Dagblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 12
L
12
írjálst, úháð dagblað
Utgefandi: Dagblaflið Kf.
Framkvaemdastjórí: Svainn R. Eyjótfason. Rhatjórí: Jónas Kristjánsson.
Ritstjómarfultníi: Haukur Halgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannas Raykdal.
Iþróttlr: Hallur Sfmonarson. Mannlng: Aðabtalnn Ingólfsson. Aflstoflarf réttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrímur Pélsson. Hflnnun: HMmar Karísson.
Blaflemann: Anna BJamason, Atll Rúnar Hafldórsson, Atli Stainarsson, Asgair Tómasson, Bragi
Sigurflsson, Dóra Stafénsdóttlr, Elín AK>artsdóttlr, Ema V. Ingólfsdóttir, Qunnlaugur A. Jónsson,
ólafur Qairsson, Blgurflur Bvarrísson.
Ljósmyndir: Bjamlaifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson,
og Svainn Þormófleson
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Qjaldkari: Þrélnn ÞoríaHsson. 8flkistjóri: Ingvar Svalnsson. DraHing-
arstjórí: Mér E.M. Hafldórsson.
Rltstjóm Siflumúla 12. Afgralflsla, éskrHtadalld, auglýslngar og skrtfstöfur Þveríiohi 11.
Aflaislmi blaflalns ar 27022 (10 Ifnur).
Satnlng og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sföumúia 12. Prantun
Arvpkur hf., SkaHunni 10.
Askríftarvarfl á mánufli kr. 5.500.- Varfl í lausasölu 300 kr. aintaklfl.
Fljótfæmi í flugi
Ríkisstjórn íslands hefur fyllzt
ótrúlegri gjafmildi gagnvart út-
lendingum. Hún ætlar að verja 4,5
milljörðum króna á þremur árum til að
efla samgöngur milli Evrópu og
Ameríku, en ekki milli íslands og út-
landa.
Fyrir sömu upphæð gæti ríkisstjórnin gefið nærri
20.000 íslendingum vetrarfarseðla til Bandaríkjanna,
fram og til baka. Það samsvarar rúmlega200sætum á
viku þá sjö mánuði á ári, sem vetrarfargjöld gilda.
Þetta dæmi sýnir, að ríkisstjórnin getur á ýmsan
hátt stuðlað að flugsamgöngum við útlönd og að at-
vinnu í flugmálum, ef hún á 4,5 milljarða handbæra
Luxemborgarflugið er engan veginn eina hugsanlega
haldreipið.
Flug milli Luxemborgar og Bandaríkjanna verður
ekki rekið af neinu viti án breiðþotu, sem kemst alla
leið í einum áfanga. Hvar sitja þá eftir hagsmunir
íslendinga á skeri þeirra nyrzt i Atlantshafinu?
Steingrímur Hermannsson hefur þar á ofan sagt, að
Boeing 747 sé betri en Douglas DC 10, þar sem hún
nýtist líka til vöruflutninga. Hann er kominn svo á kaf
í þjóðnýtinguna, að hann er farinn að velja milli breið-
þota.
Steingrímur hefur rétt mat á flugvélategundum,
raunar mun betra en hrakfallabálkar Flugleiða. En
ummæli hans sýna þó, að breiðþotur eru í sviðsljósi
björgunaraðgerðánna í Luxemborg þessa síðustu
sammngadaga.'
Hvernig dettur mönnum líka í hug, að Luxem-
borgarar fáist til að láta af hendi sína 4,5 milljarða
króna, nema notaðar séu hagkvæmustu flugvélarnar,
breiðþotur? Og þær tapa stórfé á króknum til íslands.
Ríkisstjórnin má ekki einblína um of á peninga
Luxemborgara. Freistingar í þá átt getaleitt tillausna,
sem eru meira en helmingi dýrari en þær, sem fundnar
yrðu án þátttöku Luxemborgara og án Luxemborgar-
flugs.
Með framtaki sínu er ríkisstjórnin líka að þvinga
upp á Flugleiðir einmitt því flugi, sem fyrirtækið vildi
helzt leggja niður. Þar með flytur ríkisstjórnin á-
byrgðina til sín. Hún býr til landbúnaðarkerfi í flugi.
Um leið hyggst ríkisstjórnin auka hlut sinn í
Flugleiðum úr 6°/o í 20%. Hinni efnislegu þjóðnýtingu
fylgir þannig fyrsta skrefið í átt til formlegrar þjóð-
nýtingar. Allt er þetta í meira lagi vafasamt.
\uðvitað er rétt að reyna að halda í skefjum sam-
drætti í atvinnu að flugmálum. Þetta er framtíðar-
grein, en ekki fortíðargrein eins og landbúnaðurinn.
En 4,5 milljarða eða 20.000 farseðla blóðgjöf getur
verið í ýmsu formi.
Aðalatriðið er, að íslendingar, en.ekki útlendingar
fái þessa 20.000 farseðla. Blóðgjöfln verður öll að fara
í að stuðla að samgöngum íslands við umheiminn,
einkum veikustu samgöngunum, við Bandaríkin og
Vesturálfu.
Ríkisstjórnin gæti til dæmis niðurgreitt farseðla til
Bandaríkjanna. Hún gæti gefíð flugþjónustu sína.
Hún gæti leyft fleirum að spreyta sig á flugi vestur um
haf. Einokun er ekki sjálfsagt náttúrulögmál.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hlaupa í fang
Luxemborgara er fljótfærnisleg. Sú aðferð er ef til vill
betri en engin, en aðeins ef til vill. Ríkisstjórnin átti að
gefa sér tíma til að hugleiða fleiri leiðir.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
Atti nefnd Al-
þingis að rann-
saka rekstur
Flugleiða fyrr?
Það er einkenni á islenzku
stjórnarfari að löggjafarvald er veikt
gagnvart framkvæmdavaldi. Stjórn-
kerfið sem heild hefur i raun fyrir
löngu viðurkennt þessa skipan mála.
Hluti þingmanna gengur beint inn i
framkvæmdavaldskerfið með því að
gerast ráðherrar, og eru þar með í
raun framkvæmdastjórar fyrir ríkis-
valdi. Þeir stýra og hafa not af
flóknu kerfi embættismanna, stofn-
ana og upplýsinga. En það er einnig
svo, að löggjafarvaldið hefur viður-
kennt að framkvæmdavaldið skipti
höfuðmáli með því, að annar hópur
alþingismanna situr í stofnunum
framkvæmdavaldsins, t.d. Fram-
kvæmdastofnun og bankaráðum.
Fyrir vikið verður löggjafarsam-
koman apparat, sem fyrst og fremsl
framkallar rikisstjórnir, og sem að
öðru leyti sækir í aðrar stofnanir
framkvæmdavaldsins. Löggjafar-
starfið sjálft verður útundan, svo og
það eftirlitsstarf, sem þó eðli málsins
samkvæmt er gert ráð fyrir.
Hugmyndin að baki tví- eða fleir-
skiptingu valds er sú að valdþættirnir
hafi eftirlit hver með öðrum, veiti
aðhald. En hvernig átti til dæmis
Alþingi að vera fært um að hafa
eftirlit með Kröfluvirkjun á sínum
tíma, þegar svo háttaði, að í fram-
kvæmdanefnd Kröfluvirkjunar sátu
alþingismenn að meirihluta?
Mannlífi háttar einu sinni svo, að það
er ekki hægt að ætlast til þess að
menn hafi með þessum hætti eftirlit
meðsjálfum sér.
Rannsóknarvald
Þessu hafa menn viljað breyta.
Kjallarinn
VilmundurGylfason
Fyrsta forsendan er þó, að glögglegar
sé skilið á milli framkvæmdavalds og
löggjafarvalds. Róttækasta
breytingin væri, að framkvæmda-
valdið yrði kosið sér, eins og háttar
t.d. í Bandarikjunum og Frakklandi.
En þess utan, þá er auðvitað eðlilegl
að Alþingi sinni einvörðungu löggjaf-
ar- og eftirlitshlutverki, en fram-
kvæmdavald framkvæmdavaldshlut-
verki - og það séu ekki sömu ein-
slaklingarnir, sem með þella vald
fara.
Eftir kosningarnar 1978 komu
fram á Alþingi hugmyndir um slíkar
breytingar, en að visu fremur sem
einstakar hugmyndir en sem heild-
stæð hugmyndafræði. Sá sem þessar
linur ritar hefur talað fyrir því, og
flutti raunar lagafrumvarp þar um,
að nefndir Alþingis hefðu beinlínis
eftirlitsskyldu og fengju til þess
eftirlitsvald. í fyrstu atrennu dagaði
það lagafrumvarp uppi, og einstakir
þingmenn, kannski helzt Lúðvík
Jósefsson, talaði gegn þessari hug-
mynd.
Nú ber þess að gæta, að sant-
kvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar
getur hvor deild Alþingis, sem vera
skal, kosið slíkar nefndir, og fá þær
þá verulegt rannsóknarvald. Þessu á-
kvæði var stundum beitt áður fyrr,
en reynslan sýnir, að þetta ákvæði er
allt of þungt í vöfum. Þegar koma
fram tillögur um einstakar
rannsóknir eru það ævinlega
viðbrögð andmælenda, að með þeim
sé verið að varpa grunsemdum á þá,
sem rannsakaðir verða. Þetta er
auðvitað regin misskilningur.
Rannsóknir vegna grunsemda um
ólöglegt athæfi eiga að fara fram i
dómskerfi. Eftirlit löggjafarvalds á
að fara fram með öðrum hætti, t.d.
til undirbúnings löggjöf. En meðan
slikt eftirlit tilheyrir ekki
reglubundnu starfi Alþingis, þá
verður það svo, að slíkri rannsókn
verður andæft og því borið við, að
verið sé að varpa grunsemdum, og þá
i neikvæðum niðurrifstilgangi, að
þeim, sem rannsaka skal.
Löggjafinn samþykkti á sínum
tíma heimildarlög um Kröfluvirkjun.
Framkvæmd þeirra laga var siðan
afar umdeild, eins og menn rekur
minni til. Réttur skattgreiðenda hefði
auðvitað átt að vera sá, að haft hefði
verið þétt og opinbert eftirlit með
framkvæmdum við þessa umdeildu
t
Kratar gerast
kerfiskarlar í
Flugleiðamálinu
Fyrir nokkrum árum var reynt að
endurreisa Alþýðuflokkinn. Nýir
menn geystust fram á vettvang
stjórnmálanna og gerðu kröfu um
opnara stjórnkerfi, meiri upplýsingar
og afnám þeirrar kerfisþrælkunar
sem hindrað hafði eðlilega umfjöllun
um þjóðmálin. Kröflumálið og
dómsmálaumræðan voru nokkurt
dæmi um þennan málflutning ný-
kratanna. Vilmundur Gylfason varð
frægur fyrir að flytja tillögur um
rannsóknarnefndir í fjölmörgum
málaflokkum, krefjast upplýsinga af
stjórnvöldum og heimta að al-
menningur í landinu fengi að fylgjast
með öllu því sem snerti hagsmuni
hans. Ýmsir töldu að þessar kröfur
nýkratanna um kerfisopnun væru
yfirbragð eitt. i reynd væri Alþýðu-
flokkurinn enn hluti af því gamla og
lokaða stjórnkerfi sem hann hafði
flokka mest byggt upp á löngum
valdaferli undanfarna áratugi.
Á síðustu misserum hefur lítið
farið fyrir kröfum nýkratanna um
kerfisopnun. Vilmundur, Eiður og
Árni hafa littar kröfur gert um
auknar upplýsingar og tillögunum
um rannsóknarnefndirnar og
opinberar greinargerðir fer ört
fækkandi. Þótt blessaðir nýkratarnir
hafi þannig á fáeinum misserum
tekið að þreytast í baráttunni fyrir
breyttu og betra stjórnkerfi, hefur
sjálfsagt fáa órað fyrir þvi að þeir
ættu eftir að snúa blaðinu algerlega
við og gerast helstu boðberar kerfis-
karlanna og fordæma tiiraunir til að
upplýsa almenning um brýn hags-
munamál.
Kerfiskarlarnir
heimta trúnað
Það hefur löngum verið helsta von
kerfiskarla allra landa að krefjast
trúnaðar í einu og öllu. Umfram allt
yrði að fyrirbyggja að almenningur
fengi réttar upplýsingar um mál og
hefði aðgang að þeim skjölum, sem
ákvarðanataka grundvallaðist á.
Þetta trúnaðarkerfi hefur verið
helsta vopn kerfiskarlanna til að
byggja upp völd sin. Það hefur í eðli
sinu verið andstætt allri lýðræðis-
þróun og beinlínis í fjölmörgum til-
vikum brotið i bága við hagsmuni al-
mennings. Þegar kerfiskarlarnir telja
málstaðinn vafasaman. er umsvifa-
laust heimtaður trúnaður af öllum,
sem um málið fjalla. Eigi að fara að
ráðskast með fjármuni almennings er
talið nauðsynlegt að krefjast'
trúnaðar ef grunur leikur á að al-
menningur kunni að vera andvígur
því að láta ráðskast svona með fé sitt.
Það er einmitt barátta við kerfis-
karla af þessu tagi sem gerði kratana
fræga á sinum tima.Ef Vilmundur
Gylfason hefur eitthvað lagt til
islenskra þjóðmála á undanförnum
árum, er það fyrst og fremst atlagan
að þeirri kerfisþrælkun, sem felst i
trúnaðarkröfu kerfiskarlanna.
Þeir sem lýstu yfir stuðningi við
jressa baráttu á undanförnum árum
hafa sjálfsagt orðið meira en litið
hissa þegar þingflokkur Alþýðu-
flokksins tilkynnti alþjóð á mánu-
daginn var að hann fordæmdi alger-
lega viðleitni fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins til að upplýsa almenning um
málefni Flugleiða. Leiðarar Alþýðu-
blaðsins höfðu að vísu dag eftir dag
boðað hollustu við kerfisþrælana og
fordæmt tilraunir til að upplýsa al-