Dagblaðið - 12.07.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚLl 1980.
23
Utvarp
Sjónvarp
Fyrsti þátturinn um sögu revíunnar—útvarp kl. 20,30 íkvöld:
6
LOGREGLUSTJORIBANNAÐI
GAMANLEIK STÚDENTA1913
—spottið kom illa við hörundsára spíritista og stjómmálamenn
í kvöld kl. 20.30 er á dagskrá úl-
varpsins fyrsti þáttur af fjórum um
íslenzkar revíur. Verða hinir fluttir á
sama tíma þrjá næstu laugardaga.
Þátturinn í kvöld nefnist Einhver hlær
og einhver reiðist og eru umsjónar-
inenn leikararnir Randver Þorláksson
og Sigurður Skúlason.
Sigurður sagði í samtali við DB að í
þessum þáttum yrði saga revíunnar
rakin í grófum dráttum. i fyrsta
þættinum í kvöld verður þvi lýst
hvernig revíuformið þróaðist erlendis
um aldirnar og sagt frá fyrstu íslenzku
revíunum sem hér voru fluttar á ísa-
firði og í Reykjavík árið 1880. i
þættinum í kvöld verður einnig fjallað
itarlega um gamanleikinn Allt í græn-
um sjó sem sýndur var í Reykjavík 1913
og fara þeir Randver og Sigurður með
atriði úr leiknum.
Gamanleikurinn AUt í grænum sjó
var saminn af nokkrum reykvískum
stúdentum og var þar skopazt að ýmsu
í þæjarlífi Reykjavikur. Ætluðu
stúdentar að sýna leikinn á sumar-
fagnaði sínum 1913. Af þeim fagnaði
varð þó ekki sökum lítillar þátttöku.
Fengu stúdentar þá leyfi lögreglustjóra
til að sýna leikinn opinberlega til ágóða
fyrir hússjóð sinn.
Meðal almennings var mikill áhugi
fyrir leiknum og seldust miðar á tvær
sýningar upp. Hin fyrri var sýnd en
daginn sem sýna átti hina seinni sneri
Einar H. Kvaran skáld sér til lög-
reglustjóra og skoraði á hann að
leggja bann við sýningu leiksins. Varð
lögreglustjóri við þeirri ósk og bannaöi
sýninguna. Hlýddu stúdentar banninu
og endurgreiddu aðgöngumiðana.
Einar H. Kvaran ritaði siðan grein í
Isafold um ástæður þess að hann
óskaði eftir banni. Taldi hann stúdenta
sneiða ómaklega að stjórnmála-
mönnum og gera ósmekklegt grín að
tilraunafundum andatrúarmanna, auk
þess sem klám kæmi fyrir. Eins og
kunnugt er var Einar H. Kvaran á
sínum tínia einn helzti forsprakki
spíritista hér á landi og hafði einnig
nokkur afskipti af stjórnmálum.
Sigurður Skúlason kvað þá Randver
byggja samantekt sína um revíurnar á
prófritgerð úr Háskóla íslands frá 1978
þar sem saga revíunnar á íslandi er
rakin frá 1880 til nútímans. Höfundar
ritgerðarinnar eru Páll Baldvinsson og
Sigurjón Sighvatsson.
-GM.
Frá upptöku þáttarins Einhver hlær og einhver reiðist sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 20.30. DB-mynd Bjarnleifur.
Sigurður Einarsson ásamt Hreini Valdimarssyni tæknimanni. DB-mynd Bjarnleifur.
Spaugað í ísrael — útvarp sunnudag kl. 13,30:
Kishon er réttnefndur
„konungur kímnisagnanna”
Kl. 13.30 á sunnudaginn heldur
Róbert Arnftnnsson leikari áfram að
lesa kímnisögur israelska háðfuglsins
Efraim Kishons i þýðingu Ingibjargar
Bergþórsdóttur.. Er þetta fimmti
iestur, en þeir verða alls fimmtán.
Kímnisögur Kishons eru víðfrægar
og hann hefur jafnvel verið nefndur
„konungur kímnisagnanna”.
íslendingar hafa hins vegar lítið
fengið að njóta fyndni hans til þessa.
Þó þýddiAnna Sigurðardóttir fyrir
nokkrum árum fáeinar sögur hans.
í skopsögum sínum er Kishon oft
sjálfur aðalpersónan eða þá
fjölskylda hans. „Hann þykir anzi
gagnrýninn á israelska þjóðhætti og.
stjórnmál og afstöðu annarra rikja
til Ísraels,” sagði Róbert Arnfinns-
son í samtali við DB.
Í einni bóka sinna lýsir Kishon
sjálfum sér á eftirfarandi hátt:
„Fæddur 1924 í Ungverjalandi,
endurfæddur í ísrael 1949. Of margir
skólar. Of margir vinnustaðir; í Ung-
verjalandi, Þýzkalandi og Rússlandi.
Giftur. Eitt barn (mjög gáfað). Sex
leikrit, einnig leikin utan ísraels, t.d.
í Þýzkalandi og meira að segja i
Japan. 20 bækur á 8 tungumálum;
ensku, þýzku, itölsku o. fl. málum.
Skrifar reglulega skopsögur undir
nafninu Chad Gadja (Landið) i út-
breiddasta dagblað í ísrael, Ma’ariw
(Kvöldið). Rekur litla leiksmiðju sem
heitir Græni laukurinn. Skrifar út-
varpsleikrit. Elskar að föndra við
smíðar, tefla og að lesa þýzkar
þýðingar Thorbergs á smásögum
sínum. Frjáls, óháður rithöfundur,
búsettur í Tel Aviv. Hefur unnið
margvísleg störf, þ.á m. á
samyrkjubúi.”
Róbert Arnfinsson kvaðst sjálfur
hafa mjög gaman af sögum Kishons
og taldi að hann risi fyllilega undir
hólinu sem felst í titlinum „konungur
kímnisagnanna”.
-í;m.
í kýrhausnum — útvarp kl. 22,00 íkvöld:
Fjallað um frægt fólk sem
skipt hefur um nafn
„Það er meiningin að þessir þættir
verði í léttum dúr,” sagði Sigurður
Einarsson, umsjónarmaður útvarps-
þáttarins í kýrhausnum sem er á dag-
skrá í kvöld kl. 22.00.
„Venjulega skipti ég þættinum í
þrjú meginatriði og fjalla um allt milli
himins og jarðar, en gjarna það sem er
undarlegt eða skrýtið á einhvern hátt,”
sagði Sigurður. „Mest af efninu er
fengið erlendis frá en einstaka atriði
eru innlend. Á milli atriða er leikin létt
tónlist og oftast er reynt að hafa hana
viðkomandi efninu.”
í siðasta þætti tók Sigurður fyrir
óvenjulegar bilbliurannsóknir og í
þæltinum í kvöld hyggst hann m.a.
fjalla um frægt fólk sem skipt hefur um
nafn.
-GM.
Útvarp
Laugardagur
12. júlf
7.UU VctVirfrcgnir. Frcuír. Tónlctkar.
7.20 B;vn. 7,25 Tónlcikar. Puliir \clur og
kynnir.
8.00 I rétiir.Tónlcikur.
X.I5 Vcóurfrcgnir. ForUMugr. iluiih! (úuir.i
Pagskrú. Tónkrikar.
9.00 I rcdir. Tilkynningar. Tónlcikar
930 Pskalóg sjúklinga. Krísiin Svcmhjórns
dóior kymur (10.00 l'rtuir. J0.I0 VeOur
ircímin.
11.20 BarnaOmi. Sigríður I'v þórsdóMir sijórnar.
Í'jallaó um hcsta, m a scgir Astrióur Sigur
tnunUartÍóuir frú kynnum sinum uí ItcMum.
I luoar vcróa hcsiavísur og stmgvur.
I2.t*0 Pagskráin Tónlcikar. Tilkvnmngar
I2 20 Frrttir. I2.45 Vcóutfrcgnir Tilkýnningar.
Tónlcikar
I4.0II I tikulukin. 1 msjónarmcnn: Giuómuhdur
Ánti Sicfánsson, (itiójón i'ríórikvMm Oskai
MagnúvMmog InVunn(*csisdótor.
ló.CMl i:níitir.
J6 15 VctVurfrcgnír.
16.20 Vissiróu þaó? háttur í tótUm dtirfvrír
born á óllum aldn. Í julluó um staórcyndir «g
lcitaó svaru við tnórgum skríinum spuming
utu. Stjnrnandi: (iuóbjorg hórísdótor I csart
Arni Blundon.
16.50 SIAdiuistunÍcikar. Boston l*«ps hljóm
svcitin leikur ..J ransmunn t Nov 'i ork** cftir
Purius Mithuud. Arthur Ftcdlcr stj. / S\l\íu
Suss s>ngur arlur úr ópcrtim cfor Vcrdt «g
Puevíni mcó Sinfóniuhljómsvctt I tuulúna
I umhcrtofiurdclli stj
17.50 KndurtckM’t cfni: I minningu rithófundar.
Pugskrá um Juck l.tmdtm frd Mcuningar «g
fricóslustnfnun Santcinuóu i>jt»óunnu
inóundí: (iuómtmihir Amljnnsvm. Tmsjón
Svcrrir Hólmarsson. icvtrar mcó homitn
Stcmunn StguróardóttÍT. Hcitnir 1‘áisson «g
iHwicifur íiauksson tAóurútv /* Jvmi
18.20 Sóngvar I lcttum dtir. I tlkvnningar.
18 45 Vcóurfrcgnir Pugskrá k\oldsins
19.0(1 Krcttir. Tílky mtingur
19.35 „630010”. saga cftir Simlair J.c»K.
Stguróur F.inarsMm íslcn/kaót, (iisii Kunar
Jtmssim Jcikari 1cst32l-
20.00 HarmtmikuhuOur. Sigorónr \llonvvm
kynnir.
20 30 „Finh\cr hhvr «g cinhvcr rcióist”. I ym
|\uttur um ci/lu rcvtuniar i vtmuntckl Kand
\crs iHirldksstmur og Siguróur Skúlusomtr
21.15 HUróuhall. Jónutan (iuróarsson kynnir
amcrisku kúrcku og svcuasónpva
22.00 t kýrhuusnum. Siguróur i inatsson sér um
háoinn.
22 15 Vcóurfmgnir I rdoir. Pagskrá morgun
dagsins
22.35 Kvóldlcstun „Auónuslundir” cítir Birgi
Kjaran. Hoskuidur Skagljoró lcs tXi
23 00 Dansiog. t23 45 I réltiri
OKH) Pagskrárlok
Sunnudagur
13. júlí
8.00 Morgunandakt. Sdra Pétur Sigurgcirsson
vigsluhKkup flytur rilningarorö og bæn.
8.I0 Fréoir.
8.I5 Vcóurfreginr. Forustugremar dagbl.
(titdr.i.
8.35 Létt morgunlug. Kingsway kórinn* og
hljómsveitin flytja logeftir Rimvky Korsakoff.
9.00 Morguntónleikar. ..Kequiem” fyrir
cinsöngvara, kór og hljómsveit eftir Domcnico
Cimarosa. Elly Ameiing. Ötrgit Finnelö,
Richard van Krooman. Kurt Wtdmcr og
Hátfðarkórinn i Montreux syngja með
Kammerhljómsvcitinni I Luzern: Vittorio
Ncgrí stj.
J0 00 Fréttir. Tónleikar. I0.I0 Vcðurfrcgnír.
IÖ.25 Vlllt dýr ur heimkynni þeirra. Pált
Hcrsteinsson fiy tur erindi um fslen/ka refinn.
11 00 Mevsa i Kópavogskirkju. Prcstur: Séra
l>orbergur Kristjánsson. Organlcikari
(iuómundurCiilsson. *
12.10 Dagskráin Tónfcikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar.
Tónlcikar.
13.30 Spaugaó I Israel. Róbert Arnfinnsson
lcikari les kimnisógur cftir Ffraím Kishon i
hýöingu lngibjargar Bcrgþórsdóttur I5l.
I4.00 Þctta vil ég heyra. Sigmar B Hauksson
talar viö Gunnar Rcyni Svcinsson tónskáld.
sem velur sér tónlist til fiutnings.
15.15 FararlteiU. Þáttur um útivist og fcröamál t
umsjá tíirnu G. Bjarnfcifsdóttur. Mcðal
annars cr rætt víö Stcin Urusson forstjóra
feröuskrifstofunnur Úrvals unr fcrötr
ftercysku ferjunnar Smy rtls.
I6.00 Fréttir.
I6-15 Veöurfrcgnir.
16.20 l ilveran. Sunnudagsþáttur I umsjá Ama
Johnscns ogOtofs Geirssonur blaöamanna.
17.20 l.agió mitt. Hclga Þ. Stephensen kynmr
óskalögbarna
18 20 Harmonikulog. Ann Leuf og Gaylord
Cartcr leika.
Tilkynningar (
18 45 Vcðurfregnir. Dag.skrá kvöldsms
19.00 Fréttlr. Tilkynntngar.
19.25 Frambaldsleikrit: „A sióasta snúning”
eftir Allan UJIman og l.ucille Fletcher. ÁÖur
útv. 1958 Flosi Olufsson bjó til útvarps
fiutnings og er jafnframt lcikstjóri. Pcrsónur
og lcikcndur i öðrum þietti.
Sögumaöur.............................Flosi Olafsson
Lcona...................... Helga Vultýsd..
Lucy...................Brynja BcjKdiktsd..
Jennings. ..............Bryndís Pétursd..
Sally. .................Helga Bachmann
Hcnry...............................Helgi Skúluson
20.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveítar
Islands I ll&skólahlói á alþjóölegum tónltstar
degi l. oktoher i fyrra. Stjórnandi: Paul
Zukofskv. I u\' »kari: /ygmunt Krau/e. u.
..Fylgjur” eftir Þorke! Sigurbjornsson h.
Píanókonsert eftir/ygmum Krauze.
20.30 Innbrot i Postulin. Smásaga eftir Þröst J
Kartsson. Rúrijx Haraldsson les.
21 00 Hljómskálamúsik. Guómundur GjKson
kynnir.
21 30 Þjóóiagasóngkonan Fngei l.und. Árni
Kristjánsson pianófcikari les ávarp sem hann;
fiutti i Norræna húsinu 9. mai i vor á hátíöar
samkomu til hcióurs songkonunni sem syngur
íslcnzk og erletjd þjóðlóg vió undirfcik dr. Páls
Isólfssonar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun
dagsins.
22.35 Kvóldíestun „Auónu.stundir,, eftir BÍrgi
Kjaran. Höskuldur Skagfjóró Ivkur lestrinum
(9|.
23.00 Syrpa. Þáttur i helgarlok i samantekt Oto
H. Þóróarsonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.