Dagblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1980.
Hann vinnur í btíkksmiðju
meðan hún hugsar um búið
„Konan sér um búið og ég vinn
hérna,” sagði Þorsteinn Sverrisson
sem viö hittum í blikksmiðjunni
SörlaáHvolsvelli.
„Við erum með nokkrar kindur og
kálfa. Konan er vön sveitastörfum en
ég er úr Kópavoginum og kann
ekkert til þeirra. Því skiptum við með
okkur verkum. Ég er hérna 10 tíma á
dag og fer þá heim til min, að Núpi,”
sagði Þorsteinn.
Þorsteinn hefur unnið í blikk-
smiðjunni í 8 mánuði. Þar eru fram-
ieiddir allir mögulegir hlutir úr
blikki, meðal annars þakrennur.
„Við gerðum 35 kilómetra af þak-
rennum i fyrra. En eftirspurnin er
eitthvað að dragast saman. Fólk vill
heldur orðiö plastrennur. Þær eru
ódýrari en vilja líka brotna og
skemmast fyrr,” segir Þorsteinn.
Blikksmiðjan er í eigu Harðar
Helgasonar og fjölskyldu hans.
Undanfarið hefur verið erfitt að fá
vinnukraft vegna hinnar miklu vinnu
við Hrauneyjafossvirkjun. Sumar-
leyfi blandast líka inn i og til dæmis
var eini lærði blikksmiður smiðj-
unnar í sumarfrii daginn sem við
lituminn. -ns.
Þorsteinn Sverrisson með eina af þeim mörgu þakrennum sem hann vinnur við aðgera.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Islenzkir „Ham-
borgarar”fagna
íslenzkir „Hamborgarar”
fögnuðu 17. júní þann 29. júní sl. —
reyndar aðeins á seinni skipunum
en þeim mun ánægjulegri varð
samkundan.
Þjóðversk hjónakorn höfðu verið
svo vingjarnleg að bjóða öllum
mannskapnum til síns heima og
samtals urðu það um 30 manns, á
öllum aldri, sem tóku þátt ígarðsam-
kvæminu.
Veðurguðirnir voru heldur þung-
búnir þann daginn , en rigningar-
skúrirnir gerðu gamanið aðeins
heimilislegra fyrir útsynningsvana
Islendingana, enda ,,maður er annars
gaman”, og menn undu sáttir við
sitt; yngri kynslóðin í fjörugum
leikjum og þeir eldri uppteknir i
þjóðmálaumræðunum.
Veitingarnar voru og með þjóðhá-
tíðarbrag; glóðarsteiktar kjötsneiðar
— (athöfnin fór fram þarna á
staðnum) — ásamt gómsætu meðlæti
og íslenzku rjómapönnukökurnar í á-
bætinn kórónuðu svo þjóðlegheitin.
Myndirnar hér á siðunni tók frétta-
ritari DB í Hamborg, HansSætran.
Gísli hellir
sér í golfið
—eftir 18 ár íforystu fyrir ÍSÍ
Það er Gísli Halldórsson, fyrrum
forseti fþróttasambands íslands, sem
hérslærupphafshögg sitt í meistara-
móti Nesklúbbsins á miðvikudaginn.
Eftir átján ár í forystu fyrir iþrótta-
hreyfingunni í landinu hefur Gísli nú
gefið sér tíma til að iðka íþróttir
sjálfur og hefur snúið sér af fullum
krafti að golfinu. Meistaramót
Nesklúbbsins er fyrsta golfmótið sem
Gísli tekur þátt í.
DB-mynd: Rúnar Gunnarsson.