Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ1980. 9 Indland: Sanjay, sonur Indiru Gandhi, ferst er sviffluga hrapar Sanjay Gandhi, sonur Indiru Gandhi forsætisráðhcrra, fórst í morgun er sviffluga hrapaði með hann og annan mann að því er ind- verska fréttastofan tilkynnti. Indverska lögreglan hefur staðfest að Sanjay sem var 33 ára gamall hafi verið í svifflugunni þegar hún hrapaði. Slysið varð nærri heimili Indiru Gandhi í Nýju-Dehli. Sonur hennar var mikill flugáhugamaður. Var hann talinn hafa skipulágt starf Kongress- flokks Indiru fyrir siðustu þing- kosningar í Indlandi. Þær voru í janúar síðastliðnum og vann flokk- urinn mikinn sigur og vann meiri- hluta á indverska þinginu. Flokknum hefur einnig vegnað vel í kosningum til einstakra ríkisþinga á Indlandi. Sanjay hefur verið talinn sá er móðir hans forsætisráðherrann ætlaði sætið sem eftirmaður i for- sætisráðherrastóli og formennsku i flokknum. Hann varð þingmaður á indverska þinginu í fyrsta skipti i janúar siðast- liðnum. Áður hafði hann verið mjög áberandi og áhrifamikill á meðan móðir hans ríkti með bráðabirgða- lögum frá júní árið 1975 þar til flokkur hennar beið ósigur i kosningum í marzmánuði árið 1977. Var Sanjay þá ásakaður fyrir að hafa gengið fram af of miklu kappi við að reka ólöglega íbúa á brott frá fá- tækrahverfum Nýju Delhí. Hann var einnig talinn bera höfuðábirgðina á herferð til ófrjósemisaðgerða meðal íbúa víðs vegar um Indland. Sjálfur hafði hann viðurkennt, að þar hafi verið gengið of langt. Sanjay mátti dúsa í fangelsi á meðan andstæðingar móður hans voru við völd. Þó andstæöingar Sanjay Gandh væru fjölmargir þá átti hann sé einnig marga fylgismenn. Á mynd inni sést hann í hópi þeirra og lög reglumanna. Þá var hann á leið li réttarhalda í Nýju Delhi. Ástralía: Þríðja glasa- bamiðfætt og hið fyrsta sem fæðist á fullkomlega eðlilegan hátt Þriðja glasabarnið í heiminum fæddist í Melbourne i Ástralíu í morgun. Jafnframt var þetta fyrsta barnið sem getið er í tilraunaglasi sem fæðist algjörlega eðlilega. Að sögn lækna líður bæði móður og hinni ný- fæddu dóttur mjög vel. Fæðingin varð fimm dögum fyrr en spáð var. Móðirin, 24ára, Linda Reed, fæddi 14 marka dóttur (3,6 kg). Stúlkan er fyrsta glasabarnið sem fæðist i Ástralíu. Fyrsta barnið fæddist í júlí árið 1978 og annað í Skotlandi sex mánuðum síðar. Bæði voru tekin með keisaraskurði. Faðir ástralska barnsins var viðstaddur fæðinguna. Er hann kennari, John Reed að nafni. Vitað var um kynferði barnsins fyrir fæðinguna. Nafn stúlkunnar verður Candice Elizabeth. Hjónin eiga fjögurra ára son fyrir. Frú Linda gat hins vegar ekki átt annað barn með eðlilegum hætti, þar sem eggjaleiðarar hennar höfðu crðið fyrir hnjaski, að sögn lækna. Þingkosningar í Japan: Sigur Frjáls- lynda flokks- ins tryggður Frjálslyndi flokkurinn i Japan hefur unnið mikinn sigur í þingkosn- ingunum sem þar fóru fram í gær. Er nú tryggt að flokkurinn verður áfram við völd. Þeim hefur hann haldið síðan lýðræði var komið á i Japan að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. í morgun, þegar ólokið var að úr- skurða hverjir hlytu níutiu þingsæti af fimm hundruð og ellefu á þinginu, hafði flokkurinn hlotið 259 en and- stæðingar hans aðeins 162. Sérfræðingar spáðu þvi með hjálp tölvu að Frjálslyndi flokkurinn mundi fá 270 þingsæti i stað þeirra 258 sem hann hafði er hann beið ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu í siðasta máhuði. Frjálslyndi flokkurinn, sem er all- íhaldssamur, getur með 270 sætum á japanska þinginu haft meirihluta i öllum þeim átján þingnefndum sem nauðsynlegar eru til að tryggja örugg- an og skjótan framgang frumvarpa ríkisstjórnarinnar i gegnum þingið. Ef þingsæti flokksins verða aðeins 266 hefur hann meirihluta í fjárhags- áætlunarnefnd. Þar með gæti hann komið fjárlögum sínum óbreyttum í gegnum afgreiðslu þingsins. Sérfræðingar telja orsök sigurs Frjálslynda flokksins að nokkru sam- úð fólks vegna fráfalls Ohira for- sæltisráðherra, en hann lézt hinn 12. þessa mánaðar. Vantrú fólks á að andstöðufiokkarnir gætu myndað starfhæfa ríkisstjórn er einnig talin orsök fyrir sigri Frjálslynda flokks- ins. Kommúnistar og aðrir smáfiokk- ar töpuðu í kosningunum í gær. Helzti andstöðuflokkurinn, sósíal- istar, stendur nokkurn veginn i stað. Er talið að hann muni fá 107 þing- sæti eða sama og hann hafði. V Með VIGDÍSI á Jónsmessuhátíð í Laugardalshöll annað kvöld Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistarl flytur létta klasslska tónlist, undlrlelkarl Þorsteinn Gauti Sigurösson. Þorsteinn ö. Stephensen Ijóðalestur Ingveldur ólafsdóttir og Jóhanna Linnet syngja undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar Jónas Þórir leikur á orgel Karlakór Reykjavíkur syngur Lúðrasveit Arbæjar og Breiðholts leikur frá kl. 20.00. Halldór Sigurðsson, fyrrv. ráðherra Avörp flytja: Þór Magnússon, þjóðminjavörður Guðrún Erlendsdóttir, dósent Kristján Thorlacius, form. B.S.R.B. Svavar Gestsson, ráðherra Grétar Þorsteinsson, f orm.trésm.f él. Rvikur. Asthildur ólafsdóttir, húsmóðir Sigrlður Hagalin, lelkarl Páll Pétursson, bóndl og alþ.maður Séra Bolli Gústavsson, Laufási Vigdfs Finnbogadóttir Fjórtán leikarar flytja dagskrá undir stjórn Kjartans Ragnarssonar lelkara.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.