Dagblaðið - 18.09.1980, Side 10
10
^5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
DB á neytendamarkaði
/■” k , |
AIMNA BJARNASON, V
Einnota gaskveikjarar geta verið stórhættulegir:
Grípa ætti í taumana áður
en stórslys hlýzt afþeim
Það er ekki að ástacðulausu að
l'lugfélög hafa bannað einnoia-
kveikjara um borð í flugvélum inum
jieir geta verið stSrhættulegir. Nú a
skömmum tíma hafa komið okkar
tveir menn sem urðu fyrir lieirri
óskemmtilegu revnslu að slikii
kveikjarar sprungu heima hjá þeim.
Kveikjararnir voru sinn með hvoru
mótinu, annar hét Elita en hina.'
Newtop.
Ódýrari
en eldspýtur
Sá, sem átti Elita kveikjarann,
Haukur Már, sagðist hafa kveikt sér i
sígarettu og látið kveikjarann siðan
frá sér á borð, sem á var ísaumaður
ullardúkur. Skipti engum togum að
hausinn á kveikjaranum sprakk frá
og logaði. Eyðilagðist dúkurinn eftir
brunann eins og sjá má á myndinni.
Haukur sagði að svona kveikjari
kostaði 8—900 kr. og fengist í
mörgum sjoppum. Taldi hann þessa
kveikjara ódýrari en eldspýtur en
hver stokkur kostar um 60 kr.:
Haukur sagði að svona kveikjari
dygði sér i rúma tvo mánuði en hann
reykir rúman einn pakka af
sígarettum á dag.
Frussandi gasið
Hinn aðilinn, sem kom með
kveikjara til okkar var Baldur
Ragnarsson. Hann keypti kveikjara á
rúmar 1500 kr. Hann var nýbúinn að
kveikja sér í sígarettu.lagði kveikjar-
Hausinn spýttist af kveikjaranum og ullardúkurinn brenndist eins og sjá má á
myndinni.
Eigandi kveikjarans kom sér fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að njóta rólegrar
kvöldstundar. Þá heyröist allt i einu hviss og gasið rann frá kveikjaranum og hluti
hans þeyttist út i herbergið! DB-myndir Einar Ól.
ann ofan á pakkann og hvort tveggja
ofan á sjónvarpið. Þá heyrðist allt í
einu hviss, og gasið flæddi úr
kveikjaranum, bræddi niður hausinn
og logaði áfram þar til Baldur gat
bjargað málum og slökkt bálið í
kveikjaranum áður en skaði hlauzt
af.
öryggi á
vinnustöðum
Við höfðum samband við Öryggis-
eftirlit ríkisins vegna þessara
kveikjara. Eyjólfur Sæmundsson
öryggismálastjóri ríkisins sagði að
þeim væri kunnugt um óhöpp sem
hefðu orðið vegna þessara kveikjara
erlendis. Öryggiseftirlitið hefur hins
vegar aðeins afskipti af málefnum
vinnustaða.
Eyjólfur benti á að þarna væri um
neytendamál að ræða en hérlendis
er engin löggjöf til um vöru- pS
innflutningseftirlit á hinum ýmsu
vörum. Og það jafnvel ekki þótt um
sé að ræða vörur, sem geta verið stór-
hættulegar eins og t.d. þessir
kveikjarar.
Eyjólfur sagði að þeir hjá Öryggis-
eftirlitinu hefðu haft spurnir að því
að menn hafi látist erlendis af
völdum slysa vegna umræddra
kveikjara. Þrátt fyrir það hafa þeir
ekki heimild til aðgrípa til harkalegra
aðgerða, eins og t.d. að láta banij*
innflutning á þessum kveikjurtiB
Eldspýturnar
líka hættulegar
Við verðum því bara að vona að
ekki hljótist alvarleg slys af þessum
kveikjurum, á meðan fólk áttar sig
ekki á hve þeir geta verið hættulegir.
Hins vegar má svo sem segja að
eldspýturnar sem okkur er boðið upp
á hér á landi geta einnig verið stór-
hættulegar.
Undirritaður veit þess fjöldamörg
dæmi að eldspýturnar hafa brotnað
um leið og á þeim er kveikt og siðan
hrokkið logandi út í loftið. Þannig
hafa þær brennt göt á fatnað og stór-
skemmt húsgögn oggólfteppi.
Það væri nógu fróðlegt að fá
upplýsingar um hvers vegna ekki er
hægt að fá hér sómasamlegar eld-
spýtur?
-A.Bj.
EIN MALTIÐ ELDUÐ A DAG
NÆRRI60 ÞÚS. Á MANN
Fólk orðið dofið fyrir vöruverðinu
,,Kæra neytendasíða!
Þetta er í fyrsta skipti sem ég
endist til að halda heimilisbókhald í
heilan mánuð. Mér blöskrar hvað ég
hef eytt miklum peningum í mat og
hreinlætisvörur.
Ég vinn úti hálfan daginn og elda
bara eina máltíð á dag. Þess vegna
finnst mér þetta svo voðalegt.
Annars er maður orðinn svo
dofinn gagnvart vöruverði, að maður
fylgist ekkert með því hvað hlutirnir
kosta.
Liðurinn „annað” eru afborganir
og ýmislegt annað i sambandi við
húsið. Það eru nú nærri orðin þrjú ár
síðan við fluttum inn í það, en þá var
það rétt tilbúið undir tréverk. Og þó
margt sé búið, er enn margt eftir.
Jæja, ég vona að ég geti verið með
í heimilisbókhaldinu lengur en í þetta
eina skipti.
Til hamingju með fimm ára
afmælið, starfsfólk Dagblaðsins.
Bless, bless,
Vestfirzk.”
Við bjóðum þessa vestfirzku vin-
konu okkar velkomna í hóp þeirra
sem halda með okkur heimilis-
bókhald. Við vonum svo sannarlega
að henni takist að halda út áfram.
Þetta kemur strax upp i vana og
smám saman verður þetta engin fyrir-
höfn.
Þessi kona er með fjögurra manna
fjölskyldu og náði nærri 60
þúsundum að meðaltali á mann i
mat- og hreinlætisvörum. Liðurinn
„annað” var upp á tæplega 647 þús.
kr.
Hún minnist á að fólk sé dofið
gagnvart vöruverði. Það er víst á-
reiðanlega rétt. Það kom greinilega í
Ijós í viðtölum við fólk sem kom tiP
okkar á sýninguna Heimilið ’80. Fólk
sagðist eiga erfitt með að fylgjast
með vöruverði. Við vorum þar með
samanburð á hæsta og lægsta
vöruverði á nokkrum vörum. Vakti
það mikla athygli, því það gat munað
allt að 50% á nokkrum
vörutegundum. Algengasti munurinn
varum30%.
Hið sífellda gengissig íslenzku
krónunnar er áreiðanlega einn mesti
bölvaldurinn i sambandi við
verðskynið. Það þýðir svo lítið að
setja vöruverð á minnið, því það
breytist nærri því í hvert skipti sem
ný vörusending kemur í búðirnar. —
Gengissigið er líka tilvalið skálka-
skjól fyrir þá sem vilja kannski hag-
ræða einhverjum tölum sjálfum sér i
hag. Ekki svo að skilja að verið sé að
væna neinn um slíkt, en möguleikinn
er þarna fyrir hendi engu að síður.
-A.Bj.
Saumavélin
minnir á heftara
Er það eingöngu f lutningskostnaðurinn
sem orsakar hærra vöruverð úti á landi?
Þrjár konur frá Neskaupstað
stöldruðu við i Dagblaðsbásnum
okkar í Laugardalshöllinni á
dögunum. Þær ræddu um vöruverð
úti á landsbyggðinni sem þeim kom
saman um að væri mun hærra heldur
en í Reykjavík. Að auki hafði ein orð
á þvi að einnig væri mjög mismun-
andi hátt vöruverð i gangi á Aust-
fjörðum.
Vöruúrval sögðu þær að væri ekki
mikiðástaðeinsogt.d. Neskaupstað
og ýmislegt fundu þær athugavert
við þjónustuna þar í bæ. M.a.
nefndu þær að ekki væri nægilega vel
staðið að bakaríis- og brauðmálumi
Ekki er hægt að fá þar nýbökuð
brauð fyrr en komið er fram að
hádegi. Þær sögðu einnig að oft
kæmi fyrir að öll brauð væru uppseld
um miðjan dag á föstudegi, þannig
að fólk yrði þáað leggja upp í helgina
með brauðlaus heimili. —
Þá þótti þessum gestum okkar
Neytendasamtökin á staðnum, sem
stofnuð voru fyrr á árinu, vera frek-.
ar aðgerðalitil.
Ein af þessum konum frá Nes-
kaupstað hafði flutt til höfuðborgar-
innar i vor. Sagðist hún hafa tekið
eftir því hve gífurlegur verðmunur
væri á vörum þar og í höfuðborginni.
— Þesium konum kom öllum saman
um, eins og reyndar mörgum fleirum, *
sem við okkur hafa rætt, að fyrir-
komulag á vöruflutningum út á
landsbyggðina væri ekki með sem
hagkvæmasta móti.
-A.Bj.
Hér er komin handsaumavélin sem
við auglýstum eftir fyrir einn af
gestum okkar í sýningardeild DB í
Laugardalshöllinni.
Saumavélin fæst í umboðs og
heildverzluninni Akrar, Akraseli 8,
— síminn er 75253. Vélin kostar
6.900 kr. Forráðamenn Akra sögðu i
samtali við DB að ef viðkomandi
maður ætti í erfiðleikum með að
komást til þeirra eftir vélinni, væri
alveg sjálfsagt að koma með hana
heim til hans.
Þessi litla saumavél er ekki ætluð
til neinna stórátaka í saumaskap en
virðist henta sérlega vel til þess að
lagfæra smávægilegar viðgerðir. Hún
fer vel i hendi og minnir einna helzt á
stóran heftara.
-A.Bj.