Dagblaðið - 18.09.1980, Síða 15

Dagblaðið - 18.09.1980, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18.SEPTEMBER 1980. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Banik innihélt þá gúmmí- Tékka eftir allt saman! — Eyjamenn voru ekki fjarri því að leggja tékknesku meistarana að velli í Kópavogi í gærkvöld. Jafntefli 1-1 í 2 Sigurlisi Þorleifssyni á elleftu stundu á 33. mínútdl stjakaði við honum utan vitateigs svo hann hálf-missti ía. DB-mynd Einar Ólason. iENSKUM Malmö — Partizani Tirana (Albaníu) — McKinnon — 3.100 1—0(0—0) Hibernians (Möltu) — Waterford (írlandi) — Xuereb — 4.000 1—0(0—0) Kastoria Salonika — Dinamo Tiblisi — 15.000 0—0 (0—0) Sion (Sviss) — Haugar (Noregi) — Brigger / Osborne — 6.000 1-1 (0-1) Celtic — Politechnica Timosoara — 30.000 UEFA-keppnin 2—1 Stuttgart — Peziporikos Larnax — Kloz 3, Allgower 2, Kelsch — 10.000 6—0(4—0) Feberbache — Beroe Stara Zagora (Búlgaríu) — Peev — 27.000 0—1(0— 1) Elfsborg — St. Mirren — Nilsson / Somner, Abercomby —3.800 1—2(1—1) Grasshoppers— KB, Kaupmannahöfn — Meyer 3 (2 víti) / Eigenbrod — 4.200 3-1 (1-0) Balleymena — Vorwárts (A-I>ýzkalandi) — McQuiston, Soan / Geyer — 3.000 2—1(0-1) AZ '61 Alkmaar — Red Boys Differdange 6—0(3—0) — Hovenkamp, Nygaard, Welzl, Tol, Peters 2 3.500 Kaiserslautem — Anderlecht — Funkel — 28.000 1—0(1—0) PSV Eindhoven — Wolves 3—1(1-0) — Brandts, Van Kraay, Van der Kuylen / Gray 29.000 Kuopion Palloseura — St. Etienne — Platini 3, Paganelli 2, Roussey, Janvion — 4.500 0—7 (0—2) Shakhter Donetsk (Sovét) — Eintracht Frankfurt — Starukhin (viti) — 45.000 1—0(1—0) Hamburger SV — Sarajevo 4-2(3-l) — Hrubesch 2, Kaltz, Hartwig / Susic 2 — 18.000 Slask Wroclaw — Dundee United — 10.000 0—0(0—0) Porto — Dundalk (írlandi) — Sousa — 50.000 1—0(1—0) Lask Linz — Radnicki (Júgóslavíu) — Krieger / Sojikovic, Pantelic — 9.500 1-2 (0-1) Magdeburg — Moss (Noregi) — Hoffmann, Pommerenke / Hænes — 8.500 2—1 (1-0) Juventus — Panathinaikos — Scirea, Verza, Bettega, Cabrini — 45.000 4—0(4—0) Bohemians Prag — Sporting Gijon — Bicovsky 2, Levy / Ferrero — 7.000 3-1 (1-0) Arges Pitesti — Utrechl (Hollandi) — 20.000 0—0(0—0) Vasas — Boavisto Porto — Eliseu, Julio — 5.000 0—2(0—2) Dynamo Dresden — Napradak (Júgóslaviu) — Pesterec (sjálfsmark) — 27.000 1—0(0—0) Zbrojovka Bmo — Voest Linz — Kroupa, Mikulicka, Mazura / Haider — 22.000 3—1(2—1) Dinamo Kiev — Levski Spartak — Buryak (víti) / Spasov — 70.000 1-1 (1-1) RDW Molenbeek — Tórinó — Dewols / Marsani, Graziani — 10.000 Twente — Gautaborg 1—2(1—0) — Bos, Karison (sjálfsmark), Kilaz, Jol / Nilsson - 15.000 Manchester United — Widzew Lodz — Mcllroy / Surit — 38.000 1-1 (1-1) Ipswich — Aris Salonika — Wark 4 (3 viti), Mariner / Pallas (víti) — 21.000 5-1 (4-1) Standard Liege — Steua Búkarest — Darden / Radacanu — 22.000 1-1 (1-0) Lokeren — Dinamo Moskva — Verheyen / Gazaru — 10.000 1—1(0—1) Sochaux — Servette — Jeskourac, Iwezis (víti) — 10.000. 2—0(1—0) |v á SVEINIM AGNARSSON. Sigurður Sverrisson Mark frá Sigurlási Þorleifssyni á 30. mínútu færði Eyjamönnuni jafntefli i leik þeirra við tékknesku meistarana Banik Ostrava i Evrópukeppni meist- araliða á Kópavogsvelli i gærkvöldi. Markið kom eftir innkast, sem Sveinn Sveinsson tók. Hann kastaði boltanum inn á Tómas Pálsson, sem sendi háan bolta inn á vítateig Banik Ostrava og þar stökk Sigurlás allra hæst og nikk- aði boltanum aftur fyrir sig i netið. Á siðustu mínútu fyrri hálfleiks náðu svo Tékkarnir að jafna og 1-1 urðu úrslit leiksins. Sanngjörn úrslit og mjög góður árangur hjá Eyjamönnum, en á hitt ber að líta að tékkneska liðið var mun slakara en við var búizt. Sannast sagna vekur það nokkra Við gleymdum okkur aðeins „Það kemur alltaf fyrir að menn glevma sér augnablik i knattspyrnunni og það gerðist er þeir náðu að jafna metin," sagði þjálfari Eyjamanna, Viktor Helgason, eftir leikinn við lékk- nesku meistarana Banik Ostrava á Kópavogsvellinum i gærkvöld. „Ég er engu að siður ánægður með árangurinn hjá okkur og strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagl. Við ællum okkur í 2. umferðina hvernig svo sem við förum að því,” sagði Viktor og var boru- brattur. „Mér fannst Tékkarnir ekki leika neitt sérstaklega vel og þeir virk- uðu undir mikilli pressu. Greinilega fór mjög i taugar þeirra er við komumst yfir og ég veit satt að segja ekki hvernig málin hefðu þróazt ef Lási hefði skorað aftur er hann komst einn inn fyrir. Þeir þoldu illa stífa dekkningu sem við beitl- um, en þeir voru ekki eins sterkir og ég bjóst við og með toppleik vinnum við þá úti." Getum unnið þetta lið úti „Við áttum að vinna þetta lið,” sagði Ómar Jóhannsson eftir leikinn. „Ef Lási hefði náð að skora aftur er enginn vafi á að við hefðum unnið þá. Við getum leikið mun betur en i kvöld og t.d. lék ég sjálfur engan veginn nógu vel. Okkur urðu þau mistök á i síðari hálfleiknum að draga okkur allt of mikið aflur og gefa þeim eftir miðjuna. Það orsakaði svo það að við áttum litið í lokakafia leiksins. Við vinnum þessa karla úti,” sagði Ómar, og var bjart- sýnn eins og aðrir félagar hans í Eyja- liðinu. Ekkert óvænt í landsliðinu Landsliðsnefndin í knattspyrnu til- kynnti í gærkvöld landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tyrkjum i Izmir nk. mið- vikudag. Liðið er mjög svipað og við var búizt, engir nýliðar og fátt óvænt. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, og Bjarni Sigurðsson, ÍA. Varnarmenn: Örn Óskarsson, Örgryte, Marteinn Geirsson, Fram, Trausti Har- aldsson, Fram, Sigurður Halidórsson, ÍA, Viðar Halldórsson, FH, Árni Sveinsson, ÍA, og Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln. Tengiliðir: Albert Guð- mundsson, Val, Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Guðmundur Þor- björnsson, Val. Framherjar: Arnór Guðjohnsen, Lokeren, Teitur Þórðar- son, Öster, Sigurður Grétarsson, Breiðabliki, og Atli Eðvaldsson, Borussia Dortmund. Þótt miðjumennirnir séu eiginlega ekki nema þrír á pappirnum geta bæði Janus, sem leikur „libro” hjá sinu liði, og Atli, sem leikur miðherja hjá Dortmund, leikið á miðjunni og annar þeirra eða báðir gera það vafa- lítið i leiknum. -SSv. furðu að Banik Ostrava skuli vera tékk- neskur meistari og hafa innan sinna vé- banda fimm leikmenn, sem urðu olympíumeistarar á leikunum í Moskvu Leikmenn liðsins virkuðu þungir og leikur liðsins bar hugmyndafátækt glöggt vitni. Framlinan var bitlaus og vörnin óörugg, likt og leikmenn Banik teldu sig ekkert þurfa að hafa fyrir þvi að hverfa heim til Tékkóslóvakíu með sigur í pokahorninu. Þá skorti leik- mennina alla snerpu og knatttækni margra þeirra var ekki upp á marga fiska. En snúum okkur aftur að gangi leiks- ins. Á 8. mínútu komst Sveinn Sveins- son inn fyrir vörn Banik, en á siðustu stundu tókst varnarmanni að pota knettinum í horn. Rétt á eftir varði Páll Pálmason, markvörður Eyjamanna, af slakri snilld þrumuskot frá Danek. Á 30. mínútu tóku Eyjamenn siðan for- ystuna, sem fyrr getur, en þremur minútum seinna munaði ekki miklu að þeir bættu við öðru marki. Þá var gefin stungusending á Sigurlás, en Gramek náði að trufla Lása og reka tána í bolt- ann og Michalik markvörður bjargaði með góðu úthlaupi. Ekki liðu nema tvær mínútur í viðbót þar til Pechalek skaut hörkuskoti rétt framhjá sam- skeytum Eyjamarksins og á 45. mínútu jöfnuðu síðan Tékkamir. Þá barst boltinn til Danek eftir aukaspyrnu og hann sendi knöttinn rétta boðleið i markið. Siðari hálfleikur var mun daufari en sá fyrri, en bæði liðin fengu þó tvö góð færi. Fyrra marktækifæri Eyjamanna kom á 51. mínútu, en skalli Tómasar var laus og þar að auki beint á Michalik markvörð. Sýnu betra var færið sem Sigurlás fékk á 74. minútu, eftir send- ingu frá Tómasi. En Sigurlás hitti knöttinn illa, því skotið var laust og hafnaði í fangi Michalik. Minútu síðar sáu áhorfendur bcjl'-"in bókstaflega í neti Eyjamanna eftir skalla Danek, en Vestmannaeyingum til mikils léttis strauk knötturinn utanverða stöngina, á leið sinni framhjá markinu. Fyrra færi Banik hafði komið á 64. mínútu, en þá varði Páll vel hörkuskot frá Vojacek. Eyjamenn sýndu mun betri leik í fyrri hálfleik, en i þeim siðari er þeir drógu sig aftar, staðráðnir i að halda sínum hlut. Spil þeirra var þó of þröngt, kantarnir lílið notaðir en yfir- leitt farið upp miðjuna. Beztu menn liðsins voru Páll markvörður, sern greip oft inn i leikinn á mikilvægum augnablikum, Sighvatur Bjarnason, Sigurlás Þorleifsson ogTómas Pálsson. Banik Ostrava var mun slakara lið en við var búizt, en beztu menn liðsins i leiknum voru Danik (nr. 7), Licka (nr. 11) og Vojacek (nr. 3). Dómari dæmdi leikinnvel. -SA ísffugl Gæðavara í sérflokki! HUSMÆÐUR! i fyrsta flokks mat þarf fyrsta flokks hráefni. Kjúklingar og unghœnur jrá ÍSFUGLI fást í eftirtöldum verzlunum: Reykjavik: Álfheimabúðin, Álfheimum 4 Árbæjarkjör, Rofabæ 9 Árbæjarmarkaðurinn, Rofabæ 39 Ásgeir, verzlun, Efstalandi 26 Ásgeir, verzlun, Tindaseli 3 Borgarkjör h.f., Grensásvegi 26 Breiðholtskjör, Arnarbakka 4-6 Bústaðabúðin, Hólmgarði 34 Dalver, Dalbraut I .Finnsbúð, Bergstaðastræti 48 Freyjubúðin, Freyjugötu 29 Grensáskjör, Grensásvegi 46 Hagabúðin, Hagamel 47 Hagkaup, Skeifunni 15 Heimakjör, Sólheimum 29 Hólagarður, Lóuhólum 2-6 Holtskjör, Langholtsvegi 89 Ingólfskjör, Grettisgötu 86 Jónsval, Blönduhlið2 Kjartansbúð, Efstasundi 27 KjörbúðHraunbæjar, Hraunbæ 102 Kjörbúð Vesturbæjar, Melhaga 2 Kjöt og Fiskur, Seljabraut 54 Kjötbúð Norðurmýrar, Háteigsvegi 2 Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45-47 Kjöthöllin, Skipholti 70 Langholtsval, Langholtsvegi 174 Laugarneskjör, Laugarnesvegi 116 Lækjarkjör, Brekkulæk 1 Matval, Þingholtsbraut 21 Matvöruhornið, Laugarásvegi 1 Matvöruverzlunin, Njálsgötu 26 Melabúðin, Hagamel 39 Nesval, Melabraut 57 Nóatún, Nóatúni 17 Sild og Fiskur, Bergstaðastræti 37 SS, Bræðraborgarstig 43 SS, Austurveri SS, Iðufelli 4 SS, Laugavegi 116 SS Sparimarkaður, Austurveri SS, Glæsibæ SS Matvörudeild, Hafnarstræli 5 Snæbjörg, Bræðraborgarstig 5 Sólver, Fjölnisvegi 2 Straumnes, Vesturbergi 76 Sunnubúðin, Mávahlið 26 Sunnukjör, Skaftahlið 24 Söebechsverzlun, Háaleitisbraut 58 Teigabúðin, Kirkjuteigi 19 Teigakjör, Laugategi 24 Valgarður, Leirubakka 36 Verzlunin Barmahlið, Barmahlíð 8 Viðir, Austurstræti 17 Viðir, Starmýri Þingholt, Grundarstig 2 Þróttur, Kleppsvegi 150 Hafnarfjörður: Fjarðarkaup, Trönuhrauni 8 Hringval, Hringbraut 4 Kostakaup, Reykjavíkurvegi 72 Garðabær: Arnarkjör, Lækjarfit 7 Kópavogur: Borgarbúðin, Hófgerði 30 Hinnabúð, Hjallabrekku 2 Kaupgarður h.f., Engjahjalla 8 Kópavogur, Hamraborg 10 Stórmarkaður KRON, Skemmuvegi Vogar, Víghólastíg 15 Mosfellssveit: Kjörval Akranes: Verzlun Einars Ólafssonar Skagaver hf. Sláturfélag Suðurlands. Ólafsvik: Verzlunin Hvammur HEILBRIGÐI - H0LLUSTA Hvammstangi: Siglufjörður: Sigurður Pálmason, verzlun. Verzlunarfélag Siglufjarðar h.f. Tálknafjörður: Höfn, Hornafirði: Kaupfélag Tálknfirðinga Kaupfélag Austur-Skaftfellinga ( Bíldudalur: Akureyri: Verzlun Jóns S. Bjarnasonar KjörbúðBjarna Patreksfjörður: Vlk 1 Mýrdai: Garður: Kjöt og Fiskur Kaupfélag Skaftfellinga Þorláksbúð Bolungarvik: Neskaupstaður: Sandgerði: Verzlun Einars Guðfinnssonar Kaupfélagið Fram Bárðarbúð tsafjörður: Egilsstaðir: Grindavfk: Kaupfélag ísfirðinga Kaupfélag Héraðsbúa Bragakjör Ljónið, matvörumarkaður Hella: Vogar: Verzlun Björns Guðmundssonar Kaupfélagið Þór Vogabær Blönduós: Hvolsvöllur: Njarðvik: Verzlunin Vísir Kaupfélag Rangæinga Friðjónskjör Hveragcrði: Selfoss: Kefiavik: Reykjafoss Siggabúð Nonni og Bubbi Vestmannaeyjar: Þorlákshöfn: Víkurbær Gunnar Ólafsson & Co. Verzlunin Hildur Brekkubúðin FUGLASLÁTURHÚSIÐ AÐ VARMÁ MOSFELLSSVEIT Fullkomlð fuglasláturhús Samþykkt af hellbrigðisyfirvöldum Sfml 91-66103 Siatrað undir eUiditi heilbrigöisyUr^'da

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.