Dagblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.09.1980, Blaðsíða 28
Mikið bál gaus upp um hálftólf leytið i gærkvöldi við Úlfarsfell gegnt Keldnaholti. Reyndist þetta vera sumarbústaður í björtu báli er að var komið. Leit þetta út frá Vesturlands- vegi eins og tignarlegt áramótabál. Húsið sem brann er mjög gamalt og hrörlegt og virtist ekki hafa verið búið i því um langt árabil. Inni var hins vegar mikið af dóti sem litið sem ekkert verð- mæti var í. Húsið brann til kaldra kola á örskammri stund enda eldsmatur af beztu gerð. Greinilegt þykir að þama hafi verið kveikt í. - A.St. / DB-mynd: R.Th. Guðjón Jónsson um samningamálin: „Strandar ekki á félagsmálapakkanum” „Það er jrmislegt, sem stoppar það að samningum verði lokið. Ég tel vera ótrúlegan seinagang á þessu,” sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins i viðtali við DB i morgun. „Það strandar ekkert á félagsmála- pakkanum,” var skoðun Guðjóns. ,,Hann verður i formi yfirlýsinga og ioforða stjórnvalda um úrbætur og framlög, eins og verið hefur.” Guðjón sagði aö prentaradeilan stöðvaði lok samninga. Vinnuveit- endur vildu ekki ijúka málum nema prentarar féllu frá kröfum sinum í tæknimáium. Einnig tefðu langvinn- ar viðræður um sérkröfur fyrir. „Það er eins og menn haldi að hægt sé að vera við þetta endalaust,” sagði Guðjón. - HH Kveikt í gömlum kofa við Úlfarsf ell 4 dagblöð taka afstöðu f máli franska flottamannsins: Gervasoni fái að vera um kyrrt” útifundur og undir- skriftir stuðnings- fólks Frakkans „Nu er nauðsynlegt að skoða þetta betur og komast að réttari niðurstöðu en fyrr — Gervasoni fái að vera hér um kyrrt. Við viljum ekki eiga í útistöðum við frönsk stjórnvöld, fremur en sovézk. En við viljum ekki taka þátt i ofsóknum gegn mönnum, sem ekki hafa framið neitt það, sem flokkast undir afbrot samkvæmt islenzkum lögum.” Með þessum orðum lýkur Jónas Kristjánsson forystugrein sinni um Gervasoni-máiið í Dagblaðinu í dag. Ritstjórar Morgunblaðsins, Þjóðvilj- ans og Alþýðublaðsins taka sömu- leiðis afstöðu til málsins i skrifum sínum í dag og hvetja til þess að Frakkinn fái landvistarleyfi á íslandi. Þá hafa borizt samþykktir frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga og ís- lenzku mannréttindanefndinni sama efnis, svo og frá fjölmennum stuðn- ingsfundi við Gervasoni í Félags- stofnun stúdenta i fyrrakvöld. Sérstök nefnd manna sem styðja Gervasoni hyggst efna til útifundar á Lækjartorgi á morgun kl. 16 um málið. Sömuleiðis er komin af stað undirskriftasöfnun, Frakkanum til stuðnings. Gervasoni-málið kom til umræðu á rikisstjórnarfundi í morgun þar sem aðeins 4 ráðherrar af 10 voru mættir. Að sögn Baldurs Möllers í dóms- málaráðuneyti í morgun liggur ekkert fyrir um að frestur sá sem Frakkan- um var gefinn, til að hverfa úr landi,_ þ.e. til laugardagsmorguns, verði lengdur. „Það er von á greinargerð frá Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni mannsins nú í morgunmálið sem við munum kynna okkur. Annars er það dómsmálaráðherrans að taka endan- lega ákvörðun í málinu,” sagði Baldur. - ARH LAKER A SKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA í NEW YORK Starfsmenn Sir Freddy Laker, flug- jöfursins brezka, sáust í skrifstofum Flugleiða hf. á Kennedyflugvelli í síðustu viku. Vakti það athygli að einhverjir þeirra voru með málbönd, slógu máli á húsnæðið og skrifuðu Ekki hafa Flugleiðamenn kannazt við að verið sé að framleigja hú?- næðið. Þá hafa þeir ekki kannazt við að Laker eigi önnur meiri háttar er- indi við Flugleiðir hf. Þvi er hins vegar ekki neitað að Laker sé einn nokkurra aðila sem sýnt hafa áhugaá húsnæði Flugleiða á Kennedy-flug- velli fyrir sína starfsemi. Samgönguráðherra gaf á rikis- stjórnarfundi i fyrradag skýrslu um Flugleiðamálið, eins og staðan er metin eftir Luxembourgarviðræðurn- ar. Kom fram í máli ráðherra að hann myndi itreka spurningu til stjórnar Flugleiða um hugsanlega sölu á einhverjum eigna félagsins en afstaða verður tekin til óska Flug- leiða um 6 milljarða lán og ríkis- ábyrgðir vegna rekstrar fyrirtækisins. - BS fijálst, óhóð dagblað FIMMTUDAGUR 25. SEPT. 1980. Bifhjóls- maður stakk af — en var tekinn heima Ungur maður sem brá sér eitthvað drukkinn i ökuferð á vélhjóli í gær var handtekinn eftir mikinn eltingaleik lögreglu við hann. Tókst honum að stinga lögregluna af en náðist litlu síðar á heimili sinu. Áður en eltingaleiknum lauk hafði leikurinn borizt víða um bæinn og tók fjöldi lögreglubíla þátt i eftirförinni. Þó sá hundelti væri réttindalgas ók hann á ofsahraða á hjólinu og fór yfir gatnamót á rauðu ljósi. Loks stytti hann-sér leið milli húsa og stakk lögregluna þannig af. Einhver hafði séð númer hjólsins og litlu siðar var maðurinn sóttur heim og játaði sök sína. -A.St. Landssamband stuðningsmanna Alberts stofnað — málfundafélög í öllum kjördæmum Á ráðstefnu stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar úr forsetakosningun- um, sem haldin v.erður næstkomandi laugardag í Reykjavik, verður borin upp tillaga um að stofnuð verði lands- samtök stuðningsmanna. El^ki er staðfest að hér séu á ferðinni ný stjórnmálasamtök, heldur kjósa heimildarmenn DB að nefna þau lands- samtök um þjóðmálastefnu. Verði þau liklega byggð á málfundafélögum áhugamanna í öllum kjördæmum landsins. Sýnt er að forystumenn úr liði Al- bertsmanna i forsetakosningunum stefna að því að viðhalda tengslum og efla þau meðal stuðningsmanna hans. Eitt viðfangsefni ráðstefnunnar verður umræða um það sem boðendur telja til- efnislaust og löngu ótímabært 'stétta- þvarg, þar sem meðal annars stjórn- málamenn etji landsmönnum saman til deilna milli stétta, sem eigi þó alla hags- muni sameiginlega. - BS Féll í sjóinn við Klöpp og drukknaði Gamail maður, 81 árs, féll i sjóinn i fjörunni við bensínstöðina að Klöpp á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Reynd- ist hann látinn er komið var með hann í sjúkrahús. Maðurinn hafði komið gangandi að bensínstöðinni og haft einhver orða- skipti við afgreiðslumenn þar. Siðan hvarf hann fyrir vegghorn sem er umhverfis stöðina. Siðar urðu bensín- stöðvarmenn varir við mann í sjónum og reyndist það vera gamli maðurinn. -A.St. IUKKUPAGAR: 25. sept. 286 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. Vinningshafar hríngi ísima 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.