Dagblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚNl 1980. MIKIL ÍÞRÓTTAHÁTÍD ÍSÍ Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, tendrar eld i kyndilinn, sem þrjátiu hlauparar hlupu svo með um Reykjavfk og inn á Laugardalsvöll. Athöfnin fór fram við* norðvesturhorn Tjarnarinnar, þar sem ÍSt var stofnað i Bárunni. DB-mynd Þorri. Þúsundir iþróttafólks tóku þátt í setningarathöfn íþróttahátiðar ÍSÍ sem hófst með glæsibrag í Rvík í gær eftir nokkurn forleik daginn áður. Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, tendraði kyndil um sexleytið við norð- vesturenda Tjarnarinnar, þar sem ÍSÍ var stofnaö 1912. Siðan hófst kyndil- hlaup iþróttahátiðarinnar um Reykja- vik. Þátttakendur í hópgöngu söfnuðust saman á Sunnuvegi og þaðan var gengið undir stjórn Þorsteins Einars- sonar íþróttafulltrúa niður á Laugar- dalsvöll. Svo löng var gangan að þegar göngumenn ýmissa héraðssambanda voru komnir á Laugardalsvöllinn voru aðrir göngumenn við kirkjubygginguna á Laugarásveginum. Sveinn Björnsson, formaður hátíðarnefndar, kynnti dag- skráratriði. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, setti hátíðina en síðan fluttu ræður Tómas Arnason, settur menntamálaráðherra, og Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar. Lúðrasveit Arbæjar lék og Karlakór Reykjavíkur söng. Síðan hófust sýningaratriði og vakti flokkur 170 norskra kvenna mesta athygli. Timasetning fór talsvert úr skorðum og hátíðinni lauk ekki fyrr en um mið- nætti, þegar úrvalslið landsbyggðarinn- ar sigraði Reykjavík í knattspyrnu- keppni í 2. aldursflokki. Samkvæmt timaskrá átti leiknum að ljúka 22.45. Áhorfendur voru allmargir á Laugar- daisvelli og margt fyriffólk, m.a. for- seti íslands, forsætisráðherra, land- búnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarráðsmenn og borgarstjóri ásamt eiginkonum sínum. Þá voru heiðurs- gestir margir kunnir íþróttamenn hér á ^árum áður. í kvöld heldur íþróttahátíðin áfram með ýmsum atriðum á Laugardalsvelli, i Laugardalshöll og fleiri iþróttahús- ,um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.