Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Skrifstofur stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar og Brvnhildar Jóhanns- dóttur eru á eftirtöldum stöðum á landinu. AÐALSKRIFSTOFA: Nýja húsinu við Lækjartorg, simar 27833 og 27850. Opið kl. 9.00—22.00 alladaga. BREIÐHOLT: Fellagörðum. simi 77500 og 75588. Opiðalla virka tlaga kl. 14.00 til 22.00 og umhclgarkl 14.00 til 19.00. AKRANES: Fclagsheimilinu Röst. simi 931716. Opið alla virka daga kl 17.00 til 22.00 og um hclgar kl. 14.00 lil 18.00. BORGARNES: Í JC húsinu. simi 93-7590. Opið virka daga kl. 21.00 til 23.00 og 14.00 til 18.00 um helgar. STYKKISHÓLMUR: Í Verkalýðshúsinu, sími 93—8408. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00-23.00. ÓLAFSVlK: Helgi Kristjánsson, sími 93-6258. BÚÐARDALUR: Skjöldur Slefánsson sími 95-2115 PATREKSFJÖRÐUR: Stefán Skarphéðinsson, sím i 94—1439. ÍSAFJÖRÐUR: Austurvegi I, sími 94—4272. Opið alla virka daga kl. 10.00 til 22.00 og um helgarkl. 14.00 til 19.00. BOLUNGARVÍK: Jón Sandholt,simi94—7448. HVAMMSTANGl: Verzlunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar. s. 95-1350. Opið alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 ogum helgarkl. 13.00 til 19.00. BLÖNDUÓS: Húnahraut 13, sími 95 4160. Opið á miðvikudögum og sunnudögum kl. 20.00 til 22.00. ÓLAFSFJÖRÐUR: Stefán Einarsson. Bylgjubyggö 7. siri.i 62380. Opið kl. 14.00 til 19.00. SAUÐÁRKRÖKUR: Sigurður Hansen, simi 95-5476. SIGLUFJÖRÐUR: Suðurgötu 8. sími 97 7110. Opiðalla virka daga l'rá kl. 16.00 til 19.00 og um helgarkl. 14.00 til 19.00. DALVÍK: Sigyn Georgsdóttir. simi 96-6128. AKUREYRi: Gcislagótu 10. sinii 96 25177 og 25977. Opið alla virka daga kl 14.00 u.l 19.00. HUSAVÍK: Eystcinn Sigurjónsson. sinti 96-41368. RAUFARHÖFN: Helgi Ólafsson. simi 96 51170. ÞÓRSHÖFN: Aðalbjörn Arngrímsson. simi 96 81114. VOPNAFJÖRÐUR: Bragi Dýrfjörð. simi 97-3145. EGILSSTAÐIR: Þráinn Jónsson. símar 97-1136 og 97-1236. NESKAUPSTAÐUR: HilmarSímonarson.97 7366. ESKIFJÖRÐUR: Emil Thorarensen, simi 97-6117. REYDARFJÖRDUR: Raftækjaverslun Arna og Bjarna, simi 97-4321. Opin daglega mánudaga til föstudagsfrá 17—l9ogum helgareftir þörfum. HORNAFJÖRÐUR: Steingrímur Sigurðsson, simi 97-8125. HELLA: Í Verkalýðshúsinu. sími 99-5018. Opið alla daga kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00. VESTMANNAEYJAR: Strandvegi 47. sinii 98 1900.Opið alla daga kl. 16.00 til '19.00 og 20.00 til 22.00. SELFOSS: Austurvegi 39. sinii 99-2033. Opið alla \irka daga kl 18.00 til 22.00 og unt hclgarkl. 14.00 til 18.00. KEFLAVÍK: Njarðvík, Garður, Sandgerði, Hafnir: Hafnargötu 26. sínii 92-3000. Opið alla virka daga kl. 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 18.00. GRINDAVÍK: Austurvcgi 14.simí 92-8341. Opið kl. 20.00 til 22.00 fyrst um sinn. HAFNARFJÖRÐUR: Dalshrauni 13. sími 51188. Opið alla virka daga kl. 20.00 til 22.00 og um helgarkl. 14.00 til 18.00. MOSFELLSSVF.IT: Þverholti sin fi' uþO.Opið virka daga kl. 20.00 til 22.00 og kl 14.00 lil 19.00 um helgar. GARÐABÆR: Í husi Safnaðarheimilisins, simi 45380. Opið alla virka daga kl. 17.00 til 20.00 ogum helgarkl. 14.00 til 17.00. KÓPAVOGUR: Hamraborg 7, sími 45566. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00 og um helgarkl. 14.00 til 18.00. SF.LTJARNARN ES: Látraströnd 28, sími 21421. Opið alla virka daga kl. 18.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 18.00. Skrifstofurnar vcita allar upplýsingar um kjörskrá. utankjörstaðakosningu’ og taka á móti frjálsum framlögum í kosningasjóð. MADUR FÓI.KSINS KJÓSUM AI.BERT Langbrók á Torfunni í einni svipan er eins og almenn- ingur hafi dottið niður á nýjan sann- leik: Torfan er til einhvers nýt. Er smiðir réðust til atlögu við Land- læknishúsið eftir samninginn lang- þráða við menntamálaráðherra voru margir ansi efins um að hægt yrði að lífga við þessa niðurníddu byggingu. En þegar fór að líða á maímánuð fóru margir Tómásar að endurskoöa afstöðu sina, því, smátt og smátt endurheimti húsið sína fornu reisn fyrir tilstilli vandaðra handverks- manna. Það sem gerði útslagið var svo opnun veitingastaðar og gallerís í húsinu. Frá þeim tíma hefur verið stöðugur straumur fólks á staðinn, bæði í veitingahúsið og á sýningu þeirra Langbróka, en það eru þær sem tóku aðstöðuna á leigu til 5 ára. Ekki hefur sakaðað hin mesta veður- blíða hefur ríkt í borginni frá upphafi hátíðar og hefur fólk flatmagað á grasflötinni fyrir framan, milli þess sem það hefur brugðið sér inn til að borða eða skoða myndir. Lrfseigt fyrirtæki Gallerí Langbrók er nokkuð líf- scigt fyrirtæki.var stofnað sumarið 1978, en hinn harði kjarni þess kom úr Gallerí Sólon íslandus, sællar minningar. Tilgangur aðstandenda, 12 valinkunnra listakvenna af yngri kynslóð, var í upphafi sá að koma bæði myndlist og listiðn á framfæri á einum aðgengilegum stað i bænum og til skamms tíma var galleríið til húsa að Vitastig 12. Starfsemin þar mun hafa gengið nokkuð vel en þá opnaðist hins vegar sá mögulciki að taka húsnæði á leigu i Landlæknis- húsinu sem er bæði stórt og miðsvæðis. Það fer einmitt vel á þvi að listafólk hafi þarna bækistöð, þvi turn hússins teiknaði Rögnvaldur Ólafsson árið 1905 en hann má telja fyrsta íslenska húsameistarann. Elsti hluti hússins er hins vegar frá 1838, byggður af Stefáni Gunnlaugssyni bæjarfógeta. Nú er bara að sjá til hvort aðrar byggingar á Torfunni geti ekki hafið nýtt líf innan skamms. Þá ættu að lækka helstu óánægju- raddir. Nokkrir aðstandendur l.angbrókar. Frá vinstri: Eva Vilhelmsdóttir fatahönn- uður, Steinunn Bergsteinsdóttir textilhönnuður, Ásrún Kristjánsdóttir tauþrykkj- ari, Þorbjörg Þórðardóttir vefari og tauþrykkjari, Ragna Róbertsdóttir vefari, Sigurlaug Jóhannesdóttir vefari og Guðrún Gunnarsdóttir vefari og textilhönn- uður. Tómt smælki En virðist umbreyting hússins að utan mikið kraftaverk, þá sýnast enn meiri tíðindi hafa gerst innandyra. Trégólf öll eru pússuð og gljáandi, veggir hvítir og hreinir og lýsingin er af bestu gerð, sambland af dagsbirtu frá stórum gluggunum og kastljós- um. í tilefni I.istahátíðar hefur galleriið hafið stört á Torfunni með smá- myndasýningu sem nefnisl „Smælki", en siðar verður blandað þarna saman verslunarstarfsemi og sýningum. Þetta er sérlega ánægjuleg uppákoma, hæfir húsinu og dregur fram það besta i mörgum listakonun- um, auk þess sem verð listmunanna ætti ekki að vera neinum ofviða. Ég veit ekki hvort ástæða er til að telja upp verk allra þeirra 14 sem þarna sýna, en merkilegt fannst mér hve LISTAHATIÐ 1980 margar þeirra hafa verið fljótar að tileinka sér þau vinnubrögð sem þarf til gerðar smámynda. Verk Ásrúnar Kristjánsdóttur með blandaðri tækni pluma sig hreint prýðilega á staðn- um og Sigrún Eldjárn blómstrar i sinum smámyndum. Uppf inninga semi Messótintutæknin er nú orðin henni svo töm að unun er á að horfa og ekki spilla fyrir orðaleikir hennar, bæði í grafík og teikningum. Ofnir skúlptúrar þeirra Guðrúnar Auðuns- dóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Rögnu Róbertsdóttur, uppfullir af uppfinningasemi og græskulausu gamni, hljóta að vekja upp ýmsa möguleika i stærri verkum. Fáguð keramík Kolbrúnar Björgólfsdóttur er enn sem fyrr mikið augnayndi. En mest opinberun fundust mér verk Jó- hönnu Þórðardóttur sem hér fyrr á árum lagði fyrir sig skúlptúr. Hún gerir nokkra „kassa” sem hún kallar „tréhyrninga”, sérdeilis ljóðræn verk og vönduð, sem sýna að þrívið form eru enn ofarlega í huga hennar. Allir þátttakendur standa sig satt að segja með ágætum og þá er ekki annað eftir en óska Gallerí Langbrók til hamingju með þcnnan áfanga. -Al. Barátta jötna og ása Kvikmynd: Þrymskviðo. Handrit: Sigurður ö. Brynjótfsson (SÖB). Teikningar: Stgurður örn Bryniótfsson. Kvikmyndun: óli ö. Andreas ^en.Sigurður ö. Brynjótfsson. Hljóð: Þorsteinn Ú. Bjömsson, Sigurður ö. Brynjótf sson, Óli ö. Andreassen. Lesari: Erlingur Gíslason. Sýningarstaður: Regnboginn. Listamenn hérlendir ætla greinilega ekki að gera það enda- sleppt með Þrymskviðuna. Fyrir ekki ýkja löngu síðan vann Jón Ás- geirsson heila óperu úr kviðunni, og var það fyrsta islenska óperan, ef ég man rétt — og nú hefur Sigurður Örn Brynjólfsson — betur þekktur undir listamannsheitinu SÖB — gert fyrstu íslensku teikninguna byggða á þeirri hinni sömu kviðu. Orsakir þess liggja í augum uppi: Þrymskviða er býsna leikræn að allri gerð og hún er auk þess fyndin. Það er þvi ekki laust við að ég biði teiknimyndar Sigurðar Arnar með töluverðri eftirvæntingu, eftir að ég las um það i blöðum á sinunt tínia (fyrir um 5 árum) að hann væri byrjaður á verkinu. Þar bar reyndar Kvik myndir JAKOB S. JÓNSSON tvennt til: hið fyrra er val Sigurðar Arnar á efnivið i mynd sina, en hið síðara er að teikningar hans hafa á- vallt fallið mjög vel að minum smekk. Þær hafa að mér finnst til að bera skemmtilegan og oft býsna ýkju- kenndan húmor, sem ber vitni frjóu hugmyndafiugi skopteiknarans. Þrymskviða og stíll Sigurðar Arnar ætlaði ég því að færi ágætlega saman. Þvi er þó ekki að neita, að ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum með Þrymskviðu. Fyrst og fremsl stafar það af því, að vinnsla efnisins er ekki fullnægjandi, og er það einkum vegna þess að textaspjöld með Þrymskviðu taka allt of mikið rúm í Ur Þrymskviðu: l.oki kemur í Jötunheima. allri myndinni. Teiknimyndin sjálf verður því að of miklu Ieyti mynd- skreyting við kviðuna. Ég hefði fremur kosið að sjá listamanninn Sigurð Örn vinna meira sjálfstætt i stað þess að binda sig eins og hann gerir um of við kvæðið og, ef svo má að orði komast, myndskreyta textann. Hinu er ekki að neita, að þar sem hugarflug teiknarans naut sín, var um að ræða ekki einasta frjótt ímyndunarafl heldur einnig það sem hlýtur að skipta máli í þessu tilliti: sjálfstæða úrvinnslu listamannsins á efninu. Ég nefni sem dæmi tvö atriði, sem voru bæði kostuleg og sprenghlægileg; þegar Loki flýgur i fuglshamnum til Jötunheima og eins þegar Þór fleygir af sér Freyjuklæðum inn í símaklefa í Jötunheimum á súperman-visu og gleymir sér í öllum æði bunu- gangnum. Þessi atriði — og reyndar fleiri — gerðu að verkum að maður skemmti sér vel allan límann. Hins vegar stóðu þau of stök, samhengið milli þeirra var um of brotið niður með textaspjöldum og ágætum lestri Erlings Gíslasonar leikara. Ég vona, þrátt fyrir þetta, að Sigurður Örn haldi áfram við teikni- myndagerð sína. Að visu skilst mér,- að hún sé þyrnum stráð braut og vart nokkrum manni óskandi — en Þrymskviða fannst mér engu að siður bera vitni þess, að Sigurður Örn hefur allt sem þarf til að gera góðar teiknimyndir þó það hafi ekki tekizt að öllu leyti sem skyldi í þessari frumraun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.