt letur, stærðfræði- 'tákn og fieiri sértákn. „Það að maður losnar við að reikna á blaði og er aðeins með smá- tól í vasanum léttir vitanlega lífið. Vinnudagurinn i frystihúsunum ætti að styttast og við gætum farið að vinna40 tima vinnuviku. Við getum gert ýmsilegt eftir 5 ár og stóra hluti strax eftir 10 ár,” sagði Páll. -EVI. Miðvikudagur 14. maí áhuga á vcrkalýAsmálum og tekur aö skrifa um þau. Þýðandi Jón Gunniaugsson. (Nord vison — Norska i'ónvarpiól. 00.00 Dagskrárlok Föstudagur 16. maf Laugardagur 10. maí 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone í nýjum ævintýrum. Nýi bandarískur teiknimyndaflokkur í 13 þátt- um um gamla kunningja, Steinaldarmennina. Annar þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns dóttir. 18.55 Enska knattspyman. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Flugsnillingar (Survival: Real Aces). Flug- vélasmiðir nútímans eru að vonum hreyknir af Concorde og öðrum málmblikandi farkostum háloftanna, en þessi mynd sýnir, að enn standa þeir langt að baki hinum sönnu meisturum flugtæknir.nar, fuglunum. Þýöandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 21.30 Faðir minn og húsbóndi. (Padre padrone). ltölsk biómynd frá árinu 1977. Leikstjórar Paolo og Vittorio Taviani. Aðalhlutverk Omero Antonutti og Savero Marconi. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Gavinos Ledda og hefst þegar hann er sex ára gamall. Faðir Gavinos er bóndi á Sardiníu og hann sýnir. drengnum mikla hörku, lætur hann þræla og refsar harðlega fyrir minnstu yfirsjónir. En bernskuárin liða og Gavino gengur í herinn að boði föður slns. Þýöandi Þuríður Magnús- dóttir. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Gunnþór Inga son. sóknarprestur í Hafnarfirði, flytur hug- vekjuna. 18.10 Stundin okkar. Meðal efnis: Fylgst er með samæfingu i Tónlistarskóla Isafjarðar. Ámi Blandon segir sögu. og flutt verður myndasaga eftir niu ára strák. Þá verður leikiö á flöskur. og nemendur úr Leiklistarskóla ríkisins sýna trúðaleikrit. Blámann litli er á sinum stað. og Valdi kemur í heimsókn til frænda sins. Binna bankastjóra. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjóm upptöku Tage Ammendrup. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tónstofan. Gestur þáttarins er Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Kynnir Rannveig Jóhannsdóttir. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs son. 21.05 t Hertogastræti. Fjórtándi og næstsiðasti þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.55 Listir jóganna (Roots of Yoga). Indversk ir jógar aga löngum holdið og leika ótrúlegustu listir. Þó að hinir alvarlegri menn i greininni liti þær fremur hornauga. vekja þær jafnan forvitni og undrun áhorfenda. Þýðandi Jón O Edwald. 22.45 Dagskrárlok. Mánudagur 12. maf 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommiog Jenni. 20.40 tþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 2l.l5 Bærinn okkar. Meyjarbragðið. Þessi mynd greinir frá manni. sem búið hefur heima hjá systur sinni og mági i mörg ár. Hjónin eiga þá ósk heitasta. að hann finni sér góða konu og stofni eigið heimili. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.40 Fimmburarnir frægu. Dionne fimmburamir kanadisku öðluðust heimsfrægð þegar við fæöingu sina. 28. maí 1934. Litlu stúlkurnar ólust upp við dekur og hóflausa at- hygli en þegar stundir liðu fram, tók heldur að siga á ógæfuhliöina. Þýðandi og þulur Guöni Kolbeinsson. 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. maí 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Þjóðskörungar tuttugustu aldar. Winston Churchill (1874—1965), fyrri hl. Chamberlain, forsætisráðherra Breta. taldi fríðinn tryggan eftir fundinn i MOnchen i september 1938. en þegar Hitler rauf griðin. varð hann aö segja af sér. örlagastund Bretlands var mnnin upp, og nú þurfti styrka hönd á stjórnvölinn. Það féll i hlut Churchills að leiða þjóð sina til sigurs. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.10 Óvænt endalok. t gapastokkinn. Þýðandi Krístmann Eiösson. 21.35 Þingsjá. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmaður lngvi Hrafn Jónsson þing fréttaritari. 22.25 Dagskrárlok. 18.00 Börnin á eldfjallinu. Niundi þáttur. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 18.25 Lífið um borð. önnur mynd af fjórum norskum um vinnustaði er fæst börn fá að kynnast. Aö þessu sinni er vinnustaðurinn oliuborpallur. Þýöandi Bogi Arnar Finnboga- son. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 18.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Vaka. Fjallað verður um kvikmyndagerð. Umsjónarmaöur Ámi Þórarinsson. Stjóm upptöku Andrés Indriöason. 21.20 Ferðir Darwins. Sjöundi og siðasti þáttur. Uppruni tegundanna. Efni sjötta þáttar: Darwin vcltir mjög fyrir sér þeim merkilegu uppgötvunum. sem hann gerði á Galapagos- eyjum. þótt honum sé ekki fullljóst. hvaða ályktanir megi draga af þeim. FitzRoy ætlar að skrifa nákvæma skýrslu um ferðina og býður Darwin að fella dagbók sina inn i hana. Leiðangursmenn em þreyttir eftir fimm ára útivist og fagna mjög, þegar „Beagle” kemur til hafnar í Englandi. Darwin heldur rakleiðis heim til Shrewsbury og heimsækir Josiah. frænda sinn. og dóttur hans. Emmu. sem er ástfangin af honum. Hann reynir að útskýra fyrir henni kenningar sinar, en henni gengur illa að skilja þær. Hins vegar er hún strax með á nótunum, þegar Darwin lætur verða af því aöbiðja hennar. Þýöandi óskar Ingimarsson. 22.20 Sigurd Evensmo. Norski mynda- flokkurínn „Milli vita” sem er siðastur á dag skrá kvöldsins, er byggður á skáldsögum eftir rithöfundinn Sigurd Evensmo (1912—1978) Þetta er heimildamynd um rithöfundinn. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.45 Milli vita. Norskur myndaflokkur i átta þáttum. byggður á skáldsögum eftir Sigurd Evensmo. Handrit og leikstjórn Terje Mærli. Aðalhlutverk Sverre Anker Ousdal. Knut Husebö. Svein Sturla Hungnes. Ellen Horn og Kirst^n Hofseth. Sagan hefst á 3ja áratug aldarinnar og lýkur 1945. Karl Marteinn er kominn af verkafólki. Hann verður aö hætta námi, þegar faðir hans slasast. og gerist verka maður. Hann þolir illa erfiðisvinnu.en fær 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðu leikararair. Gestur að þessu sinni er söngvarinn Arlo Guthrie. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón F.inarssón frétta maður. 22.10 Þögn hafsins s/h (Le silence de la mer) Frönsk biómynd frá árinu 1949, gerð eftir samnefndri skáldsögu Vcrcors. scm komið hefur út i islenskrí þýðingu Sigfúsar Daða sonar. Leikstjóri Jean Pierre Mel\;'le Aðalhlutverk Howard Vernon. Nivlc Stephane og Jean Maríc Roluin. Þýskum :iðs foringja er fengið aösetu?- hjá rosknum manni og frænku hans i Frakklandi á hernáms- árunum. Þjóðverjinn cr gagnmenntaður og viðfelldinn. en gamli inaðurinn og frænka hans tjá andúð sina á innrásarliöinu með þögn og fálæti. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.35 Dagskrárlok. Laugardagur 17. maí 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone i nýjum ævintýrum. Þriðji þáttur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Peter Tosh. Mynd frá tónleikum með PeterTosh. 21.30 Lifum bæði lengi og veL (Living Longer, Living Better). Ný, bresk heimildamynd um viðleitni visindamanna til að lengja æviskeiðið. Telja ýmsir þeirra. að hundrað ár verði ekki óvenjulegur aldur, þegar fram líða stundir. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Hombre. Bandariskur „vestri" frá árinu I967. Aðalhlutvcrk Paul Newman. Dianc Cilento og Frederic March. John Russel hefur alist upp meðal indíána i Arizona. Hann erfir gistihús sem hann selur. vega þess. að hann fellir sig ekki við liíshæiti kynbræðra sinna. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Gunnþór Inga son, sóknarprestur i Hafnarfirði. flytur hug vekjuna. I8.I0 Stundin okkar. Farið vcröur i heimsókn til héraösskólansá Reykjanesi við isafjarðardjúp. Nemandi úr Samvinnuskólanum við Bifröst leikur á fiöskur og segir frá skóla sinum. og nemendur úr Leiklistarskóla rikisins sýna brot úr trúðaleikríti. Leikstjóri er Þórhildur Þor leifsdóttir. Rætt verður við Jón Baldur Sigurðsson um fuglaskoðun og Árni Blandon segir sögu. auk fastra liða. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og vcAur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Þjóólif. R . -rtur ..ir.•■«* !•. Rebroff og l;i- ó ; Haliormsstartarskog. t:»-.ið viö Jón LoftSMiu skogurvoirt og Siguirt Blöndal, skógræktarstjóra ríkisins. Einnig verður tréskurðarmaðurinn Halldór Sigurðsson á Egilssiortum sóttur lieim. Þá verður farið i jöklaleiðangur með Islenska alpaklúbbnum. Meðal gesta í sjónvarpssal. verða Gísli Jónsson. Halldór Laxness. Hannibal Valdimarsson. og Vilhjálmur Hjálmarsson. Umsjónarmaður Slfrún Stefáns dóttir. Stjóm upptöku Valdimar Leifsson. 21.35 I Hertogastræti. Fimmtándi og siöasti þáttur. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.25 Söngur skýjanna. Japönsk heimildamynd. Blómaskreytingar eru meðal hinna fornu. þjóðlegu lista Japana. Fyrr á öldum voru þær keppnisíþrótt aðalsmanna: nú þykja þær mikilsverð heimilisprýði. og eru uppi marg- vislegar stefnur i greininni. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.