Dagblaðið - 18.09.1980, Síða 9

Dagblaðið - 18.09.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980. 9 Enginn ástralskur blaðamaður lítur við Oliviu Newton-John Yfirleitt er hlutunum þannig háttað, að heimsþekktar stjörnur eiga í stök- ustu erfiðleikum við að fá að vera í friði fyrir blaða- og fréttamönnum. Olivia Newton-John varð því harla hissa, þegar hún kom heim til föður- lands sins, Ástralíu, á dögunum. Enginn blaðamaður yrti á hana ogljós- myndarar virtust beina linsum sínum í allar aðrar áttir en að henni. Þetta kom sér dálítið illa fyrir Oliviu, því að hún var komin heim til að auglýsa nýjustu kvikmynd sina, Xanadu. Hún var sannast að segj^J standandi vandræðum. Skýringin á þessu einkennilegaRg óhentuga framferði áströlsku preW- unnar var einföld. Siðast þegar Olivia Newton-John var í heimsókn var Lee Kramer umboðsmaður hennar og fyrr- Olivia Newton-John ásamt umboðsmanni sinum, Lee Kramer. Hann er reyndar sá sami og bauð Gunnari Þórðarsyni plötusamning f Bandarfkjunum hérna fyrr á árun- um. verandi sambýlismaður i för með henni. Honum þótti ljósmyndari nokkur full aðgangsharður, svo að hann þreif í hnakkadrambið á honum, henti honum upp á vélarhlífina á bil og hrópaði: „Ef þú tekur svo mikið sem eina mynd af Oliviu, skal ég troða mynda- vélinni þversum upp í þverrifuna á þér.” Blaðamannasamtökin í Ástraliu eru áfkaflega hörundssár fyrir svona fram- komu. Því fór svo að þegar Olivia þurfti á auglýsingu að halda, tóku allir sig saman um að líta ekki við henni. Söngvarinn Frank Sinatra hefur sömuleiðis orðið fyrir óhappi í Astralíu. Einhverju sinni er hann var þar á söngferðalagi varð honum á að nota heldur kröftug lýsingarorð urn hegðun ástralskra fréttamanna. Alþýðusamtökin í landinu létu þá þegar til sín taka. Hótel lokuðust skyndilega fyrir stjörnunni. Hann fékk ekki bensin á bil sinn og ekki flugfar frá Ástralíu fyrr en hann var búinn að biðjast opinberlega afsökunar á orðum sínum. FÓLK „Burr og „Matý’ fá Emmy-verölaun Richard Mulligan og Cathryn Damon sem við þekkjum betur sem Burt og Mary Campell úr Löðri fengu á dögunum Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Emmy-verðlaun eru nokkurs konar Óskarsverðlaun sjón- varpsþáttanna og þykir mikill heiður að hljóta þau. Beztur bandarískra sjónvarpsþátta var valinn Taxi og tók hann við af MASH sem þáttur ársins. MASH höfum við fengið að sjá hér undir nafninu Spítalalíf en Taxi höfum við ekki enn barið augum i islenzku sjón- varpi. Vatnskömur á borðinl Veitingahúsaeigendur i Alsace í Frakklandi brugðust ókvæða við, er sett var sú klásúla í lög, að vatnskanna skyldi borin á borð fyrir matargesti. Fólk minnkaði vín- og bjórdrykkju um allan helming, en tók þess i stað að þamba vatn með matnum. Frakkar eru ekki vanir að deyja ráðalausir og það gerðu veitingamennirnir í Alsace ekki heldur. Víst héldu þeir áfram að bera fram vatn í könnum, en í vatninu syntu froskar, gullfiskar og krabbar. Vín- og bjórsalan tók aðsjálfsögðu kipp upp á viðá ný. Bretiand: Löggur kærðar fyrir kynlíf í starfi Siendurteknar heimsóknir 11 lögreglumanna i kvenn&klúbb einn i Bretlandi eru nú í rannsókn. Klúbb- urinn hefur kynlif á verkefnaskrá sinni og hefur ein af aðstandendum hans kært lögregluþjónana fyrir heimsóknir með tilheyrandi á meðan þeir eru á vakt. Sérstakri deild Scotland Yard er fjallar um spillingu , innan lögregiunnar hefur verið falið að rannsaka málið og á meðan hefur þrem lögregluþjónanna verið sagt upp störfum og 8 færðir á aðrar lögreglustöðvar. Rikke Petersen, önnur frá vinstri, við hlið Miss Young International. Unnur Steinsson, sem varð númer fjögur i keppninni, er lengst til hægri. Veröur Rikke Petersen ungfrú sólskin 1980? I Myndin, sem kom Rikke i undanúrslit í keppninni um uugfrú sólskin 1980. Þegar hún birtisl í Se og hör voru les- endur ekki i vafa um að hún ætti erindi i úrslitin. Keppni SeogHör um þann titil fer fram í Túris Hin sextán ára gamla Rikke Peter- sen frá Holbæk í Danmörku hélt að það myndi líða yfir hana, þegar úrslilin i Miss Young International keppninni voru gerð heyrinkunn. — í öðru sæti: Fröken Rikke Petersen frá Danmörku, hljómaði í hátölurunum. Þann dag varð breyting á lífi Rikke, segir í danska vikuritinu Se og Hör. Nú flykkjast útsendarar hinnar alþjóðlegu tízkupressu utan um þessa fríðu, ljóslokkuðu stúlku. En Rikke Petersen lætur sér árangurinn í keppninni um fröken alheimstáning ekki nægja. Nú í september fer hún ásamt sjö öðrum dönskum stúlkum til Túnis. Þar fer lokakeppnin fram um titilinn u igl'rú sólskin 1980, sem Se og Hör stendur fyrir. Að sjálfsögðu gerir Rikke sér vonir um að bera sigur úr býtum i þeirri keppni. Að sjálfsögðu á hún mikla niögu- leika. Hún myndast til að mynda mjögvel. I kcppninni á Filippseyjum á dögunum \ar hún til dæmis valin ui):_11 u mvidi: æn. ilÉI i;ii V f>. *ll tíntt hyggst giftast pönkara Britt Ekland, sænska leikkonan snoppufríða, mun nú vera í giflingar- hugleiðingum. Tilvonandi eigin- maður hennar er ræflarokkari að al- vinnu og heitir Philip Lewis. Tals- verður aldursmunur er á hjónunum tilvonandi. Britt er nú orðin 39 ára gömul, en Philipaðeins2l. En hverju skiptir aldursmunurinn, þegar áslin erannarsvegar? „Við höfum nú þekkzl i tvö ár og það ætli að vera nógu langur timi til að við vituni, hvað við erunt að gera,” segir leikkonan fræga. Húlahopp hjá Cardin Nýjasti kjóllinn frá Pierre Cardin er dálítið kringlóttur. Aðferðin við að fá hann svona rúnnaðan er einföld.. Hönnuð- urinn saumaði einfaldlega húlahopp hringi i kjólana og — akahra kadabra — ný tízka leit dagsins Ijós.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.