Dagblaðið - 20.09.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980.
13
Úrslitin f keppninni um Sumarmynd ’80:
Sumar við Heklu 1980
bar sigur úr býtum
Sigurvegarinn í keppni Dag-
blaðsins um Sumarmynd 1980 er
Gunnar örn Gunnarsson. Mynd
hans, sem er svarthvít, nefnist Sumar
við Heklu 1980. Dómnefnd
keppninnar var einhuga um að
Gunnari baeri fyrsta sætið.
í öðru sæti varö sömuleiðis
svarthvit mynd. Hún er eftir Sigurð
Stefán Jónsson og ber ekkert nafn.
Dómnefndin tekur sér það bessaleyfi
aö nefna hana Viö flugum í gær. Í
þriðja sæti varð litmynd Kristjáns
Gíslasonar af mönnum í drullupytti.
Myndirnar sem eru í þremur efstu
sætunum hljóta allar verðlaun.
Dómnefndinni fannst ófært annað en
að velja fjórðu og fimmtu beztu
myndirnar einnig, þó að þær verði
ekki verðlaunaðar. Tíminn og
eilífðin, litmynd Jóns Brynjólfs-
sonar, skipar fjórða sætið og í því
fimmta er Ágúst ’80 kl. 3.00 að nóttu
eftir Gunnar Gunnarsson. — Hann
er ekki sá sami og hlýtur fyrstu
verðlaunin.
Greinargerð
Um Sumarmyndina ’80 hefur
dómnefndin þetta að segja:
Mynduppbyggingin er mjög góð og
öll vinna og frágangur til fyrirmynd-
ar. Myndin er dæmigerð fyrir
sumarið 1980 að þvi leyti að hún
greinir frá þeim atburði, sem einna
hæst bar á sumrinu.
Myndin í öðru sæti fær þann dóm
að hún sýni næmt auga höfundarins
fyrír formum. Sú mynd segir einnig
sitt um atburði sumarsins, þó að
höfundurinn hafi ef til vill ekki haft
fiugmál tslendinga i huga, þegar
hann sendi myndina i keppnina.
Myndin, sem hlýtur þriðja sætið
fær beztu einkunn fyrir húmor.
Um hinar myndirnar tvær hefur
dómnefndin þaö að segja að sú sem
hlýtur fjórða sætið er hin dæmigerða
úr fjölskyldualbúminu að öðru leyti
en því aö myndbyggingin öll er til
fyrirmyndar. í myndinni í fimmta
sæti fær hugmyndaflugið lausan
tauminn.
Verðlaunin
Gunnar öm Gunnarsson hlýtur
að launum fyrir Sumar við Heklu
1980 ferð til Ibiza á vegum ferða-
skrifstofunnar Úrvals næsta sumar.
Sigurður Stefán Jónsson fær mynda-
vél af geröinni Canon AEl frá heild-
verzlun Hilmars Helgasonar í önnur
verðlaun. Þriöju verðlaunin, sem
falla Kristjáni Gislasyni í skaut, eru
sex daga ferð á Arnarvatnsheiði með
Arinbirni Jóhannssyni. Sú ferð
verður sömuleiðis farin næsta sumar.
— Heildarverðmæti vinninga í þess-
ari keppni er um ein milljón króna.
Dagblaðið þakkar öllum þeim
fjölda áhugaljósmyndara sem tóku
þátt í keppninni um Sumarmyndina
1980 fyrir áhugann og þátttökuna.
Keppnin heldur að sjálfsögðu áfram
að ári.
-ÁT-
/ fimmta sætí: Ágúst '80 ki. 3.00að nóttu. Höfundurínn er Gunnar Gunnarsson.
I fjórða sætí: Tíminn og eiiifðin eftír Jón BrynjóHsson. Jón skýrir nafnið
þannig: „Lrtii stúlka stigur eitt skref með duidu brosi. Þessi tiiviijun
augnabliksins i sambandi við úrið é handieggnum og krossinn i brjóstinu
eru forsenda heitisins Tíminn og eifífðin. Úrið er tákn timans og krossinn
tókn eiVrfðarinnar, efnisleg og éþreifanleg tékn torskilinna hugtaka. Litia
stúikan, sem er aðeins tveggja ára, túlkar tímann með skrefinu og eiiífð-
inga með dukfu brosi. Mælieiningar timans eru eins konar skref og dulið
bros gefur til kynna istand sálarinnar, hinnar andlegu hliðar mannsins,
en það er hið andlega sem er eiVrft"
Dómnefndin að störfum. Frá
vinstri eru Aðalsteinn Ingóffsson,
Sigurgeir Sigurjónsson, Ásgeir
Tómasson og Ragnar Th. Sigurðs- i
son.
DB-mynd Þorri.
íþriðja sæti: Nafnlaus myndaf
mönnum i druUupytti eftir Kristjin
Gíslason.
tí
HOBHBaeSBBBi
■HMHii