Dagblaðið - 18.09.1980, Side 17

Dagblaðið - 18.09.1980, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980. 17 íslenzkur verkfrœðingur fór til Indónesíu til að inna af hendi hjálparstarf fyrir Rauða krossinn: Er nú orðinn yfirmaður heillar flóttamannabúðar Pumpajám í Orkubót „Hingað koma menn alls staðar að úr atvinnulífinu, rannsóknarlög- reglumenn jafnt sem bifvélavirkjar. Við fengum meira að segja heilt sprautuverkstæði ur Kópavoginum,” sagði Sveinbjörn Guðjohnsen. Hann sér um rekstur dálítið óvenjulegrar likamsræktarstofu ásamt bróður sínum Viðari. Stofan nefnist Orku- bót. En hvað er svona sérstætl við jressa stofu? „Jú, við gerum það sem kallað er að pumpa járn,” segir Sveinbjörn. ,,Þeir, sem koma til okkar, eru aðeins að halda líkamanum í formi. Aðrir til að fá á sig vöðva. Erlendis er það fyrirbæri nefnt body-building og við höfum fengið flest þau tæki, sem menn þurfa til að gera sjálfa sig að vöðvaknippum." Þeir, sem áhuga hafa á að pumpa járn, geta komið við hjá Orkubót tvisvar til þrisvar i viku. Þar er opið frá átta á morgnana og til miðnættis. Að pumpuninni lokinni bíður líkams- ræklarmanna sturta eða gufubað. Einnig geta þeir, sem vilja, fengið nudd. „Likamsræktarstofur eins og þessi eru orðnar mjög algengar erlendis,” segir Sveinbjörn Guðjohnsen. „Mér er aðeins kunnugt um eina slíka, sem hefur verið starfrækt hér. Það var heilsuræktarstofa Eddu. Hún var lögð niður fyrir nokkrum árum. Þar fengum við Viðar okkar fyrstu fræðslu um þetta svokallaða body- building.” Orkubót var sett á laggirnar síðla síðasta vetur. Skráðir félagsmenn — eða pumparar — eru á bilinu sjötíu til áttatiu. Sveinbjörn sagði að lokum að Hrafn Jónsson, fyrrum islands- meistari í hnefaleikum, hefði hjálpað mikið upp á starfsemina fyrstu mán- uðina og meðal annars lánað félaginu húsnæðið þar sem líkamsræktin fer fram. „ Tráði ekki þessum tíðindum lengi vel” — segir Eltn Ingimundardóttir sem fékk dem- antshringinn afhentan á 66 ára afmælisdaginn sinn á þriðjudag Nokkrir íslendingar hafa á þessu ári og því siðasta starfað við hjálpar- starf i þróunarlöndunum á vegum Rauða krossins. Nú eru erlendis Magnús Hallgrímsson verkfræðingur og Matthea Ólafsdóttir hjúkrunar- kona. Magnús fór til Indónesiu 25. júni sl. og var ráðinn til 25. septem- ber. Magnús mun þó verða eitthvað lengur þar sem honum hefur vegnað mjög vel í starfinu og hefur verið boðið starf yfirmanns. Starfið felst i skipulagningu búða fyrir flóttafólk i Jakarta. Tildrög þess að Magnús, sem starfaði sem verkfræðingur á verkfræðiskrifstof- unni Hönnun, fór utan voru nám- skeið sem hann sótti á vegum Rauða krossins á Þingvöllum í fyrra. Þar kenndu erlendir leiðbeinendur hjálp- arstarf. Magnús gaf þá kost á sér og var beðið um mann með hans kunn- áttu til þess starfs, að sögn Auðar Einarsdóttur hjá Rauða krossinunt. Auður sagði ennfremur að Magnúsi hefði gengið mjög vel og væru allir mjög ánægðir með hann. - ELA Sigriður Guðmundsdóttir hjúkrunarkona sem starfaði um þriggja mánaða skeið i ThaHandi og Magnús Hall grimsson verkfræðingur sem nú er orðinn yfirmaður fióttamannabúða i Indónesiu. Óskar Kjartansson sem rekur gull- smiðaverkstæðið afhenti Elinu hring- inn á þriðjudag, en svo vildi til að þann dag varð hún 66 ára. Þetta er þvi liklega stærsta afmælisgjöf Elínar, en andvirði hringsins er 250 þúsund krónur. „Við ákváðum að binda demant- inn ekki við neitt, vinningshafinn gæti þá valið sér sjálfur umgjörð, hvort sem hann vildi heldur hálsmen, hring eða eitthvað annað,” sagði Óskar Kjartansson. Elin valdi sér hring og þegar hún setti hann upp sagði hún: „Svona fínn hringur passar núekki ásvona gamla hendi.” Óskar var fljótur á sér og sagði að demantar sómdu sér vel fyrir allan aldur kvenna. Elin Ingimundardóttir flutti til Reykjavíkur fyrir tæpum þremur árum. Áður var hún bóndakona á Eyri i Kollafirði i 35 ár. Það var líka gestrisni bóndakonunnar sem mætti akkur er við heimsóttum Elinu með Óskari gullsmiði á afmælisdaginn hennar þar sem var yfirhlaðið kaffi- borð af gómsætum terlum. - ELA Ólafiur Ragnar er ekki lengur til Á Fólk-siðunni á þriðjudag var fjallað um samkontuna Rokk gegn her. Þar birtist meðal annars mynd þessi með eftirfarandi texta: „Ekki eru allir hermenn af karlkyni.'Hér mundar ein skæruliðastúlkan frethólk.” Siðan þá hefur upplýstst að kven- skæruliðinn er alls ekki kvenmaður, heldur þýzkur piltur, sem tók virkan þátt i skemmtun kvöldsins. Þvi miður höfum við ekki nafn hans, en kyngreiningin er hér með leiðrétt. Diskótek í Mjóddina? Sem kunnugt er af fréttum hefir Árni Samúelsson, athafnamaður í Keflavík, fengið úthlutað lóð í Mjóddinni i Breiðholti. Þar á að risa kvikmyndahús, — með skemmtistað í kjallaranum. Dagblaðið hefur fregnað að eigandi vinsælasta skemmtistaðarins í Reykjavík Ólafur Laufdal i Hollywood hafi tekið höndum saman við Árna um að koma þeim stað á laggirnar. Siðferðisvitund nasista Launungin bendir til þess að nazistar hafi ekki verið rúnir allri siðferðisvitund. Og það er hörmu- legt, einkum vegna okkar hinna, sem teljum okkur hafa siðferðisvitund í lagi. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur í Vísi 15.9. ’80. Óskmr Kjartansson gullsmiður lót sór ekki nægja að afhenda Efínu 250 þúsund króna demantshringinn hekJur kom einnig með stærðar blóm- vönd. DB-mynd Sig. Þorri. Vann demantshring í happdrœtti sem efnt var til á sýningunni Heimilið ’80: 4 Sóð yfir salinn hjó Orkubót Á veggjum hanga myndir af eriendum vöðvabúntum. Blað allra landsmanna á lil dálítið kynlega takta á stundum. Þá er ákveðið að nefna einstaka viðburði ekki á nafn, frekar en þeir liafi ekki gerzt. Einnig kemur fyrir að hætt er að minnast á suma menn einu orði i fréltum. Nýjasta dæmið um það er Ólafur Ragnar Grimsson alþingis- maður. Þrált fyrir að Ólal'ur sé talsverf í sviðsljósinu þessa dagana i öðruni fjölmiðlum, lætur Blað allra lands- manna sem hann sé ekki til. Það sem hann segir eða gerir er ekki nefnt á nafn og ekki er leitað til hans um álit á nokkrum sköpuðum hlut. Von- andi er að þjóðlifið hafi sinn vana- gang þrát| fyrir þessar kostulegu aðfarir fjölmiðilsins. Kvenskœru liðinn var karlmaður Kari Heiðberg húsasmMur pumpar hórjóm af miklum móð. - Ekki mó rugla body-building við tyftingaíþróttina. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. „Ég trúði ekki þessum tiðindum lengi vel. Dóttir mín heyrði tölurnar í útvarpinu og skrifaði þær hjá sér, kom hingað og spurði um númerið á miðanum mínum. Mér hefði bara aldrei dottið i hug að ég gæti orðið svona heppin," sagði Elín Ingi- mundardóttir i samtali við DB. Elin var svo heppin að eiga miða númer 12497 i demantshappdrætti sem gull- smíðaverkstæði Kjartans Ásmunds- sonar i Aðalstræti efndi til á sýning- unni Heimilið ’80. „Ég fór á sýninguna síðasta kvöld- ið. Annars er þetta ár búið að vera happaár hjá mér. Ég hef unnið á þriðja hundrað þúsund í happdrætt- um á þessu ári og svo kemur þessi vinningur,”sagði Elín.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.