Dagblaðið - 27.06.1980, Side 1

Dagblaðið - 27.06.1980, Side 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980. 15 | Sjónvarp L Laugardagur 28. júní 15.00 tþróttahátíðin í Laugardal. Um 10 þúsund þátttakendur frá öllum héraðs- og sérsam- böndum ISt koma fram á þessari íþróttahátíð, sem á að sýna fjölbreytni íþróttalífsins í landinu og verða yfir 20 íþróttagreinar á dag- skrá, bæði sýningar- og hópiþróttir og keppnis- íþróttir. Auk hins óvenjumikla fjölda íslenskra iþróttamanna og fimleikafólks kemur 150 kvenna fimleikasvcit frá Noregi í héimsókn og sýnir á hátíðinni. Árið 1970 var haldin íþróttahátíð hér á landi með svipuðu sniði og var þá þegar ákveðið að halda þessa að 10 árum liðnum. Bein útsending. Kynnir Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone I nýjum ævintýrum. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley. Gamanþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Dagskrá frá Listahátlð. 22.00 Vinstrihandarskyttan s/h (The Left Handed Gun). Bandariskur „vestri” frá árinu 1958. Aðalhlutverk Paul Newman. Myndin fjallar um útlagann fræga, Billy the Kid. Þýð- andi Jón O. Edwald. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Kjartan örn Sigurbjörnsson, prestur í Vestmannaeyjum flytur hugvekjuna. 18.10 Þumalfingur og sigarettur. Litil stúlka og faðir hennar gera með sér samkomulag um að hún hætti að sjúga þumalfingurinn og að hann hætti að reykja. Þýðandi Björn Baldursson. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.35 Lífið á Salteyju. Heimildamynd um lífið á Hormoz, saltstokkinni eyju suður af Iran. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 I dagsins önn. Þessi þáttur fjallar um vega- gerðfyrrá tímum. 20.45 Milli vita. Áttundi og síðasti þáttur. Efni sjöunda þáttar: Meðan Karl Martin er fjarver- andi, elur Maí vangefið barn. Karli finnst hann hafa brugðist konu sinni og vinnufélög- um og verður erfiðari í umgengni en nokkru sinni fyrr. Karl Martin vitjar föður síns, sem liggur banaleguna, en er handtekinn af æsku- vini sinum, Eðvarð, sem gengið hefur í lið með Þjóðverjum. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nprdvision — Norskasjónvarpið). 21.55 Á bökkum Amazón. Brasilísk heimilda- mynd um mannlif á bökkum Amazón-fljóts. Þýðandi Sonja Diego. 22.40 Kosningasjónvarp. Fylgst verður með ■ talningu atkvæða, birtar tölur og spáð í úrslit kosninganna. Rætt verður við forsetafram- bjóðendur, kosningastjóra frambjóðenda og aðra gesti. Einnig verður efni af léttara taginu. Umsjónarmenn Ómar Ragnarsson og Guðjón Einarsson. Stjórn undirbúnings og útsend- ingar Maríanna Friðjónsdóttir. Dagskrárlok óákveðin. Mánudagur 30. júní 20.00 Fréttir og veður. 20.45 Auglýsingar og dagskrá. 20.55 Tommi og Jenni. 21.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Jón B. Stefáns- son. 21.35 Sumarfrí. Lög og létt hjal um sumarið og fleir?.. Meðal þeirra, sem leika á létta strengi. eru félagar úr Kópavogsleikhúsinu. Þeir fiytja atriði úr Þorláki þreytta. Umsjónarmaður Helgi Pétursson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 22.25 Konumorðingjarnir (The Ladykillers). Bresk gamanmynd frá árinu 1955. Aðalhlut- verk Alec Guinness, Katie Johnson, Peter Sellers og Cecil Parker. Fjórir menn fremja lestarrán og komast undan með stóra fjár fúlgu. Roskin kona sér peningana, sem þeir hafa undir höndum, og þeir ákveða að losa sig við hættulegt vitni. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.55 Dagskrárlok. KONUMORÐINGJARNIR — sjónvarp mánudaginn 30. júní kl. 22,25: Sjónvarpið kveður með úrvals kvikmynd Varla verður annað sagt en að sjónvarpið kveðji með reisn. Síðasti útsendingardagur þess er mánudag- urinn 30. júní en það kvöld verður sýnd hin bráðsmellna gamanmynd Konumorðingjamir. Myndin er brezk, gerð árið 1965 og meðal leikara eru tveir kunnustu leikarar Bretlands, þeir Peter Sellers og Alec Guinness. Með önnur stór hlutverk fara Katie Johnson og Cecil Parker. Myndin segir frá fjórum mönnum sem fremja lestarrán. Þeir undirbúa ránið í húsi sem gömul kona á en þar kemur að þeir telja konuna of hættu- legt vitni og ákveða að losa sig við hana. En ekki fer'allt samkvæmt áætlun. Mörg atvik verða til að tor- velda þeim verknaðinn og gamla kon- an setur heldur betur strik í reikning- inn. Konumorðingjarnir er einhver bezta gamanmynd sem Bretar hafa gert og það verður enginn illa svikinn af að horfa á hana. Að sjálfsögðu fær myndin fjórar stjörnur í kvik- myndahandbókinni, annað væri ekki sæmandi. Sem sagt, úrvals skemmt- an. - SA Alec Guinness, Peter Sellers og Danny Green, sem leika þrjá ræningjanna, ræða við gömlu konuna (Katie Johnson). Þeir notfæra sér göðvild hennar og húsnæði meðan þeir skipuleggja „stóra ránið”, lestarrán eitt mikið. Wolf Biermann á hljómleikunum f Háskólabíói á Listahátið 1980. DB-mynd Sig. Þorri, Utvarp miðvikudag 2. júlí kl. 22,35 BIERMANN LEYSIR FRA SKJÓÐUNNI Þýzki ljóða- og lagasmiðurinn Wolf Biermann verður gestur ríkisútvarpsins í þætti um hann nk. miðvikudags- kvöld. Er þess skemmst að minnast að hann sótti okkur heim á Listahátíð og var viðtalið tekið við hann þá. Eftir þá kynningu sem Biermann hlaut í fjölmiðlum um það leyti er hann ,kom fram ætti hann að vera lands- mönnum að góðu kunnur. Biermann var, sem kunnugt er, neyddur til að yfirgefa ættland sitt, Þýzka alþýðulýð- veldið, það land er hann hafði ungur kosið sér, er hann flutti þangað frá Hamborg í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi. Setti hann sig upp á móti hinu staðnaða skrifræði austan Berlin- armúrs, svo yfírvöld þar þoldu ekki nærveru hans. Fyrst var honum bannað að koma fram opinberlega en síðan var honum neitað um að gefnar væru út bækur hans. Hélt hann i söngvaferð vestur fyrir múr og notuðu yfirvöldin austan megin þá tækifærið og neituðu honum um að koma austur fyrir aftur. Býr hann nú með fjölskyldu sinni í Hamborg. Vestan megin Berlínarmúrs sinnir hann helzt því þessa dagana að reyna að hindra að Franz Jósef Strauss nái kjöri sem kanslari sambandslýðveldis- ins. Hefur hann i þvi skyni gert víðreist um V-Þýzkaland. Má merkilegt teljast að ekki skuli hafa verið hlutazt til um að útvarps- þáttur þessi yrði ekki fluttur, því búast má við harðri gagnrýni á þjóðskipulag- ið austan Berlínarmúrs. Gagnrýni sem Þjóðverjar ættu ekki að þurfa að þola frekar en þjóðir Arabalandanna, þegar fjallað er um dauðarefsingu þar í lönd- um. Alla vega eru meiri viðskiptahags- munir 1 húfi fyrir íslendinga í viðskipt- um þeirra við Þýzka alþýðulýðveldið heldur en nokkurn tíma í viðskiptum við Saudi Arabiu. - BH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.