Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 3

Dagblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980. 3 Umgangist „staðreyndir” Marteins Skaftfells með varúð: Hvers vegna eru upplýsing- amar frá stríðslokum? Hilmar Karlsson, Engihjalla 1, Kóp., skrifar: Við lestur greinar Marteins M. Skaftfells i DB 16/8 vöknuðu nokkr- ar spurningar. Að því tilefni hringdi ég i DB og fór fram á svör Marteins, sem birtust i DB 19/8. í kjallaragrein þeirri eru grófar rangtilvitnanir í fyrirspurnir mínar, en einnig vökn- uðu aðrar spurningar, sem ég hér með beini til Marteins. Misskilningur og rangfærslur Marteins í fyrirspurnum minum voru engar tilvitnanir, þrátt fyrir staðhæfingar Marteins um hið gagnstæða. Hins vegar eru tilvitnanir Marteins í fyrir- spurnir mínar rangar. Af tillitssemi við lesendur læt ég þó nægja að skora á Martein að lesa fyrirspurnir mínar aftur og bera saman við umrædda kjallaragrein rangfærslna, hugsana- grauts og síðast en ekki síst brengl- aðra tilvitnana. Eitt dæmi: í grein Marteins i DB 16/6 segir: ,,Og því markmiði er blað okkar: Hollefni og heilsurækt helgað”. í fyrirspurn minni: „Heilsuhringurinn gefur út blaðið Hollefni og heilsu- rækt sem Marteinn m.a. eignar sér.” Samkvæmt ofanskráðu eignaði Mar- teinn sér blaðið sjálfur ásamt öðrum. í DB-grein sinni 19/8 hrakti Mar- teinn, þó án þess að viðurkenna sin mistök, ofangreind fyrri ummæli sín. Gleymda (?) spurningin endurtekin í skrifum sinum fjallar Marteinn um skaðsemi natriumflúoríðs, sem hann nefnir rottueitrið, en Qallar ekki um skaðsemi kalsiumflúoriðs, sem hann nefnir náttúrulegan flúor. Er ástæðan sú, að fyrirtæki Marteins o.a., Elmaro hf., hefur hafið, eða ætlar að hefja innflutning og sölu á sínum náttúrulega flúor? Heldur fékk fyrirspurn min um meint samband milli fjölda tann- lækna og flúorblöndunar drykkjar- vatns snubbótta afgreiðslu: „Flúor- inn er einangrað dæmi, sem meta verður sem slíkt.” Gæti Marteinn skýrt þetta nánar og nefnt hversu ein- angrað dæmi flúor er? Raddir lesenda ísima Hringw m*.i**r mi"1 krifi® eðas Hugsjón? í kjallaragrein Marteins getur að lita ýmsar fróðlegar upplýsingar, sem líta má á sem ókeypis kynningu og auglýsingu á „hollefnum”, Heilsu- hringnum og Elmaro hf. Þar lýsir Marteinn fórnfúsu og ólaunuðu starfi sínu að uppbyggingu innflutn- ingsfyrirtækis síns, Elmaro hf„ sem helgaði sig „hollefnum og heilsu- tækjum”, sem Marteinn segir sitt áhugamál ofar krónum og aurum. Þegar grannt er lesið má þó afhjúpa Martein: „ . . . Svo lítils (skilnings; innsk. mitt), að flytja varð inn, i mörg ár, aðrar vörur til að bera holl- efnin.” Var fórnfúsa áhugamálið þá ekki ofar krónum og aurum? Sölumaðurinn Marteinn Marteinn flikar sölumannseðli sínu, þegar hann segir: ,,þar sem auk- in sala hollefna er efling heilsurækt- ar.” Þessu samkvæmt væri efling heilsuræktar t.d. að farga „hollefn- um”, ef það leiddi til söluaukningar þeirra: Enn um flúor Hvers vegna skyldu upplýsingar í greinum Marteins jafnan vera frá því i stríðslok? Niðurstöður nýrri rann- 'sókna eru til. Marteini verður tíðrætt um mann með góðan titil, sem hafi söðlað um og gerst andstæðingur flúorblönd- unar drykkjarvatns, þ.e. dr. Mick. Hvað fékk hann fyrir? í Mblgrein 22/5 tekur Marteinn leftirfarandi úr sænsku blaði: „Áki hefur drukkið flúorvatn siðan hann var lítill, en nú er hann með skemmd- ar tennur”. Gæli ekki verið, að Áki hefði haft fleiri og verri tann- skemmdir, hefði hann ekki neytt flúorvatns? Flúorpostular Marteins lofa bara 50—60% minni tann- skemmdum við neyslu ákveðins magns flúors, en ábyrgjast ekki tann- átuleysi.. Skyldi þetta vera hið „ein- angraða dæmi”, sem Marteinn metur sem slikt? Gáta læknum um 600% á 12 árum, en íbúum fjölgaði um 6%. 1 öðru bæjar- félagi fækkaði tannlæknum um 100% á 16 árum. Hvaða ályktun um fjölda skemmdra tanna dregur Mar- teinn af ofangreindum upplýsingum? í hvoru bæjarfélaginu heldur Mar- teinn að fiúor sé bætt í drykkjarvatn? Loks misskilur Marteinn Staðreyndir Marteins hef ég annars vegar ekki vilja, þor né þrek til að beygla og brengla og hins vegar var hvorki ætlun mín að umgangast þær nteð léttúð né andakt, aðeins með örlitilli varúð. Endir í grein þessari hef ég reynt að til- einka mér málflutning Marteins. Marteini og e.t.v. fieirum til skaplétt- is mun það gert hér í fyrsta og síðasta sinn i þeirri von, að Marteinn taki upp vandaðri málflutning, sem honum vissulega sæmir. I bæjarfélagi nokkru fjölgaði tann- Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld / Eigum við að f lytja inn ódýrt smjör? Vilborg Guðmundsdóttir: Nei, við eig- um að styðja íslenzka framleiðslu og kaupaokkar smjör. Spurning dagsins Halldóra Eyjólfsdóttir afgreiðslu- maður: Nei, við eigum að flytja sem minnst inn. Sigurður Þ. Söebeck kaupmaður: Fólk á að hætta að borða smjör. Hafdis Pálsdóttir afgreiðslumaður: Nei, við eigum að styðja islenzka fram- leiðslu. u I T I ,S i B Áslaug Tulinius, baðvörður Álfta- mýrarskóla: Já, hví ekki það. Hjálmar Stefánsson iðnrekandi: Nei.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.