Dagblaðið - 18.09.1980, Page 14

Dagblaðið - 18.09.1980, Page 14
14 I Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980. Iþróttir Iþróttir Markvðrður Tékkanna, Michalik, bjargar hér frá leiksins. Bakvörðurinn, Sramek, fipaði Sigurlás og jafnvægið. Mark á þessum tfma hefði drepið Tékkai LJOTT HJJ Aðeins Ipswich af ensku liðunum náði að sigra í Evrópukeppnunum i gærkvöldi. Nottingham Forest, West Ham og Wolves, töpuðu öll og Liverpool og Manchesler United gerðu jafntefli. Mjög slakur árangur hjá ensku liðunum, og miklar likur eru á að þrjú þeirra detti út strax í 1. umferð. Þýzku liðunum gekk hins vegar mjög vel, aðeins Eintracht Frankfurt tapaði af liðun- um sex en úrslit í Evrópukeppnunum þremur urðu annars þessi: Evrópukeppni meistaraliða Inter Milanó — Universitalea Craiova — Altobelli 2. — 80.000 FC Briigge — Basel — Maison. — 18.000 Jenuesse D’Esch — Spartak Moskva — Gavrilov 3, Chiadyakullin, Yarzec. — 4.000 Olympiakos Pireaus — Bayern Miinchen — Galakos, Ahlström/Dremmler 2, Rummenigge, Kuras. — 40.000 Halmstad — Esbjerg — 2.500 Oulon Palloseure — Liverpool — Poutiniemi / McDermott — 14.000 ÍBV — Banik Ostrava — Þorleifsson / Danek — 1.000 Limerick United — Real Madríd — Kennedy / Juanito (viti), Píneda — 7.000 Sporting Lissabon — Honved Búdapest — Bodony, Nay — 35.000 Dynamo Berlin — Apoel Nikosía — Terletzki, Trieloff, Schulz — 18.000 CSKA Sofia — Nottingham Forest — Yonchev — 70.000 Trabzonsport — Szombierki Bytom — Sinan, Tuncay / Bashnievski — 22.000 Dinamo Tirana — Ajax Amsterdam — Arnesen 2. — 30.000. Aberdeen — FK Austria — McGee. — 20.000 Viking Stavanger — Rauða Stjarnan Belgrad — 11.000 2—0(1—0) 0—1(0—0) 0—5 (0—3) 0—0 1-1 (0-1) 1-1 (1-1) 1-2 (0-0) 0—2 (0—0) 3—0(0—0) 1—0(0—0) 2-1 (1-0) 0—2 (0—0) 1—0(0—0) 2—3(1—0) 5—0 (2—0) - 10.000 2—0(0—0) 3—0(2—0) Evrópukeppni bikarhafa Fortuna Dusseldorf — Austria Salzburg — Köhnen 2, Wenzel, Klaus Allofs, Dusend Valencia — Mónakó — Kempes, Morena — 50.000 Roma — Carl Zeiss Jena — Pruzzo, Ancelotti, Falcao — 80.000 Omonia Nicosia — Waterschei 1—3(0- — Kanaris / Van Boucke, Janssen, sjálfsmark — 17.000 Castilla — West Ham — Paco, Balin, Cidon / Cross — 40.000 Hvidovre — Fram — Steen Hansen (víti) — 1.600 Ilves Tampere (Finnlandi) — Feyenoord — Uimonen / Notten, Deinesen, Troost — 5.000 Dinamo Zagreb — Benfica — 55.000 -1) 0) 3—1(0—1) 1—0(0 1—3(1 0—0(0—0) 1) Yfirburðir hjá Val og Víkingi Valur og Víkingur sýndu og sönnuðu í gær- kvöld er Reykjavíkurmótið i handknattieik hófst að þau verða ekki auðunnin i vetur. í fyrsta leik kvöldsins i gær sigruðu Víkingar Ármenninga 36—16 og var Guðmundur Guðmundsson markahæstur Víkinganna. Frá því var skýrt fyrir skömmu að hann færi utan i vetur, en það mun ekki vera fyrr en í janúar svo hann getur leikið flesta leiki íslandsmótsins með Víkingi. Næst sigruðu KR-ingar ÍR 22—18 og í siðasta leik kvöldsins sigraði Valur Fylki — gersigraði er víst réttara, þvi lokatölur urðu 31—13. í kvöld leika kl. 19 Víkingur —■ ÍR, siðan KR - Ármann og loks Þróttur - Fram. FRAM LÁ í KÖBEN! — óþörf vítaspyma færði Hvidovre 1-0 sigur Frá Böðvari Sigurðssyni, frétlaritara DB í Kaupmannahöfn. Vitaspyrna, sem dæmd var á Trausta Haraldsson á 75. mínútu fyrir klaufalegt brot, leiddi til eina marksins í leik Hvidovre og Fram i Evrópu- keppni bikarhafa hér í Kaupmanna- höfn i gærkvöld. Brot Trausta var óþarfi því danski sóknarmaðurinn var ekki með knöttinn og að auki var Jón Pétursson við öllu búinn inn í vítateign- um. Úr þvi flautað var var ekki um annaö að ræða en vitaspyrnu. Úr henni skoraði Steen Hansen af miklu öryggi — sendi Guðmund Baldursson, sem varið hafði frábærlega, i öfugt horn. Það var greinilegt að Framararnir ætluðu sér að hanga á 0—0 jafntefli. Vörnin var fjöimenn og aðeins þeir Guðmundur Torfason og nafni hans Steinsson voru frammi en tókst ekki að gera neinn usla að ráði í vörn Hvidovre. Danirnir hófu leikinn af miklum krafti og fengu góð færi framan af en síðan kom Fram aðeins inn í leikinn um miðjan f. h. og þá jafnaðist hann nokkuð. Lokakatla hálfleiksins fékk Hvidovre hins vegar þrjú mjög góð færi en tókst ekki að skora — bæði fyrir eigin klaufaskap svo og frábæra markvörzlu Guðmund- ar. Bezta færi Fram fékk Marteinn Geirsson á 80. mínútu er hann stóð skyndilega einn og óvaldaður i miðjum vítateig Hvidovre. Skot hans mis- heppnaðist hins vegar illilega og fór langt yfir. Sóknarleikur Framara var í molum, enda vantaði illilega Pétur Ormslev, sem Danirnir óttuðust mjög. Hins veg- ar var vörnin traust með Trausta sem bezta mann svo og Guðmund, sem varði oft frábærlega.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.