Dagblaðið - 18.09.1980, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980.
r H
Þegar hversdagstilveran raskast
— rabbað við Hallmar Sigurðsson, leikstjóra sýningarinnar „Að sjá til þín, maður”eftir Kroetz
I kvöld frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur leikritið Að sjá til þin,
maður, eftir vestur-þýska rit-
höfundinn Franz Xavier Kroetz.
Þetta er í fyrsta skipti, sem verk eftir
Kroetz er sýnt hér á landi, en fyrr í
sumar flutti rikisútvarpið eitt verka
hans. Leikstjóri sýningar L.R. er
Hallmar Sigurðsson, en Asdis Egil-
son og Vigdís Finnbogadóttir þýddu
verkið. Jón Þórisson gerði leikmynd,
Daniel Williamsson ann. ti Ivsingu
og Katrin Sigurðardóttii sér um
tónlistina.
Hallmar Sigurðsson, leikstjóri. er
nýkominn heim frá námi i Stokk-
hólmi, en hann nam leikhúsfræði og
listasögu i þrjú ár við háskólann þar
og var síðan tvö ár við Dramatiska
Inslilutet i leikstjórnamámi, en nám-
ið þar er fyrst og fremst verklegs
eðlis. Að loknu námi starfaði hann í
eitt ár i Sviþjóð, við leiklistarkennslu
og setli ennfremur upp leiksýningu
hjá sænska Rikisleíkhúsinu. í fyrra
setti Hallmar upp leikritið Púnlilla og
Matti eftir Bertolt Brecht hjá Leik-
l'élagi Akureyrar. Þetta er fyrsta
verkefni Hallmars hjá l.ei kfélagi
Reykjavíkur.
— Nú er þetta í fyrsta skipti sem
Kroet/. er kynntur á íslensku
leiksviði. Hvað geturðu sagt mér um
höfundinn? Kr mögulegt að skipa
hnnum einhvers slaðar á bekk með
öðrum rilhöfundum?
„Það held ég að sé afskaplega
erfitt. Þeir hafa reyndar stundum
verið spyrtir saman, Kroetz og Rainer
Werner Fassbinder, rithöfundur og
kvikmyndagerðarmaður. Það er þó
fátt, sem þeir eiga sameiginlegt. Þeir
eru að visu báðir sósialistar, hófu
báðir frægðarferil sinn ungir að ár-
um, þeireru báðir griðarlega afkasta-
miklir og báðir velja þeir yrkisefni sin
helst úr lífi lágstéttarfólks. En þar
meðer líka upp talið.
kroet/ er kornungur inaður, réll
uni J4 ára, en liefur þegar skrifað um
þrjátíu leikrit, sem hljóta að teljast
grimmileg afköst af ekki eldri manni
að vera. Um þessar mundir er hann
liklega mest leikni höfundur í allri
Evrópu og hefur skotið Shakespeare
ref fyrir rass í því tilliti. Til gamans
má gela þess, að ég sá það í nýlegum
tölum, að eitt leikárið voru verk
Kroetz leikin á 27 mismunandi
stöðum í 'Þýskalandi. Hann hefur
auk þess verið, og er, sérstaklega
vinsæll meðal nágrannaþjóða
okkar.”
— En hvað er það öðru fremur sem
teljast má einkennandi fyrir leikrila-
höfundinn Kroetz?
„Það getur talist sérkennandi
fyrir verk Kroetz og stil hans sem
leikritahöfundar, að hann byggir
verk sín kringum mjög fáar persónur.
Hann hefur sjálfur sagt, að sér
finnist betra að bregða upp ítarlegri
og greinargóðri mynd af tiltölulega
fáunt persónum, í stað þess að segja
á yfirborðslegan hátt frá fjölda
ntanns. Það er ennfremur afar sjald-
gæft, ef það gerist þá nokkurn tima,
að hægt sé að rekast á persónu i verk-
um hans, sem öðrum fremurer ,,mál-
Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson og Emil Gunnar Guðmundsson I Sjá til þin maður eftir Franz Xavier
Kroetz.
pipa höfundar.” Þær tala allar silt
eigið mál. Kroetz leggur auk þess
áherslu á lágstéttaruppruna persóna
sinna og lætur þær tala einhverja
þýska mállýsku í stað háþýskunnar.
Þetta er enda í samræmi við fyrir-
myndir hans; lágstéttarfólk i Vestur-
Þýzkalandi talar ekki hið opinbera
mál, háþýskuna. Persónur hans eiga
auk þess afskaplega erfilt með að
segja það sem þær vildu sagt hal'a,
þeim er ekki eiginlegt að segja hug
sinn allan frjálst og opið, heldur eru
þær heftar, ef svo má segja. Þetta
undirstrikar kannski einmilt fjarveru
„málpipu höfundar”, þvi sjálfur á
Kroetz afskaplega auðvelt með að tjá
sig, hvort sem er i ræðu eða rili.”
— En svo við víkjum að verkinu —
um hvað fjallar það?
„Leikritið Að sjá til þín, maður er
trúlega langvinsælasta verk Kroetz og
hefur verið leikið mjög víða við
góðar undirtektir jafnt gagnrýnenda,
sem almennings. Þetta er enda mjög
áhrifamikið verk, þó það láti kannski
ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn.
Leikritið segir frá ósköp
venjulegri fjölskyldu: föður, móður
og syni. Faðirinn er leikinn af Sigurði
Karlssyni, móðirin af Margréti Helgu
Jóhannsdóttur, en Emil Gunnar
Guðmundsson leikur soninn. Við
fáum að kynnast þessari fjölskyldu i
hennar hversdagslega veruleika, en
siðan verður röð smátilvika lil að
bylta þessari tilveru á næsta óvæntan
hátt. Það má þvi ef til vill segja, að
þelta leikrit fjalli á ákveðinn háll
um hversdagsleikann — en það er þó,
vel að merkja, alli annað en hvers-
dagslegt.”
Uppgangur í Ölafsvík:
„Það er mikil alvinna og hefur lisk-
a/l vel hér i Olafsvík," sagði .lóhannes
Pélursson sveilarsljóri, er DB ræddi
við liann. „Siðaslliðið ár var enginn
skráður atvinnulaus í Ólafsvik og var
það einn örfárra slaða sem þanuig var.
Í sumai hafa krakkar niður i IJ—14
ára aldur verið i fiskvinnu, en II)—12
ára krakkarnir voru i vinnuskóla.
Helztu framkvæmdir á veguin
sveilarlelagsins eru nýbygging griinn-
skólans, auk þess sem miklar fraiu-
kvæmdir voru við grjótgarðinn i
sumar. Þá var unnið við dýpkun og
framkvæmdir við Norðurgarð. Þá
hefur verið unnið við byggingu félags-
heimilis og er mikill hugur í mönnum
varðandi þá byggingu.
Gainagerð i Ólafsvík hel'ur gengið
vcl og eru mi yfir 70% gatna í plássinu
með bundnu slitlagi. Búið er að ganga
alveg frá Ólafsbraul og leggja olíumöl
uppi á svonefndum Hollum. Mikið er
byggl á Holiunum og i auslurált, en
éinnig er verið að þétla eldri byggðina.
Það er hins vegar nokkrum erfiðleikum
háð vegna mikils halla landsins í eldri
hverfunum. Framliðarbyggingarsvæði
Ólafsvíkur er i austur af Klifinu, en þar
er meira sléttlendi.
Íbúafjöldi i Ólafsvik var um áramól
1171 og fjölgaði íbúum um u.þ.b. 50 á
árinu. Sú þróun er enn í gangi og þvi
Inisnæðisvandræði mikil þrátl fyrir
miklar byggingaframkvæmdir. Mikið
er sóll um lóðir, en erfill að fá leigt.
Tveir skultogarar eru gerðir út frá
Ólafsvik og kom annar þeirra snemma í
sumar, Már. Vinnslustöðvarnar geia
lekið við öllum bolfiskafla sem að
landi berst. Fjórar stöðvar eru i Ólafs-
vik, saltfiskverkunarstöðvar og frysti-
hús. Erfiðara hefur verið með vinnslu á
karfa og grálúðu. Ekki er hægt að ráða
við þannig afla ef báðir togararnir
koma með fullfermi af sliku.
— og því ekki
erfitt að taka
við í „Alexandríu”
segir Jóhannes
Pétursson
sveitarstjóri
I Ólafsvík er þjónusta, verzlanir, l.d.
fataverzlun og byggingavöruverzlun.
Um annan iðnað en byggingariðnað er
læpasl að ræða. Allt snýst um fiskinn
og þjónustu við bátana. Þá er i plássinu
heilsugæzlustöð H-2 fyrir Ólafsvík,
Neshrepp og sveitirnar i kring. Þá
rekur hreppurinn leikskóla, þar sem er
fullkomin aðstaða fyrir 40 börn.”
Jóhannes hefur verið sveitarsljóri í
Ólafsvík frá því að Alexander Stefáns-
son fv. sveitarstjóri varð þingmaður
Vestlendinga. Alexander var lalinn
valdamikill í Ólafsvík og plássið nefnl
af gárungum Alexandria. Hvernig var
að taka við fyrir nýjan sveitarstjóra af
Alexander?
„Fólkið hér þekkti mig,” sagði .ló-
hannes. „Ég kom hér fyrst árið 1975
og var hér byggingarfulltrúi. Þetta var
því eins og að taka við hverju öðru
starfi. Fólk hefur tekið mér vel.”
- JH
slösuðust
í umferðinni
hérlendis árið
1979
Eigum við ekki að
sýna aukna aðgæslu?
yUMFERÐAR
X /
Flugvöilurinn
er lífæðin
— landleiðin lokast í fyrstu snjóum
Á Gjögri hefur verið sjúkraflug-
völlur i 25 ár. Sl. vor var hann slækk-
aður og er hann nú 725 m langur.
Yfirborðið var lagfært og ætti nú
aurbleytan að vera úr sögunni en hún
hefur oft hamlað flugi. Farþegaskýli
og tækjaskúr voru einnig sett upp.
Það var Guðmundur Tómasson,
verksljóri hjá Flugmálastjórn, sem
annaðist þessar framkvæmdir. Kann
hann vel til verka og er hann mikill
afkastamaður. Kom hann með þrjá
menn að sunnan og fékk auk þess
aðra þrjá úr sveitinni til hjálpar.
Taldi Guðmundur þá duglegustu og
fjölhæfustu menn sem hann hefði
kynnzt enda eru Strandamenn
þekktir aðgóðu.
Flogið hefur verið á Gjögur tvisvar
í viku síðan 1973, fyrst Vængir em
síðan Arnarflug. Skipaferðir eru
hálfsmánaðarlega og er þvi flugið líf-
æð Árneshrepps því engar samgöng-
ur eru landleiðina nema yfir hásum-
arið. Vegurinn frá Hólmavík lokast í
fyrstu snjóum og er aldrei mokaður
nema fyrir jólakosningar. Þá er ekki
verið að spara.
- Regina / KMU
Jóhannes Pétursson sveilarstjóri.
l)B-mynd Jónas Haraldsson.
l.itið yfir höfnina i Ólafsvik.
(