Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 11

Dagblaðið - 12.07.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980. Sigurvegari þessara kosninga var óumdeilanlega Sósíalistaflokkurinn sem frá síðustu kosningum jók at- kvaeðamagn sitt um 2,8% og var hann eini flokkurinn sem bætti nokkru við sig. Kommúnistar stóðu í stað (töpuðu 0,3%) en Kristilegir demókratar misstu talsvert af fylgi sínu frá 1979 eða 1,3% en hafa þó bætt hag sinn frá 1975 þegar þeir biðu mikið afhroð. Hvað þýða svo þessar smávægi- legu breytingar á fylgi flokkanna? Kristilegir demókratar túlka þær sem stuðning við núverandi ríkisstjórn sem þeir sjálfir mynda ásamt sósial- istum og Lýðveldisflokknum (PRl) semermiðflokkur. En þar sem eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig var Sósíaiista- flokkurinn þá hljóta úrslitin í raun og veru að vera stuðningur við hann einan. Og þar sem PSI er rótgróinn vinstri flokkyr hljóta menn að túlka úrslit kosniáganna sem rós í hnappa- gatið fyrir vinstri flokkana 1 heild en ekki fyrir ríkisstjórnina. Enn sem fyrr staðfesta úrslitin að sósíalistar eru eins konar tengiliður milli þriggja pólitískra meginstrauma á Ítalíu og jafnframt nokkuð áreiðanlegur mælikvarði á pólitiskar sveiflur. Þeirra bíður nú sá vandi að sætta nýjar héraðs- og sveitarstjórnir sem margar hverjar eru „rauðleitar”, þ.e. samansettar af kommúnistum, sósíalistum og kannski öðrum vinstri flokkum, og ríkisbáknið sem er stjórnað samkvæmt formúlunni DC + PSI + PRI, þ.e. af mið- eða hægristjórn. vinnurekendavaldið í landinu. En því miður virðist því ekki að heilsa nú. Þvert á móti hefur forysta verkalýðs- hreyfingarinnar sjaldan verið jafn- sundruð. Og þeir sem í undangengn- um samningum hafa helst þrýst á um baráttustefnu af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar tvístíga nú og velta þvi fyrir sér hvort þeir eigi frekar að berjast fyrir hagsmunum umbjóðenda sinna eða framlengja lif ríkisstjórnar, sem flokksbræður þeirra sitja í. Kreppan og kjaramálin í núverandi samningum hefur verkalýðshreyfingin svo sannarlega á brattann að sækja. Ekki bara vegna þess hversu skert vísitalan er — ekki bara vegna þess að verulegur hluti af forystu hennar er rigbundinn á klafa stéttasamvinnustjórnar — heldur einnig vegna þess að nú er að dynja yfir enn ein efnahagsleg kollsteypan með samdrætti og verðfalli á erlendum mörkuðum. Auðvitaö er ljóst að ramakvein frystihúsaeigenda ber að taka með fyrirvara. Það vekur strax undrun hversu samtaka þeir eru. Það er jú þekkt staðreynd að afkoma frystihúsa á landinu er ákaflega mis- munandi þannig að sum þeirra eiga að vera löngu komin á höfuðið áður Það hlutverk virðist hafa í för með sér hinar mestu þverstæður. En'ítalir eru nú farnir að venjast sveigjanleika eða málamiðlunarstefnu sósíalista sem nánast hafa sérhæft sig i slikum brögðum. Kjörorð þeirra gætu þsss vegna verið: í ríkisstjórn, hvað sem það kostar. Meöan við ræðum tengsl sósíalista við önnur stjórnmálaöfl er rétt að minnast á hlut róttækra (PR). Meðan á kosningaundirbúningi stóð ráku þeir ötulan áróður fyrir því að menn skiluðu auðu á kjördegi, til aö láta í ljós vantraust á stjórnmálamenn yfir- leitt, en auk þess stóðu þeir að undir- skriftasöfnun um allt landið þar sem farið var fram á þjóðaratkvæði um ýmis stórmál, m.a. afnám dýraveiða í landinu, kjarnorkuver, frjálsa notkun á hassi o.fl. Síðan gerðist það að sósíalistar, einir ítalskra stjórn- málaflokka, lýstu yfir stuðningi við Flamlnio Piccoli formaður Kristilegra demókrata. Kjallarinn Ásgeir Daníelsson en önnur byrja að sjá fram á verulega erfiðleika. Af þcssum ástæðum má ætla að aðgerðir frystihúsaeig- endanna nú á dögunum hafi að hluta til verið innlegg i samningamálin og haft það hlutverk að veifa at- vinnuleysisgrýlunni framan i launa- fólk. Það er þess vegna furðulegt að forysta launafólks skyldi ekki krefjast þess ákveðið að fá innsýn í fjárreiöur einstakra frystihúsa til að þjóðaratkvæði um þessi mál. Svo virðist sem róttækir hafi þakkað fyrir sig með því að greiða sósíalistum atkvæði sitt, þ.e. þeir sem ekki skiluðu auðu. Það liggur því ljóst fyrir að vel- gengni sina í kosningunum geta sósía- listar að hluta þakkað róttækum. Tölurnar virðast staðfesta þá ályktun. Árið 1975 þegar Róttæki flokkurinn hafði ekki enn séð dagsins Ijós, hlutu sósíalistar 12% atkvæða og árið 1979, þegar róttækir fengu 3,2%, hröpuðu sósíalistar niður i 9,9%. í ár buðu róttækir ekki fram til héraðs- og bæjarstjórna og sósía- listar bættu við sig 2,8%. Séu kosningaúrslitin stuðningur við ríkisstjórnina eins og Kristilegir demókratar halda fram, þá stöndum við frammi fyrir þeirri einkennilegu staðreynd að stuðningurinn er rót- tækum að þakka — sem eru i Bettino Craxl formaður Sósialista- flokksins. Enrico Berlinguer formaOur Kommúnistaflokksins. stjórnarandstöðu. Það er von að maöur spyrji sjálfan sig hvort þeir róttæklingar sem greiddu sósíalistum atkvæði sitt hafl gert sér grein fyrir þessari hlið málsins. Satt að segja efumst viðumþað. Hvað kommúnista varðar þá hafa þeir haldið fylgi sínu nær óbreyttu í þtim héruðum og borgum þar sem þeir voru sterkir fyrir. Norður móti suðri f framhaldi af þessum hugleiðing,- um er rétt að gera grein fyrir þvi hvernig atkvæði ítala skiptast eftir landshlutum. Þessar kosningar staðfestu enn frekar það djúp sem virðist ríkja milli suðurs og norðurs. Fyrir norðan er iðnaður allur í blóma og þar eru stærstu borgirnar — og mest fylgi vinstri flokkanna. Fyrir sunnan og á eyjum eins og Sikiley og Sardiníu er valdasvæði Kristilegra sjá hvort að þeim þrengdi i samræmi við ópin. Meðan einstakir atvinnurekendur hafa yfirráð yfir lífsafkomumögu- leikum fjölda fólks og geta veifað at- vinnuleysisgrýlunni jafnskjótt og þeim finnst hagsmunum sinum ógnað, þá verða hin óhjákvæmi legu samdráttarskeið auðvalds- búskaparins tímabil varnarbaráttu launafólks. Með þessu er ekki verið að segja að samdráttur i auðvalds- búskapnum hljóti alltaf að leiða til launalækkana. Hvort svo verður ræðst af styrkleikahlutföllum stéttanna og baráttuvilja launafólks. Hér er aöeins verið að segja að á samdráttarskeiðum er launabaráttan háð við erfiðari aðstæður en t.d. á þenslutímum t>egar vinnuaflsskortur er rikjandi. Þrátt fyrir allt það skipulagsleysi sem einkennir íslenska auðvalds- búskapinn (nýlegasta dæmið og eitt það besta er mokaflinn nú í vor úr ofveiddum stofnum jem leiU héfúr til þess að atvinnurekendur sitja uppi með lélega vöru sem er að sprengja birgðageymslur), þá nægir núverandi verðmætasköpun íslensks launafólks til að búa öllum mannsæmandi líf. Besta aðferðin til að sjá þessa staðreynd er einfaldlega að skoða tölur um þjóðarframleiðslu og einka- neyslu í landinu. Þá kemur í ljós að á verðlagi í dag gefur framleiðslan af sér tekjur sem nema rúmlega 400 þús. kr. á mánuði á hvert einasta manns- barn í landinu. Ef við skoðum bara einkaneysluna þá er áætlað að hún nemi í ár upphæð sem samsvarar á verðlagi i dag rúmlega 300 þús. kr. á mánuði á íbúa.dlörn og gamalmenni meðtalin!) Athugið að inn í einka- neysluna koma ekki beinir skattar og ekki heldur fjárfestingar i nýjum íbúðum. Þetta þýðir sem sagt að meðaltekjur meðalfjölskyldu í landinu, sem í eru 1—2 börn, er rúmlega milljón á mánuði — eftir skatta! Þegar þetta er boriðsamanvið það sem stór fjöldi láglaunafólksþarf að lifa af má ljóst vera að Iaun þess mega stórhækka án þess að þau fari umfram réttmætan hlut þess í þeim verðmætum sem það hefur skapað. Þessi verðmæti er hægt að sækja i vasa þeirra atvinnurekenda og braskara sem fela stórgróða sinn með verðbólgubraski og oft beinu svindli. Það er í raun ákaflega eðlilegt að margt launafólk er óöruggt og tor- tryggið á gang samningamálanna. Það veit í raun ekki hvaða kröfugerð er haldið fram innan samninga- nefndanna. Það hefur ekki séð eða heyrt rædda neina baráttuleið til að ná fram hagstæðum sarnningum. II Marco Pannella formaður Róttæka flokksins. demókrata og þar er að finna mestan stuðning við öfgahreyfingar til hægri. Samt virðast áþreifanlegar framfarir hafa orðið í stærstu borg- um landsins, frá norðri til suðurs — í Milanó, Toríno, Genúa, Feneyjum, Flórens og Napólí — þar sem vinstri menn hafa verið við stjórn. í borg eins og Napólí þar sem ríkt hefur aldagömu! eymd og félagslegt órétt- læti, lita menn ögn ojartari augum á framtíðina. Kristilegir demókratar halda enn sínu upp til sveita og á þeim svæðum þar sem mest er fátæktin, þaðan sem karlmennirnir fara í stríðum straum- um norður í land i atvinnuleit. Nú er að sjá hvort hinar nýju héraðs- og bæjarstjórnir eiga eftir að hafa áhrif á þjóðmálin. Alltént skulum við vona að ekki komi til nýrra kosninga árið 1981. Það hefur horft upp á hvernig forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur hopað hvað eftir annað frammi fyrr sameiginlegri sókn ríkisvaldsins og atvinnurekenda. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar bíta síðan í skottið á sjálfum sér þegar þeir benda á lítinn baráttuvilja launafólks til að afsaka aðgerðaleysi sitt. Það er öllum ljóst að verkalýðs- hreyfingin mun í yfirstandandi samningum ná þvi einu fram sem hún hefur afl til að knýja fram með hótunum um aðgerðir. Og ef dæma má af reynslu allra undanfarinna samninga munu atvinnurekendur ekki hreyfa hönd eða fót fyrr en út í beinar aðgerðir er komið. Ef ekki tekst að virkja upp baráttu vilja og samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar þá lyktar þessari samningalotu með vonlausum aðgerðum og kjaraskerðingar- samningum eins og t.d. árin 1975 og '16. Hvort svo verður ræðst af því hvort launafólki tekst að þrýsta á forystu verkalýðshreyfingarinnar um að taka upp markvissa stefnu í samningamálunum i stað þeirrar hálfvelgju og snakks sem hefur einkennt hana á undanförnum mánuðum. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur. íslandi. Munurinn er eigi að síður ugg- vænlegur þegar við sjáum 5.359 íslendinga, á einum áratug, yfirgefa land sitt og gerast þegnar annarra þjóða. Ekki verður myndin af fólks- fjölgun á íslandi bjartari ef við berum saman okkar 1100 ára sögu og þau 500 ár, sem Norður Ameríka hefur að baki frá því Evrópumenn tóku að flytjast vestur um haf. Árið 1922 ákváðu Bandarikja- menn að setja takmörk á fjölda innflytjenda. Þrátt fyrir þessar tak- markanir hefur straumurinn veriö nær þvi óstöðvandi, og mun færri en vilja fá tækifæri til að setjast að í þessu vinsæla landi. Því verður því varla haldið fram með rökum, að Island sé eftirsótt land til búsetu, enda viðurkennum við það oft sjálfir að landið sé á mörkum hins byggilega heims. Sem afsökun fyrir tilveru okkar höfum við þó getað bent á Grænlendinga,- sem auk þess eru „eskimóar” og þar af leiðandi mun frumstæðari en við, sem rekjum ættir okkar til konunga og höfum skrifað íslendingasögur og viðhaldið hinni fornu, norrænu tungu. Við eigum meira að segja einn nóbelshafa. En það þykir nú ekki mikið stórt i sumum löndum, ekki síst þegar talað er um nóbelshafa í bókmenntum. í Bandaríkjunum þykir það að vísu alltaf nokkur virðingarauki fyrir háskóla að hafa Glugginn Bragi Jósepsson prófessor, sem hlotið hefur nóbels- verðlaun, og þvi fleiri því betra. Fyrir nokkrum árum hugleiddu menn mjög djúpt hvor væri merkari menntastofnun Harvard háskóli eða háskólinn i Berkeley. Sá fyrrnefndi varð strax hærri á stigum fyrir aldurs sakir, stofnaður 1636. Sá siðarnefndi ekki fyrr en 1868. Þá fékk Harvard einnig mun fleiri stig út á eintaka- fjölda bókasafnsins, sem reyndist vera um 9 milljón eintök. Berkeley varð að láta sér nægja 5 milljón eintök. Mörg fleiri atriði voru dregin til og mátti stundum vart á milli sjá. Berkeley hafði t.d. vinninginn að því er varðaöi fjölda prófessora, sem hlotið höfðu nóbelsverðlaun. Berkeley var þar með níu nóbelshafa en Harvard aðeins með sjö. Þetta þykir okkur, sem búum í fá- mennu landi, nokkuð stórar tölur. Það er til dæmis mjög algeng skoðun meðal háskólamanna, sérstaklega stjórnenda, að háskóli með innan við milljón eintök bóka og timarita geti varla talist nægilega vel búinn til að veita þá menntun, sem nú er krafist. Þetta þykir okkur íslendingum einnig nokkuð stórar tölur, enda þótt við höfum þurft að senda stóran hluta nemenda okkar til annarra landa til framhaldsnáms Því miður getum við ekki leyst þessi vandamál með því að bera fyrir okkur „miðað-við-fólksfjölda hug- myndafræðina” eða með því að leiða það hjá okkur. Félagsleg vandamál fólksfæðar eru staðreynd hjá okkur islendingum, nokkuð sem við verðum að læra að horfast i augu við. Við skulum drepa á eitt atriði sem í fljótu bragði virðist ekki vera stór- kostlegt, en þegar málið er skoðað nánar kemur í Ijós, að það er dæmigert vandamál, sem hægt er að finna í efnahags- og atvinnulifi íslendinga.okki sístsíðustu áratugina, eftir að tækni og visindum fleygði hvað mest fram. Ég á hér við skyrið. Ekki veit ég um uppruna þess, en hins vegar er Ijóst, að við íslendingar höfum búið til og borðað skyr öldum saman. Þrátt fyrir það duttu íslendingar aldrei niður á þá hugmynd að framleiða jógúrt. Bandaríkjamenn voru farnir að framleiða jógúrt fyrir 1960, en þegar íslendingar loksins rákust á fyrir- bærið, seinna á áratugnum, urðu þeir alveg gáttaðir á þessu ágæta „skyri”. Einstöku sinnum skýtur upp einum og einum landa með sérstaka hæfileika á sviði tækni og vísinda. Af einhverjum ástæðum virðist það þó alltaf svo, að þessir afburða einstaklingar tapa smátt og smátt þessum hæfileikum sinum og sjá litinn tilgang í því aðgera stóra hluti. Ég held að við íslendingar séum frámunalega ihaldssamir. Kannski er það sólarleysið, veðurfarið, skammdegið og langir vetrar- mánuðir. Kannski ættum við að skylda alla íslendinga til að taka vita- min. Þegar Magnús Torfi var mennta- málaráðherra fyrir nokkrum árum hófust skipulegar aðgerðir, af hendi menntamálaráðuneytisins til þess að kanna og síðan bæta hag þroska- heftra á íslandi Eitt er víst, að almenningsálitið hefur breyst og væntanlega hagur þroskaheftra að einhverju leyti. Fjölmennasti hópur þessara einstaklinga hefur þó að mestu gleymst, en það eru seinþroska nemendur, eða nemendur sem eiga erfitt með nám. En svo er líka annar hópur einstaklinga, sem sáralítið hefur verið gert fyrir. Þetta eru afburða- nemendurnir, nemendur sem eru bráðþroska og búnir sérstökum námshæfileikum. Einhvem tímann i vetur var Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, að senda sálfræðingum, félags- fræðingum og öðrum slíkum tóninn. Hann yildi mcina. að við hefðum allt of marga slíka, en of fáa á sviði tækni, fiskveiða og iðnaðar- framleiðslu. Staðhællngin cr alhyglisverð, vegna þess að hún vatpar ljósi á tiltekin félagsleg- og efnahagsleg vandamál á íslandi. Auðvitað þurfum við vel menntað fólk, á sem flestum sviðum, og ef til vill stefnum við í rétta átt. Við skulum vona að svo sé. Að lokum. Hvað er það sem gerir ísland svo eftirsóknarvert? Ég geri ráð fyrir að það fari nokkuð eftir mati hvers einstakl ngs. Hvað mig- sjálfan varðar, ekki sist þegar ég er búinn að vera nokkra mánuði erlendis, er harðfiskurinn mjög hátt skrifaður. Einnig að vita, að hægt er að kaupa hangikjöt, saltkjöt og svið í næstu búð, er líka mikið mál. Svo er það þetta stóra i lífi hvers manrts, amstur hins daglega lífs með öllu, sem því tilheyrir. Að lokum, og ef til vill það mikilvægasta af því öllu, landið sjálft með fjöllum, ám, sjó og útsýni, eitthvað sem manni'finnst, að maður eigi sjálfur, og svo er það fólkið, en um það skulum við hafa sem fæst orð. Bragi Jósepsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.