Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Víkingar og íslandsmeist- arar ÍBV deildu stigunum — Jafntefli 1-1 í sólinni á Fögruvöllum í Laugardalnum Garpurinn i marki tBV, hinn 37 ára Páll Pálmason, grfpur knöttinn áöur en Hinrik Þórhallsson fær tækifxri til að skalla. Á milli þeirra er varnarmaðurinn sterki Sighvatur Bjaranson. DB-mvnd Bjarnleifur. Ævintýralegur enda- sprettur á Nesinu — er Björgvin sigraði í Johnny Walker keppninni „Ég er ánægflur mefl hvafl Víkings- liðifl barflist vel eftir að hafa fengið á sig hið slysalega mark I byrjun leiksins — en hins vegar er ég ekki ánægflur með hve leikmenn liðsins misnotuðu mörg góð tældfærí, sem þeir sköpuflu sér I leiknum. Greinilegt er þó að liðið er i framför,” sagði Yourí Sedov, hinn sovézki þjálfari Vikings eftir afl lið hans hafði gert jafntefli, 1—1, við íslandsmeistara Vestmannaeyinga i sól- inni á Fögruvöllum í Laugardal á laugardag. Jafn leikur, þegar á heildina er litið og jafntefli að mörgu leyti sann- gjörn úrslit. Vikingar fengu fleiri tæki- færí en Vestmannaeyingar léku oft betur saman úti á vellinum — og tals- verflur heppnisstimpill var á marki þeirra. Bæði lið voru án sterkra manna, Róbert Agnarsson og Helgi Helgason voru ekki með Víkingi og ÍBV án Tómasar Pálssonar — en byrjun leiksins var stórskemmtileg. Knötturinn gekk markanna á milli og tækifæri sköpuðust — en sólin og hitinn mikli tók sinn toil. Það slaknaði á hjá leikmönnum liðanna eftir því, sem á leikinn Ieið. Víkingar geystust í sókn um leið og leikurinn hófst — fallegt upphlaup og Gunnar Örn Kristjánsson, sem lék sinn fyrsta leik i sumar með Vikingi, fékk knöttinn við vítateiginn hjá ÍBV. Hörkuskot hans rétt sleikli stöng marksins að utanverðu. Þá kom afl Vestmannaeyingum. Óskar Valtýsson átti þrumufleyg af löngu færi á mark Vikings. Diðrik Ólafsson varfli vel — sló knöttinn yfir þverslá. Hornspyrna á þriðju mínútu. Ómar Jóhannsson lók spyrnuna — gaf inn á markteig Víkings. Diflrík hafði hendur á knettinum og engin hætta virtist verar-BiT Diðrik missti knöttinn fyrir fæturnar á Sveini Sveinssyni, sem þakkaði gotl bofl og renndi knettinum i markhornifl. Litlu munaði þá afl Ragnar Gíslason bjargaði á marklínu. ,,Ég taldi öruggt að elnn varnar- manna Víkings myndi skalla knöttinn frá — hann haffli aila möguleika á þvi — og ég var því engan veginn við þvi búinn afl fá knöttinn í fangið. Það var svo óvænt að knötturinn snerisl úr höndum mér," sagfli Diðrik Ólafsson um atvikið. Minútu síðar komst Hinrik Þórhalls- son í opiö færi við mar.k ÍBV en Páll Pálmason, bezti maður Vestmanna- eyinga, varði snilldarlega með fírlgH*,- gómunum á marklínunni. Páll var ákaflega vakandi i markinu og i ein fimm skipti hirti hann knöttinn af tám leikmanna Vikings aðeins i fyrri hálf- leiknum — m.a. eftir að Lárus Guðmundsson hafði leikið á tvo varnarmenn ÍBV innan vítateigs. Lárus náði knettinum aftur en spyrnti þá framhjá. Vestmannaeyingar voru sterkari „í loftinu” unnu flest skallaeinvígi eins og svo oft áður síðan þeir byrjuðu að leika í 1. deild — og á 17. min. náðu Vest- mannaeyingar mjög góðu upphlaupi. Knötturinn var gefinn fyrir Víkings- markið — Sigurlás Þorleifsson stökk hæst og skallaði snilldarlega á markið. Maður beinlínis sá knöttinn í markinu en á einhvern undraverðan hátt sveif Diðrik upp undir þverslána og tókst að slá knöltinn yftr. Mesta einstaklings- afrekið i leiknum — markvarzla, sem beztu markverðir heims hefðu mátt vera stoltir af. Eftir þessa skemmtilegu byrjun fóru leikmenn verulega að gefa eftir — en Víkingum tókst að jafna minútu fyrir hálfleik. Diðrik átti langa mark- spyrnu, vel inn á vallarhelming ÍBV. Hinrik skallaði knöttinn yfir varnar- menn ÍBV og Lárus Guðmundsson nýtti vel hraða sinn. Skauzt inn fyrir varnarmennina og sendi knöttinn örugglega framhjá Páli, sem hljóp út gegn honum. í hálfleiknum var Þórður Hallgrímsson, ÍBV, bókaður. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðunum í síðari hálfleik. Aðalsteinn Aðalsteinsson kom inn strax eftir leik- hléið fyrir Óskar Magnússon en Jóhannes Bárðarson tók að sér að gæta Björgvin Þorsleinsson komst aftur i sviðsljósið i gær eftir margra mánaða myrkur er hann sigraði í Johnny Walker keppninni á Nesinu eftir ævin- týralcgan endasprett. Björgvin leiddi i keppninni eftir fyrri daginn — lék á 71 höggi, Hannes Eyvindsson var þá með 74 högg og þeir Óskar Sæmundsson og Geir Svansson með 75. Eftir 27 holur var Jóhann Ó. Guðmundsson skyndi- lega kominn inn í myndina á 112 högg- um en þeir Geir og Óskar áttu ekki möguleika. Björgvin leiddi enn eftir 27 holur með 110 högg en Hannes var með 111. Lokaspretturinn var þvi æsispenn- andi og aldeilis viflburðarikur. Á 3. holunni í síðasta hringnum tókst Jóhanni illa upp og missti þar með af lestinni. Hannes og Björgvin börðust áfram högg fyrir högg og að 3. holunni lokinni voru þeir jafnir. Björgvin vann eitt högg á Hannes á hverri af næstu þremur holum. Hann var því með þriggja högga forystu er þrjár holur voru eftir og töldu flestir að sigurinn væri i höfn. En ekki þó Hannes. Hann gerði sér litiö fyrir og fór 7. brautina á „eagle” á meðan Björgvin fór hana á pari — 5 höggum. Er tvær holur voru eftir munaði því aðeins einu höggi og allt gat gerzt, og hvort það gerðist. Upphafshögg Hannesar hafnaði á „out of bounds” svæði þannig að hann fékk víti og varð að slá aftur. Siðara upphafshöggið tókst vel og hafnaði boltinn á miðri braut. Ekki tókst hins vegar svo vel til næst þvi boltinn tók sér ferð á hendur niður i fjöruborðið. Alls urðu högg Hannesar 8 á 8. brautinni og þar með fór vonin um sigur. Björgvin hélt sínu striki og sigraði á 149 högg- um. Hannes lauk mótinu með 151 högg i pokahorninu og Jóhann Ó. varð þriðji á 153. í keppninni með forgjöf sigraði Knútur Björnsson, GK, á 145 höggum nettó. Jón Árnason, NK, var á 147 og síðan urðu þeir Sigurður Haf- steinsson, GR, Sigurður Pétursson, GR, og Jóhann Ó. Guðmundsson jafn- ir með 149 högg. í kvennakeppninni sigraði Ásgerður Sverrisdóttir, NK, á 87 höggum. Guð- finna Sigurþórsdóttir, GS, kom inn á 89 höggum, Steinunn Sæmundsdóttir, GR, og Kristín Þorvaldsdóttir, NK, á 93 höggum. í kvennakeppninni með forgjöf sigr- aði Kristine Eide, NK, á 76 höggum. önnur varð Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK, á 76 höggum einnig en Kristine sigraði i bráðabana. Aðalheiður Jörgensen Nolan varð svo í 3. sæti með 79 högg netló. Björgvin Þorstcinsson komst aftur I sviflsljósifl í gær. Sigurlásar. Þá kom Jóhann Þorvarðar- son í stað Gunnars Arnar hjá Víking — Óskar Óskarsson í stað Þórðar Hallgrímssonar, sem bað um skiptingu, og átta min. fyrir leikslok var Sigurlás tekinn út af. Samúel Grytvík kom í hans stað en skiptingin var ólöglega framkvæmd. Það þýddi að Samúel var bókaður um leið og hann kom inn á. Litið var um marktækifæri í síðari hálfleiknum — en Víkingar voru þó klaufar að ná ekki forustu á 69. mín. Lárus lék snilldarlega á varnarmenn ÍBV og algjör panik varð í vörninni. Markið blasti við opið en ekki tókst Vikingum að koma knettinum rétta boðleið. Páll varði að lokum i horn. Rétt siðar lék Ragnar Gislason upp að vítateig ÍBV, þegar illa var brotið á honum. Aukaspyrna og Lárus Guðmundsson sendi knöttinn beint i mark ÍBV. En markið var dæmt af. Dómarinn Guðmundur Sigurbjörnsson hafði dæmt óbeina aukaspyrnu — nokkuð skrítinn dómur það. Ragnar meiddist það illa í þessum átökum að nokkru fyrir leikslok varð hann að yfir- gefa völlinn. Víkingar léku því tíu síðustu minúturnar, þar sem báðir varamennirnir höfðu verið notaðir. Það kom ekki að sök — og það næsta, sem Vestmannaeyingar komust í að skora var hörkuskot frá Óskari, sem rétt smaug yfir þverslá Víkingsmarks- ins. . í heild var þetta einn bezti leikur Vikings á íslandsmótinu. Lárus Guðmundsson bezti maður liðsins og þessi 18 ára piltur hlýtur að eiga heima í íslenzka landsliðshópnum. Frábærlega leikinn og fljótur. Gunnar Gunnars- son, annar kornungur piltur, einn af íslandsmeisturum Víkings í handknatt- leiknum, var sterkur miðvörður i sínum fyrsta leik „úti á velli” í sumar. Var markvörður flesta leikina á Reykja- víkurmótinu. Þáátti Magnús Þorvalds- son prýðilegan leik sem bakvörður. Traustur og fljótur og Jóhannes Bárðarson stendur vel fyrir sinu. Bezti maður i isl. knattspyrnu til að taka að sér ákveðinn mótherja. í framlinunni var samvinna Lárusar og Hinriks oft góð og Ómar Torfason er stöðugl vax- andi leikmaður. Hjá ÍBV átti Páll snilldarleik í marki — Sighvatur Bjarnason sterkur varnar- maður, svo og Gústaf Baldvinsson. Óskar Valtýsson sivinnandi og hvetj- andi félaga sína. Sterkur leikmaður. Snorri Rútsson og Viðar Elíasson traustir leikmenn. Hins vegar náðu framlinumenn ÍBV sér ekki á strik i IbHnuuu — Sigurlás óvenji: daufur svo og Ómar JofrarmsfiQn. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.