Dagblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
7
Hörð gagnrýni á Rannsóknarlögreglu ríkisins:
„Málsmeðferðin ámælisverð
og alls ekki viðhlítandi”
— er álit Jóns V. Jónssonar í Hafnarfirði sem telur rannsóknarlögregluna ekki hafa sinnt
rannsókn á kærumáli hans á hendur tveimur lögfræðingum
„Ég fór á fund dómsmálaráðherra
á miðvikudagsmorguninn og ítrekaði
kvörtun vegna þess að kæruatriði
sem ég hef lagt (Vrir rannsóknarlög-
reglustjóra ríkisins og varða meint
fjármálamisferli tveggja lögfræðinga
eru enn lítt eða ekki rannsökuð. Ráð-
herrann tók vel málaleitaninni en
sagði þó að rannsóknarlögreglustjóri
væri erlendis og því yrði það að bíða
heimkomu hans að fá frekari upplýs-
ingar um stöðu málsins,” sagði Jón
V. Jónsson verktaki i Hafnarfirði í
samtali við blaðið í gær.
Dagblaðið skýrði frá þvi 16. ágúst
sl. að Jón V. Jónsson hafi kvartað
yfir því við Friðjón Þórðarson dóms-
málaráðherra að hann telji rannsókn
á kærumáli sem hann vísaði til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins í mai 1978
hafa dregizt óeðlilega mikið. Málið
varðar tvo lögmenn sem störfuðu hjá
Jóni frá miðju ári 1975 og fram eftir
árinu 1977. Annar þeirra, Svanur Þór
Vilhjálmsson hdl., annaðist einkum
fjársýslu, en hinn, Þorvaldur Lúð-
víksson hrl., lögmannsstörf (einkum
málflutning og málarekstur). Á þess-
um tíma fóru miklar fjárhæðir um
hendur lögmannanna eða um 200
milljónir á þáverandi ■ verðgildi.
Skömmtuðu þeir sér yfir 11 milljónir
í laun af þeirri upphæð og vítti Lög-
mannafélag íslands þá á sínum tíma
fyrir þessa kaupskömmtun. Jón V.
Jónsson heldur því fram að þeir hafi
misfarið með fjármuni í eigu fyrir-
tækis hans.
f kærubréfi sem sent var Rann-
sóknarlögreglunni er krafizt rann-
sóknar á eftii farandi atriðum:
— Engin gögn eða fylgiskjöl fengust
fyrir fjármagni er fór um hendur
lögmannanna á fyrrgreindum
tíma og ekkert bókhald fært að
því er virtist.
— Lögmennirnir skömmtuðu sér
kaup án þess að gera Jóni V.
grein fyrir því. Segir hann að pen-
ingarnir sem lögfræðingarnir
borguðu sjálfum sér hafi verið
þeim afhentir til greiðslu á kröf-
um ýmissa aðila. Hafi kröfurnar
annaðhvort ekki verið greiddar
eða greiddar svo seint að á þær
féllu dráttarvextir. Þá heldur
verktakinn þvi fram að annar lög-
fræðingurinn hafi selt í leyfisleysi
bifreið í eigu fyrirtækisins og
sölutilkynning verið fölsuð.
Jón V. Jónsson heldur því fram að
„þrátt fyrir að reynt hafi verið að
beita öllum ráðum til þess að fá mál
þetta rannsakað niður í kjölinn þá
hefur rannsóknin ekki þokazt neitt
áleiðis og ef fram heldur sem horfir
þá sofnar það svefninum langa hjá
Rannsóknarlögreglunni.' ’
Jón hefur rætt málið við tvo fyrr-
verandi dómsmálaráðherra, þá Stein-
grím Hermannsson og Vilmund
Gylfason. Þá hefur hann tvívegis
gengið á fund Friðjóns Þórðarsonar
núverandi dómsmálaráðherra og
skrifað honum bréf að auki i septem-
berbyrjun. Fer hann þess á leit að
ráðherra „hlutist til um að opinber
rannsókn fari fram á þeirri málsmeð-
ferð sem kæra mín hefur hlotið hjá
embætti Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins.”
í bréfi til ráðherra segir sömuleiðis
að málsmeðferð Rannsóknarlögregl-
unnar sé „mjög ámælisverð og langt
frá því að vera viðhlítandi”. Enn-
fremur:
„Þrátt fyrir að kærð sé bókhalds-
óreiða, misferli með fé og skattsvik,
þá hefur enn þann dag í dag eigi verið
kannað hvort lögmennirnir hafi fært
staf í bókhaldi, enda þótt það sé
mjög ákvarðandi atriði varðandi
ýmis kæruatriði að hafa bókhald
þeirra til skoðunar.”
DB hefur ekki tekizt að leita um-
sagnar rannsóknarlögreglustjóra
ríkisins, sem varerlendis.
- ARH
Þrasað um ketti og þresti í borgarstjóm:
Einn hektari lands
undir flækingsketti
— Þrastavinafélagiö sem er 48 nemendur í MS mótmælti
lóðaúthlutun undir jafnblóðþyrst rándýr og kettir eru
„Umsókn okkar um lóð undir
líknarstofnun félagsins var samþykkt í
borgarstjórn. Við sóttum fyrst um fyrir
tveimur árum og höfum reynt að halda
þessu vakandi síðan. Þetta hefur farið
betur en maður þorði að vona, þó
vissulega hafi maður vonazt eftir
góðum svörum,” sagði Svanlaug Löve,
formaður Kattavinafélags íslands, í
samtali við DB.
í fyrradag samþykkti borgarstjórn
að veita Kattavinafélaginu leyfi til að
byggja í námunda við dýraspítala Wat-
sons. Áður hafði beiðninni verið
synjað í borgarráði. Lóðin sem Katta-
vinafélagið fór fram á er einn hektari
og þótti Sigurjóni Péturssyni það
heldur stórt land undir flækingsketti.
Þá var bent á að mörg fyrirtæki bíða
úrlausnar í lóðamálum.
Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi
tók málið upp í borgarstjórn og flutti
sem tillögu ásamt Albert Guðmunds-
syni. 8 borgarfulltrúar greiddu atkvæði
með tillögunni, sjö sjálfstæðismenn og
Guðrún Helgadóttir. Sex fulltrúar
meirihlutans greiddu atkvæði gegn til-
lögunni, Guðrún Ágústsdóttir sat hjá.
„Ég var nú búin að tala um að lóðar-
stærðin gæti verið samkomulagsat-
riði,” sagði Svanlaug er hún var spurð
um lóðarstærðina. ,, Við getum vel sætt
okkur við minni lóð. Hún má þó ekki
vera of lítil, því við ætlum ekki að
tjalda til einnar nætur.”
48 manns sem kalla sig Þrastavina-
félagið sendu mótmælabréf til borgar-
stjórnar þar sem segir: Við undirrituð,
sem höfum bundizt samtökum til þess
að vernda líf þrasta og annarra smá-
fugla fyrir köttum, skorum á hæstvirta
borgarstjórn að hafna umsókn Katta-
vinafélags íslands um aukna aðstöðu
katta í Reykjavik. Við teljum að margir
ólýsanlegir harmleikir hafi hlotizt af
því að halda jafnblóðþyrst rándýr og
ketti á heimilum fólks í Reykjavík og
bendum á það, að í heilum borgar-
hverfum kemst nú vart þrastarungi á
legg vegna sívaxandi kattaskara.”
„Þetta er nú mesti misskilningur hjá
Þrastavinafélaginu sem ég hef nú aldrei
heyrt um fyrr en í gær,” sagði Svan-
laug um bréf þrastavina. „Einmitt með
því að hugsa um kettina og sjá um að
þeir fái að éta láta þeir smáfuglana í
friði. Við erum að vinna fyrir þröstinn i
leiðinni. Félagar i Kattavinafélaginu,
sem eru nú um 400, eru allsherjar dýra-
vinir, annað væri ónáttúrlegt. Ég vil
bara þakka þeim mönnum sem studdu
félagið í borgarstjórn.”
DB hafði samband við einn af undir-
skriftarmönnum Þrastavinafélagsins
og spurðist fyrir um félagið: „Ég er nú
eiginlega ekkert í félaginu, ég skrifaði
bara undir þennan lista þegar hann
gekk í skólanum.” Það voru nemendur
á aldrinum 16-20 ára í menntaskólan-
um við Sund sem skrifuðu undir list-
ann. „Ég veit nú ekki hvað hann heitir
sá sem fann upp á þessu, við erum svo
nýbyrjuð í skólanum og maður er ekki
farinn að kynnast liðinu ennþá.”
- ELA
Tvennt á slysadeild
— eftir árekstur á Bæjarhálsi
Harður árekstur vaíð í gærdag í
Árbæjarhverfi. Benz vörubifreið ók
austur Bæjarháls og Fiat fólksbifreið
norður Bæjarbraut. Fiatinn mun
ekki hafa stanzað við biðskyldu
heldur ekið í veg fyrir vörubifreiðina.
Tvennt fullorðið var í fólksbifreið-
inni og slasaðist það lítillega eftir þvi
sem bezt var vitað í gær. Var fólkinu
talið til happs að Fíatinn lenti á fæti
lyftukrana sem var á vörubifreiðinni,
en hefði annars getað lent undir
henni.
- ELA
Á slysstað síðdegis í gaer — eins og
sjá má er bíllinn illa skemmdur.
DB-mynd: S.
DANSSKOLI
Siguröar
Hákonarsonar
BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR
Kenndir allir almennir dansar, svo sem:
BARNADANSAR — SAMKVÆMISDAN SAR —
DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL.
BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg
æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund
Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó).
örstutt frá skiptistöð SVK.
Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi
Innritun og allar nánari upplýsingar
daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ