Dagblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 24
Þjóðhagsstofnun staðfestir fullyrðingu Karls Steinars og félaga:
Skattbyrði hefur aukizt
um sex milljarða
— frá því á síðasta ári — „krafan er að láglaunafólk fái til baka af þessum
fjármunum,” segir Karl Steinar Guðnason
„Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni
Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns
fjármálaráðherra, reiknað út að
skattbyrðin á landsmenn hafi aukizt
um 0,7% eða 6 milljarða frá síðasta
ári. Þetta er þvi óumdeilanleg stað-
reynd. Krafa okkar að þeir sem búa
við verst lífskjör fái til baka af þess-
um fjármunum,” sagði Karl Steinar
Guðnason varaformaður Verka-
mannasambands íslands í samtali við
DB.
Karl Steinar og 10 aðrir forystu-
menn flestra láglaunafélaganna inn-
an Alþýðusambands íslands lögðu
fram tillögu á fundi 43ja manna aðal-
samninganefndar ASÍ 10. sept. Þar
var þess krafizt að verkalýðshreyfing-
in leitaði tafarlaust eftir viðræðum
við rikisvaldið um skattalækkun lág-
launafólks í formi skattaafsláttar sem
komi til útgreiðslu á þessu ári. Nemi
hækkun á greiðslubyrði einstaklinga í
beinum sköttum á þessu ári um 6
milljörðum króna.
„Því var haldið fram á 43ja
manna-nefndarfundinum, sérstak-
lega af Alþýðubandalagsmönnum
sem vilja vernda ríkisstjórnina, að
fullyrðingin um 6 milljarða skatta-
aukningu stæðist ekki. Nú er þetta
orðin borðliggjandi staðreynd. Sam-
kvæmt útreikningi Þjóðhagsstofnun-
ar hafa ríkisskattar aukizt um 1,7
milljarða en skattar sveitarfélaga um
4,3 milljarða frá því í fyrra eða
samanlagt um 6 milljarða.
Það er æ háværari krafa í verka-
lýðshreyfingunni að skattalækkun sé
eina leiðin til að skapa raunhæfa
aukningu kaupmáttar. Fólkið sem
býr við slæm lífskjör setur ekki fyrir
sig hvort það er ríki eða sveitarfélag
sem tekur stærri og stærri hlut tekna
þess. Það sem máli skiptir er að skatt-
byrðin í heUd er þyngri og lífsafkoma
launafólks að sama skapi erfiðari,”
sagði Karl Steinar Guðnason. - ARH
2. verðlaun í keppninni um SUMARMYND DB ’80:
Við flugum í gær
„ Við flugum í gœr” er heitið, sem dómnefnd í
keppninni um Sumarmynd D'B ’80 gaf myndinni,
sem hreppti annað sætið í keppninnL Höfundur-
inn, Sigurður Stefán Jónsson, hlýtur því í verð-
laun, sem afhent verða á næstu dögum, fullkomna
Canon AE-1 Ijósmyndavél frá Týli hf. í Austur-
strœti, að verðmœtiyfir 350.000 krónur.
Bolungarvík:
Hart deilt á skólastjóra
grunnskólans
— megn óánægja foreldra, — kennarar
standa stutt við
— deilur skólanefndar og skóiastjóra
MikU óánægja ríkir nú á Bolungar-
vík með stjórn skólastjórans í grunn-
skóla Bolungarvíkur og beinist
óánægja foreldra nemenda raunar
bæði gegn skólastjóranum og konu
hans, sem einnig er kennari við
grunnskólann. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem Dagblaðið hefur aflað
sér á Bolungarvík, er einnig megn
óánægja margra kennara skólans
með stjórn skólans og endast kennar-
ar stutt í starfi á Bolungarvík. Hefur
þessa gætt nokkur undanfarin ár.
Þá eru harðar deilur milli skóla-
nefndar og skólastjóra og mögnuðust
þær mjög í haust, er skólastjóri lagð-
ist harkalega gegn ráðningu kennara,
sem kennt hefur við skólann undan-
farna þrjá vetur. Skólanefndin mælti
einhuga með ráðningu kennarans.
Enginn annar sótti um starfið. Kenn-
arinn er ekki með réttindi, en er að
vinna sér þau inn á námskeiðum
Kennaraháskólans. Úrslit urðu þau
að menntamálaráðuneytið skipaði
kennarann, en foreldrar óttast að
honum verði lítt vært í skólanum.
Fullyrt er að óánægja foreldra sé
mjög almenn og i gær barst Dagblað-
inu bréf, sem undirritað er af 27 for-
eldrum á Bolungarvík. Þar er spurt
hvað sé að gerast í s kólamálum á Bol-
ungarvík. Stór hópur óánægðra for-
eldra hafi þungar áhyggjur af því
ástandi, sem verið hefur að skapast í
grunnskólanum. Góðir kennarar,
sem bæði nemendur og foreldrar hafi
haft góð samskipti við, hafi horfið
frá skólanum hver af öðrum. Yfir-
völd skólamála verði að taka málið
til alvarlegrar athugunar. Foreldrarn-
ir fara fram á það að nú þegar verði
athugað hvers vegna svo margir
kennarar hafi horfið og að uppræta
verði þau öfl, sem valda því. Þá verði
vinnuf riður skapaður.
Foreldrarnir benda á það, að svo
virðist sem ekki sé tekið mark á
skólanefnd, þar sem nefndin hafi i
fyrra verið mótfallin ráðningu kenn-
ara, en hann engu að siður ráðinn.
Einnig er bent á deilur þær sem
staðið hafa i haust um deilur skóla-
stjóra og skólanefndar um kennara-
ráðninguna, sem fyrr var nefnd.
- JH
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 20. SEPT. 1980.
Handtaka
blaðamannsins:
Lögreglu-
rannsókn-
inni enn
ólokið
Enn er ólokið rannsókn þeirri er
staðið hefur innan lögregluembætdsins
í Reykjavík að undanförnu á máli
Guðlaugs Bergmundssonar, blaða-
manns á Helgarpóstinum. Eins og
komið hefur fram í fjölmiðlum var
Guðlaugur handtekinn þar sem hann
fylgdist með afskiptum lögreglu af
unglingum í miðbæ Reykjavíkur fyrir
hálfum mánuði. Var Guðlaugur borinn
þeim sökum af lögreglunni að hafa
hvatt til óspekta meðal unglinganna.
Því hefur hann neitað staðfastlega og
telur handtökuna hafa verið með öllu
;tilefnislausa. Hefur hann íhugað að
höfða mál vegna handtökunnar.
William Möller aðalfulltrúi lög-
reglustjóra sagði i samtali við blaða-
mann DB í gær að rannsókn þessi hefði
dregizt á langinn, þar sem tvö
vitni hefðu ekki verið í bænum. Kvaðst
hann þó vonast til að rannsókninni lyki
á næstu dögum.
-GAJ.
Víkingur
í 3. sæti
eftir 2-1
sigur
Víkingur tryggði sér 3. sætið í 1.
deild, er liðið bar sigurorð af Akurnes-
ingum 2-1 í aukaleik liðanna um sætið.
Sigurinn færði Víkingi rétt til þátttöku
í UEFA-keppninni að ári og eru Vík-
ingar vel að þeim rétti komnir.
Það var Lárus Guðmundsson er
færði Víkingi forystuna i leiknum á 19.
mínútu er hann notfærði sér mistök
Jóns Gunnlaugssonar til hins ýtrasta og
skoraði af öryggi framhjá Bjarna
Sigurðssyni markverði. Jóhann Þor-
varðarson bætti öðru marki Víkings
við á 53. mínútu eftir gullfallegan sam-
leik hans og Lárusar, en sex mínútum
'SÍðar minnkaði Sigþór Ómarsson
muninn fyrir Akranes með marki af
stuttu færi.
Bæði liðin fengu góð tækifæri til að
bæta við mörkum Og á síðustu mínút-
um munaði ekki miklu að Skagamenn
jöfnuðu, en Diðrik markvörður Vík-
ings varði þá snilldarlega skot frá Krist-
jáni Olgeirssyni, er stefndi í samskeyt-
in.
- SA
Prúðu leikaramir
í Dagblaðsbíó
Prúðu leikararnir verða í Dagblaðs-
bíói á morgun klukkan þrjú í Hafnar-
biói. Þar fara á kostum froskurinn
Kermit, Svínka, Fossi björn og fleira
frægt fólk. Myndin er í litum og með
íslenzkum texta.
LUKKUDAGAR:
20. SEPTEMBER 28359
Henson æfingagaili.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.