Dagblaðið - 18.09.1980, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
Einstakt tækifæri
Til sölu er þessi fallegi Toyota HI—LUX
með drifi á öllum hjólum. Ekinn 5000 km.
Rauður að lit. Breið dekk og felgur,
stereótæki, sóllúga og fleira. (Aukahlutir
fyrirca 1500 þús.).
Til sýnis og sölu á Bílasölunni Skeifunni,
símar 84848 og 35035 í dag og næstu
daga.
VANTA&« FRAMRUÐU?
Ath. hvort viðgetum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
BÍLRÚÐAN SS’.»
DANSSKOLI
Signrðar
Hákonarsonar
BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR
Kenndir allir almennir dansar, svo sem:
BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR —
DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL.
BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSl
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg
æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund
Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó).
örstutt frá skiptistöð SVK.
Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi
Innritun og allar nánari upplýsingar
daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ
Norrænir stangaveiðimenn áhyggjufullir:
Utlendingar ráða 17
beztu laxveiðiánum
að tveimur milljónum
Fulltrúar á þingi norrænna stangaveiðimanna. I fremstu röð eru frá vinstri: Georg
Pederscn, Danmörku, Friðrik Sigfússon, Keflavik, ritari norræna sambandsins, Há-
kon Jóhannsson, Reykjavik, formaður, og Roland Morell, Sviþjöð.
— vikan kostar allt
Utlendir auðmenn ráða um 61%
allra veiðidaga i helztu stangveiðiám
landsins. Er þetta stöðugt vandamál
fyrir almenning í landinu og raunar á
öllum Norðurlöndum, að þvi er segir i
ályktun þings Norðurlandasambands
stangaveiðimanna. Taldi þingið að
laxveiðiár og vötn á Norðurlöndum
ætti ekki að láta af hendi við fáa aðila
með því að leigja helzt fyrirtækjum og
efnamönnum.
í erindi, sem Friðrik Sigfússon, for-
maður Landssatnbands stangáveiði-
félaga og ritari norræna sambandsins,
l'lutti á þinginu, kom fram að útlendir
auðmenn veiða í beztu laxveiðiám
landsins á bezta veiðitímanum en
islenzkir stangaveiðimenn fengju
afganginn sem félli af torðum þeirra.
Veiðileyfi í margar ár eru að hluta til
eða öllu leyti seld útlendingum,
auðmönnum og stórfyrirtækjum, og
auglýst eingöngu á erlendum markaði.
Þetta á við um 17 ár — Lvxá i Kjós.
Laxá i Leirársveit, Grímsá, efri hluts
Þverár, Norðurá, Langá, HíUrá, Haf-
fjarðará, Straumfjarðará, Haukadalsá,
Laxá i Dölum, Miðfjarðará, Vatns-
dalsá, Laxá i Aðaldal, Hafralónsá,
Hölkná, Hofsá og Sogið fyrir landi
Alviðru. Útlendingum eru boðnir til
sölu 6550 stangaveiðidagar af um
10.800, eða um 61 %.
Það kom einnig fram í máli
Friðriks, að verð á stangaveiðidögum
til útlendinga er mjög mismunandi, eða
l'rá 1750 dollurum til 3800 dollara (900
þúsund — 1950 þúsund isl. kr.) á
viku. Þá er innifalið fæði, húsnæði og
viðast hvar leiðsögn. Vikan fyrir eina
stöng i Efri Þverá (Kjarrá) er seid á
4500 svissneska frankna, eða rúmlega
1.4 milljónir isl. króna.
Þau afleitu mistök urðu í þættinum
Veiðivon i blaðinu á þriðjudaginn, að
ruglað var saman Norðurlandasam-
bandi stangaveiðimanna og Landssam-
bandi stangaveiðifélaga. Sagði þar að
erfitt hefði verið að afla frétta af
..þrítugasta aðalfundi Landssambands
stangaveiðifélaga”. Klausa þessi var
marklaus og biðst blaðið velvirðingar á
henni. -ÓV.
rlrMlB m
Róstusamt sveitaball
eöa innvígsla til mennta?
Innvigsla nýrra nemenda í fram-
haldsskóla landsins stendur sem hæst
þessa dagana. Eru þessar busavígslur
nú með nokkuð öðrum hætti en áður
tíðkaðist og má orðið helzt líkja við
róstusöm sveitaböll. Þannig var það
a.m.k. í Ármúlaskóla á mánudag, þar
sem margir fengu marbletti enda ekki
teknir neinum vettlingatökum, eins og
sjá má af myndinni.
DB-mynd: Sig. Þorri.
*...... ' ^ ----------------- \
Loftleiðaflugmenn vilja starfs-
aldurslista fyrir gerðardóm
Sáttasemjari i flugmannadeilunni,
Gunnar G. Schram fundaði í fyrra-
dag með deiluaðilum. Þar kom frani
að Loftleiðaflugmenn eru tilbúnir að
leggja starfsaldurslistamál flug-
manna fyrir gerðardóm, enda hefur
enginn árangur náðst ennþá og erfitt
virðist fyrir flugmannafélögin tvö
innan Flugleiða að ná samstöðu um
sameiginlegan starfsaldurslista.
Baldur Oddsson formaður Félags
Loftleiðaflugmanna sagði að starfs-
aldurslistamálin hefðu verið reifuð á
fundinum hjá Sáttasemjara. „Sátta-
semjari og við vorum sammála um
að samkomulag næðist ekki. Við
Loftleiðamenn teljum því að leggja
ætti málið eins og það leggur sig í
gerðardóm. Við sættum okkur við þá
málsmeðferð.”
Ekki náðist samband við Kristján
Egilsson, formann Félags islenzkra
atvinnuflugmanna, í gær, en Dag-
blaðið hefur eftir áreiðanlegum
heimildum að FÍA-menn séu lítt
hrifnir af þvi að starfsaldurslista-
málið fari fyrir gerðardóm og muni
hafna þeirri málsmeðferð.
-JH.
V.
✓