Dagblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
Erlendar
fréttir
i
REUTER
i
Pólland:
Lech Walesa
ætlar til Rómar
aðræða viðpáfa
Lech Walesa, leiðtogi verka-
manna i Gdansk og sá er stóð
fyrir verkföllum þar fyrir nokkru,
tilkynnti í gær að hann hygðist
ganga á fund Jóhannesar Páls
annars páfa í Róm. Hyggst
Walesa fara þangað í næsta
mánuði. Jóhannes Páll páfi er
pólskur að ætterni og var kardi-
náli þar í landi fram að því að
hann var kjörinn páfi. Kaþólska
kirkjan er mjög sterk í Póllandi
og tvímælalaust sterkasta aflið i
öllu andlegu lífi. Lech Walesa
verkalýðsforingi er mjög trúræk-
inn eins og strangtrúaðir kaþól-
ikkar munu vera. Tók hann mik-
inn þátt í þeim messum sem
prestar sungu í Leninskipasmíða:
stöðinni í Gdansk á meðan á
verkfallinu stóð.,
Bandaríkin:
Iðnaðarframleiðsla
aftur á uppleið
Iðnaðarframleiðsla i Banda-
ríkjunum jókst nokkuð i síðasta
mánuði. Er það i fyrsta skipti sem
slíkt gerist síðastliðna tíu mánuði.
Þykir þetta styðja þær fullyrðingar
Carterstjórnarinnar að samdrætti í
efnahagslífi Bandarikjanna sé að
ljúka og við taki uppgangstímabil.
í skýrslu frá Seðlabánka Banda-
rikjanna segir að aukning á nýtingu
iðnfyrirtækja hafi orðið um 0,1% i á-
gústmánuði síðastliðnum. Auk þess
var tilkynnt í gær að verksmiðju-
framleiðsla hefði aukizt um 0,5% í
júlí síðastliðnum. Er það í fyrsta
skipti í sex mánuði að svo verður.
Hagfræðingur á vegum stjórnar
Jimmy Carter Bandaríkjaforseta
sagði í gær að hinum mikla sam-
drætti sem hafizt hefði í bandarísku
efnahagslífi i janúar síðastliðnum
hefði lokið í síðasta mánuði. Þar með
hefði þetta reynzt stytzta en alvarleg-
asta samdráttarskeið sem komið
hefði í bandarisku efnahagslífi síðan
síðari heimsstyrjöldinni lauk.
Viðskiptaráðuneyti / Banda-
ríkjanna tilkynnti í gær að veruleg
aukning hefði orðið í byggingariðn-
aði í síðasta mánuði. Næmi
aukningin 12,1% miðað við
‘mánuðinn á undan. Benti þetta til
þess að byggingariðnaður vestra væri
aftur í sókn.
Ymsir hagfræðingar halda því
fram að þó svo að efnahags-
samdrætti í Bandaríkjunum sé lokið
að sinni þá muni batinn verða hægur
á næstu mánuðum. Telja þeir að
veruleg batamerki muni ekki sjást
— táknar líklega
lok stytzta en
alvarlegasta
efnahagsaftur-
kippsins frá
lokum síðari
heimsstyrjaldar
fyrr en þingið í Washington sam-
þykki skattalækkanir sem muni ýta
undir aukinn hagvöxt.
Washington:
Billymáli
að Ijúka
Þingnefndin sem kannaði tengsl
Billy Carters, bróður forseti Banda-
rikjanna, við Líbýumenn hefur nú
lokið yfirheyrslum sínum. Ekki virðist
neitt hafa komið fram sem hrekur þá
fullyrðingu forsetans að enginn úr
starfsliði hans hafi veitt Billy neinar
mikilvægar upplýsingar úr stjórn-
kerfinu.
Zimbabwe:
Mugabe rekur
Wallshers-
höföingja
Robert Mugabe, forsætisráðherra
Zimbabwe, tilkynnti í gær að hann
hefði rekið Peter Walls, æðsta foringja
hers Zimbabwe, úr embætti. Sakaði
Mugabe Walls um ótrúmennsku í starfi
og einnig að hann hefði skaðað hags-
muni landsins. Walls var áður æðsti
foringi hers Ródesiu á meðan hvítir
voru þar við völd. Var hann helzti ógn-
valdur svartra skæruliða.
Þegar landið hlaut sjálfstæði og var
nefnt Zimbabwe tók Walls að sér
æðstu stjórn hersins. Fljótlega skarst
þó í odda. Mugabe mun hafa neitað að
veita Walls hershöfðingjanafnbót.
Einnig lýsti Walls þvi yfir að hann
hefði á sínum tima ráðlagt Margaret
Thatcher forsætisráðherra Breta, að
viðurkenna ekki úrslit kosninganna
þegar Mugabe vann sigur og komst til
valda.
Walls er nú í orlofi í Englandi.
Brottrekstur hans tók gildi frá og með
15. þessa mánaðar. Talið er að Mugabe
hafi verið að verða við kröfurn margra
flokksmanna sinna þegar hann vék
Walls úr embætti.
El Salvador:
Hertóku skrif-
stofur Amer-
Vopnaðir skæruliðar vinstri
manna hertóku í gær byggingu
Samtaka Ameríkuríkja í San
Salvador, höfuðborg E1 Salvador.
Tóku þeir átta 'gisla og héldu
byggingunni enn i morgun ásamt
gíslunum.
Rétt um tuttugu og fimm félagar í
samtökum vinstri manna sem berjast
gegn herstjórninni í El Salvador
réðust inn i bygginguna um miðjan
dag í gær. Nokkrum skotum var
hleypt af byssum en síðan var öll
byggingin á valdi innrásarmannanna.
Að sögn fulltrúa Rauða krossins í
E1 Salvador, sem fóru inn i byggingu
Samtaka Ameríkuríkja skömmu
eftir að hún var komin í hendur
,skæruliðanna, særðust engir né féllu
við töku hcnnar.
Aðallulltrúi Samtaka Ameríku-
ríkja, Albino Roman Y Vega, en
hann er einn gíslanna, sagði frétta-
mönnum í símtali í gærkvöldi að vel
væri farið með þá.
Vinstri skæruliðarnir segjast
krefjast þess að pólitískir fangar
verði látnir lausir í El Salvador.
Einnig krefjast þeir þess að aflétt
' verði hernaðarástandi i landinu. Það
hefur gilt frá þvi í marz síðastliðnum.
Auk þess er þess krafizt að yfir-
gangi herliðs stjórnarinnar Ijúki nú
þegar.
BYGGINGAVÖRUDEILD
SAMBANDSINS
auglýsir byggingarejhi,
SMÍÐAVIÐUR Öll verð eru
U/S pr. Im.
75X225 Kr. 5.472.-
75X200 Kr. 4.865.-
63X125 Kr. 2.384.-
50X175 Kr. 2.648.-
50X150 Kr. 2.487.-
50X100 Kr. 1.513.-
38X175 Kr. 2.013.-
38X150 Kr. 1.972.-
38X125 Kr. 1.923.-
38X100 Kr. 1.273.-
32X150 Kr. 1.452.-
32X100 Kr. 968.-
25X175 Kr. 1.694.-
25X150 Kr. 1.518.-
25X125 Kr. 1.265.-
19X150 Kr. 1.079.-
19X125 Kr. 962.-
ÚTIVIÐUR IV
75X225 Kr. 4.052.-
50X200 Kr. 2.229.-
50X175 Kr. 1.951.-
50X150 Kr. 1.672.-
50X115 Kr. 1.071.-
50X100 Kr. 1.115.-
38X100 Kr. 847.-
32X150
25X200 Kr. 1.030.-
25X175 Kr. 976.-
25X150 Kr. 836.-
25X125 Kr. 576.-
25X100 Kr. 558.-
Kr. 931.-
Kr. 773.-
Kr. 698.-
Kr. 403.-
Kr. 885.
Kr. 655.
Kr. 655.
Byggingavörur ÁRMÚLA29
Sambandsins cími
Armúla 29-Sími 82242 wlll■■ OZZ1Z