Dagblaðið - 20.09.1980, Side 4
4
Ck
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
DB á ne ytendamarkaði
90% ALLRA BRÉFA
20 G EDA MlNNA
„Það er því miður alveg rétt að
ódýrara sé að senda tvö tuttugu
gramma bréf en eitt fjörutíu
gramma. En kannski kostnaðurinn
jafni sig upp í auknum umslögum,”
sagði Rafn Júlíusson póstmálafull-
trúi. Fyrir nokkru l'urðuðum við
okkur hérna á síðunni á þessari stað-
reynd og fannst að eitthvað væri
brogað við það að miða bréf við 20
grömm eða 100 grömm og ekkert þar
á milli.
„Þetta er samkvæmt alþjóðlegum
póstsantningi sem við erum aðilar að
og Itöfum ekkert vald til að breyta út
af. Burðargjöld hafa haldizt inn-
byrðis óbreytt síðastliðin 10 ár. Áður
voru þyngdarmörk miðuð við hver 20
grömm. Samkvæmt því hefði verið
ódýrara en nú að senda 40 gramma
bréf en aftur mun dýrara að senda
60,80 eða 100 gramma bréf. Áður en
þessi nýju mörk voru ákveðin var
athugað hvað þau bréf sem fólk sendi
vægju mikið. í ljós kom að 90%
þeirra vógu 20 grömm eða minna.
Afgangurinn vó svona 80—90
grömm i langflestum tilfellum. Þetta
varð til þess að búin var til flokkunin
20-100-250-500-1000-2000 gramma
bréf til einföldunar og þyngri mega
bréfin ekki vera.
Rafn sagði að vitaskuld væri hvert
einasta bréf sem sett væri í póstkassa
ekki vegið. Vogirnar gætu líka verið
misnákvæmar þannig að bréf sem
vægi rétt rúm 20 grömm væri metið
sem 20 gramma en ekki hundrað
gramma.
- DS
Hrá rabarbarasaft
Kæra Neytendasíða!
Þið voruð að biðja um uppskrift
að hrárri rabarbarasaft og hér er hún:
6 kg raharbari
5 I valn
40 gr vínsýra
2 tsk benzosúrt nalron
250 gr sykur á móti lílra af valni
(Ég nota minni sykur en það fer auð-
vitað eftir smekk hvers og eins).
Rabarbarinn er brytjaður, settur i.
plastbala. Köldu vatninu hellt yfir
ásamt vínsýrunni og benz natr.
Hrært vel í. Látið standa í einn sólar-
hring.
Vatninu þá hellt af rabarbaranum
og sykurinn látinn í saftina. Hrært i
þar til sykurinn er uppleystur, sett á
flöskur. Síðan má endurtaka þetta en
þá á að nota minna af vínsýru og
benz. natroni. Sú saft verður ekki
eins sterk og geymisl ekki eins lengi.
Ég er annars ekki viss um geymslu-
þolið á saftinni því satt að segja hef
ég aldrei átt hana lengi. Hún klárast í
einum hvelli hjá mér. ísköld er hún
mjög góð við þorsta, vinsælli en
nokkur ávaxtasafi sem hægt er að fá
úr búð.
Og síðan ég fór að skera rabarbar-
ann með gömlum brauðhníf (rúg-
brauðshníO er ekkert verk að safta og
sulta. Mesta verkið var alltaf að
brylja rabarbarann niður.”
Þetta bréf er frá Guðrúnu Stefáns-
dóttur, ísafirði. Við þökkum kærlega
fyrir uppskriftina og henni er hér
með komið á framfæri.
Það ber ekki á öðru en það fari vel um þau i heita vatnsnuddpottinum i Mosfellssveitinni. Sá litli heitir Monier Odureri, sá
elzti Þorkell Einarsson, þá Einar Þorkelsson, Brynhildur Þorkelsdóttir og Kristfn Jóhannsdóttir. -EVI.
Nýjasta nýtt:
Vatnsnudd úti í garði
„Þetta er sannkölluð heilsulind,
hefur svipuð áhrif á mann og venju-
legt nudd enda er þetta vatnsnudd,”
segir Einar Þorkelsson húsasmiða-
meistari í Mosfellssveit og teygir
makindalega úr sér í heitum potti,
sem hann hefur komið sér upp í garð-
inum hjá sér.
,,Það eru þó nokkrir svona pottar
komnir hérna í Mosfellssveitina. Ég
fer í pottinn svo að segja daglega og
fjölskyldan og kunningjarnir, fyrir
nú utan krakkana, kunna vel að meta
hann.”
Einar upplýsir að pottinn hafi
hann fengið hjá Herkules í Mosfells-
sveit og hann kosti um 1.250 þús.
óniðurkominn. Honum fylgi loft-
dæla, til þess að framkvæma nuddið
og í honum er þykkt plast, fiberglass.
Enginn vandi sé að grafa fyrir honum
í garðinum sínum. Það geti hver
maður gert. Yfirfall er á pottinum og
sírennsli. Þegar hann erekki í notkun
er breitt yfir hann plast. Einar notar
affallsvatnið, sem hann skerpir
aðeins á, þegar vetur gengur í garð.
„Þvi að auðvitað nota ég gripinn
sumar, vetur, vor og haust,” segir
Einar. - EVI
Niðursoðinn matur
getur verið skaðlegur
sem innihalda vetni og kolvetni tærist
tinið einnig.
Efnasambandið stannous cloride
eða tinklór er notað í suma svala-
drykki. Við neyzlu á því eykst tin-
magnið í líkamanum. Tinklórið er
notað í sykurlausa drykki til þess að
halda tærleika þeirra. Sykur sér hins
vegar um það hlutverk i sætum
drykkjum. Væri tinklórið ekki notað
yrði drykkurinn smám saman ógeðs-
legur á litinn og fólk keypti hann
síður.
Tin safnast einnig i líkamann við
neyzlu á niðursöðnum tómötum og
sitrus-ávöxtum. Sýra i ávöxtunum
vinnur á tininu i dósunutn og eftir því
sem matvælinæru lengur i þeim eykst
Heiimlisbókliald vikuna: til
n jr i í i i • i • 1 i • .
Mat- oe* dr\díkiarvoruT. hremlætisvortir off b.n.
Sunnud Mánud Þriöjud Midvikud Funmtud Föstud Laugard
«
Sanrt t Sanrt Samt. Samt Samt Rnnrt. Samt
Önnur útgjcM:
Suunud Mánud Þridjud Miöviknd FLmmtud Föstud Laugard
>
Samt Saznt Samt Samt Samt Samt Samt
l -... ' ■ ...... - - '
— -r —— ~—- -: _ _
hrásaft með fyrir-
TAKS GEYMSLUÞ0L
Sólveig hringdi og gaf okkur upp-
skrift að hrárri rabarbarasalt.
3 pelar af vatni á móti einu kg af
rabarbara og 1 tsk af vínsýru. Þetta
látið standa i þrjá sólarhringa, þá
sigtað og saltin vegin. Á móti
hverjum litra af saft á að láta 750 gr
af sykri.
Sólveig sagðist skola flöskurnar að
innan með rotvarnarefni og sér hefði
reynzt það prýðilega. Húu sagðist
hafa verið á dögunum með fjögurra
ára gamla saft, sem var alveg prýði-
leg.
- A.Bj.
Þeir sem neyta vissra svaladrykkja
og niðursoðinnar vöru geta verið í
lífshættu. Að því hefur John nokkur
Wood, yfirmaður ferskvatnsrann-
sókna í Minnesota i Bandaríkjunum
komizt. Hann hefur undanfarið feng-
izt við miklar rannsóknir bæði á
kvikasilfurseitrun og tineitrun. Árið
1968 lagði hann mikinn skerf til þess
ara vísinda með því að sanna að
meinlaust kvikasilfur getur breytzt i
verulega hættulegt eitur þegar inn i
mannslíkamann er komið. Hann
hefir nú sannað að hið sama gerist
með tin. Hinar venjulegu bakteriur
sem í mannslíkamanum eru tæra
tinið þannig að það verður stór-
hættulegt. Við hjálp efnasambanda
tininnihald þeirra. Tært tin er eins og
tært kvikasilfur hættulegt taugakerf-
inu. Einkenni taugaeitrunar er doði í
fingurgómum og vörum. Aukin
neyzla leiðir af sér mál- og heyrnar-
leysi. Sé enn haldið áfram getur
maðurinn lamazt alveg og læknast
aldrei aftur. Eitrunin á hástigi veldur
meðvitundarleysi og dauða.
Bæði heili manna og taugakerfi eru
þannig gerð að í gegnum þau berst
súrefni bæði fijótt og örugglega. Þvi
eru eitrunaráhrif hvers konar fijót að
berast til þessara líkamshluta. Þeir
hafa hins vegar ekki þá skiljuhæfni
sem aðrir líkamshlutar hafa og þvi
sezt efnið þar að. í tilraunum sem
gerðar voru á karlmönnum og ófrísk-
um konum þeirra kom i Ijós að
kvikasilfurseitrun kom mun fyrr i
Ijós á körlunum. Þegar hins vegar
börnin fæddust kom i ljós að þau':
báru merki eitrunarinnar.
Wood segir að til sé leið til þess að
koma í veg fyrir tineitrunina en hún
sé dýr. Tinklórið er ódýrasta efnið
sem til er til þess að halda tærleika
ávaxtasafa. C-vitamín eða askópín-
sýra geri sama gagn en sé miklu mun
dýrara. Einnig er möguleiki á því að
húða innan niðursuðudósir sem
notaðar eru undir grænmeti og
ávexti. Sá kostnaður sem af slíku
leiddi ætti að greiðast upp í minnk-
andi veikindatilfellum vegna tineitr-
unar.
En Wood bendir á að næsta lítið sé
vitað um það hversu mikils tins við
neytum. Reynt hefur verið að mæla
slíkt í þvagi manna og blóði. I þeim
rannsóknum hafa menn komizt að
því að magnið hefur fjórtánfaldazt á
síðastliðnum 10 árum. Þessi aukning
ásamt með aukinni notkun annarra
hættulegra málma svo sem blýs, arse-
niks og kvikasilfurs, gæti endað með
þvi að leiða af sér alvarlegan heilsu-
skaða fólkser fram í sækir.
zlPS
Dóra
Stefánsdóttir